Alþýðublaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ1997 MMDUBLiW Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 550 5750 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Veiðileyfagjald Sífellt fleiri landsmönnum er ljóst réttmæti þess að taka upp veiði- leyfagjald. Veiðileyfagjald er gjaldtaka fyrir notkun sameiginlegra auðlinda. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar en í kerfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er útvöldum hópi útgerðarmanna afhentur ókeypis afnotaréttur á íslandsmiðum. Þetta er versta misbeiting opinbers valds í sögu lýðveldisins. Örfá- um útgerðarmönnum eru árlega gefin verðmæti upp á milljónatugi og jafnvel hundruð milljóna, sem þeir geta selt eða leigt án þess að greiða nokkurt afnotagjald til hins réttmæta eiganda, almennings í landinu. Veiðiheimildir eru takmörloið auðlind og óháð fiskveiðistjómunar- kerfinu. Það skiptir ekki máli hvort aflinn sé sóttur á frystitogara eða ísfiskskipi eða hvort um sé að ræða loðnu- eða síldveiðar. Allar veiði- heimildir em verðmæti. Nú er afli að aukast og enn em verðmætin af- hent ókeypis. Þetta er skýrasta dæmi íslenskrar stjómmálasögu hvemig almanna- hagsmunir víkja fyrir sérhagsmunum. Þetta er pólitísk ákvörðun. Rík- isstjómarflokkunum er sama þótt 60 til 70% þjóðarinnar krefjist þess að útgerðarmenn verði látnir greiða fyrir verðmætin sem þeir fá nú út- hlutað árlega ókeypis. Hvaða réttlæti býr hér að baki? Það er elíkert réttlæti að baki þessari ákvörðun Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heldur einungis hags- munagæsla í þágu þeirra sem fá ókeypis úthlutun. Það er engin tilvilj- un að flestir sem fást við útgerð em afdráttarlausir stuðningsmenn Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks. Þetta er skiljanlegt vegna þess að þessir flokkar gæta hagsmuna útgerðarmanna fram í rauðan dauðann. Almenningur horfir á fólk auðgast um tugi og hundmð milljóna, ekki vegna dugnaðar í útgerð heldur vegna þessarar ókeypis úthlutun- ar. Nú em þessi verðmæti að færast í aðra kynslóð. Það er ekki lengur rétt að tala um sægreifa heldur um sægreifafjölskyldur. Mesta mis- skipting í Islandssögunni er í uppsiglingu. Alþýðublaðið hefur ekkert á móti því að einstaklingar eða fjölskyld- ur auðgist í viðskiptalífinu og telur það þvert á móti æskilegt og fagn- aðarefni. Hér er hins vegar ekki um það að ræða heldur em verðmæti afhent ókeypis af hálfu ríkisstjómarinnar, verðmæti sem þjóðin á en ekki einungis nokkrir flokksfélagar ríkisstjómarflokkanna. Nýir aðilar í útgerð verða að greiða veiðileyfagjald en ekki til al- mennings heldur verða þeir að kaupa eða leigja veiðiheimildir af þeim sem fá þeim úthlutað ókeypis árlega. Nú er að koma í ljós ein afleiðing þess að ekki er veiðileyfagjald hér- lendis. Styrkleiki sjávarútvegs knýr gengið upp og gerir öðmm útflutn- ingsatvinnuvegum erfitt fyrir, eins og til dæmis ferðaþjónustu. Þetta mun ágerast á næstu áram. Þannig festumst við í einhæfu efnahagslífi sem skilar fáum íslendingum mikilli auðlegð á kostnað hinna mörgu. Veiðileyfagjald er hægt að nota til margra hluta, t.d. lækka tekjuskatt einstaklinga, greiða erlendar skuldir, bæta menntakerfið, stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu, efla landsbyggðina eða styrkja hag aldraðra og ör- yrkja. Veiðileyfagjald er verðmæti sem almenningur á og getur notað sér til hagsbóta. Þetta er stærsta pólitíska mál samtímans og um það verður kosið í næstu kosningum. