Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.06.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um verkalýðshetjuna, hugsjónamanninn og öðlinginn Guðmund J. Guðmundsson Það var í „stóra verkfallinu“ 1955 að Morgunblaðið sór þá fmynd inn í þjóðarvitundina að Guðmundur jaki væri eins konar séríslenskur Che Guevara sinnar kynslóðar: Uppreisn- armaður og skæruliðaforingi. Verkfallið stóð að mig minnir í allt að sex vikur. Þjóðfélagið var lamað. Ólafur Thors var forsætisráðherra og réð ekki neitt við neitt. Verkalýðs- hreyfingin var staðráðin í að knýja fram hvort tveggja: Verulegar kaup- hækkanir og loforð stjómvalda um lögbindingu atvinnuleysistrygginga. Tuttugu árum áður, í ríkisstjóm hinna vinnandi stétta, lagði Haraldur Guðmundsson, atvinnumálaráðherra Alþýðuflokksins, fram fmmvarp til laga um almannatryggingar, þar með talið atvinnuleysistryggingar. Fram- sókn setti það að skilyrði fyrir stuðn- ingi við stjómarfrumvarpið, að kafl- inn um atvinnuleysistryggingar yrði tekinn út. Það þótti þeim of dýra verði keypt - í miðri kreppunni. Nú var verkalýðshreyfingin staðráðin í að bæta fyrir þessi mistök. Nú skyldi hefna þess í héraði sem hallast hafði á Alþingi, 20 áram áður. Guð- mundur joð sá um verkfallsvörsluna með víkingasveit Dagsbrúnar. Höfnin var harðlæst. Ekki bensíndropi af- greiddur. Mjólkinni var hellt niður - og Guðmundur sakaður um að hafa líf saklausra brjóstmylkinga á sam- vizkunni. En verkfallsbrjótar komust ekki upp með moðreyk. Þá var Guð- mundi jaka að mæta og víkingasveit hans. Það lögðu fáir í 'ann. Þjóðin skiptist í tvær fylkingar með og móti Guðmundi jaka. Blöðin vora full ýmist af bænakvaki eða baráttu- kveðjum. Sumir báðu guð sér til hjálpar að nú yrði að koma á „röð og reglu" ; sjálf siðmenningin væri í húfí. Aðrir vitnuðu í Skáldið með stóram staf: Vont væri þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti. Og sögðust aldrei myndu ferja kóngsins bífaln- ingsmann yfir Skerjafjörð stéttabar- áttunnar. Við skólastrákar í MR höfðum brennandi áhuga á þessum hasar. Við kröfðumst þess að fá leyfi úr tíma til að sækja útifund á Lækjartorgi. Því var umsvifalaust hafnað. Þá rifum við alla glugga upp á gátt svo að boð- skapurinn buldi í hlustum okkar úr hátölurum harkaliðsins. En þegar Ebbi í Dagsbrún fór að tí- unda „árangrana af kjarabaráttonum" var Jóni Guðmundssyni, íslensku- kennara, öllum lokið. Hann skellti aftur gluggum með þeim ummælum, að hvað svo sem liði öllum kaupkröf- um, skyldi engum líðast að spilla svo málkennd skólapilta að andleg ör- kuml gætu hlotist af. Við það sat. En hann reiknaði ekki með radd- styrk Jakans. Fimmbulbassinn buldi á glerinu. Við fengum að vísu ekki að sjá hann. En þá heyrði ég hann í fyrsta sinn - en ekki það síðasta. Með Guðmundi J. Guðmundssyni er horfinn af sjónarsviðinu seinasti verkalýðsleiðtoginn af gamla skólan- um. Honum sveið svo sárlega niður- læging fátæktarinnar á kreppuáran- um, að hann gat engum fylgt að mál- um, sem ekki lét hendur standa fram úr ermum. Hann heimtaði heilagt stríð gegn ranglætinu. Hann krafðisl mannsæmandi lífskjara fyrir sitt fólk - og það strax. Og engin undanbrögð, engar refjar. Þess vegna hreifst Guðmundur af Héðni