Alþýðublaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1997 Dr. Benjamín H.J. Eiríksson Það alvitlausasta Á langri ævi hefír margvíslegt lesmál komið mér fyrir augu, misjafnt að gæðum, eins og gengur. Margt af því hefir mér fundizt að kalla mætti vitlaust. En grein frú Guðrúnar Ágústsdóttur í Morgunblaðinu hinn 11. þ.m. er það alvitlausasta lesmál sem ég minnist að hafa nokkumtíma séð. Greinin fjallar um hið nýja aðalskipulag borgarinnar, einkum umferðarmálin. Og nú hefir frúin áréttað málið, með talsverðri sjálfsánægju, í grein í DV hinn 14. þ.m. Hún er þar upp með sér af því, að athugasemdir, sem borizt hafi við nýja aðalskipulagið, séu alls ekki andmæli, heldur meðmæli. Þetta mun ekki í fyrsta skiptið í sögunni, sem menn veita sér meðmælin sjálfir. Hvar er meirihluti borgarstjómarinnar? Er þetta baktería? Baktería? Fyrir nokkrum ámm sátu kommúnistaforingjar í borgarstjóminni. Eitt hávaðamesta mál þeirra var það, hvemig stöðva mætti „útþenslu borgarinnar". Þeir gerðu eins og frú Guðrún. Horfðu um öxl. Afturhaldsmenn í verki. Aðeins fáir útvaldir fengu leyfi til þess að byggja yfir sig. Sú tillaga kom fram að byggja íþróttahöll í Laugardalnum. Mikið orðaskak. Loksins féllust kommamir á byggingu hallarinnar, ef hún yrði minnkuð. Hún var minnkuð. Nú er hún of lítil. Sú tillaga kom fram að byggja nýja flugstöð á Keflavíkurvelli. íslendingar þurfa ekki þessa flugstöð, sögðu kommamir. Hún er aðeins handa Ameríkönunum. Mikið orðaskak. Að lokum féllust kommamir á byggingu stöðvarinnar, ef hún yrði minnkuð. Hún var minnkuð. Nú er hún of lítil. Er þetta viðhorf: viðspyma gegn augljósri framtíð, baktería, og ef svo, hefir meirihluti borgarstjómarinnar tekið hana? En þetta viðhorf er hugmyndin sem ber uppi nýja aðalskipulagið. Hugsjón frúarinnar er þessi: Það þarf að stöðva bflinn. bflismann. Það þarf til dæmis að koma í veg fyrir fleiri mislæg gatnamót. Hugsjón Henrys Ford um ódýran, svartan fjórhjóla sjálfrenning handa alþýðunni er ekki tiltakanlega holl Islendingum. Stöðvum útþenslu bflismans! I greininni er þetta kallað „að spoma við aukningu einkabflaumferðarinnar". Sem sagt: Barátta gegn „útþenslu borgarinnar“, hugsjón kommúnista í nýrri mynd. Bakterían! „Að auka ekki umferðarrými vestan Elliðaánna á öllu þessu tímabili (þ.e. í 20 ár, fram til 2016)“. Umferðarrými er skilgreint sem það pláss sem er til umferðar, aksturs bfla. Þessi ákvörðun: „Að auka ekki umferðarrýmið" er sennilega það alvitlausasta í þessari vitlausu grein. Sífellt er verið að þétta byggðina í gömlu bæjarhverfunum. Kallar þetta ekki á meiri umferð og meira „umferðarrými"? Þarf þetta fólk ekki líka að komast bæði út og inn? Ekkert afhjúpar fáránleika þessa plaggs betur en töiurnar og meðferð þeirra. Á landsvæði aðalskipulags Reykjavíkur, samkvæmt þeim áætlunum sem aðalskipulagið byggist á, geta búið um 130-137 þúsund manns um árið 2016. En hér, segir frúin, „gildir að lúta ekki markaðsöflunum“. Þannig „samþykkti borgarstjóniin tillögu okkar um að auka ekki