Alþýðublaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUAGUR 24. JÚLÍ1997 / viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur rœðir Bryndís Schram um lífs- hlaup sitt og lífsviðhorf orrustuvöll stjórnmálanna, Alþýðuflokkinn og innanflokksátökin, Islendinga og fjarlœg lönd - og svo er vitaskuld minnst á Jón Baldvin Hvað var helst brýnt fyrir þér í œsku? „Ég sé það núna að ég hlaut frem- ur strangt uppeldi. Þar ríkti einfald- leiki og aðhaldssemi, regla og agi. Ég hafði mjög gott af því. Móðir mín var ung þegar hún eignaðist mig og tók móðurhlutverkið mjög alvarlega. Það gekk reyndar svo langt að ég hræddist móður mína, því að hún tuskaði mig til ef ég var óþekk. Það hefur þó ekki verið mjög oft, því ég hlýddi henni yfirleitt í einu og öllu. Ég bar mikla virðingu fyrir henni, enda var hún mikil manneskja og einn besti vinur sem ég hef átt um ævina. I æsku hafði amma mín í móðurætt mótandi áhrif á lífsskoðanir mínar með einföidu Iifemi sínu. Hún var göfuglynd og lífsreynd kona, eignað- ist níu böm og missti tvö þeirra í sjó- inn. Hún barðist með Alþýðuflokkn- um alla tíð. Þegar Jón Baldvin var kosinn formaður Alþýðuflokksins var fyrsta hugsun mín til hennar, mér fannst ég vera að endurgjalda henni. Mér fannst ég vera komin heim. Fyrstu formannsár Jóns Baldvin vom ákaflega spennandi og skemmtilegur tími. Það vom engar hindranir, engir erfiðleikar. Flokkur- inn hafði gríðarlegan hljómgmnn, og allt virtist geta gerst. Ég upplifði þetta mjög sterkt. Ég fann að það sem Jón Baldvin var að gera skipti máli, og ég varð að standa með hon- um. Ekki af því ég fyndi kvöð á mér heldur vegna þess að ég hreifst með. Ég er þakklát fyrir að hafa verið þátt- takandi í þessu starfi og hef notið þess. Heimur stjómmálanna er heit- ur, ástríðufullur og spennandi - þótt hann sé um leið harður, óvæginn og miskunnarlaus. Þú veist aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér, og þú ert annað hvort inni í hitanum eða úti í kuldanum. En það þarf ákveðna hörku til að geta búið í þessum heimi og mikið úthald." Þú ert mjög lífsglöð og félagslynd kona, hefurðu alltaf verið það? „Þegar þú telur mig vera félags- lynda held ég að það sé vegna þess að þú hefur orðið vör við að ég hef gaman af að spjalla við fólk og fræð- ast um líf þess og viðhorf. Mér þykir ákaflega vænt um fólk. Ég sæki nær- ingu í félagsskap þess og nýt mín þar, en ekki á þann veg að ég sækist beinlínis eftir honum eða hafi vem- lega þörf fyrir hann. Ég á nær enga vini. Mér finnst ég vera einfari. Ég hef alltaf haft þörf fyrir að fá að vera ein í einhvem tíma. Hins vegar veit ég vel að margir líta á mig sem sí- brosandi partýgínu.“ Og sjá manninn þinn sem kald- lyndan egóista. „Það em fjölmargir sem hafa fyrir- framgefnar hugmyndir um okkur hjónin, hugmyndir sem em fjarri öll- um raunvemleika. Það er mjög erfitt að breyta þeirri mynd, hún er þama hvort sem okkur líkar betur eða verr. En ég hef stundum hugsað um hvað það væri gott að búa þar sem maður fengi að njóta sín vegna eigin verð- leika. Það em pólitískir andstæðingar, bæði innan flokks og utan, sem hafa dregið upp þá mynd af Jóni Baldvini, að hann sé kaldlyndur egóisti. Það hentar þeim að gefa þá mynd, en hún er íjarri öllum raunvemleika. Ég hef engri manneskju kynnst sem er örlát- ari og ljúfari en Jón Baldvin. Hann er fyrst og fremst hugsjónamaður, og hugsjónin gengur fyrir öllu - hann tekur hana jafnvel fram yfir mig.