Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 7
¦f MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ stiornmal Það sem okkur vantar er skipulag. Það sem okkur vantar er náið sam- starf við fjöldahreyfingu launþega. Það sem okkur vantar er fyrst og fremst afl fjöldans. Ef okkur telst að stilla saman strengi þannig að við gefum almenningi á íslandi kost á því í næstu kosningum að leggja traust sitt á slíka hreyfingu þá eru það engir draumórar, ekkert óraunsæi og engin óskhyggja að segja að sú hreyfing geti orðið, í fyrstu lotu, stærsta og öflugasta stjórnmálahreyf- ing á íslandi. Sú hreyfing verður jafnframt að vera við því búin að axla ábyrgð á því að taka forystu í þessu þjóðfélagi og setja niður þá sérgæsku og græðgi sem farin er að einkenna valdastéttina á íslandi. Mistök fortíðarinnar Við erum auðvitað ekki gallalaus flokkur og höfum að sjálfsögðu gert mistök. Það voru mikil átök og mik- ið stríð þegar við sátum í ríkisstjórn á átta ára tímabili á einhverju erfiðasta samdráttar- og kreppuskeiði sem yfir okkar þjóðfélag hefur gengið frá stríðslokum. Sjálfsagt lögðum við of- uráherslu á efnahagslegar lausnir og efnahagsleg úrræði, enda tókst okkur að koma í veg fyrir kollsteypu og óðaverðbólgu og við skiluðum mjög góðu búi. Vegna þess að við þurftum að einblína um of á hinar þröngu stærðir efnahagsmála fékk margur maður á fslandi, sem átti hugmynda- lega samleið með okkur, á tilfmning- una að við værum kaldrifjaður tæknikrataflokkur sem hefði ekki nægilega opin augu fyrir nauðsyn fé- lagslegra úrræða og félagslegrar hlýju í þjóðfélagi sem einkenndist af vaxandi kulda. Þetta gerðist ekki vegna þess að hjartað hafi ekki sleg- ið þeim megin, heldur einfaldlega vegna þess að við vorum of upptekn- ir í björgunarleiðangri við brýn störf, þannig að við höfðum ekki tækifæri til að koma nægilega til skila sýn okkar á þessa þætti mannlífsins, sem er stór þáttur í hugsun, lífi og starfi jafnaðarmanna. Við höfum aldrei á þessari öld átt jafn stórkostlegt tækifæri til að bæta fyrir mistök sögunnar og til að draga rétta lærdóma af þeim mistökum sem við og aðrir höfum gert í fortíðinni. Við höfum stórkostleg tækifæri til að ljúka þessari öld með þeim hætti að draumur brautryðjendanna um sigur- sæla, sterka, þroskaða og öfluga hreyfingu jafnaðarmanna geti orðið að veruleika áður en ný öld gengur í garð. Það er okkar hlutverk og frá þessu aukaþingi eigum við að koma samhent, samstiga og sigurviss í full- vissu þess að við munum ekki bregð- ast því hlutverki. Ræöan er birt örlítið stytt. ¦ Ræða Össurar Skarphéðinssonar á sumarþingi Alþýðuflokksins Sameiningardraumur- inn er að rætast Höfum við gengið til góðs götuna frá því á síðasta flokksþingi? Svarið er tvímælalaust já. Hver var niðurstaða síðasta flokks- þings Alþýðufiokksins? Það var stjórnmálaályktun sem fól í sér ákveðin verkefni sem sett voru á herðar forystu flokksins. Einu sinni var talað um „hannaða atburðarás". Sá maður sem fann upp það orðtak er nú forseti lýðveldisins og býr á Bessastöðum. Og forystu Alþýðu- flokksins var fahð að koma af stað atburðarás sem flokksþingið ákvað í stórum dráttum hvernig skyldi verða. Það sem síðan hefur gerst er að mínu mati einhver best útfærða fram- kvæmd á pólitískri stefnu sem ég hef séð unna á jafn skömmum tíma. Um- Nauðsyn þolinmæð- innar Við eigum ekki að knýja fram af- stöðu af hálfu Alþýðubandalagsins, Kvennalistans eða nokkurra annarra. Það er einungis eitt verkefni sem við eigum að einhenda okkur í og það er að reyna alls staðar að bródera með vinstri bandalögum fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Það er nauð- synlegt, hvernig sem kosningatölur fara, að þar komi fram ákveðinn og sýnilegur vilji A-flokkanna til þess að starfa saman. Það á að vera niður- staða kosninganna. Ef við náum ein- hvers staðar, í bandalagi við Alþýðu- bandalagið eða önnur vinstri sinnuð öfl, meirihluta í stórum bæjarfélög- „Við kunnum að vera á leið til enn mikiivægari iandvinninga." ræðan í dag er mótuð af hugmyndum sem verða til innan Alþýðuflokksins. Ef þið eruð ekki ánægð með það far- ið þá í skátafélag eða bindindishreyf- ingu en verið ekki í stjórnmálaflokki. Umræðan í kjölfar flokksþingsins hefur öll snúist um samvinnu jafnað- armanna. Meginstraumi umræðunnar hefur verið stjórnað af Alþýðu- flokknum. Þannig á það að vera áfram, en við verðum að gæta þess að eigna