Alþýðublaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 1
■ Samherji á Akureyri gerir út fimm loðnuskip. Fjögur er búin til veiða að hefð-
bundnum hætti. En ekki það fimmta
Loðnuskip án veiðarfæra
- áhafnir annarra skipa hafa fyrirmæli um að fiska fyrir það fimmta
■ Bæjarstjórnin
á ísafirði
Klofinn
meirihluti
- í afstöðu til kaupa á
frystihúsi sem á að
breyta í skóla
Sigurður Ólafsson, bæjarfull-
trúi Alþýðuflokksins á ísafirði,
sat hjá þegar bæjarráð greiddi at-
kvæði um kaup á húsnæði fyrir
grunnskóla. Málið á eftir að fara
til bæjarstjómar. Allt bendir til að
Hraðfrystihús Norðurtangans
verði keypt af Þróunarsjóði á 75
milljónir króna og að allt að 300
milljónir muni kosta að breyta
frystihúsinu í skólahús.
Þróunarsjóður leysti húsið til
sín af Básafelli sem eigiiaðist það
eftir sameiningu fyrirtækja á Isa-
ftrði. í meirihluta eiga sæti fimm
fulltrúar Sjálfstæðisflokks og
Sigurður Ólafsson fyrir hönd Al-
þýðuflokks.
„Ég er á móti þessum kaupum,
en vildi ekki koma í veg fyrir að
meirihluti bæjarráðs afgreiddi
málið og sat því hjá,“ sagði Sig-
urður Ólafsson.
„Það er öllum frjálst að hafa
sína skoðun. Þessi afstaða Sig-
urðar mun ekki skaða meirihluta-
samstarfið, enda tók hann það
fram,“ sagði Magnea Guðmunds-
dóttir, forseti bæjarstjómar, í
samtali við Alþýðublaðið.
Þegar Magnea var spurð hvort
hún treysti því að endurbætur á
húsinu komi ekki til með að kosta
meira en 300 milljónir króna,
sagðist hún ekki treysta sér til að
meta það, en bætti við að per-
sónulega sé hún viss um að ekk-
ert sé að óttast.
Meðal margra íbúa er þessi
ákvörðun umdeild, bæði hvað
varðar staðsetningu væntanlegs
skóla og ekki síður þar sem óttast
er að lagfæringar ntuni kosta mun
meira en talað er um, þar sem
húsið er gamalt og byggt í mörg-
um áföngum, þar sem það hefur
verið stækkað margoft á undan-
förnum áratugum.
Samherji á Akureyri gerir út fimm
skip á loðnu. Fjögur þeirra, Þor-
steinn, Oddeyrin, Jón Sigurðsson og
Háberg eru eins búin og öll önnur
skip á miðunum. Það fimmta,
Sæljón, er frábrugðið öllum öðrum
loðnuskipum, þar sem ekkert veiðar-
færi er um borð. A Sæljóninu eru að-
eins fimm menn í áhöfn, skipstjóri,
stýrimaður, tveir vélstjórar og kokk-
ur. Sæljónið er að auki kvótalaust.
Því er ekki ætlað að afla loðnu, held-
ur aðeins þiggja af honum skipunum
sem Samherji og dótturfyrirtæki gera
út.
Samherji fyrirskipaði, við upphaf
loðnuvertíðarinnar, áhöfnum hinna
bátanna fjögurra að þeim bæri að
fylla Sæljónið áður en þeir dældu
loðnu í eigin skip. Uppgjör aflahlutar
er með þeim hætti að áhafnir veiði-
skipanna fá helming þess aflaverð-
mætis sem þeir setja í Sæljónið, en
áhöfn Sæljónsins helming á móti. En
veiðiskipið leggur til allan kvótann.
Mjög nýlega gaf sjávarútvegsráðu-
neytið út breytta reglugerð. Þar er
kveðið á um að óheimilt sé að dæla
afla milli skipa, nema það skip sem
gefur eða lætur frá sér afla hafi þeg-
ar fyllt sig, sem sagt einungis er
heimilt að gefa umfram afla. Þetta
gerir sjómönnum Samherja erfiðara
fyrir þar sem mun vandasamara er að
eiga við að dæla á milli þegar veiði-
skipið er fulllestað.
Sjómenn hjá Samherja eru tregir
til að tala um þessa hluti, þó óánægja
þeirra sé mikil. Ástæðan er sú að þeir
þora ekki að tjá sig í ótta um að rnissa
plássin. Alþýðublaðið hafði tali af
sjómanni, sem hafði átt samræður
við sjómann hjá Samheija. Hann
sagði ljóst að sjómennimir væru
barðir, það væri búið að taka af þeim
öll mannréttindi og þrátt fyrir óá-
nægju og gremju þyrðu þeir ekki að
tala.
Með því að fá aðeins helming upp-
gjörs af þeim afla sem áhafnir skip-
anna fjögurra dæla í Sæljónið missa
þeir talsverða tekjumöguleika, þar
sem veiðiskipin fjögur, Oddeyrin,
Þorsteinn, Háberg og Jón Sigurðsson
leggja til allan kvóta. Ekki er hægt að
fá loðnukvóta keyptan, þar sem
framboðið er ekkert og er þá nánast
sama hvaða verð boðið er. Sæljónið
ber tæplega fimm hundruð tonn í
hverri ferð.
Sorgleg
niðurstaða
- segir Jón Magnússon
hæstaréttarlögmaöur.
Hæstiréttur hefur kveðið upp
úrskurð í beiðni Sævars Marinós
Ciesielski um endurupptöku Guð-
mundar- og Geirfmnsmálanna.