Valdimarssyni. Héðinn var hans maður. Þess vegna gekk hann í Æskulýðsfylkinguna á unglingsaldri. Þess vegna skipaði hann sér í baráttu- sveit Sósíalistaflokksins, meðan sá Alltaf sama tryggðatröllið. En hann fann sig aldrei þar. Hann fann þar ekki framar þá málsvara verkalýðs- ins, - sem hann hafði ungur svarist í fóstbræðralag við. Honum fannst þetta satt að segja orðið hálfgert framsóknarfjós byggðasteftiu- Móra og blúndu- bolsa. Þeir vora á móti stóriðju (há- launastörfum); á móti erlendum íjár- festingum (framförunum); og þeir voru á móti viðskiptasamningum við útlendinga (útflutningurinn og at- vinnan). Og kunnu fátt fyrir sér til að stjóma landinu annað en að koma verðbólgunni í tveggja stafa tölu (og þar brann sparifé gamla fólksins). Allt var þetta með öðram róm en forðum. Honum leiddist í söfnuðin- um. Hann fann ekkert fóstbræðralag lengur - bara klíkur sem rifust um keisarans skegg - og vora löngu bún- ar að týna erindisbréfmu. Að lokum skildi leiðir Alþýðu- bandalagsins og Dagsbrúnarfor- mannsins. Guðmundi lærðist í lífsins skóla að gömlu starfsaðferðimar dugðu ekki lengur. Það sem hans fólk varðaði um var atvinna og kaupmátt- ur; ekki óðaverðbólga og andleg meinlæti eða sjálfspynd. Stjóm Dags- brúnar fór aftur að hlusta á hagfræð- ina (í fóstbræðralagi við Þröst Ólafs- son) eins og hjá Héðni forðum, til að reikna raunveraleg verðmæti í launa- umslögin, í staðinn fyrir svikna mynt. Og Guðmundur J. fór aftur að leita uppranans. Hann kom á áttræðisaf- mæli Alþýðuflokksins og hélt þar heita og einlæga ræðu í minningu Héðins. Hagfræðingsins, sósíalde- mókratans og Dagsbrúnarformanns- ins, sem lét hendur standa fram úr ermum. Hann minntist mannsins sem leiddi fátæklinga kreppuáranna ofan af hanabjálkum og upp úr saggakjöll- uruni hinnar rísandi höfuðborgar inn í mannabústaði með nútímaþægindum. Hann byggði verkamannabústaðina við Hringbraut, þar sem Guðmundur og fjölskylda hans ólst upp og leit á alla tíð með stolti, sem dæmi um að trúin flytur fjöll; að samstaðan bygg- ir brýr; að hugsjónir geta rætzt í betra mannlífi ef hugsjónamennimir missa ekki trúna á fólkið sjálft. Héðinn var hans maður. Þeir trúðu báðir á „málstað verkalýðsins“ og þeir vora báðir skapstórir menn sem höfðu skilyrðislausan metnað til að bera fyrir hönd síns fólks. Þeir vora ramrnir að afli báðir tveir og vissu af eigin reynslu hvílíkt reginafl býr í samstöðu fátæks fólks, ef réttlætis- kennd þess er misboðið af síngimi og valdhroka þjóna Mammons. Niður- staðan var sú hin sama og hjá Héðni: Við viljum sameinaðan jafnaðar- mannaflokk, sem einn getur virkjað reginafl samstöðunnar í þágu „mál- staðar verkalýðsins" og hefur burði til að bjóða birginn hverjum þeim, sem þykist geta troðið fátæku fólki um tær í krafti auðs og forréttinda. Og eins og fyrri daginn vildi Guð- mundur að þetta gerðist strax - en ekki á næstu öld - og engar refjar. Því að Guðmundur hafði aldrei týnt sínu erindisbréfi. Hann var á réttri leið. Hann fylgdi leiðsögn hjart- ans fremur en skynseminnar. En það var stórt hjarta og það sló á réttum stað. Þess vegna var svo auðvelt að láta sér þykja vænt um Guðmund J. Guðmundsson. Það er dauflegra um að litast á sviðinu við brotthvarf