okkur ekki ávinningana vegna þess að þegar upp er staðið þá verðum það við og skoðanasystkin okkar sem munum njóta ávaxta upp- skerunnar. um þá er um að ræða gríðarlega mikla vísbendingu um það hvað er að gerast. Það að halda Reykjavik er mikilvægt, en ekki alveg nauðsyn- legur undanfari þess að við vinnum stórsigur í þingkosningum. En að öðru leyti held ég að at- burðarásin sjálf muni leiða okkur að niðurstöðu. Við verðum einungis að gæta þess að þetta verði ekki eins og fljót í leysingum sem brjóti af sér bakkana og renni að lyktum í annan ós en við höfum hugsað okkur. Við verðum að gæta þess að fylgjast með atburðarásinni, reyna að hvetja hana áfram en við eigum ekki að fara að kalla fram einhverjar sérstakar niður- stöður. Galdurinn núna er einmitt sá að vera þolinmóð vegna þess að allt það sem hefur gerst frá síðasta flokksþingi er nákvæmlega það sem við vildum sjá. Hvað hefur gerst síðan? Hinn aðal- flokkurinn á vinstri vængnum, Al- þýðubandalagið, er upptekinn af hverju? Af samræðum við okkur. Það er alveg sama hvar alþýðubandalags- menn koma saman í dag, þeir eru alls staðar að ræða hugmyndir og svör við áreiti frá okkur. Alþýðubandalag- ið er að reyna að búa til úr sjálfu sér, meðvitað eða ómeðvitað, flokk sem við getum starfað með. í dag gæti ég aðeins nefnt ykkur tvo meiri háttar alþýðubandalagsmenn sem myndu berja í borðið og segja, nei, þessi Ór alfaraleið 'þróun kemur ekki til mála. Og það eru Steingrímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson, sem hvor með sínum hætti eru ,að skapa sér ákveðna sérstöðu í íslenskum stjórn- málum. Hún er virðingarverð í sjálfu sér en gerir þá mjög áhrifalitla stjórn- málamenn. Það sem var lítið kím- blað Við eigum að gæta þess að leyfa þúsund blómum að blómstra. Við eigum að leyfa margvíslegum skoð- unum að koma fram og við eigum að gæta þess að lokast ekki inn í þröng- um stofnunum lítils flokks. Við vinn- um engar kosningar ef við höfðum einungis til þeirra sem hafa kosið okkur, Alþýðubandalagið eða Kvennalista. Næstu kosningar munu snúast um hug og hjörtu þeirra sem hafa ekki kosið okkur áður eða jafn- vel fyrirlíta okkur, fólk sem lætur sér á sama standa um stjórnmálaflokka af því það skilur ekki hvað greinir þá að, en er í hjarta sínu sammála lífs- skoðunum okkar. Við kunnum að vera á leið til enn mikilvægari landvinninga. Draumur- inn er að rætast og við þurfum að hlúa að því litla kímblaði sem hefur verið að skjótast upp úr moldinni síð- ustu misseri og var orðið að lítilli plöntu á síðasta flokksþingi. Nú er að verða til fögur jurt. Við megum ekki spara áburð á hana. Ræöan er birt nokkuð stytt. „Umræðan í dag er mótuð af hugmyndum sem verða til innan Alþýðuflokksins. Ef þið eruð ekki ánægð með það farið þá í skátafélag eða bindindishreyfingu en verið ekki í stjórnmálaflokki." Fær samvisku- fanginn og Svarti hlébarð- inn Pratt upp- reisn æru Fyrrum leiðtogi svörtu hlébarðanna, Elmer „Geromino" Pratt berst enn fyrir því að fá sakleysi sitt viðurkennt eftir að hafa setið 25 ár í fangelsi en hann var dæmdur fyrir morð á konu í borginni Santa Monica í Bandaríkjunum árið 1968, segir Reuter fréttastofan. I síðasta mánuði úrskurðaði dómstóll Orange County í Kali- forníu, að Pratt ætti að fá ný rétt- arhöld í málinu, vegna þess að hann var sakfelldur að hluta til vegna sönnunargagna frá upp- ljóstrara Bandarísku alríkislög- reglunnar. Eiginmaður konunnar sem var myrt, bar kennsl á Pratt fyrir dómi, en Pratt hefur ævinlega haldið fram sakleysi sínu og borið því við að hann hafi verið 400 mflum frá vettvangi glæpsins, nánar tiltekið í Oakland, þegar morðið var framið, og það hafi Al- ríkislögreglan vitað, enda hafi hann verið undir eftirliti. Seint á sjöunda áratugnum og snemma á þeim áttunda háði Al- ríkislögreglan heilagt stríð gegn samtökum eins og Svörtu hlébörð- unum og hélt uppi njósnum um þau vegna þess að þeir litu á þau sem herská niðurrifssamtök. Saksóknarinn Gil Garcetti hefur lýst því yfir að niðurstöðu dómar- ans um ný réttarhöld yfir Pratt verði áfrýjað, og að þeir standi að baki sakfellingunni enda hafi eng- in ný sönnunargögn komið fram í málinu sem bendi til sakleysis Pratts, heldur aðeins ný vitneskja sem rýrt gæti traust eins vitnis í málinu. Pratt er skilgreindur sem sam- viskufangi af mannréttindasam- tökunum Amnesty International.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.