Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1997 Ari Edwald, aðstoðarmaður Þorsteins Heilaspuni hafaj Ari Edwald, aðstoðarmaður Þor- steins Pálssonar, hefur sent Alþýðu- blaðinu athugasemd vegna greinar í blaðinu, þar sem sagt var að ráðu- neytið hafi vitað af fjárhagsvand- ræðum Hallvarðar Einvarðssonar á árinu 1993. Meðal ann- ars var vitnað í grein í Pressunni og vitnaði í um- mæli Ara í blað- inu. Honum þykir, það sem hann kall- ar heilaspuna Al- þýðublaðsins, falla um sjálfan sig þeg- ar tilvitnunin er birt orðrétt. Hún er svona: „Ríkissaksóknari er skipaður af for- seta eftir tillögu dómsmálaráðuneyt- isins og eftirlit er því alfarið á hendi ráðuneytisins. Ari Edwald, aðstoðar- maður dómsmála- ráðherra sagði að ráðuneytið hefði ekki haft Hallvarð til formlegrar skoðunar, væntanlega hefði ekki verið tilefni til þess. Hann vildi ekk- ert segja um hvort það yrði gert í ljósi fyrrgreindra upplýsinga. Ekki náðist í Þorstein Pálsson, dómsmála- ráðherra". -nndi neynsins og ég veit að þeirn er fögmaður semt 513^13 ^ í stjómsýdunnL Rflassatksóknari er skipaður af forseta eftir tiltegu dóms- málaráðuneyttsins og eftirJit er því aifarið á hendi ráðu- nejtísins. Ari Edvald, aðstoð- armaður dómsniáiaráðberra sagði að ráðuneyiið heíðí ekld baft Hallvarð tii formiegrar skoðunar, væntaulega befði f*kki verið taiið tikfni tii þess. Hann viidi ekkert segra um hvort það yrði gert í Ijósi fyrr- greindra upplýsinga. Ekki náðist í Þorstéiri Pálsson, dómstnáíaráðherra. En>w vaidið ilum Lögí [Flest;j at 1 áric .lafðí k um HITAVEITA REYKJAVIKUR NESJAVALLAVIRKJUN Fram til 31. ágúst verður Nesjavallavirkjun opin til skoðunar: mánudaga - laugardaga kl. 9.00 -12.00 og 13.00 -18.00 sunnudaga kl. 13.00-18.00 Ferðaskrifstofum og stærri hópum er bent á að panta skoðun með fyrirvara. Sími gestamóttöku er 482 2604 Sumarferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur er frestað til 23. ágúst n.k. Stjórnin ooo <? Aðalfundur Aðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum, verður haldinn í Baðstofunni, Ingólfsstræti 5, 6. hæð, miðvikudaginn 30. júlí 1997 kl. 16.30. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félags- lögum. Stjórnin Hagskinna og giftingar íslendinga Flestir giftust í októ- ber - fæstir í mars Á tímum Fjölnismanna gifti þriðjungur landsmanna sig í október. í dag er des- ember mánuður ástarinnar. Alþýðublaðið baðar sig upp úr (vita gagnslitlum en) feikna fróðlegum hagtölum úr Hagskinnu. Á síðustu öld og framundir síðari heimstyrjöldina var október sá mán- uður, sem langflestir kusu til að ganga í hjónaband. Langflest pör voru gefin saman í honum. Að sama skapi var mars óvinsæll til giftinga, en um miðja nítjándu öldina gengu næstum engir Islendingar í hjóna- band í mars. I dag gifta flestir sig í janúar, þó júní komist nálægt jóla- mánuðinum. Óttinn við mars Þessar fróðlegu upplýsingar koma fram í Hagskinnu, nýlegu riti Hag- stofunnar um sögulegar hagtölur um Island. Þar er greint frá því, að á ár- unum 1856-1870 hafi einungis 2-3 af sérhverjum 1.200 giftingum farið fram í mars. Það er minna en o,2 af hundraði. Giftingum fjölgar þó smám saman í mars, þegar líður á öldina. Um aldamótin skríða gifting- ar í mars yfir eitt prósent, þegar 1,3 af hundraði, eða 16 pör af hverjum 1.200, velja mánuðinn til að smella sér í hnapphelduna. Þó giftingum í mars fjölgi örlítið með tímanum hafa þær aldrei orðið fleiri en 61 af hverjum 1.200 hjóna- böndum sem til verða. Það losar fimm af hundraði. Það var á sjötta áratug þessarar aldar, en síðan hefur hjónaböndum sem til er stofnað í mars aftur fækkað. Giftingarmánuðurinn Um miðbik síðustu aldar skar einn mánuður sig algerlega úr sem gift- ingarmánuður. Það var október. Þá völdu þannig meira en þriðjungur allra ástfanginna para (og hinna líka) október til að láta pússa sig í hið allra helgasta, hjónabandið. En á árunum 1856-1860 kjósa 407 hjónaleysi af hverjum 1.200 október til að láta pússa sig saman. Á sama tíma er júlí sá mánuður, sem næstur gengur október að vin- sældum sem heppilegur hjónabands- mánuður. Fyrir 1860 létu þannig 170 pör af hverjum 1.200 vígja sig í þeim mánuði. Það er hinsvegar athyglis- vert að þetta eru aðeins liðug 40 af hundraði þess fjölda, sem lét gifta sig í október. Fast á hæla júlí koma sept- ember og nóvember. Alls gifta 710 pör af 1.200 sig í þessum þremur mánuðum. Haustið er því tvímæla- laust árstími giftingarinnar (einsog ástalífsins einsog má lfka reikna út úr Hagskinnu á grundvelli bamsfæðing- ar). f september, október og nóvem- ber giftust hvorki meira né minna en næstum því 60 af hundraði allra þeirra sem á annað borð létu gefa sig saman á árunum eftir miðja nítjándu öldina. Áhrif heimstyrjaldar- innar Október heldur áfram að vera langvinsælasti giftingarmánuðurinn fram yfir aldamótin síðustu. Þá fara sveiflumar að jafnast vemlega, og sláandi breyting verður á tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Áhrif auk- inna tengsla við umheiminn birtast þá í skyndilegu falli októbergiftinga, og jólamánuðurinn hreppir titilinn giftingamánuður ársins. Hæst náðu vinsældir hans á sjöunda áratugnum, þegar 258 af hverjum 1.200 gifting- um urðu í desember. Enn er desember vinsælastur til að láta færa sig í hnapphelduna. Októ- ber, sem alla síðustu öld og langt fram á þessa var hinn eini og sanni giftingarmánuður ársins, er nú kom- inn í fjórða sæti, með tæplega fimmt- ung þess fjölda hjónabanda, sem áður stofnuðust innan marka hans. Félagsfræðinga bíður nú það verk- efni að útskýra, hversvegna menn völdu október til að gifta sig, en forð- uðust mars. LEIÐRÉTTTING Mynd sem birtist í Alþýðublaðinu 16. júlí og var sögð vera af húsinu við Kirkjutorg 6 var ekki af rétta husinu. Hér að ofan er mynd af hinu eina og sanna Kirkjutorgi 6, sem ekki er timburhús eins og stóð í myndatexta, heldur hlaðið bindingshús klætt með steinshleifum. Við biðjum lesendur okkar sem og eigendur hússins velvirðingar á mistökunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.