Alþýðublaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 8
1 Nýtt aðalnúmer 535II00 EMIIHBIIHIII wmmm mmm Nýtt aðalnúmer 535II00 Miðvikudagur 4. júní 1997 71. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Kolbrún Bergþórsdóttir var á ísafirði fyrir skömmu og skeleggasti og skemmtilegasti maður sem hún hitti þar var Halldór Hermannsson skipstjóri sem er ekkert að leyna skoðunum sínum á mönnum og málefnum Það dugar ekkert bænakvak Það er meiri harka í þessu verk- falli hér á Vestfjörðum en sést hefur hér á landi um árabil. “Þetta verkfall líkist engu sem ég hef kynnst áður. Ég sat í samninga- nefndum í hálfan annan áratug. Þá gátu menn mæst við samningaborð- ið. Nú reynist mönnum það ómögu- legt. En þessi gífurlega harka er í sjálfu sér ekki einkennileg. Þetta verkfall er afkvæmi þess mikla von- leysis sem hér ríkir. Allt hagkerfið rís upp grátt fyrir jámum í tilraun til að berja verkfall- ið niður, rétt eins og kauphækkun til lægst launaðasta fólksins muni senda allt til helvítis. Atvinnurekendur hafa ekki getað um frjálst höfuð strokið til að taka þátt í viðræðunum, því Þórar- inn V. Þórarinsson er alltaf í línunni. Hann er varðhundur þessa kerfis." Af hverju stafar þetta mikla von- leysi? “f áratug höfum við Vestfirðingar verið á stanslausri niðurleið. Astæð- an er einföld. Kvótakerfið er hér allt að drepa. Við erum ofurseldir þessu miskunnarlausa og svívirðilega sið- lausa kerfi. Auðurinn siglir hraðbyri til 8 prósent þjóðarinnar og verður væntanlega kominn þangað rétt um aldamótin. Fólkið horfir á þetta en fær ekkert að gert. Hlutskipti þess er að safna skuldum og gráta yfir krítar- kortum sínum. Kvótakerfið er sagt vera sjálfsagt kerfi. Réttlætið er afstætt, það er hag- kvæmnin sem ræður segja stjóm- völd. Siðleysið má sem sagt leika lausum hala ef það er hagkvæmt. Réttlætið skal víkja. Ég er gamall Sjálfstæðismaður og hef ekkert á móti einkavæðingu né markaðshyggju, en ég er á móti al- ræði peningavaldsins. Öfgafull markaðshyggja leiðir beina leið til helvítis, alveg eins og airæði komm- únista. Og nú em þeir byrjaðir að spæna úr hver öðrum innyflin, þessir stóru hákar sem em að skipta þjóðar- eigninni á milli sín.“ Og hvað er til ráða? : “Það er von þú spyrjir. Kvótakerf- Norskir útgerðarmenn j sigla með báta sína undir hagkvæmisflaggi til að komast í kringum lögin um veiðar í landhelgi Antarktis en þetta ólög- lega fiskirí ógnar auðsærðum eigend- um veiðiréttindanna, stór alþjóðlegur floti hefur á síðustu ámm kastað sér í slaginn um veiðar á hinum verðmæta hvítfiski, patagóníska tannfiskinum. Hið svokallaða CCAMLR sam- komulag, frá árinu 1980, setur veið- um á svæðinu strangar skorður en það em bara 23 lönd sem samkomu- lagið tekur til og þeirra á meðal Nor- egur, önnur lönd em ekki bundin af neinum reglum. “Panama er ekki aðili að sam- komulaginu og því emm við ekki að brjóta neinar reglur, þegar við veið- um á þessu svæði,“ segir talsmaður ið er eins og þríhöfða þurs sem eng- inn fær unnið á. Sjáðu til dæmis þennan mikla stjómmálamann, Jón Baldvin. Hann er dottinn úr leik. Hann sem hélt hundrað fundi og spurði: Hver á ísland - réttara sagt: Hverjir ætla að stela Islandi. A með- an hann spurði vom auðæfi landsins eignfærð örfáum mönnum og ætt- ingjum þeirra til eilífðar. Jón Baldvin sat í stjóm með Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum og varð að sætta sig við að geta ekki breytt þessu. Það varð Ólafur Ragnar Grímsson líka að gera til að fá að sitja í ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Hvar er Ólafur Ragnar Grímsson nú? Hann er á Bessastöð- um þar sem hann nýr hendumar á maganum. Og hvar er Jón Baldvin? Hann bíður eftir því að þessi ríkis- stjóm útvegi honum feitt embætti í útlöndum. Hvar er maður sem þjóðin getur hallað sér að?