umferðarýmd vestan Elliðaáa - “ á skipulagstímabilinu fram til ársins 2016. Það gildir að spoma við aukningu einkabflaumferðarinnar á borgarsvæðinu. Það er eins og ástand haftaáranna lifi góðu lífi í undirvitundinni. Hver eru svo þessi „markaðsöfl", óvinurinn? Nú, það er fólkið sem ekur einkabfl, fyrst og fremst til og frá vinnu. Þetta er óvinurinn, mannlegar þarfir, hagræði einkabflsins. Óvinurinn? Nú er sjálfsagt að játa, að æskilegt væri að sem flestir geti notfært sér strætisvagninn eða reiðhjólið. En því miður em þessi tæki ekki alltaf þénanleg. Og svo það, að oftast vilja menn ráða sjálfir sínum ferðum á sem þægilegastan hátt. Það er sjálfsagt að taka undir það, að fá betri strætisvagnaþjónustu og greiðari og hættuminni reiðhjólaumferð, en þetta snertir aðeins hluta vandans. Tölumar. Á Stórreykjavíkursvæðinu búa um 170.000 manns - nú þegar. Nýja aðalskipulagið miðar við 106.000. Það er sem sé aðeins miðað við lögsagnaramdæmi Reykjavíkur. Það vantar því að tekið sé tillit til þriðjungs þess fólks sem nú þegar er á umferðarsvæðinu og þarfa þess. Það er hreinn bamaskapur að miða aðeins við þessi 106.000, þótt gert sé ráð fyrir að eftir 20 ár verði þetta orðin 130 -137.000 manns. Eftir 20 ár ætti íbúatalan á umferðarsvæðinu að vera nær 200.000. 1 þessu máli umferðarinnar segir lögsagnarumdæmið aðeins til um það, hver beri ábyrgð á því hvar samgöngumannvirkin komi og hvemig þau verði, en ekkert um það hvert sé umfang umferðarvandans. Það þarf að miða við allt landsvæðið, byggðina: Reykjanesið upp að Tíðaskarði. Það vantar nokkumveginn einn þriðja á það umferðarrými sem á að vera nú þegar innan sjóndeildarhrings borgarstjómarinnar, til þess að hún teljist taka hæfilegt tillit til þarfa fólksins á umferðarsvæðinu. Ekkert minna. I níu ár átti ég heima í Bandaríkjunum. Árið 1949 kom ég í heimsókn og flutti svo hingað árið 1951. Bflaumferðin var vandi þá eins og nú, þótt bann við innflutningi bfla hefði þá verið í gildi f tvo áratugi og lítið um innflutningsleyfi, sérstaklega fyrir einkabfla. Bílar seldust á tvöföldu verði. Verið var að breikka Hverfisgötuna, flytja seinustu húsin innar á lóðimar sunnan götunnar. Boðskapur kommanna í borgarstjóminni var sá, að ekki mætti „þenja út borgina". Ég fór fljótlega að hafa hátt um það, að Reykjavík væri óðum að verða borg sem hvorki væri hægt að komast inn í, né út úr henni aftur. Einhver valdamikill maður virtist taka í taumana, sennilega Bjami Benediktsson. Miklabraut var breikkuð til muna við Stakkahlíð. Mig minnir að lítil byggð hafi verið komin austan Kringlumýrarbrautar. Borgin átti sjálf allt landið. Hún gaf þessar fáu lóðir sem úthlutað var. Þetta fannst mér fáránlegt. Það er aldrei nóg til af þeim verðmætum sem era gefins. Loksins var farið að selja lóðimar. Gjaldið var kallað gatnagerðargjald. Og loksins kom að því að mönnum varð frjálst að byggja sér þak yfir höfuðið. Ég hafði séð umferðina í ýmsum stórborgum erlendis. Minnisstæðust er mér umferðin í Los Angeles. Umferðaræðamar