Alþýðublaðið - 16.07.1997, Blaðsíða 8
WORLOW/DE EXPRESS
Nýtt aðalnúmer
5351100
Miðvikudagur 16. júlí 1997 93. tölublað - 78. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
WO/UOW/DE EXPRESS
Nýtt aðalnúmer
5351100
Grátmúr unglinganna
Einskonar
jesúpopp
Hjá Steingrími Eyfjörð myndlistarmanni sem opnaði
syningu á Nellys í gærkvöldi
„Þetta á að vera bænaveggur," seg-
ir Steingrímur Eyfjörð en Þóra Krist-
ín Asgeirsdóttir hitti hann að máli
þar sem hann var að teikna upp sýn-
ingu í gallerí Nelly's Cafe í Banka-
strætinu en sýningin opnaði í gær-
.kvöldi með pompi og pragt.
„Þetta er hálftrúarlegt verk og á að
kalla á viðbrögð hjá fólki og gestir
geta skrifað bænir sínar á vegginn og
hugleiðingar um sýninguna. Ég ætla
svo að taka myndir af því og nota
seinna. Þetta er málað með töflukrít
og það verða bæði myndir og
línuteikningar. Síðan býst ég við að
gestir kroti eitthvað á vegginn.
En ertu trúaður?
„Já, ég er mjög trúaður. Ég hef
áhuga á trúamálum og hef haft það
lengi.“
Frá því að þú varst barn?
„Böm hafa ekki áhuga á trúamál-
um, þau em bara þátttakendur í
ákveðnu menningammhverft. En ég
var trúaður sem barn. Trúin er ná-
tengd listsköpuninni. Þetta tvennt er
andlega tengt og er ekki vitsmuna-
legt eða veraldlegt. Ástand lista-
mannsins er trúarlegt. Bænin er
ástand sem fólk fer inn í og hvetur
sig til verka eða hugsar fallega til
einhvers eða biður fyrir einhverju
vandamáli."
En þú hefur mikið fengist við trú-
arleg verk?
>rJá, Ég hef áður verið að fást við
trúarleg verk og til dæmis eru slík
verk eftir mig í nýjasta eintaki Fjöln-
is. Þessi staður hentar vel til slíks
enda eru mörg trúarbrögð í gangi hér
á staðnum. Þetta er einskonar
jesúpopp
Þetta er ein deild í minni listsköp-
un. Ekki neitt statement, ekki endan-
legt. Ég nota trúarleg tákn til að kalla
fram viðbrögð. Ég hef svolítið verið
að skoða hvemig bæði trúarhópar og
jafnvel pólitíkusar nota þetta.“
Nú mega gestir skrifa bœnir og
hugleiðingar sínar á vegginn. Á
hvaða viðbrögðum áttu von?
„Það kemur mikið af unglingum á
þennan stað og það hefur verið ung-
lingalist í gangi. Mig langar að sjá
hvaða klisjur koma í huga þeirra þeg-
ar þeir skrifa niður bæn eða gefa
komment á sýninguna. Þetta er for-
vitni. Ég vil sjá í hvaða hugrenninga-
tengslum þau em við trúna og líka
hvernig þau bregðast við. Þau reyna
Fljúgandi fiskar í Norræna húsinu:
Flétta Ijóð í leikrit
Þórey Sigþórsdóttir er
höfuðpaurinn í leikhópn-
um Fljúgandi fiskar. Hún
fær hugmyndir og ber þær
undir fólk, að þessu sinni
skáldin Lindu Vilhjálms-
dóttur og Anton Helga
Jónsson. Þau tóku henni
vel og féllust á samvinnu.
Eftir hæfilegar þreifmgar
og meðgöngu fæddist
ljóðaleikurinn Hótel
Hekla. „Linda og Anton
stóðu framarlega í hópi
þeirra höfunda sem störf-
uðu með Höfundarsmiðj-
unni í vetur og þess vegna
leitaði ég til þeirra. “
Þórey viðraði við þau
hugmynd um hótel sem
þau spunnu saman áður
en höfundamir settust
niður við sitt skrifborð til
að rita endanlega leik-
gerð. Inn í leikritið flétt-
ast síðan ljóð eftir íslensk
skáld; Sigfús Daðason,
Diddu, Sjón, Steinunni
Sigurðardóttur, Braga
Ólafsson, Elísabetu Jök-
ulsdóttur, Geirlaug Magnússon og
Kristín Ómarsdóttir. „Hugmyndin er
að kynna tslenskan skáldskap á
skemmtilegan hátt, “ segir Þórey og
gæti eflaust bætt við „útlendingum"
því verkið verður flutt í Norræna
húsinu á sænsku. „Ég hef verið í
Norrœna húsinu síðustu tvö sumur
með einleik með Ijóðum eftir Elísa-
betu Jökulsdóttur. Ég vildi leika Ijóð-
Þórey Sigþórsdóttir heldur áfram samstarfinu við Nor-
ræna húsið.
in en ekki flytja þau á hefðbundin
hátt. Þessi sýning núna er einskonar
framhald á þeirri hugmynd. Mig
langaði til að fara lengra með hana
og flétta Ijóðin enn frekar inn í at-
burðarás leikritsins. Útkoman er
einskonar blanda draums og veru-
leika. “
Norrœna húsinu fannst leikhópur-
inn standa sig vel og vildi meira.
kannski að skandalísera dálítið og
vandalísera eitthvað, með því að vera
með veggja og klósettkrot. Ég vil sjá
hvar þau velja þvx stað í verkinu. Það
em ýmis tákn og textar á veggnum,
Clr alfaraleið
bæði trúarlegir og tilfinningatengdir,
og þetta skiptir allt máli. Ég tek síð-
an myndir af verkunum með fram-
lagi áhorfenda og sýni það seinna.“
„Norræna húsið var ánægt
með viðtökurnar sem ein-
leikurinn fékk og vildi
halda samstarfinu áfram.
