Alþýðublaðið - 30.07.1997, Side 2

Alþýðublaðið - 30.07.1997, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ1997 MÞY9VBLMD Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566 Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf. Ritstjóri Össur Skarphéðinsson Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Auglýsingasími 562 5576 Auglýsinga fax 562 5097 Dreifing og áskrift 550 5750 Umbrot HBK Prentun ísafoldarprentsmiðja hf. Ritstjórn Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Forsetinn og ráðherrann Á tiltölulega skömmum tíma hefur Ólafi Ragnari Grímssyni tekist að gjörbreyta embætti forseta íslands. Það má með sanni segja, að hann hafí í bókstaflegri merldngu teldð að bijósti sér kjör- orð eins af litríkari keppinautum hans um forsetaembættið, Ástþórs Magnússonar, og virkjað Bessastaði. Embætti forseta íslands er í höndum hans orðið að virkum og farsælum þætti í utanríkisstefnu Islands. Það hefur þegar sldlað miklum árangri. Embættið var áður tiltölulega slétt og áferðarfallegt, þar sem sjaldan fannst gustur nema dragsúgurinn þegar dymar á Bessastöð- um opnuðust og lokuðust fyrir endalausum straumi gesta} sem vildu fá að taka í höndina á forseta íslands. Að sönnu hefur Olafur Ragnar verið iðinn við að klippa borða, og leyfa löndum sínum að heimsækja sig að Bessastöðum. Raunar svo duglegur, að hann verður að gæta sín á því að gengisfella ekki sjálfan sig og embætt- ið með því að vera of aðgengilegur. En hann hét því jafnframt að breyta embætti forseta. Hann hefur staðið við það. Forsetaembætt- ið hefur verið notað til að stórauka vægi íslands erlendis með þeim persónulegu tengslum, sem Ólafur hefur frá fyrri tíð, og þeim per- sónulega stíl sem hann hefur tileinkað sér. Það stappar nærri, að Ólafur Ragnar Grímsson hafi eigin hendi sett á dagskrá nauðsyn þess að stórefla tengsl fslendinga við Vest- urheim, og sér í lagi að endurvekja tengslin við þá ótrúlega mörgu íbúa Kanada og Bandaríkja Norður Ameríku sem eru afkomendur íslenskra landnema, og líta öðrum þræði á sig sem íslendinga. Ut- anríkisráðuneytið hafði áður komið að því máli, með litlum sóma fyrir ráðuneytið. Það gerðist einfaldlega ekkert fyrr en Ólafur Ragnar tók til sinna ráða. Hver var niðurstaðan af heimsókn Ólafs? Fast að hundrað þús- und manns fagna forseta íslands í Utah í Bandaríkjunum, ekki sem einstaklingnum Ólafi Ragnari, heldur sem innilega velkomnum fulltrúa smáþjóðar í norðri, sem mormónar Utah fylkis eru stoltir af að geta kallað til skyldleika við. Halda menn að Ólafur Ragnar láti hér við sitja? Gengur einhver gruflandi að því að í kjölfarið sigli ekki sendinefndir millum beggja ríkjanna og veruleg viðskipti í framhaldi af þeim? Að sjálfsögðu. Samhliða hefur Ólafur Ragnar einnig undirstrikað nauðsyn þess, að rækta þau sögulegu minni, sem tengjast siglingum, og landafundum íslendinga fyrir þúsund árum. Fyrir atbeina hans er nú verið að grafa upp gríðarmerkar fomleifar að hinu foma setri Ei- ríks rauða í Haukadal. Halda menn að það hafí verið eitthvað ann- að en persónuleg sambönd Ólafs Ragnars í stjómamálaheimi Bandaríkjanna, sem fengu Clinton Bandaríkjaforseta til að gefa út yfirlýsingu um vilja sinn til að treysta stöðu sonar Eiríks, Leifs heppna, sem fyrsta landkönnuðarins, sem kom að Ameríku? Auð- vitað ekki. Þannig hafa persónulegir burðir forsetans, sambönd hans er- lendis og starfstíll þegar leitt til umfangsmikilla ávinninga fyrir þjóðina. Þetta skilur Davíð Oddsson mæta vel. Hann er lætur gamla úlfúð út pólitískum átökum sínum og Ólafs Ragnars