Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Alþýðublaðið hefur rakið, hvernig Davíð Oddsson hef- ur í vaxandi mæli tekið að sér ýmsa mikilvæga þætti utanríkis- málanna. Innan Framsóknar- flokksins er vaxandi gremja yfir þessu, enda ekki hægt að segja að framkoma forsætisráðherrans stuðli beinlínis að því að styrkja stöðu Halldórs Ásgrímssonar. Davíð lætur sér hinsvegar fátt finnast um fýlu Framsóknar, einsog ræða hans á 17. júní vitn- aði um. Meirihluti hennar fjallaði nefnilega um utanríkismál, ekki síst Evrópusambandið. Undir öllu saman sat Halldór og var bersýni- lega ekki skemmt. Alþýðublaðið hefur hinsvegar fyllstu samúð með örlögum formanns Framsóknar- flokksins enda hlýtur það að vera erfitt hlutskipti að vera varautanrík- isráðherra hjá Davíð... ^jóðhátíðar- r ræða forsæt- isráðherrans sem hann flutti á Austurvelli bendir til, að hann sé farinn að líta á Framsóknar- flokkinn sem einnota vöru í stjórnarsamstarfi. Merkasti partur af ræðu Davíðs Oddssonar var nefnilega sá sem fjallaði um Evrópusambandið. Davíð hefur áður talað einsog Evr- ópusambandið væri birtingarmynd alls þess versta sem Evrópu hefur hent og sætt gagnrýni innan og utan Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa með því fækkað möguleikum flokksins við myndun ríkisstjórnar. Á 17. júni tók hann hinsvegar póli- tískan kollhnís og kvað nú stofnun Evrópusambandsins eitt hið merkasta sem hefði gerst í sögu álfunnar á öldinni. Davíð kvað að vísu samrunaþróunina hafa geng- ið það langt, að ekki væri fýsilegt að ísland gengi inn, að svo stöddu. Innan Sjálfstæðisflokksins líta menn svo á, að Davíð hafi með þessu útspili verið að gera Sjálfstæðisflokkinn tækan í stjórn með öðrum en Framsókn, sem íhaldið er um þessar mundir dauð- leittá... Einhver frægasti stangaveiði- maður landsins um þessar mundir er Árni Baldursson. Fáir hafa gert jafn víðreist og hann um heiminn til að stunda veiði í þekkt- um ám. I fyrra fór hann þannig í merka veiðiferð til að spreyta sig við sjóbirtinga í frægri veiðiá í Argentínu, sem eru rómaðir fyrir stærð. Hermt er, að þó ferðin hafi kostað hálfa milljon hafi Ámi ekki hikað þegar boðið kom, heldur selt byssusafnið sitt til að komast í glímuna við þann stóra! Myndir úr ferð Árna birtust ásamt skemmti- legr frásögn í Veiðimanninum á síðasta ári, og sýndu svart á hvítu að engu var logið um stærð argentínska sjóbirtingsins. í vor tók Árni forskot á veiðisælu sum- arsins og fór ásamt öðrum fræg- um veiðigarpi, Þórarni Sigþórs- syni tannlækni, alias Tóta tönn, alla leið til rómaðra veiðilenda í Murmansk í Rússlandi. En svo er komið fyrir hinum rússnesku lax- veiðiám að þrátt fyrir að þarna væri á ferðinni rjóminn af landslið- inu í greininni fór litlum sögum af afla... Frá því Ólafur Ragnar Grímsson varð forseti hef- ur hann lagt mikla áherslu á að lyfta þeim þætti íslenskrar sögu, sem lýtur að landafund- um og siglingum íslendinga fyr- ir um þúsund árum. En sá merki þáttur í sögu okkar hefur legið f furðulegu þagnargildi allt frá þvi Jón Dúason fræðimað- ur varð allur fyrir nokkrum ára- tugum, en Jón skrifaði gagn- merk rit um rétt Grænland og siglingar okkar þangar og lengra vestur á tímum Eiríks rauða. í opinberri heimsókn sinni til Noregs tókst Ólafi til dæmis að draga fram í sviðsljósið fjörgamlan fræðimann, Helge Ingstad sem þrátt fyrir að vera orðinn 96 ára er enn- þá mesti fræðimaður um vestur- byggðir ís- lensku sæfar- anna fyrir þús- und árum. Nú ' hefur Ólafur unnið nýjan sigur, því þjóð- hátíðarkveðja Bill Clintons Bandaríkjaforseta til íslendinga þann 17. júní fól í sér loforð um að Bandaríkjamenn vildu taka þátt í að minnast landa- funda Leifs Eiríkssonar í sam- vinnu við íslendinga árið 2000. Þetta er árangur af vinnu Ólafs forseta á bak við tjöldin... ástæðan fyrir því hversu þaulsæt- inn Þorsteinn er. Önnur ástæða sem er gefin upp fyrir þaulsætni Davfð: Ánægður með Halldór sem varautanríkisráðherra... Ahugi á siglingum íslendinga til Vesturheims virðist vera að glæðast víðar en á Bessastöðum. Þannig hefur Páll Bergþórsson varið mestum tíma