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn munu aldrei breyta um skoðun á veiðileyfagjaldinu. Almenningur fær ekki veiði- leyfagjald fyrr en búið er að hrekja ríkisstjóm Davíðs Oddssonar frá völdum. Hörðustu talsmenn þessa óréttlætis era Sjálfstæðismaðurinn Davíð Oddsson og Framsóknarmaðurinn Halldór Asgrímssson. Þeir sem vilja óbreytt ástand ættu að styðja flokka þeirra. Þeir sem vilja breytingar og að réttlæti nái fram að ganga verða að styðja þá pólitísku hreyfingu í næstu kosningum sem vill taka upp veiðileyfagjald, hreyfingu jafnað- armanna. skoðanir Yfirheyrslur og endursagnir Ég man hvemig ljóðakennsla fór fram í skólum á minni tíð. Langt fram í gagnfræðaskóla ef ég man rétt: Við vorum látin læra utan að heilu kvæðin eftir góðskáldin. Síðan fóm fram yftrheyrslur í sérstökum tímum sem kallaðir vom ljóða- eða kvæðatímar. Aldrei var borið við að fjalla um ljóðin sem bókmenntaverk, útskýra þau efnislega, setja þau í samhengi við höfund, þjóðfélag eða aðrar bókmenntir. Kennarinn gekk þess í stað frá borði til borðs, benti með blýanti á nemandann og kom honum af stað: „Skein yfir landi..." og nemandinn tók síðan við: „...sól á sumarvegi..." (í besta falli, annars Tvíhleypa Þórarinn Eldjárn m . ''Jp skrifar I / é "...sól á sunnudegi..." eða eitthvað enn hræðilegra, allt ofan í það að reka í vörðumar stanslaust og hnjóta sífellt um bragliðina og vera dæmdur til að gera grein fyrir sama ljóði í næsta tíma.) Og þegar þijár fyrstu línumar vom komnar skammlaust til skila eftir nokkrar tilraunir var komið að næsta nemanda, kennarinn otaði blýantinum að honum og kom honum á sporið: „Við austur gnæftr sú hin..." og nemandinn áfram: "sú hin mikla mynd..." osfrv. osfrv. allt þar til allur Gunnarshólmi lá í valnum. Dauft var í bekknum, hnipin böm í vanda og ekki hafði heillast nokkur kjaftur af hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur. Sumir kennarar höfðu það fyrir sið að berja taktinn með blýantinum um leið og nemandinn þuldi textann, eða stamaði honum upp. Ýmist blökuðu þeir honum eins og hljómsveitar- stjóri tónsprota, eða slógu honum í bók eða stól meðan nemandinn romsaði eða hvumsaði. Ef illa gekk færðist oddhvasst blýið stundum óþægilega nærri uppsperrtum örvæntingaraugum þar sem sjá mátti rísa örþunna filmu társ. Það hefur löngum verið mikill siður að gera grín að þessum tilburðum. Yfirleitt út frá sömu nótum og ég nefndi hér áðan: Það er fárast yfir þessu sem páfagauks- lærdómi sem saklaus böm vom látin romsa upp úr sér með nauðung og án skilnings. Hve óumræðilega miklu betra ef í staðinn hefði verið lagt út af textanum og hann tengdur líft og list, landi og sögu, máli og menningu og ég veit ekki hverju. Og við höfum endalaust verið að halda því fram allar götur síðan að þessir tilburðir haft eyðilagt fyrir okkur samlede verker flestra þjóðskáldanna. Kennt okkur að hata og fyrirlíta og forðast eins og pestina Matthías Jochums- son, Stephan G. Stephansson, Jónas Hallgrímsson og flest önnur skáld sem otað var að okkur með blý- antinum og taktslegin vom inn um þunnar höfuðskeljar. Það má svo sem vel vera rétt að bókmenntakennsla hefði að ósekju mátt vera meiri, en var þetta að öðm leyti ekki bara hollt og gott að fá þetta lamið svona inn í hausinn á sér? Þannig er því nefnilega varið með ómótaðan bamshugann að í honum er fullt af hólfum sem fyllast sjálfkrafa af allskyns fánýti ef ekki er séð til þess að fylla þau strax meðan þau em móttækilegust með einhveiju hollu og góðu eins og þessu ljóðmeti góð- og þjóðskáldanna. Þegar við eldumst eigum við þetta svo til góða á sínum stað í höfðinu. Þá