lönd og leið, og lýsti stuðningi við störf forsetans erlendis. Davíð Oddsson er lika þeirra sanda og sæva að hann verður ekki afbrýðissamur yfír velgengni forsetans á erlendri gmnd, heldur lítur á hana sem fs- lendingur og skilur ávinninginn af henni fyrir þjóðina. Alþýðublaðið er ekki sömu skoðunar um Evrópumálin og for- setinn lýsti á blaðamannafundi vestra. En forsetinn lýsti einfaldlega skoðunum ríkisstjómar, og vitaskuld er það hún, sem mótar stefn- una fyrir þjóðina og forsetinn getur ekki leyft sér að fara út fyrir hana. Jafhvel Alþýðublaðið, sem ekki er þekkt fyrir sérlega samúð gagnvart ríkisstjómini, leyfír sér ekki að kvarta yfir því. Hversvegna lætur þá Halldór Ásgrímsson þau boð út ganga, að hann ætli að ræða við Ólaf Ragnar um ýmsar yfirlýsingar hans þeg- ar forsetinn kemur heim úr för sinni? Það jafngildir því, að utanrík- isráðherra segist ætla að taka forseta lýðveldisins á teppið! Hvaða hvatir liggja þar að baki? Efast einhver um að aðgerðir forsetans hafi styrkt stöðu íslands erlendis? Utanríkisráðherra á ekki að láta móðgaða og afbrýðisama sendiherra úr hjörðinni í ráðuneytinu hafa áhrif á sig. Það er ekki hlutverk hans að tilkynna opinberlega að hann ætli sér að taka forsetann á teppið. Það ríður enginn feitur hrossi frá viðureign við þjóðhöfðingja, sem hefur á örskömmum tíma fylkt þjóðinni að baki sér. Sér í lagi ekki, ef þjóðhöfðinginn heitir Ólafur Ragnar Grímsson. skoðanir Alþjóðlegur útúrboruháttur í elsta miðaldaannál Rússa segir frá Oleg, konungi í Kænugarði, mikl- um hermanni sem á að hafa lagt grunninn að fyrsta ríki þjóðarinnar. Honum var spáð því að hestur hans mundi verða honum að bana og vildi hann eftir það aldrei koma nálægt skepnunni. Síðar frétti hann að hest- urinn væri dauður. Hélt þá konung- urinn að beinum hestisins, steig á nakta höfuðkúpuna og spurði hæðn- islega: „Var það þessi hauskúpa sem átti að verða mér að fjörtjóni?" En í höfuðkúpunni leyndist naðra sem beit hann til bana. Þessi saga er öll hin merkilegasta og fjallar um ódauðlegt yrkisefni skálda, hvort menn geti forðast örlög sín. Þessi útfærsla á klassísku við- fangsefni er þó ekki síst merkileg vegna þess að í íslenskri fomaldar- sögu sem samin var á fyrri hluta fjórtándu aldar, sögunni af Örvar- Oddi, birtist hún aftur, í öllum meginatriðum eins. Völvan Heiður spáði fomkappanum Örvar-Oddi að hann mundi deyja á sínum æsku- stöðvum og hesturinn Faxi verða honum að bana. Hann lét þá umsvifa- laust drepa hestinn, hélt að heiman og hét því að snúa aldrei aftur. Varð hann kappi mikill og lifði í þrjú hundmð ár. Þá átti hann eitt sinn leið framhjá æskustöðvunum og fékk löngun til að sjá þær aftur. Hann sá gamlan hrosshaus og ýtti við honum með spjóti. Þar leyndist naðra sem beit hann til bana. Þetta dæmi, um rússneska sögn og aðra íslenska, sem falla algjörlega saman, er einungis eitt af mörgum um sögur sem haldast óbreyttar milli ijarlægra landa. Annað dæmi er ævintýrasagan um Dínus drambláta, sem er í öllum aðalatriðum eins og gnsk miðaldasögn. Sömu sögumar vom sagðar meðal þjóða sem þó vom aðskildar af órafjarlægð á mæli- kvarða síns tíma, þegar hvorki flug- vélar, geimskutlur, útvarpsbylgjur né gervitungl gátu brúað dagleiðimar. Samt á heimurinn að hafa minnk- að, við tilheyrum núna aiheimsþorp- inu (e. The Global Village) og fjar- lægustu staðir á hnettinum koma okkur skyndilega við. Núna seinast em það tölvur og alnetið sem sam- eina fólk í eina, stóra fjölskyldu. Handhafar orðræðunnar benda lýðn- um á að tímum þjóðlegs útbomháttar sé lokið. Ljóð