Alþýðublaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.07.1997, Blaðsíða 1
MMBLMÐ Föstudagur 11. júlí 1997 Stofnað 1919 91. tölublað - 78. árgangur Nýjar rannsóknir varpa Ijósi á landnám og örlög víkinga í Grænlandi Norrænir menn voru í Bröttuhlíð um árið 985 Rannsóknir Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur og danskra vísindamanna staðfesta byggð norrænna manna á Grænlandi á þeim tíma sem Landnáma segir að Eiríkur rauði hafi tekið þar bólfestu. Nýjar rannsóknaraðferðir afsannar kenningu bandarískra vísindamanna um að ísiendingar hafi dáið út í Grænlandi af því þeir lærðu ekki að veiða sjávarfang. Árný Erla kveður niðurstöðumar renna gildum stoðum undir trúverðugleika Landnámu. Óbirtar niðurstöður á grundvelli nýrra aðferða til að greina aldur úr beinaleifum sýna ótvírætt að norrænir menn og nautgripir á þeirra vegum voru í Bröttuhlíð á Grænlandi á ná- kvæmlega þeim tíma sem Landnáma segir að Eirikur rauði hafi tekið sér bólfestu þar í landi. Sömuleiðis af- sanna þær algerlega fyrri kenningar um að nýlendur íslendinga á Græn- landi hafi dáið út sökum þess að ís- lendingarnir hafi ekki náð tökum á aðferðum Inúita til að nýta sjávar- fang, þegar harðnaði á dalnum með kólnandi veðurfari. Þvert á móti benda rannsóknirnar til að Islending- arnir hafi átt auðvelt með að breyta fæðuöflun sinni með breyttu náttúru- fari. Þetta sagði dr. Arný Erla Svein- björnsdóttir í viðtali við Alþýðublað- ið í gær, en hún er jarðfræðingur á í Raunvísindastofnun Háskólans, og hefur ásamt vísindamönnum í Kaup- ¦ Könnun á viðhorfi til stjórnenda Ríkisspítalanna Starfsmenn segja sína meiningu Það er verið að kanna starfs- ánægju starfsmanna, viðhorf til stjórnenda og tengslin þama á milli," segir Bjami Ingvarsson sem er að framkvæma könnun fyrir Rflcisspítalanna ásamt Svala Björgvinssyni. „Það er enn verið að vinna niðurstöður og því lítið hægt að segja á þessari stundu," segir Bjarni. „Þetta er á teikniborðinu, það er mjög lítið sem ég get sagt þér strax. Það er þó ljóst að það er mikið álag á starfsfólki deildanna vegna sumarlokanna og öðru slíku." Hvernig koma stjórnendur út úr könnuninni? „Ég get ekki sagt beint til um það. Það koma þó fram ákveðin viðhorf en stjórnendur eru þó ánægðir með að starfsfólk hafi notað tækifærið til að segja sína meiningu, því það var mjög góð svörun við spurningalistanum." „Við gerum kannanir til að læra af þeim," segir Vigdís Magn- úsdóttir forstjóri Ríkisspítalanna um ástæður þess að farið var af stað með þessa könnun. „Við erum sífellt að gera kannanir til að heyra hvað fólki finnst." mannahöfn og Árósum starfað að þróun aðferðarinnar. Hún kvað hana byggja á geislakolsaðferðinni svo- kölluðu sem hefur lengi verið notuð til aldursgreininga. Að hennar dómi renna niðurstöð- urnar traustum stoðum undir sann- gildi frásagna Landnámu. „Til dæmis sýna aldursgreiningar á beinum úr fjöldagröf í Bröttuhlíð að norrænir menn voru þar svo að segja nákvæm- lega á þeim tíma, sem frásögn Land- námu greinir, eða kringum 985. Nið- urstöðurnar virðast því í senn stað- festa landnám íslenskra manna í Grænlandi vel fyrir árið 1000 og um leið bera vitni um