Þeir keyptu hugmyndina
að Hótel Heklu og svo
fengum við styrk ffá Nor-
ræna menningarsjóðnum,"
segir Þórey. Fljúgandi
fiskar ætla með verkið í
leikferð til Svíþjóðar og
Finnlands í vetur og síðar
á leikárinu eru fyrirhugað-
ar sýningar á íslenskri út-
gáfu verksins á Islandi.
Hótel Hekla- Ljóðaleikhús
verður fmmflutt í formi
leiklesturs í Norræna hús-
inu á sænsku. „ Við köllum
þetta leiklestur af því við
höfum ekki haft tíma til að
lœra scensku þýðinguna
utan af. “ Leikaramir
munu þó ekki sitja við
flutninginn. „ Búningar og
leikmynd eru höfð með.
Við höfum kallað þetta
work in progress afþvi við
lítum á þennan flutning
sem prufukeyrslu. Það er
ekkert ólíklegt að við eigum gera ein-
hverjar breytingar á uppsetning-
Hótel Hekla verður flutt þrisvar á sænsku í
Norraena húsinu, 17. og 31. júlí og 7.
ágúst klukkan 20.00. Höfundar: Linda
Vilhjálmsdóttir og Anton Helgi Jónsson.
Leikendur: Þórey Sigþórsdóttir og
Hinrik Ólafsson. Leikstjóri: Hlln Agn-
arsdóttir. Útlitshönnuóur: Áslaug Leifs-
dóttir. Þýðandi: Ylva Hellerud.
Eitt handaband
getur komið upp
um þig
Þú ættir að fara varlega með að
fletta Alþýðublaðinu. Fingraförin
gætu komið upp um þig. Framveg-
is verður nefnilega hægt að vita
allt um alla sem einhvemtíma hafa
skilið eftir sig fmgraför. Og nú ert
þú búinn að ata Alþýðublaðið út
með fingraförunum þínum. Alveg
hugsunarlaust.
Þeir em ástralskir vísindamenn-
imir sem fundu það út aðferðina til
að fá allar DNA upplýsingar um
viðkomandi út frá einu fingrafari.
Roland Van Oorshot og Maxwell
Jones gerðu tilraunir á hversdag-
legustu hlutum og tókst að ná af
þeim afar smáum líffræðilegum
ögnum sem eigendumir höfðu
skilið eftir; á bíllyklum, pennum,
GSM símum, stresstöskum, hnífa-
pörum. I öllum tilfellum tókst að
ná nógu magni af frumuögnum til
að greina DNA keðju eiganda
fingrafaranna, meira að segja af
hlutum sem höfðu ekki verið
handfjatlaðir af viðkomandi nema
einu sinni. Með því að bera saman
DNA magnið á plasttúpum sem
handleiknar höfðu verið í lengri
eða skemmri tíma komust vísinda-
mennirnir að því að nóg er að hafa
komið við hlutinn í fimm sekúnd-
ur til að skilja eftir merki um snert-
inguna.
Rannsóknarlögregludeildir hvar
sem er í heiminum fagna að sjál-
sögðu fréttum af þessari nýju
tækni. Hingað til hefur aðeins ver-
ið hægt að greina DNA úr blóði,
sæði, hári eða munnvatni. Nú
nægir agnarlítið brot af DNA sem
náðst hefur úr örfáum frumum í
fitu fíngrafars hins grunaða til að
breyta ómerkilegustu hlutum í
fullnægjandi sönnunargagn. Eina
vandamálið er að erfitt getur verið
að ná fingraförum og því eru lík-
umar á mistökum nokkuð miklar.
Áströlsku lögreglunni hefur þó
þegar tekist að hafa upp á eiganda
týnds farsíma með DNA greiningu
á fingraförum sem á honum fund-
ust. Nema hvað, í ljós kom að á
símanum voru einnig fingraför eft-
ir aðra manneskju. Það má því rétt
ímynda sér klemmuna ef um
morðvopn hefði verið að ræða.
Verra er þó að DNA upplýsingar
flytjast auðveldlega á milli manna.
Ef þú hefur tekið í hendina á ein-
hverjum getur sá hinn sami flutt
þitt DNA áfram þegar hann tekur í
hendina á næstu manneskju.
Fleiri gætu líka viljað notfæra
sér þessa nýju tækni, jafnvel til að
fá um þig upplýsingar án þess að
þú vitir af því. Þannig má ímynda
sér að tryggingasölumaðurinn láti
greina fingraförin þín áður en
hann selur þér líftrygginguna. Eða
að atvinnurekandinn ákveði að
rannsaka nánar fmgraförin sem þú
skildir eftir á atvinnuumsókninni
áður en hann ræður þig í vinnu.
Svona rétt til að tékka á því hvort
þú sért örugglega ekki með
krabbamein, Alzheimer eða tauga-
veikur. Þeir sem vilja komast nafn-
lausir í gegnum lífið ættu því
kannski að hugleiða það að taka
upp notkun hanska.