Hæstiréttur telur að ekki séu for-
sendur til að taka málin upp.
„Mín viðbrögð em engin. Ég
bjóst við þessu,“ sagði Hlynur Þór
Magnússon, fyrrverandi fanga-
vörður.
- En miðað við það sem Hlynur
Þór þekkir til, vonaðist hann til að
Hæstiréttur myndi heimila endur-
upptöku?
„Já, í raun gerði ég það.“
„Þetta þýðir að það verður eng-
in sátt milli þjóðarinnar og dóms-
kerfisins. Það hefur verið það
sterk krafa að málið verði tekið
upp og rannsakað á ný. Það er
sorglegt að Hæstiréttur hafi kom-
ist að þessari niðurstöðu," sagði
Jón Magnússon hæstaréttarlög-
maður.
ennan hvalreka bar fyrir augu blaðamanns þegar hún átti leið um Bjamarfjörð á Ströndum í síðasta mánuði. Áður
fyrr þótti slíkur reki mikill fengur fyrir fátæka alþýðu en að sögn Bjama ferðabónda á Bæ á Selströnd sem er orð-
inn áttræður, man hann ekki til þess að hvalreki haft verið nýttur í hans tíð. „Ég man hinsvegar eftir því að hafa
heyrt þegar ég var lítill að það hafi rekið hval að Drangsnesi og þar hafði fólk skorið sér bita,“ segir Bjami.
■ Ungt fólk með hlutverk segir Þjóðkirkjuna of frjálslynda og ekki sé lengur starfandi innan hennar
Hópúrsagnir úr Þjóðkirkjunni
- meira aö segja skilnaöir meöal presta eru algengir og þeir gifta sig aftur með pompi og pragt í höfuðkirkjum landsins, seg-
ir talsmaöur Ungs fólks með hlutverk. Samtökin deila á fleira og segja krikjuna eiga að styðja samkynhneigða til hreinlífis
„Okkur finnst Þjóðkirkjan vera
svo frjálslynd, með tilliti til siðferðis,
að okkur finnst við ekki geta lengur
átt samstarf við hana. Við getum átt
samstarf við hana á persónulegum
grundvelli, það er ef prestar eru sömu
skoðunar og við. Frjálsyndið er því
miður orðið það mikið að okkur þyk-
ir ekki verjandi að eyða kröftum eða
fjármunum í samstarf þar sem er
undir hælinn lagt hvort einhver ár-
angur verður eða ekki,“ sagði Friðrik
Schram, hjá Ungu fólki með hlut-
verk, en félagar í samtöknum eru að
undirbúa stofnun eigin safnaðar. Gert
er ráð fyrir að í upphafi segi um eitt
hundrað manns sig úr Þjóðkirkjunni
og gangi til liðs við nýjan söfnuð
Ungs fólks með hlutverk.
„Þetta er róttækt og það eru marg-
ir að skoða sinn hug og það kæmi
mér ekki á óvart þó fleiri bætist í
þennan hóp, sérstaklega þegar fólk
sér að okkur er alvara.“
Það er ýmislegt sem félagamir
gagnrýna innan Þjóðkirkjunnar.
„Prestar era farnir að haga sér í
takt við tíðarandann, eitthvað sem
fólk leyfði sér ekki áður fyrr. Við
erum þeirra skoðunar að siðferðileg
ábyrgð kennimanna sé það mikil að
það verði að gera aðra kröfur til
þeirra en til almennings. Prestar
verða að sýna fyrirmynd. Það er mik-
ill afsláttur gagnvart grundvallar sið-
ferðilegum hlutum, sem okkur lýst
ekki á og getum ekki tekið þátt í
lengur. Skilnaðir meðal presta virð-
ast vera orðnir algengir og þeir gifta
sig aftur með pornpi og pragt og það
í höfuðkirkjum landsins. Þetta er
meðal annars ástæða þess að við get-
um ekki starfað lengur innan kirkj-
unnar. Á síðustu tíu árum hefur orð-
ið, það sem ég vil kalla hnignun, inn-
an Þjóðkirkjunnar. Það hafa orðið
fráhvörf frá því sem áður var haft í
heiðri. Ef á að skipuelggja starfið í
takt við tíðarandann eru menn komn-
ir langt frá því sem Meistarinn frá
Nasaret kenndi."
- Hafa biskupsmálin haft úrslilad-
hrif?
„Nei, alls ekki, en þau draga ekki
úr okkur. Ég vil frekar nefna sam-
kynhneigð, en við höfum átt sam-
ræður við forystumenn innan kirkj-
unnar um þau mál. Það eru jafnvel
biskupskandídatar sem hafa sýnt
miklu linku í þessu sambandi. í sögu
kristinnar kirkju, og það frá upphafi,
hefur samkynhneigð ekki verið talin
eðlileg. Kirkjan á frekar að aðstoða
fólk til að lifa hreinlífi, en ekki stuðla
að því að karlmenn búi saman og að
konur búi saman. Samtökin 78 hafa
fengið afnot af Hallgrímskirkju,
þetta hefur prófasturinn fyrrverandi,
Ragnar Fjalar Lárusson og biskups-
kandídatinn Karl Sigurbjömsson
leyft. Við höfum rætt þetta við þá, en
viðbrögð þeirra eru nánast engin.“
- Er Þjóðkirkjan þá offrjálsynd að
ykkar mati?
„Já, hún er þróast meira og meira í
frjálslyndisátt, hún telur sig ekki
lengur vera bundna af orðum Guðs.
Til dæmis virðast boðorðin tíu ekki
vera bindandi, heldur einungis við-
miðun,“ sagði Friðrik Schram.