trúverðugleika ís- lendingasagnanna af þessum atburð- um," sagði dr. Arný. Hún segir að notuð hafi verið bein úr milli 20 - 30 einstaklingum sem valin hafi verið úr beinaleifum 450 einstaklinga, sem flutt voru til Kaupmannahafnar á ár- unum 1920-1965. Dr. Árný segir að hópurinn vænti þess að í framtíðinni verði hægt að nota mæliaðferðina til að varpa ljósi á það, hvernig nýlendur Islendinga í Grænlandi, Eystri- og Vestri-Byggð liðu undir lok. Þegar flest var töldu þær 5,000 til 6,500 manns af íslensk- um uppruna. Hvarf þeirra hefur verið ein af ráðgátum sagnfræðinnar. Aðrar alþjóðlegar rannsóknir, sem dr. Árný hefur tekið þátt í með prófessor Sig- fúsi Johnsen hafa sýnt fram á að upp úr miðri fjórtándu öld byrjar kulda- skeið, sem stundum er kölluð litla ís- öldin. Grænlandsfarinn ívar Bárðar- son kom einmitt að Vestri-Byggð mannlausri árið 1361. Á þessum grundvelli settu því bandarískir vís- indamenn fram kenningu á síðastliðn- um vetri um að byggðirnar hefðu eyðst vegna kólnandi veðurfars. „Þeir héldu því fram, að afkomend- ur Islendinganna hefðu ekki getað samið sig að háttum ínúíta og ekki komist upp á lag með að veiða sjávar- fang sér til matar sér," segir dr. Árný. „Þegar bústofninn var eyddur hefðu þeir því horfið skjótlega. I raun voru þeir að segja að okkar menn í Græn- landi hefðu verið orðnir hálfgerðir aumingjar. Á grundvelli beinanna getum við hinsvegar með aðferð okk- ar mælt mjög nákvæmlega hversu stór hluti af fæðu viðkomandi manna kom úr hafinu. Þannig er hægt að kanna sanngildi kenningar Banda- ríkjamanna. Niðurstöðurnar voru vægast sagt dramatískar: Þær sýna að í upphafi lifðu landnemarnir fyrst og fremst á fæðu af landinu, en þegar dregur að lokum byggðanna er uppi- staðan að því sem þeir leggja sér til munns afli úr hafinu. Kenningin var því alröng, samkvæmt þessu." Víkingar í hafvillum Það virðist vera sem bölbænir kristilegra útvarpsmanna gegn Vík- ingahátíð séu að hrífa en fjöldi vík- inga sem tók þátt í Víkingasiglingu 97 sem lagði upp frá Florö í Vestur Noregi lenti í hafvillum og leitaði loks skjóls undan vondu veðri í Fær- eyjum. Fjöldi víkinga haetti við svo búið, eða tók sér far með Norrænu sem kom til landsins í morgun en ell- efu bátar lögðu upp frá Færeyjum og eru væntanlegir til landsins í gær. Þegar Jón Halldór Jónasson ferða- málafulltrúa í Hafnarfirði var spurð- ur um hvort bölbænir kristilegu út- varpsstöðvarinnar Omega hefðu valdið þessum hrakningum auk heift- arlegra rigninga sem hafa bleytt í tjaldbúum sem og öðrum svaraði hann: „Það er aldrei að vita en við biðjum fyrir umburðarlyndi veð- urguðanna og þeirra Omega - manna og hver veit nema við mögnum upp seið fyrir þá." Njáll á Berg- þorshvoli í nýjum fötum Hér birtist Njáll frá Bergþórs- hvoli, í gervi góðbónda frá 18 öld, en að sögn Ögmundar Helgasonar í handritadeild Þjóð- arbókhlöðu eru myndskreyting- ar fátíðar í gömlum handritum. Þar sem þær eru til staðar hafa skreytimeistaramir ávallt sjálfa sig og samtíð sína til hljðsjónar. Sjá viðtal við Ögmund Helgason blaðsíöu 7. Varðskip af þessari stærðargráðu yrði slys - segir Þröstur Sigtryggson fyrrverandi skipherra um fyrirætlanir