Alþýðublaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1997
■ Rúmum 13 milljónum veitt í húsverndunarstyrki:
Borgin getur ekki skipað nein-
um að viðhalda gömlum húsum
_ er svar Bryndísar Kristjánsdóttur formanns umhverfismálaráðs Reykjavíkurborgar við spurningum um styrkveiting-
ar borgarinnar til húseigenda úr Húsverndarsjóði.
Miðstræti 4: Timburhús byggt 1905. Fyrsti eigandi var Jón Reykdal málari. Húsið er
hluti einnar best varðveittu götumyndar frá síðasta skeiðinu í þróun íslenskra timbur-
húsa. Varðveislugildi þess er því talið mjög mikið. Þær 2,5 milljónir sem Edda Arnljóts-
dóttir og Ingvar E. Sigurðsson fengu í styrk verða meðal annars notaðar í viðgerðir á
kjöljárni, þakskeggi og gluggum.
Eigendur fimmtán
húsa í miðbænum í
Reykjavík fengu af-
henta styrki úr nýstofn-
uðum Húsverndarsjóði
borgarinnar 10. júlí síð-
astliðinn. Lægsti styrk-
urinn var 190.000 krón-
ur til viðgerða á skor-
steini hússins að Mið-
stræti 6, en hæstan
styrk fengu eigendur
húss númer 4 við sömu
götu, 2,5 milljónir.
Húsvemdarsjóður var
upphaflega lánasjóður
en núverandi meirihluti
borgarstjómar ákvað að
breyta honum í styrkt-
arsjóð. Bryndís Krist-
jánsdóttir, formaður
umhverfismálaráðs
Reykjavíkurborgar,
segir að lánasjóðurinn
hafi „lokið hlutverki
sínu“. Hann hafi enda
verið stofnaður „þegar
erfiðara var að fá lán til
viðgerða á eldri húsum.
Okkur sem sitja í um-
hverfismálaráði þótt
ótækt að leggja sjóðinn
niður og lögðum því til að honum
væri breytt í styrktarsjóð.“
Bryndís segir að breytingin á starf-
semi Húsvemdarsjóðs sé í anda
þeirrar stefnu borgarstjómar að
leggja áherslu á vemdun húsa í
Reykjavík sem teljast merkileg út frá
byggingar- eða menningarsögulegu
sjónarmiði. „Sérstök húsverndar-
nefnd var skipuð til að móta hús-
verndarstefnu fyrir borgina. Starfs-
hópuar á hennar vegum, sem í eiga
sæti þeir embættismenn borgarinnar
sem einna helst fjalla um húsbygg-
ingar, gerði úttekt á húsum í mið-
borginni og flokkaði eftir varðveislu-
gildi.“
Hvemig er varðveislugildi hús-
anna metið?
„Hús og götur em sett í mismun-
andi flokka eftir staðsetningu og
uppmnalegri mynd húsanna. Húsin
eru síðan metin út frá listrænum sér-
kennum eins og byggingarstíl og út
frá því hvort þau tengjast á einhvem
hátt sögu borgarinnar."
Hvers vegna veitir borgin einstak-
lingum styrk til viðhalds húsunum í
stað þess að sjá um það sjálf?
„Flest þessara húsa eru í einka-
eign, borgin getur því ekki skipað
neinum að viðhalda þeim í uppruna-
legri mynd. Okkur finnst eðlilegra að
styrkja þá íbúa þessara merkilegu
húsa sem hafa áhuga á að varðveita
söguna. Áhuginn fyrir varðveislu
gamalla húsa hefur farið vaxandi,
ekki síst hjá þeim sem eiga heima í
gömlum hverfum.
Borgin lítur á þennan styrk sem
hvatningu og vonast til að hann eigi
eftir að hafa margföldunaráhrif, að
áhugi fólks aukist enn frekar þegar
það sér hve mörg falleg hús eru í
Reykjavík."
Hvernig eru styrkþegarnir valdir?
