Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ1997 n n i n í 80 ára afmœlishófi Alþýðuflokksins 16. mars flutti Guðmundur J. Guðmundsson ræðu þar sem hann fjallaði um jafnaðarstefnuna og áhrifavalda í lífi sínu. Rœðan birtist hér örlítið stytt Þess vegna varö ég aðarmaður að hefur lengi leitað á mig gegnum tíðina af hveiju ég er jafnaðarmaður eða sósíalisti - en milli þessara tveggja orða er ekki mikill hugtakamunur. Ég hef velt þessu fyrir mér og reynt að skýra þetta á ótal vegu. Ég var uppalinn í kreppunni, Spánarstyijöldinni, heimsstyrjöld- inni síðari. Fyrir ekki mörgum árum rann upp fyrir mér hver væri orsök þess að ég varð jafnaðarmaður. Það var óbreytt alþýðukona vestur í bæ sem gerði mig að jafnaðar-. manni. Hún gekk ekki í neitt félag á ævi sinni, tók ekki þátt í neinum stjómmálaátökum og ég held að eng- inn flokkur hafi merkt sér hana á kjörskrá. Hún leyfði sér einn munað í lífinu í andstöðu við fjölskyldu sína - hún keypti Alþýðublaðið. Kona þessi var móðir mín. Hún fagnaði svo tryggingalögunum að þegar hún eignaðist peninga fór hún niður í bæ og borgaði sjúkrasamlag- ið. Með örfáum orðum, aldrei löng- um ræðum, lýsti hún andstýggð sinni á kreppunni og atvinnuleysinu og dá- samaði gildi þess að tryggingar í þjóðfélaginu giltu fyrir alþýðu fólks. Ég hef stundum sagt um hana liðna að hún hafi verið fyrir öryggið, nær væri að segja að hún hafi verið fyrir réttlætið, og alltaf kom Alþýðu- blaðið sama hvað hver sagði. Við bjuggum í verkamannabústöð- um vestur í bæ, á annað hundrað fjöl- skyldur og um og yfir 80 prósent þessa fólks fylgdi formanni bygging- arfélagsins, sem jafnframt var for- maður Dagsbrúnar. Þessi maður var Héðinn Valdimarsson. Héðinn var einn sterkasti og þrótt- mesti maður íslenskrar verkalýðs- hreyfmgar og Alþýðuflokksins. Það er ekki hægt um vik að rekja sögu hans því henni hefur skipulega verið haldið meira og minna leyndri. Hann varð formaður Dagsbrúnar 1922 og á stuttum tíma gerði hann félagið að langstærsta verkalýðsfélagi landsins. Hann var driffjöðurinn í allri baráttu verkalýðsins, elskaður og virtur af alþýðufólki en hataður og ofsóttur af afturhaldsöflum landsins. Hann fór ekki troðnar slóðir. Það lýsir honum mætavel að í Gúttóslagnum 1932 rétti hann stólfætur gegnum glugga til að verkamenn hefðu einhver bar- efli gegn lögreglunni. í kosningunum 1931 hafði Al- þýðuflokkurinn svipað fylgi og Framsóknarflokkurinn, þó ívið minna. En Alþýðuflokkurinn hafði aðeins einn þriðja af þingstyrk Fram- sóknar. Kjördæmaskipanin var á þann veg. Þegar leið á kreppuna var ljóst að Kommúnistaflokkurinn átti orðið fjórðungsfylgi í Reykjavík móts við Alþýðuflokk. Héðinn sá fyrir sér þá skuggalegu þróun að hér risu upp tveir verkalýðsflokkar sem taka myndu fylgi hvor frá öðrum. Hann vildi leggja sig allan fram við að gera þessar fylkingar að einum sterkum verkalýðsflokki sem ógnaði íhaldinu. Hann gekk til stofnunar Sósíalistaflokksins sem var samsett- ur úr Alþýðuflokksmönnum og kommúnistum. Alþýðuflokkurinn átti mikinn meirihluta kjósenda á þessum flokki. Nú verð ég að fara fljótt yfir sögu enda kem ég að umdeildu tímabili. Héðinn var rekinn úr Alþýðuflokkn- um og þegar hann varð einu atkvæði undir í Sósíalistaflokknum vegna Finnastríðsins sagði hann sig úr flokknum. Draumamir höfðu ekki ræst. Þá sagði Brynjólfur Bjamason fræga Héðinn var glœsilegasti og áhrifamesti forystumaður íslenskrar verkalýðshreyfingar frá upphafi. Enginn maður í íslenskri sögu hefur verið jafn harðsnúinn og virtur af verkafólki síns tíma og Héðinn Valdimarsson. setningu, sem nú er ekki í hávegum höfð, þegar menn spurðu hann: „Hvað verður nú um flokkinn þegar Héðinn er farinn?“ Brynjólfur svar- aði ekki í líkingu sem höfð var um Jón biskup Arason forðum: „Öxin og jörðin geyma hann best“. En Brynjólfur sagði: „Látum gleymsk- una og þögnina geyma hann“. Og það var eins og Brynjólfur hefði gert bandalag við Alþýðuflokkinn, lík- lega í þetta eina sinn á ævinni. Einnig hann vildi gleyma verkum Héðins Valdimarssonar, og báðir flokkamir hafa haldið þetta mottó síðan. Héðinn var glæsilegasti og áhrifa- mesti forystumaður íslenskrar verka- lýðshreyfingar frá upphafi. Enginn maður í íslenskri sögu hefur verið jafn harðsnúinn og virtur af verka- fólki síns tíma og Héðinn Valdimars- son. í öllum þjóðþrifamálum sem Al- þýðuflokkurinn beitti sér fyrir var Héðinn drifkraftur. Og hafði marga góða menn sér við hlið. Einn þessara manna var Erlendur Vilhjálmsson. Hann var snillingur í því að kynna og fræða fólk um sósí- aldemokratisma. Við deildum oft fast og lengi og ég kom ekki sigursæll úr þeim viðureignum. Erlendur lét Sigurjón Ólafsson gera stóra myndastyttu af Héðni. „Hvað segja flokksforingjar þínir þegar þú gerir þetta, Erlendur minn?“ spurði ég hann. „Ég spyr þá ekki að,“ svaraði hann. - En í dag spyija ungir Dagsbrúnarmenn er þeir líta styttuna: „Hvaða maður er þetta?“ Þögnin og gleymskan hafa unnið sitt verk. Ég færi Alþýðuflokknum hlýjar kveðjur. Hann skóp verkalýðsfélögin í upphafi. Olof Palme spurði: „Þurfum við ekki hvert á öðru að halda?“ Og ég bendi á grunnatriði jafnaðarmennsk- unnar og segi: „Frelsi, jafnrétti og bræðralag - og gleymdu því ei!“ Velkomin um borð arferjuna Baldur Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 Símar: 438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.