“ Nú er þinn gamli flokkur Sjálf- stœðisflokkur við völd og þú spyrð svona? “Ég fæddist inn í Sjálfstæðisflokk- inn. Ég undi mér ágætlega í Sjálf- stæðisflokknum vegna þess að mér fannst hann vera flokkur allra stétta. Meðan Ólafur Thors og Bjami Bene- diktsson voru í forystu í flokknum þá “Þeir mændu ekki á 8 prósent þjóðarinnar eins og Sjálfstæðis- flokkurinn gerir nú. Og það er helvíti hart að helmingur þjóðarinnar skuli kjósa þennan flokk sem hugsar ein- ungis um örfá prósent þjóðarinnar." útgerðarinnar sem gerir skipið Norse Pride, út frá Panama. Hann fullyrðir að möguleikinn á því að veiða pata- gónískan tannfisk hafi verið ástæða þess að skipið fór að sigla undir flaggi Panama í fyrra. Fleiri norskir útgerðarmenn hafa skráð bátana sína í Panama eða eyríkinu Vanuatu, og enn fleiri leita fjármagns til að kaupa báta til veiða á tannfisk, en þá á einnig að skrá undir hagkvæmis- flaggi til að komast í kringum sam- komulagið. Það em jú, stórar fjár- hæðir sem hanga á önglinum. Hitt er annað mál að í ljósi smuguvanda- mála norðmanna í norðri er þetta hið pínlegasta mál. “Við höfum þungar áhuggjur af þessum ólöglegu veiðum, sem geta leitt til hruns í stofninum," segir Stu- höfðu þeir velferð fólksins að leiðar- ljósi. Ég hreifst af þessum mönnum. Þeir mændu ekki á 8 prósent þjóðar- innar eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir nú. Og það er helvíti hart að helmingur þjóðarinnar skuli kjósa þennan flokk sem hugsar einungis um örfá prósent þjóðarinnar. Hvað er fólkið að hugsa?“ Nú talar þú eins og almennilegur krati. “Ég kaus Alþýðuflokkinn í síðustu alþingiskosningum, fyrst og fremst vegna þess að ég vil afnema kvóta- kerfið, og er auk þess Evrópusinni. En það skal ég segja þér, vina mín, að ef Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag bjóða ekki fram sameigin- lega í næstu kosningum þá vil ég láta grafa yfir þá með jarðýtum. Ég mun taka þátt í að grafa yfir vinstri menn art Pryor, forstöðumaður Anarktis deildarinnar í utanríkisráðuneyti Nýja Sjálands en alls eru um fjörutíu til sextíu skip, og flest þeirra norsk og spænsk, undir hagkvæmisflaggi við ólöglegar veiðar á tannfiski. Argentínsk yfirvöld hafa líka áhyggj- ur af brotum á samkomulaginu en það gæti leitt til þess að samkomu- lagið yrði orðin tóm því útgerðar- menn munu varla standa hjá með hendur í vösum, meðan kollegar þeirra raka saman auðæfum á tann- fiskveiðum. Kínverjar sem undirituðu ekki samninginn eru að koma sér upp tannfiskflota sem á að veiða hinn verðmæta patagóníska tannfisk og hefur rányrkjunni í Anarktis verið líkt við Klondike. ef þeir ekki standa saman." Hingað til hafa þeir komist hjá því að standa saman. “Tii forna voru þeir sem stálu mat dæmdir skógarmenn. Og þá sem hafa eignað sá auðlindina, sameign þjóðarinnar, á að kalla seka skógarmenn." “Og þess vegna er vinstri hreyf- ingin hvorki fugl né fiskur. Menn malla þar hver í sínu homi með eld- gamlar kerlingabækur sem geyma handónýtar uppskriftir. Og sumir þeirra era á kafi í hrossakaupum við þessa einkavæðingarmenn. Þeir ættu heldur að fara að vilja þjóðarinnar. Það vita allir að 75 prósent þjóðar- innar er á móti kvótakerfinu og vill auðlindarskatt. Og með veðsetning- arlögum á Alþingi er staðfest að kvótinn er orðinn eign útgerðar- manna. Fullyrðingar um annað eru fals, lygi og spýtubrjóstsykur sem stungið er upp í fólk.“ Nú er margt talað um byggðaflótta frá Vestfjörðum. “Það er mest í orði. Kannski mun- um við þurfa að lúta lágt en byggðin leggst ekki af. Með einhverjum hætti munum við rísa upp. En það er kvótakerfið sem lamar þessa byggð. Ég segi við unga fólkið: Menntið ykkur því þá eigið þið möguleika á að komast úr landi, annars eigið þið á hættu að lenda í vistarbandi séreigna- mannanna. Menntið ykkur til að verða ekki þrælar þeirra því sagan segir okkur að íslendingur sem kemst í einokunaraðstöðu kúgar þá sem standa ekki jafnfætis honum. Ég efast stórlega um að kvótakerf- ið standist alþjóðalög. Það er brot á mannréttindum. Það sviptir menn mannhelgi. Þetta er staðreynd, hvað sem hver segir. Til foraa voru þeir sem stálu mat dæmdir skógarmenn. Og þá sem hafa eignað sé auðlindina, sameign þjóðarinnar, á að kalla seka skógarmenn. - Það er í lagi að segja hvað sem er í þessu Alþýðublaði, það les það hvort sem er ekki nokkur maður. Það þarf að gera ráðamönnum skiljanlegt að það búa meira en 8 prósent þjóðarinnar í þessu landi. Fólki verður að lærast að selja sig dýrt. Það dugar ekki lengur neitt bænakvak.“ ■ Pínlegar veiðar norskra skipa undir hagkvæmisflaggi Norsarar í sinni Smugu í Antarktis Rányrkjunni á Patagónískum tannfiski líkt við Klondike

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.