Alþýðublaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1997 Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Áskriftarverð kr. 1 Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéðinsson Sigurjón M. Egilsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 562 5027 HBK ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 .500 m/vsk á mánuði. Samkeppnin um unga fólkið Island einkennist af stöðugum flutningum fólks utan af landsbyggðinni til þéttbýlisins á suðvesturhominu. Ástæðuna er ekki hægt að rekja til lágra launa á landsbyggðinni, því þau em að jafnaði hærri þar en í Reykjavík. Ekki heid- ur til betra atvinnustigs, því atvinnuleysið er hæst í höfuðborginni. Nærtækasta skýringin á þessari þróun felst í þvf að unga fólkið flytji til Reykjavíkur í sókn eftir menntun sem ekki er að fá annars staðar, og ílendist síðan við störf í höf- uðborginni. Þegar aldurinn færist yfir flytja svo foreldramir suður í kjölfarið, bæði til að njóta samvista við börn og bamaböm og skjólsins af bestu spítöl- um landsins. Spumingin sem þá er ósvarað, er þessi: Hversvegna flytur unga fólkið ekki aftur í heimahaganna þegar það hefur lokið menntun sinni syðra? Ástæðan er aðallega sú, að heima bjóðast einungis fábrotin störf, sem byggjast á tiltölu- lega einfaldri fmmframleiðslu. I flestum byggðarlögum landsbyggðarinnar á fólk með menntun á háskólastigi í engin hús að venda, fyrir utan þau sem tengjast heilsugæslu og kennslu. Margra ára sémám nýtist því unga fólkinu sjaldnast í heimahögunum, og þar er aldrei hægt að tala um úrval starfa fyrir háskólamenntað fólk. Hin óvænta niðurstaða er því sú, að aukin menntun þjóðarinnar er frumorsök þess, að landið er að sporðreisast vegna fólksflótta frá landsbyggðinni til suðvesturhomsins. Margbrotið og flókið menntunarstig kallar á margbrotið og flókið atvinnu- líf. Einungis þannig er hægt að ná jafnvægi á milli annars vegar framboðs menntaðs mannafla með vaxandi sérhæfmgu í farteskinu og hinsvegar eftir- spumar eftir sérhæfðum og flóknum störfum. Það er einfalt lögmál, að finni vinnuaflið ekki hentug störf á heimamarkaði leitar það á aðra markaði, sem kunna að vera fyrir hendi. Segullinn, sem dregur unga fólkið burt af lands- byggðinni er því fyrst og fremst fjölskrúðugt og margbrotið atvinnulíf höfuð- borgarinnar. Þetta er ástæðan fyrir því, að engri ríkisstjóm hefur tekist að spoma við fólksflóttanum af landsbyggðinni, og engri mun takast það í fram- tíðinni. Landsbyggðin getur ekki lengur sigrað í samkeppninni um unga fólk- ið. Þróunin er óumflýjanleg. Þau lögmál, sem hér em að verki, fela einnig í sér aðra og ógnvænlegri vá- boða. Þróunin er nefnilega ekki séríslensk, heldur alþjóðleg. Menntað vinnu- afl, sem nærist á flóknum vinnumarkaði, mun leita hann uppi, fmnist hann ekki á heimaslóðum. íslendingar standa þessvegna frammi fyrir þeirri hættu, að á næstu ámm og áratugum verði þjóðin sem heild fómarlamb sömu lögmála og hafa leikið landsbyggðina svo grátt. Þetta þýðir í hnotskum, að þegar fram í sækir nemi flóttinn af landsbyggðinni ekki staðar í höfuðborginni, heldur breytist í það, að blómi kynslóðanna, best menntuðu og hæfustu einstakling- amir, flytji alfarið af landi brott og festi rætur með öðmm þjóðum. Það er margt sem hnígur að því að þessi bölsýnisspá rætist, ef ekki verður gripið til mótspymu. I fyrsta lagi hafa á allra síðustu ámm orðið giska miklar breytingar á samskiptum okkar og annarra þjóða, sem hafa leitt til þess, að nú stendur ekkert lengur í vegi fyrir því að íslendingar leiti til annarra ríkja um menntun og störf, og festi þar rætur að lokum. Þetta er gerbreyting sem hefur orðið á örskömmum tíma, og skapað möguleika sem engar fyrri kynslóðir þurftu að taka afstöðu til. í öðm lagi em að verki hagræn öfl, sem munu knýja þessi þróun. Þau em tvennskonar: Annars vegar siðlaus láglaunastefna, sem hefur meðal annars gert íslenskt menntafólk að bónbjargamönnum, og mun í samvinnu við námslánakerfið framleiða á allra næstu ámm hámenntaða ein- staklinga, sem munu ekki einu sinni geta eignast þak yfir höfuð sér kjósi þau ísland að dvalarstað. Hinsvegar virk samkeppni erlendra stórfyrirtækja, sem bjóða einfaldlega í efnilegt, ungt menntafólk, - hvort sem það kemur frá fs- landi eða annars staðar frá. Mesta hættan sem steðjar að örlítilli eyþjóð á borð við okkur íslendinga er því sú, að við verðum einfaldlega undir í samkeppninni við umheiminn um okkar eigið æskufólk. Eina leiðin til að lágmarka þessa hættu er að freista þess að hverfa í vaxandi mæli frá frumframleiðslu og byggja í staðinn upp fjölþætt atvinnulíf þar sem iðnaður og þjónusta hafa