er heilinn orðinn alltof harður til nýrra landvinninga, en tekur í staðinn að moða úr þessum gamla forða. Og sjá: Skyndilega skiljum við allt sem við áður aðeins kunnum og finnum stöðugt á því nýja fleti er við veltum því upp. Og búum að ævilangt og enginn fær tekið það frá okkur. Dæmi um hið gagnstæða: Of mörg hólf í mínum heila fóm í bamaskóla undir símanúmer félaga minna. Enn em þau þar öll á sínum stað: Hjölli Sveinbjöms 18991, Siggi Áma 23578, Skari 15513, Helgi Gests 12389, Lúlli Georgs 15946... og þannig gæti ég lengi talið. Þama situr þetta og hefur sölsað undir sig dýrmætt pláss til eilífðar. En hvað tjóar mér þessi vitneskja nú? Þó ég reyndi að hringja í þessi númer næði ég ekki einu sinni sambandi og þó ég næði sambandi myndi enginn svara og þó einhver svaraði er eitt að minnsta kosti alveg víst: Það yrðu hvorki þeir Hjölli, Siggi, Skari, Helgi né Lúlli og vísast ekkert af þeirra fólki. Mikið vildi ég óska þess nú að í þessi hólf hefði komið meira af ljóðum, af því mér finnst núna að ég kunni ekki nóg af þeim. Það á að baða böm í ljóðum. Rím, stuðlar, háttur, taktur, endurtekning í máli, viðlög, þulur, allt höfðar þetta til bama á einhvem óútskýranlegan magísk-mekanískan hátt. Þetta hef ég sannreynt með yrkingum og upplestmm fyrir böm allmörg und- angengin ár. Æ fleiri kennara hef ég líka hitt sem segjast vilja stórauka ljóðakennslu og hella henni inn í allt námsefni. Þeir panta minnisvísur þulur og romsur. Ég sé fýrir mér sannan renessans Einars Bogasonar frá Hringsdal sem á sinni tíð orti Stærðfræðileg formúluljóð og Land- fræðilegar minnisvísur. Núorðið sakna ég þess sem sagt mest að ljóðakennslan skyldi leggjast af svo snemma. Síðustu fjörbrot hennar birtust mér og minni kynslóð í þýskum endursögnum sem iðkaðar vom í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík. Síðan þá kann ég enn marga þýska Ijóðperluna eftir Goethe, Heine, Schiller og fleiri ofurmenni og hef yfir f huganum við hlaup og heyskap og undir stýri. Svo sannarlega bjó þó enginn sérstakur bókmenntahugur að baki þegar verið var að kasta þessum perlum fyrir okkur svínin. Endursagnimar vekja upp endur- minningu: Þórður Kristleifsson, sá mikli öðlingur og Ijúflingur sem nýlega er látinn í hárri elli kenndi okkur um hríð þýsku í forföllum. Það kom í hans hlut í einum tímanum að hlýða bekknum yfir þýsku endur- sagnimar og tókst hann á við það verkefni af mikilli natni og lipurð og lét ekkert fara í taugamar á sér þó eym hans mættu þar þola oftlega nokkra misþyrmingu á þessum Ijóðaarfi sem hann unni svo mjög. Kalli bekkjarbróðir minn var ekki mikill andans maður og lagði ekki mikla alúð við endursagnimar. En hann var heppinn í þessum tíma og tekinn upp í langstysta ljóðinu, Wandrers Nachtlied II (eða Ein Gleiches) eftir Goethe, betur þekkt sem ííber allen Gipfeln. Ekki tókst þó betur til en svo að Kalli komst aldrei lengra en að segja „Uber..." Þórður reyndi allt sem hann gat til að hvetja hann og koma honum á sporið og var í þeim tilraunum bráðlega búinn að fara óvart með næstum allt ljóðið. En allt kom fyrir ekki, Kalli komst ekki lengra. Þá segir Þórður, eins blíðlega og hann gat (og er þá mikið sagt): „Ef yður þykir það betra Karl, þá megið þér líka alveg eins raula þetta fyrir okkur við hið gullfallega lag sem Schubert hefur samið við þetta ljóð." Ef ég hef nokkumtíma skilið til fulls danska lýsingarorðið „flov" þá var það þegar ég sá svipinn sem kom á andlitið á Kalla þegar Þórður gerði honum þetta ágæta tilboð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.