sínum eftir að hann fór á eftirlaun sem veður- fræðingur til að rannsaka gögn um þessi efni. Fyrr í sumar flutti hann fyrirlestur um efnið á Eyrattoakka í tengslum við afmæli sveitarfélags- ins, sem þótti frábær. Nú er von á bók um efnið af hendi Páls, sem kemur væntanlega út síðar á þessu ári.... Prentvillupúkinn, en ekki ósk- hyggjan, tók völdin af veruleik- anum í síðasta örsagnadálki Al- þýðublaðsins, þar sem næsti landsfundur Alþýðubandalagsins var reifaður. Þar kom fram, að vaxandi sérstaða Kristins H. Gunnarssonar f Alþýðubandalag- inu kynni að leiða til þess að hann yrði næsti formaður Alþýðubanda- lagsins. Þar átti vitaskuld að standa varaformaður enda styður Alþýðublaðið formennsku Margrét- arfram í dauðann... Allt frá því Davíð Oddsson velti Þorsteini Pálssyni úr sessi formanns Sjálfstæðisflokks- ins í sögufrægum kosningum á landsfundinum fyrir kosningarnar 1991 hafa menn velt vöngum yfir því að Þorsteinn sé á förum úr stjórnmálum. Innan flokksins er það opinbert leyndarmál að Davíð á fáar óskir heitari en sjá Þorstein hverfa til annarra starfa, og reynd- ar segja margir að það sé helsta Oiafur Ftagnar: Bjargar orðstír feðganna Leifs og Eiríks með eigin hendi... Þorsteins er væntumþykja hans í garð Sunnlendinga, sem veldur því að hann getur ekki hugsað sér að skilja þá eftir með Árna John- sen sem mögulegan forystumann í kjördæminu. Nú eru hinsvegar Sunnlendingar búnir að finna sterkan eftir- mann Þor- steins, sem þeir telja geta tekið við for- ystuhlutverkinu með sæmd. Það er Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, eða Gauji bæjó einsog hann er nefnd- ur í daglegu tali. Mikill sigur Sjálfstæðis- manna í Eyjum var algerlega þakkaður honum, en bæjarstjórinn sýndi þá mikið áræði með því að fara í fimmta sæti listans, og nú vilja Sjálfstæðismenn á Suðurlandi gjarnan að Þorsteinn rými fyrir góðum manni... Samkvæmt sögunni var eiginmað- ur Ingibjargar, Haraldur Stur- laugsson á gangi í fjörunni á Langasandi á Akranesi þegar hann gekk fram á undarlega Aladdínflösku í flæðarmálinu. Har- aldur fylltist forvitni og tók úr henni tappann. Jafnskjótt steig upp andi úr flöskunni og í þakkarskyni fyrir að hafa leyst sig úr prísundinni bauð hann Haraldi að uppfylla fyrir hann eina ósk. Haraldur hugsaði sig um, og af því göfuglyndi sem allir Skagamenn bera gagnvart mannkyninu kvaðst hann að lok- um helst vilja að andinn leysti í eitt skipti fyrir öll deilur ísraelsmanna og Araba. Við það færðist hik á andann úr flöskunni og hann spurði hvort það væri ekki einhver önnur ósk sem hann mætti frekar uppfylla. Eftir nokkra umhugsun útskýrði Haraldur að hann væri giftur heilbrigðisráðherranum, og hvort það væri nokkur möguleiki að andinn gæti aukið vinsældir hennar svolítið meðal kjósenda. Við það varð andinn enn vand- ræðalegri og spurði hvort Haraldi væri ekki sama þó hann reyndi frekar að leysa deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Það væri nefni- lega ómögulegt að gera nokkurn heil- brigðisráðherra vin- sælan á íslandi... Þess má geta að a skilja Sunnlendinga eftir með hann... Um helgina hittust forystumenn sjúkrastofnana víðsvegar að af landinu á fundi á Hótel Örk, en slíkir fundir eru haldnir ann- að hvert ár. Á fundinum sló hinn skeleggi forstjóri Sjúkrahúss Þingeyinga, Friðfinnur Hermannsson í gegn með snjallri ræðu sem hann flutti Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra, í hófi sem ráðherr- ann hélt fundargestum. Ræðunni lauk Friðfinnur með því að segja dæmisögu af því hversu erfitt það er að vera heil- brigðisráðherra á íslandi. æ fleiri líta til Friðfinns Her- mannssonar sem mögulegs kandídats í Norðurlandi vestra á vegum Alþýðuflokks- ins eða jafnaðar- manna í næstu þing- kosningum. Maðurinn er mælskur og framtakssamur, og með tilliti til jafnaðarmennsku er hann góð- kynja í báðar ættir. Báðir afar hans komu nefnilega við sögu vinstri flokkanna tveggja. Annar þeirra var Friðfinnur Ólafsson, lands- frægur húmoristi og forstjóri-Há- skólabíós, sem var löngum í fram- boði fyrir Alþýðuflokkinn á Vest- fjörðum, enda