era stórar gjár, líklega um 5 akreinar. Einstefna: Inn í borgina á morgnana. Út úr borginni á kvöldin. Lágmarkshraði. Nei, nei, kæri lesandi. Ekki hámarkshraði, heldur lágmarkshraði. Það þarf að tryggja greiða umferð. Þetta er eins og æðandi vísundahjörð, maður heldur sér. Hvemig væri að senda umferðamefndina í kynnisferð til útlanda? Hugsunarháttur nefndarmannanna virðist hafa mótast á tímunum fyrir aldamótin. Þá var hér ekkert „umferðarrými", engir vegir, brýr eða vagnar. Hjólið ókomið. Sælutímar umferðamefndanna. Við strákarnir stöðvuðum boltaleikinn. Við könnuðumst við skröltið í Rauðu beljunni, þar sem hún var að koma inni á Hraunsenda. Þetta var fyrsti bfllinn, eða einn af þeim fyrstu. Nokkru seinna valt einn af fyrstu bflunum, á leiðinni til Reykjavíkur, ofan í gjótu rétt norðan við Sjónarhól. Bflstjórinn, Magnús í Skuld, var borinn í teppi inn í stofuna á Sjónarhól og lagður þar á sófa. Hugsanlega hefir þetta verið fyrsta bílslysið á Islandi. Ef ekki, þá eitt af þeim fyrstu. Bfllinn var kominn til að vera, með þægindi sín og vandamál. Það er afar slæmt að frúin skuli reyna að jarðsyngja jafn sjálfsagðan hlut og veginn austur. Hann virðist hafa gleymst. Maður skyldi halda að ekkert væri sjálfgefnara en vegur austur á undirlendi Suðurlandsins. En svo er ekki. Til þess að komast á Suðurlandsveginn þarf fyrst að fara Vesturlandsveginn. Taka síðan 90 gráðu beygju til austurs og fara þar um skarð sem sprengt hefir verið milli tveggja hamraveggja, til þess að komast að Rauðavatni. Eina vegarstæðið sem enn er tiltækt, úr miðborginni austur, er um Fossvogsdalinn. Það er ekki hægt að flýja frá vandanum. Einfaldast, fallegast og sjálfsagðast er að leggja veginn meðfram Skerjafirðinum, út Fossvogsdalinn, upp Elliðaárdalinn og inn að Rauðavatni, sem venjulegt breiðstræti, og gróðursetja skóg meðfram honum. Aðkoman til borgarinnar yrði falleg og beint inn í borgina. Auðvitað kemur vegurinn, svo og margt annað sem frúin er að bannsyngja. Bílisminn er harður húsbóndi. Hann er nauðsynjar fólksins. Haldi borgarstjóm fast við einstefnu sína í umferðarmálum, þá mun það kosta skattgreiðendur Reykjavíkur aukalega ótalda milljarða á komandi áram. Þá mun þurfa að sprengja fleira en hamrana við Selásinn. Kæra samborgarar! Ég ætla að ljúka þessum skemmtilestri mínum með því að stinga upp á því, að við styðjum öll þessa borgarstjóm fyrsta hænufetið sem hún þarf að taka inn í rökkur framtíðarinnar: krefjumst rafmagnsstrætisvagna og hreinsibúnaðar á alla aðra bfla. í Þýzkalandi er þessi framtíð þegar komin. Sumarferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur er frestað til 23. ágúst n.k. Stjórnin HITAVEITA REYKJAVIKUR NESJAVALLAVIRKJUN Fram til 31. ágúst verður Nesjavallavirkjun opin til skoðunar: mánudaga ■ laugardaga kl. 9.00 -12.00 og 13.00 -18.00 sunnudaga kl. 13.00-18.00 Ferðaskrifstofum og stærri hópum er bent á að panta skoðun með fyrirvara. Sími gestamóttöku er 482 2604

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.