Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 6
Af hvtvimr Anijn ALÞYÐUBLAÐIÐ stjornmál Minv/ti^t tr->A/M m -í-í u;iMt iin^. MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1997" aPa,! 1 Ræða Jóns Baldvins Hannibalssonar á sumarþingi Alþýðuflokksins Okkar hlutverk að vera sam- hent, samstiga og sigurviss Jafnaðarmannahreyfingin í Evr- ópu er hvarvetna að ganga í endur- nýjun lífdaga. Við Evrópubúar erum að ganga í gegnum eitt byltingar- kenndasta skeið þjóðfélagsbreytinga sem orðið hefur í manna minnum. Lykilorðið er „alþjóðavæðing". Und- ir ægishjálmi alþjóðavæðingar og í krafti nýrrar tækni er þjóðfélag okk- ar heimshluta að pólariserast. Fjár- magnið er að styrkja stöðu sína, er orðið alþjóðlegt, og þeir sem eru í þjónustu þess starfa þvert yfir öll landamæri. Tæki þjóðríkisins til þess að vemda almannhag gegn vaxandi völdum og áhrifum þeirra sem fjár- magninu stýra eru alltaf að veikjast. Almenningur finnur og skynjar að þjóðfélagið er að verða kuldalegra. Fjármagnið færist á færri hendur, munurinn milli ríkra og fátækra er að breikka og almenningur þarf nú, með svipuðum hætti og á kreppuárunum, á að halda afli félagslegrar samstóðu. Tilfmning fólks fyrir þessari stöðu er að verða æ áþreifanlegri. Þessi til- finning er að skapa pólitískt afl sem aldfei fyrr. Víðast annars staðar en á fslandi sjáum við merki um hugmyndalega endurnýjun. Þar er verið að byggja upp öfluga hreyfingu jafnaðarmanna til mótvægis við vaxandi vald og valdstjórn fjármagnsins. Gerjunin er að vísu hér og við finnum hana vel vegna þess að það eru nákvæmlega sömu hlutirnir að gerast í okkar þjóð- félagi og í löndunum í kringum okk- ur. En ef til vill má segja að hér á landi sé landstjórn fjármagnsins og valdstjórn þröngra sérhagsmuna í skjóli forréttinda pólitísks valds naktari en víðast hvar annars staðar. Sérhagsmunahópar ef la tökin Hvað er að gerast í aðalatvinnu- vegi þjóðarinnar, sjávarútveginum? Með ákvörðun stjórnvalda um að út- hluta nýtingarréttinum yfir auðlind- inni til tiltölulega fárra er búið að „í hverju málinu á faetur öðru er tiltölulega fámennir sérhagsmunahópar að efla tök sín í þjóðfélaginu. Þeir eru farnir að trúa því að þeir séu alls- ráðandi og þurfi jafnvel ekki að taka tillit til rökstuddrar gagnrýni á vald- stjórn sína." sólunda henni í kerfinu. Fiskveiði- arður, sem nú er metinn á þrjá millj- arða, mun fyrirsjáanlega vaxa upp í allt að tuttugu milljarða á komandi árum. í skjóli pólitísks valds eru þessar fjárhæðir afhentar tiltölulega fámennum forréttindahópi án þess að almenningur í landinu fái nokkra hlutdeild í hinni gríðarlegu auðsupp- sprettu. «% RAFMAGNSVEITA 4X REYKJAVÍKUR i^^k SUÐURLANDSBRAUT34 108REYKJAVÍK ^^ SÍMI 604600 FAX 814485 Kynning á 132 kV Nesjavallalínu Hafin er hjá Skipulagi ríkisins athugun á frummati á um- hverfisáhrifum fyrirhugaðrar Nesjavallalínu 1 frá Nesjavöll- um að Mosfellsdal. Skýrsla um línuna liggur frammi til kynningar frá 30. maí til 4. júlí 1997. Fimmtudaginn 12. júní, kl. 20.30 verður kynningaríundur í Hlégarði þar sem farið verður yfir einstaka þætti málsins. Þar gefst almenningi í Mosfellsbæ kostur á að kynna sér línulögnina og koma með fyrirspumir. Laugardaginn 14. júní, kl. 14 - 17, verður opið hús í Nes- búð, þar sem íbúum Grafningshrepps og öðrum gefst tæki- færi á að kynna sér gögn um línuna og ræða við fulltrúa framkvæmdaraðila og Skipulag ríkisins. Við sjáum nákvæmlega sömu hlut- ina vera að gerast í umræðunni um lífeyrissjóðakerfið. Þar eru öfga- kenndustu fulltrúar hægri aflanna að gera kröfu til þess að fá ráðstöfunar- vald til þess að ávaxta og ráðstafa 300 milljarða uppsöfnuðum skyldu- sparnaði samtryggingarkerfisins í líf- eyrissjóðunum. Þeir gera þá kröfu að fjármögnunarfyrirtæki í þeirra stjórn nái tökum á þessu fjármagni, fái að ávaxta það og græða á því. í hverju málinu á fætur öðru er til- tölulega fámennir sérhagsmunahópar að efla tök sín í þjóðfélaginu. Þeir eru farnir að trúa því að þeir séu alls- ráðandi og þurfi jafnvel ekki að taka tillit til rökstuddrar gagnrýni á vald- stjórn sína. Þeir eru farnir að upplifa sjálfa sig sem allsráðandi og koma fram af valdþótta. Þeir líta niður á verkalýðshreyfinguna enda skilja þeir veikleika hennar sem eru tvenns konar; annars vegar skipulagsleysi og óskapnaður og hins vegar póli- tískt forystuleysi. Hugmyndir jafnaðar- manna munu sigra Vegna afleiðinga sögulegs ágrein- ings er afl okkar, jafnaðarmanna á ís- landi, sundrað og tvístrað og við höf- um ekki megnað að veita fólki raun- verulegt skjól. Við erum máttvana, aflvana og meðan svo er náum við ekki að ávinna okkur traust almenn- ings, jafnvel þótt við finnum kraum- andi óánægju undir sléttu og felldu yfirborðinu. Það er vaxandi kurr í stjórnarflokkunum, ekki síst inni í Sjálfstæðisflokknum, gegn þeirri flokksforystu sem kemur fram af vaxandi valdhroka og valdþótta, hlustar ekki á almenning og telur sig ekki þurfa að leggja eyrun við því „Við höfum stórkostleg tækifæri til að Ijúka þessari öld með þeim hætti að draumur brautryðjendanna um sigursæla, sterka, þroskaða og öfluga hreyfingu jafnaðarmanna geti orðið að veruleika áður en ný öld gengur í garð." sem er að gerast í grasrótinni. Tækifærin sem við' höfum eru mikil. En kröfurnar sem við þurfum að gera til okkar sjálfra eru líkar miklar. En við, jafnaðarmenn í Al- þýðuflokknum, þurfum ekki að óttast að stefna þessa flokks og þær hug- myndir sem hann hefur barist fyrir muni verða undir í nýrri hreyfingu ís- lenskra jafnaðarmanna. Þær munu að sjálfsögðu fara með sigur af hólmi, einfaldlega vegna þess að rétt grein- ing á því sem er að gerast í þjóðfé- laginu og skynsamleg sýn á það sem mun gerast, gefa þessum hugmynd- um okkar lífskraft. Þessar hugmynd- ir munu bera uppi hreyfingu lýðræð- is-jafnaðarmanna í framtíðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.