stjórn- valda um að smíða nýtt varðskip Þröstur Sigtryggsson fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni segir í viðtali í Vestra sem birtist í gær að verði það úr að stjórnvöld láti byggja varðskip af þeirri stærð- argráðu með þeim kostnaði sem fyr- irhugaður sé þá sé það slys. Hann segir í viðtalinu að það sé ekkert atriði að stóra þyrlan geti lent á skipinu heldur sé það mun veiga- meira atriði að þyrlur geti tekið elds- neyti úr öllum varðskipunum. Hann segir að dönsku varðskipin hafi verið gagnrýnd fyrir hvað þau eru dýr í smíðum og rekstri. Hann telur einnig að það sé búið að eyðileggja sjó- hæfni Týs og Ægis með því að stækka á þeim veltikilina og að það vanti heilan reynsluárgang í yfir- mannalið Landhelgisgæslunnar. Þröstur hefur samkvæmt heimild- um blaðsins skrifað dómsmálaráð- herra bréf þar sem hann benti á þessi atriði. ¦ Tippastækkun getur verið varasöm Krumpað, grútlint og skakkt Skurðaðgerðir til að lengja tippi geta haft afleiðingar í för með sér sem eru þveröfugar við það sem viðkomandi ætlar sér. „Áhættan er sú að tippið verði styttra og missi auk þess hæfni sína til að fá reisn," segja margir læknar. Eftir 2 ár eða getur tippið farið að aflagast og krumpast saman og verður í þokkabót grúflint og skakkt. Fituefnið sem er sprautað undir húðina til að stækka tippin veldur þessum ósköpum. Efnið getur ummyndast eftir ákveðinn tíma og draumurinn breyst í martröð. Meðan verið er að skoða langtímaáhrif þessara aðgerða betur ættu áhugasamir að bíða og hafa í huga hið fornkveðna: Lítil tippi lengjast mest. Fegurð þýð- ir heilbrigði „Fallegar manneskjur eru líka hraustar og þegar við hrífumst af fal- legum andlitum og flottum kroppum er það vegna þess að fegurð er sú trygging sem náttúran lét í té fyrir heilbrigði," segir líffræðiprófessor- inn Anders Pape Möller. „Við getum því rannsakað heilsu- far fólks með augnaráðinu einu sam- an. Það er fyrst á seinustu árum sem rannsóknir hafa gert mönnum kleift að skilja líffræði fegurðarinnar en í allri menningu á öllum tímum eru það vissir sameiginlegir hlutir sem ávallt hafa þótt fallegir. Fyrst og fremst er þar um að ræða samræmi í andliti og líkama. Það gildir líka að hafa nóg af kynhorm- ónum í blóðinu, sem gæða viðkom- andi kynþokka. Og fegurðin borgar sig. Rannsóknir sýna að fallegt fólk fer fyrr að lifa kynlífi og það á fleiri elskhuga um ævina en hinir. Foreldr- ar taka meira tillit til fallegra bama, og það á einnig við um barnaheimil- in og skólana. Fallega fólkið fær hærri einkunnir í skóla og gengur betur í atvinnulífinu. Lífið er hundóréttlátt og það er ekki einu sinni hægt að hugga sig við að þetta sé smekksatriði, í grundvall- aratriðum er það nefnilega rangt." Ölga vegna bis Kups Fimm ára skipunartími bisk- ups samkvæmt nýjum lögum virðist almennt hafa komið al- þingismönnum stjómarhðsins á óvart. Flestir þingmenn stjórn- arandstöðunnar greiddu ákvæð- inu hinsvegar ekki atkvæði sitt. Ólga er meðal stjórnarliða vegna málsins. Allsherjamefnd þings- ins hefur því verið boðuð til fundar á mánudag. Eina dag- skrárefhið er skipunartími bisk- ups.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.