margfalt meira vægi en í dag. Um leið verður til vinnumarkaður, sem getur í senn boðið upp á miklu hærri laun fyrir háskólamenn en í dag, og miklu fjölbreyttari störf. Islendingar verða því senn að vega og meta af hlutlægni hvaða vamarleiðir eru bestar. Jafnaðarmenn eru staðfastlega þeirrar skoðunar, að tryggasta leiðin til að laða hingað erlent fjármagn og þá tækniþekkingu sem einnig skortir inn í landið, sé að sækja um fullgilda aðild að Evrópusambandinu. Við höfum stigið skrefið til hálfs með aðildinni að evrópska efnahagssvæðinu. Hvað mæl- ir á móti því, að við stígum skrefið til fulls? Hér er það mikið í húfi, að menn verða að ræðast við með rökum, en ekki upphrópunum. Hvar eru rökin sem hm'ga gegn því að ísland sækji um aðild að Evrópusam- bandinu? skoðanir Sæll vert þú, Páll minn Páll á Höllustöðum: Fórnarlamb greindarskorts aðstoðarmannsins Það er engum hollt að egna til andstöðu við sig Birgi Dýríjörð, fyrr- um þinglóðs Alþýðuflokksins og annan af fulltrúum stjómarandstöð- unnar í stjóm Húsnæðisstofnunar. Honum blöskmðu á dögunum óvönduð skrif Áma Gunnarssonar, aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, í DV. En DV hefur ásamt Alþýðublað- inu átt drjúgan þátt í því að fletta ofan af samsæri Páls Péturssonar og bankanna um að hækka lántökugjöld af húsbréfum, í því skyni að geta einkavætt þau síðar. Yfirklór aðstoðarmannsins leiddi til þess að Birgir tók fram svipu orða og rökvísi, og lét hana heldur betur ríða á hrygglengju aðstoðarmannsins í opnu bréfi sem hann sendi vini sín- um Páli ráðherra á föstudaginn í DV. Við birtum hér valda kafla úr bréfinu, lesendum Alþýðublaðsins (og fram- sóknarmönnum) vonandi til nokkurr- ar gleði: Einnota aðstoðarmaður „Aðstoðarmaður þinn, Ámi Gunn- arsson, sem kallaður hefur verið einnota, skrifaði opið bréf til ritstjóra DV og tók upp í sig og sakaði rit- stjórann um ósannindi og óvönduð vinnubrögð og krafðist afsökunar- beiðni fyrir sig og þig. Svar DV, við ásökunum Áma, var að birta mynd af ráðherrabréfum sem sýndu að blaðið hafði sagt satt en aðrir skrökvað. Og nú hlær fólk að ykkur, Páll minn, að- stoðarmanni þínum og þér. I opna bréfinu kemur í ljós að að- stoðarmaður þinn skilur ekki lán- tökugjaldið í húsbréfakerfinu og því ljóst að hann hefur ekki getað lagt málið rétt fyrir þig. Ég vil því freista þess að skýra málið út fyrir þér: Lántökugjaldið virkar þannig að þegar einhver fær húsbréf, t.d. upp á Birgir Dýrfjörð: Tók fram svipu rökvísinnar... eitt hundrað krónar til tíu ára, þá er tekið eitt prósent í lántökugjald. Við- komandi fær því níutíu og níu krónur en er skuldfærður til tfu ára fyrir hundrað krónum. Krónan sem tekin er í lántökugjald greiðist þannig upp á þeim tíu árum sem skuldabréfíð nær yfir. Ef fyrsti eigandi selur íbúð- ina, við skulum segja eftir fimm ár, þá hefur hann greitt fimmtíu aura af lántökugjaldinu. Nýr eigandi skuldar fimmtíu aurana sem eftir standa. Sama á við, Páll, ef lánið er til fjöru- tíu ára, þá greiðir sá sem hefur lánið, hvort sem hann er fyrsti eða tíundi eigandi íbúðarinnar, einn fertugasta af lántökugjaldinu á hveiju ári.“ Ruglað í ráðuneyti „Ég segi þér satt, Páll minn, það er ekki hægt að deila lántökugjaldinu á réttlátari hátt. Ruglið sem aðstoðar- maður þinn fór með í þínu nafni um að það eigi að lækka lántökugjaldið hjá fyrsta notanda lánsins en láta svo aðra greiða þegar lán er yfirfært, það gengur ekki upp. Hvað ef íbúðin er aldrei seld, á þá að rukka leiðrétt lán- tökugjald í lok lánstímans? Og hvað ef íbúðin er seld oft á lántökutíman- um á þá við hverja sölu að leita uppi og senda endurgreiðslur til þeirra sem áttu íbúðina á undan þeim, er síðastur er í kaupendaröðinni? Eða á nýja gjaldið að vera einhver föst tala? Gæti þá húsbréfagjaldið af íbúð, sem seld er oft á fjörutíu árum, orðið margfalt hærra en af íbúð, sem aldrei er seld? Og hvaða gjald á að taka fyrir þá flóknu vinnu sem þessu Árni Gunnarsson: Einnota glópur, - segir Birgir Dýrfjörð rugli fylgir og hver á að greiða það gjald, lántakendur eða bankamir? Höllustaðagreindin Mér og öðrum vinum Framsóknar- flokksins er afar mikill ami af því, Páll minn, að „einnota" glópur á þín- um snærum hafi þvælt þér inn í þessa endemis heimsku og rýrt þannig verulega það sem gott er við þitt rykti. Og ég segi þér satt, Páll, að það er orðið svo alvarlegt fyrir þig, ruglið í þessum aðstoðarmanni, að þú mátt ekki víkja þér undan því lengur að taka þér tíma og setja þig inn í málið sjálfur til að koma því í rétt horf. Það getur þú vel því varla vantar þig greindina frekar en önnur ættmenni þín.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.