“ Á orrustuvellinum miðjum Það hefur ýmislegt verið mótdrœgt áferlinum, hver var erfiðasti tíminn? „Þegar ég lít til baka finnst mér að hvert æviskeið hafi verið spennandi fremur en erfitt. Maður man bara það sem var skemmtilegt. Auðvitað var býsna erfitt þegar Jón Baldvin var ráðherra og vegið var að honum úr öllum áttum. Mér fannst hann aldrei fá að njóta sannmælis. Og oft var ég notuð sem agn. En eftir á em þetta smámál, ágætis krydd í tilvemna." Þú fyrirgefur allt á endanum, er það ekki? „Ég hef aldrei verið dómhörð, miklu fremur umburðarlynd úr hófi. Ég hata ekki nokkra manneskju, mér þykir vænt um alla. Ég veit sem er að enginn er alfullkominn og enginn er heldur alvondur. Blessuð vertu, það var nú svo komið á þessum ámm að ég þorði hvorki að kveikja á útvarpi né lesa blöð, ég vissi aldrei hverju ég átti von á. Og árásimar vom oftast mjög ósanngjamar og byggðar á veikum gmnni, jafnvel góðu málin vom gerð tortryggileg - EES og Eystrasalts- löndin. Hvergi mátti njóta verka sinna. En ég vissi að Jón Baldvin mundi koma standandi út úr þessu. Að því leyti er hann líkur föður sín- um; þegar öll spjót standa á honum þá nýtur hann sín best. Hins vegar virtist Hannibal aldrei vita hvemig hann ætti að nýta völdin þegar hann loksins fékk þau. Það vissi Jón Bald- vin nákvæmlega og nýtti þau til hins ítrasta.“ Alþýðuflokkurinn hefur oft verið upptekinn afþvi að eyða sjálfum sér í innanflokksátökum, ekki síst síðustu árin. Það hlýtur að hafa tekið á. „Þegar ég lít til baka yfir árin sem Jón Baldvin sat í ríkisstjóm þá var það eins og að standa á miðjum orr- ustuvelli. Það var vegið úr öllum átt um, ekki bara úr átt andstæðinganna Það var kannski verst af öllu. Og for maðurinn var allt of umburðarlyndur hélt að ekkert hryni á sér, lét það af skiptalaust. Það var aldrei tekið ; þessu vandamáli, því þetta er vanda mál sem verður að uppræta, afgreið; strax, láta það ekki koma upp á yfir borðið. Eins og gert er í öðmm flokk um. Flokkur sem étur sig innan frá e ekki sigurstranglegur. En við gleymum því aldrei ai framan af þessum ferli tókst Jón Baldvini að eignast geysilega sterk; samstarfsmenn. Milli lykilmanna þeim hópi ríkti gagnkvæmt traust Þeir unnu nótt og dag og komu miklt í verk. Og aldrei gleymum við því að sama hvað á gekk, var sterkur oj samvalinn hópur í Alþýðuflokknun sem stóð með okkur gegnum þykk og þunnt. Kynni af slíku fólki bæt; upp allt hitt sem týnist og hverfur minningunni.“ Þegar þú segir þetta kemur nafi Jóhönnu Sigurðardóttur ósjálfrát upp í hugann. ,Jóhanna hefur verið sjálffi sér verst og sínum eigin flokki. Það var dapurlegt að sjá hvemig hún lék sína eigin flokksmenn. Ég skildi aldrei hvað henni gekk til.“ Nú hefur Jón Baldvin sagt að hann sé hœttur stjómmálaafskiptum, ertu sátt við þá ákvörðun hans? „Mér finnst það ósegjanlega ósanngjamt, reyndar mesta firra. Það er nú nákvæmlega ár síðan hann sagði mér frá þessari ákvörðun sinni, og það kvöld grét ég ofan í koddann minn. Ég skildi ekki hvað fyrir hon- um vakti." Skilurðu það núna? „Já, ég skil það núna.“ Hvaða eiginleika í fari fólks áttu erfiðast með að líða? „Heigulshátt, og þá er ég kannski enn með hugann við pólitíkina. Að þora ekki að segja hug sinn af ótta við að skaða sjálfan sig, að þora aldrei að vera samkvæmur sjálfum sér. - Mér fannst það alltaf jafn fynd- ið þegar menn vom að laumast upp að hlið Jóns Baldvins, lýsa yfir stuðningi í EES- málinu eða öðmm málum er vörðuðu Evrópusamskipti með orðunum: „Ég treysti á þig, ég get bara ekki stutt þig af því að ég er Sjálfstæðismaður“. Menn sem svona tala em dæmigerðir heiglar, sem hugsa fyrst og fremst um eigið skinn, en etja öðmm á foraðið. Eina umbun stjómmálamannsins em þó atkvæð- in, þau eru afl þeirra hluta sem gera skal.“ Kennslustofan eins og leikhús Hvaða eiginleikar heilla þig þá mest ífarifólks? „Einlægni. Ég sé á augunum á fólki hvort það kemur til dyranna „Mér verður œ betur Ijóst að peningar skipta ekki höfuðmáli né jarðneskar eigur. Það sem fólk situr endanlega uppi með er það sem kemur innan frá. Án góðs hjartalags hafa menn ekkert að gefa. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.