mágur Hannibals TTTTT Ingibjörg: Ómögulegt að vera heilbrigðisráðherra... Beverly Hills Norðurpólsins. Valdimarssonar. Hinn afinn var Árni Guðmundsson úr Eyjum, sem var oddviti sósíalista í bæjar- stjórninni. í Friðfinni renna því saman straumar, sem ættu að geta nýst vel þegar nýr og sam- einaður flokkur jafnaðarmanna býður loksins fram... Til marks um landvinninga draumsins um einn stóran flokk jafnaðarmanna má nefna, að á ráðstefnu spítalastjórnanna á Hótel Örk sátu tíu manns saman við eitt borðið og ræddu pólitík í matarhléi. Undir samræðunum kom í Ijós, að við síðustu kosning- ar höfðu fjórir kosið Alþýðuflokk, fjórir Alþýðubandalagið, og tveir Þjóðvaka. Meðal mötunautanna voru til dæmis Árni Gunnarsson og Haukur Helgason úr Alþýðu- flokki og þeir Guðmundur Theó- dórsson af Blönduósi og Guð- mundur Haukur Sigurðsson, einnig úr Norðurlandi vestra, úr Alþýðubandalaginu. Heitar um- ræður urðu um sameiningar- drauminn og þegar kom í desert- inn voru allir við borðið komnir á þá skoðun, að nú bæri að freista þess að flétta flokkana alla saman í einn stóran... Helgarpósturinn á í miklum erf- iðleikum um þessar mundir, og uppgötvun fjölmiðla á þeirri staðreynd að Alþýðubandalagið er beinn eigandi að fast að helmingi hlutafjár í blaðinu hefur hvorugu orðið til framdráttar. Páll Vil- hjálmsson ritstjóri, sem sam- kvæmt upplýsingum hlutafélaga- skrár fyrir skömmu er einnig titlað- ur framkvæmdastjóri Vikublaðsins, berst þó um á hæl og hnakka við að finna einhvem sem vill kaupa Helgarpóstinn eða koma til liðs við blaðið með því að kaupa í því stóran hlut. Miðað við ummæli hans í Helgarpóstinum þegar Al- þýðublaðið hóf að koma út hjá fyr- irtæki, sem Frjáls fjölmiðlun á meirihluta í, er þó áreiðanlegt að hann getur tæpast leitað til þess fyrirtækis eða manna á borð við Jón Ólafsson til að leysa sig úr prísundinni. Alþýðublaðið bíður spennt eftir framvindu mála... “FarSide” eftir Gary Larson Kolbrún Pétursdóttir leík- stjóri hjá Götuleikhúsinu: Davíð Guðjónsson nemi: Til útlanda. Hjalti Guðmundsson landvörður: Jón Haukur Kristjánsson: Til Havæ, þar er svo heitt. Hólm Kristjánsdóttir: Til Danmerkur. Ég fór þang- Til Arnhem, í Hollandi, ég á Heim. systur þar. að í vor og mig langar aftur. m c n n Ólíkt hafast þeir að Sigurður og Vaslav Havel, forseti. Úr Vikublaðinu. Mér þykir kuldinn ósköp nota- legur. Það er auðveldara að klæða hann af sér en hitann. Ástvaldur Guðmundsson í Mogganum. Sá sem er einfaldlega fyrrver- andi fyllibytta, hefur ekkert að fela sig á bakvið. Ábyrgð hans á sjálfum sér er algjör. Hinn sem lítur á sig sem alkó- hólista, telur sig vera sjúk- ling. Og það er sjúkdómurinn, sem á sök á ógæfu hans, ekki maðurinn sjálfur. Hver sem þannig hugsar, á langt í land. Steinar Guðmundsson „afturbatabytta" í Mogganum. Jú. Ég hef haft atvinnu af að spila síðastliðin þrjú ár. Það hefur ekki verið stanslaust flæði af peningum. Óskar Guðjónsson hljóðfæraleikari í Mogganum. Ég ræð mér sjálf, ég elda þeg- ar ég vil og þá nógu mikið. Ragnheiður Guðmundsdóttir í Mogganum. ...ég bið alla Norðmenn af- sökunar á öllum þeim leiðinda orðum sem um þá hafa fallið síðustu daga, og ég veit að ég tala fyrir munn flestra íslend- inga. Ólafur Ásgeirsson, lögga og skátaforingi á Akureyri, í Mogganum, heldur betur viss. Allir voru mættir t sturtuna nema Sigurjón... Benedikt Erlingsson í Mogganum. Mér finnst undarlegt að eng- inn af þeim fagmönnum og listfræðingum sem á Kjarvals- stöðum starfa hafi gert neinar athugasemdir við þær 11 myndir sem grunur leikur á um að séu falsaðar fyrr en núna. Pétur Þór Gunnarsson, í Gallerí Borg, í Mogganum. Nú erum við farin að sukka, ég er í rauninni að svindla á mataráætluninni. En mikið er þetta gott. Gaui litll í mat með Mogganum, eftir að hann lét freistast og át dfsætan eftirrétt. Síst vil eg tala uni svefn við þig - þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda - það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Síöasta erindi minningarljóðs Jónasar Hallgrímssonar um Tómas Sæmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.