hans. En nú á við hið fomkveðna sem aldrei fyrr: Eigi dugir að gráta Bjöm bónda - heldur safna liði. flokkur var og hét. Þess vegna fór hann fyrir víkingasveitinni í stóra verkfallinu '55. Þess vegna óx hann upp til forystu í Dagsbrún, þar sem hann sat í innsta hring bræðralagsins r hálfa öld. Þess vegna varð Guð- mundur óumdeilanlega foringi Dags- brúnar og persónugervingur verka- lýðshreyfingarinnar seinustu áratug- ina. Það var upp úr þessum jarðvegi sem hinn séríslenski Che Guevara var sprottinn. Og ekki sakaði að maður- inn var kominn af vestfirzkum há- karlaformönnum og því rammur að afli. Borinn til mannrauna. í þessari baráttu stóð Guðmundur J. heill og óskiptur alla ævi, meðan hann stóð uppi, hvemig svo sem allt velktist í pólitíkinni. Þótt pyngja 'ans væri fjarri að vera full, og fylgt hann hafi margri von til jarðar, var trú hans á rétt hins vinnandi manns til mann- sæmandi lífs óbiluð til hinztu stundar. Guðmundur joð trúði nefnilega á „málstað verkalýðsins“. Var Guðmundur joð kommúnisti? Já, ætli það ekki. Hann var það á þeirri forsendu að Sósfalistaflokkur- inn væri sá málsvari verkalýðsins í landinu, sem helzt væri að treysta til stórræðanna. Þar fann hann fyrir fómfúsa menn og konur, sem mögl- unarlaust vildu allt á sig leggja fyrir málstaðinn. Og Guðmundur jaki var tryggðatröll. Hann mundi seinastur manna hafa látið það um sig spyrjast, að hann brygðist félögum sínum þeg- ar verst gegndi fyrir þeirn. Hann lét sig fremur hafa það. Trúði hann þá á tilbeiðslukennda glapsýn Einars? Varð hann andaktug- ur yfir harðlífi rétttrúnaðarins í erki- biskupsboðskap Brynjólfs? Lét hann ekki heillast af fjölkynngi og andleg- um sjónhverfingum Kiljans, til veg- sömunar verkalýðsböðlum og fjöldamorðingjum hinnar gerzku martraðar? Það er nú það. Ætli svarið sé ekki eitthvað á þá leið að svo lengi sem þessir menn héldu ódeigir fram „málstað verka- „Hann fylgdi leiðsögn hjartans fremur en skynseminnar. En það var stórt hjarta og það sló á réttum stað. Þess vegna var svo auðvelt að láta sér þykja vænt um Guðmund J. Guðmundsson." lýðsins" um bætt kjör og mannsæm- andi líf - þá fylgdi hann þeim. Sagð- ist ekki sjálfur Churchill tilbúinn að gera „heiðursmannasamkomulag" við sjálfan djöfulinn (Stalín) til þess að koma öðram djöfli (Hitler), sem Bretum stóð meiri stuggur af, fyrir kattamef? Lífið setur mönnum stund- um harða kosti - og engan góðan. Og stundum er fátt um “heiðursmenn" í framboði. Þeir sem trúa falsspámönnum selja sálu sína. Það era hin óumflýjanlegu fástísku örlög. En Guðmundur J. seldi aldrei sálu sína. Sannfæring hans var „málstaður verkalýðsins". Sú sannfæring var aldrei föl. Og mál- staður verkalýðsins - á íslenzku jafn- aðarstefna, á útlensku sósíaldemókra- tí - blífur. Sá málstaður stendur heill, ósvikinn og ósigrandi - þegar gem- ingaveðrum falsspámanna loksins slotar. Frelsi, jafnrétti og bræðralag heitir það. Svo einfalt er það. Guðmundur gekk til verka með fé- lögum sínum - í uppgjöri gegn Hannibal - við að stofna Alþýðu- bandalagið 1958, eftir að Sósíalista- flokkinn dagaði loksins uppi við dagsbrún heilbrigðrar skynsemi. í minningu skæruliðaforingjans

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.