„Við auglýstum eftir umsækjend-
um um styrkina. Með hverri umsókn
þurftu að fylgja ákveðin plögg með
lýsingu á þeim viðgerðum sem um-
sækjendur vildu framkvæma og um-
sögn borgarminjavarðar. Borg-
arminjavörður leggur mat á hvert hús
og hvort fyrirhugaðar viðgerðir um-
sækjendur séu samkvæmt upp-
runalegri mynd hússins. Stykurinn er
ekki veittur í almennt viðhald heldur
viðahald og viðgerðir sem miðast að
varðveislu húsanna eða endurgerð
þeirra. Umhverfismálaráð fer yfir
umsóknimar og metur hverjir em
styrkhæfir."
Ætlar ráðið að fylgja því eftir
hvort styrkþegar nota styrkinn í til-
teknar framkvœmdir?
„Samkvæmt reglum Húsvemdar-
sjóðs ber styrkþegum að undirrita yf-
irlýsingu þess efnis að þeir muni nota
styrkinn samkvæmt umsókninni. í
reglunum er einnig gert ráð fyrir að
greiða megi styrkina út í hlutum eftir
því hvemig verkinu rniðar."
Hvað gerist ef umsœkjandi notar
styrkinn ekki íþað verkefni sem hann
sótti um?
„Ef það kemur í ljós að fólk hefur
ekki notað styrkinn í tiltekin verkefni
ber því að endurgreiða hann.“
Hversu langan tíma hefur umsœkj-
andi til að Ijúka framkvœmdum?
„Þar sem þetta er nýtt er það ekki
alveg fastmótað ennþá, en ætli það
megi ekki telja eðlilegt að fólk verði
að hafa lokið fyrirhuguðum fram-
kvæmdum innan eins til tveggja ára,
allt eftir því hve miklar framkvæmd-
imar eru.“
Hvemig eru upphœð hvers styrks
ákveðin ?
„Upphæðin er metin eftir umsókn-
inni. Það fylgir henni kostnaðaráætl-
un.“
Geta þeir sem þegar hafa fengið
styrk sótt um aftur?
„Fyrst um sinn teljum við eðlilegt
að styrkir séu veitir fyrir nýtt hús
hverju sinni. Þó getur átt eftir að
koma fyrir að sama húsið fái aftur
styrk.“
Ykkur bárust tuttugu og fjórar um-
Kirkjutorg 6: Byggt 1860. Timbur-
hús. Tilheyrði fyrst Austurvelli 3b
og síðan Pósthússtræti 14a. Fyrsti
eigandi hússins, Jakob Sveinsson
snikkari, var virtur borgari í
Reykjavík og var hús hans þriðja
tvílyfta íbúðarhúsið í borginni.
Húsinu hefur verið lítið breytt í
gegnum tíðina og er óvenju upp-
runalegt. Hólmfriður Garðarsdottir
og Páll Biering fengu 700.000
krónur til endurnýjunar á austur-
hlið og kjallara.
sóknir en aðeins fimmtán fengu
styrk. Hvers vegna fengu sumir um-
sœkjendur styrk en aðrir ekki?
„Sum húsin vora einfaldlega of ný
eða höfðu ekkert sérstakt menningar-
sögulegt gildi. Flestar umsóknimar
vora til viðgerða á húsum á því
svæði sem búið er að gera varð-
veisluskrá yfir eða í miðbænum.
Skólavörðustígur 4c: Reist 1904. Húsið er timburhús, byggt sem smíðaverkstæði, en fyrsti
eigandi þess var Ólafur Magnússon smiður. Árið 1910 var húsinu breytt í íbúðarhús. í dag er
það allt fremur upprunalegt. Einhverntíma var gjuggum hússins breytt, en þeir hafa nú verið
færðir í upprunalegt horf. Benóný Ægisson og Ása Hauksdóttir fengu 800.000 krónur til við-
haids og viðgerða á klæðningu, gluggum, hurðum og fleiru.
Bergstaðastræti 9a: Timburhús byggt 1903. Fyrsti eigandi hússins var Steingrímur Guð-
munsson trésmiður. Páll Baldvin Baldvinsson fær 1,7 milljóna króna styrk í viðgerðir og við-
hald á tréverkl, gluggum og bárujárni.