Jónasar Hallgrims- | sonar eru orðin úrelt. Hver þarf á l þjóðskáldi að halda þegar við eigum alþjóðlega tónlistarmenn sem geta sungið á ensku fyrir Englendinga, eða jafnvel farið til Kína og sungið á ensku fyrir Kfnverjana þar? Tónlistin var lengi alþjóðlegt fyrirbæri, rétt þridji mqðurinn | Sverrir Jakobsson skrifar eins og kvikmyndir vom í upphafi 20. aldar. En núna þarf textinn líka að vera alþjóðlegur og í útlandinu á bak við Esjuna talar fólkið ensku. Einu sinni fannst Islendingum að þeir væm komnir til útlandsins þegar þeir komu til Kaupmannahafnar. Núna emm við loksins orðin alþjóð- leg í raun og vem. Við getum séð fréttir frá CNN í gervihnattasjón- varpi eða fslenskar CNN-fréttir á tveimur sjónvarpsstöðvum. Elvis og Vietnamstríðið em hluti af okkar fortíð og íslenskar kvikmyndaspímr Handhafar orðræðunnar benda lýðnum á að tímum þjóðlegs útboruháttar sé lokið. Ljóð Jónasar Hallgrímssonar eru orðin úrelt. Hver þarf á þjóðskáldi að haida þegar við eigum alþjóðlega tónlistarmenn sem geta sungið á ensku fyrir Englendinga, eða jafnvel farið til Kfna og sungið á ensku fyrir Kínverjana þar? gera kvikmyndir frá því í gamla daga, the fifties og the sixties, fullar af fortíðarþrá við undirleik engil- saxneskrar popptónlistar samtímans. Þær em örlítið tilbrigði við hina ósviknu vöm, sem kemur milliliða- laust frá móðurlandinu. Núna telst það menningarviðburður ef kvik- myndir frá nágrannalöndunum birt- ast í sjónvarpi eða kvikmyndahúsum, hvað þá ef eitthvað sést frá stór- veldum Vestur-Evrópu. Þegar haldið er út í heim á veraldarvef intemetsins reynist umheimurinn að mestu leyti bundinn við það sem bandarískir tölvumeistarar hafa að segja. Þess á milli hlæjum við að þröngsýnum Bandaríkjamönnum, sem hafa verið fmmkvöðlar í að kanna eigin þekk- ingu á umheiminum og komist að raun um að hún er engin. Ætli sá hlæi samt ekki best sem sfðast hlær? Við alheimsborgarar höfum ótak- markaðan aðgang að umheiminum. Nema auðvitað lokuðum löndum eins og Norður-Kóreu, þar sem fólk heldur að það geti sleppt því að búa í alheimsþorpinu. Samt vitum við ekki hvort þær sögur sem við lesum á íslensku em nokkuð skyldar þeim sem samþorparar okkar í Armeníu em að lesa. Eða í Uruguay. Eða á suðurhluta Kóreuskagans, sem er þó ekki lokað land. Um það emm við jafn gmnlaus og sá, sem setti fyrstur á blað sögu Örvar-Odds, var um að sagan hans hefði áður verið sögð um rússneskan kóng. Sagan sú ljallar um mikil ferðalög á löngum tíma í heimi sem var stór og fullur af óþekktum fyrirbæmm sem höfundurinn vissi lítil deili á. Gerólíkm alheimsþorp- inu okkar. Hann vissi ekki einu sinni hve margir bjuggu í hans heimi, líkast til hefur fjöldinn þó verið undir fimm hundmð milljónum. I alheims- þorpinu búa sex milljarðar af öðm fólki. Um það bil, það er erfitt að hafa tölu á öllum þessum fjölda. Hinir fáfróðu forfeður vorir úr fortíðinni, sem endursögðu afkom- endum sínum rússneskar og grískar sögur, án þess að vita hvaðan þær væm komnar, bjuggu í veröld þar sem hátt var til himins og vega- lengdir langar. Þeir vissu nær ekkert um allar hinar sálimar, sem bjuggu í hinum stóra heimi. Samt var sögu- efnið oft það sama. Við alheimsborg- arar búum hins vegar í veröld þar sem víðáttur hafa verið brúaðar og um hana er auðvelt að stytta sér leið. Samt vitum við jafn lítið um alla hina alheimsþorpara og þeir vissu þá. Það sem hefur breyst er að fólkinu, sem enginn möguleiki er að við munum nokkru sinni kynnast, hefur fjölgað. Hvað ætli það sé að lesa?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.