Alþýðublaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997
MMBIIBIIÐIÐ
Þverholti 14 Reykjavík Sími 562 5566
Útgáfufélag Alþýðublaðsútgáfan ehf.
Ritstjóri Össur Skarphéðinsson
Fréttastjóri Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Auglýsingasimi 562 5576
Auglýsinga fax 562 5097
Dreifing og áskrift 550 5750
Umbrot HBK
Prentun ísafoldarprentsmiðja hf.
Ritstjórn Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Ég var soltinn og
klæðlaus
✓
Elin styttir upp um síðir, segir hið fomkveðna. Það reyndist dapurlega
rangt í tilviki Alþýðublaðsins. í dag kemur hið sögufræga málgagn jafnað-
armanna út sem dagblað í síðasta sinn eftir hartnær áttatíu ára óslitinn fer-
il. Saga Alþýðublaðsins geymir átök, mikla sigra, stundum þjáningarfulla
ósigra, stundum hreina niðurlægingu. En aldrei, aldrei nokkru sinni, missti
Alþýðublaðið sjónar af hinu upphaflega markmiði frumherjanna Ólafs og
Finnboga Rúts: Að berjast fyrir rétti lítilmagnans.
Glæstustu draumamir rættust að sönnu aðeins um stundarsakir. Með ára-
tuga millibili náðu þó Rútur og Gísli J. Ástþórsson að stýra blaðinu inn í
gullaldarskeið, þar sem Alþýðublaðið varð útbreiddasta dagblað landsins.
Báðir em þeir meðal merkustu fmmkvöðla í blaðasögu Islendinga. Áræði
þeirra og elja auðgaði hina þröngu veröld fjölmiðlanna, án þess að blaðið
hvikaði nokkm sinni frá upphaflegum markmiðum sínum. Vegna manna á
borð við þá, og raunar fleiri ritstjóra, varð það Alþýðublaðið, sem oftar en
einu sinni bylti staðnaðri veröld dagblaðanna.
Steinn Steinarr gerði Alþýðublaðið ódauðlegt í kvæðinu fræga, sem í dag
prýðir forsíðu kveðjublaðsins, og sagði meðal annars: „Eg var soltinn og
klæðlaus og orti í Alþýðublaðið/og allur heimurinn fyrirleit blaðið og
mig.“ Hið fátæka skáld að vestan er sígilt tákn um þann anda sem réði
skrifum frumherjanna. Þeir vom að sönnu stoltir og fátækir, en skeyttu því
engu þó heimurinn fyrirliti skoðanir þeirra. Ótrauðir ortu þeir ljóð sín í Al-
þýðublaðið og hvikuðu ekki frá sannfæringunni.
Auðvaldið og græðgin vom hinir ævarandi fjandmenn fmmherjanna.
Átakalínumar em enn hinar sömu og fyrrum, þó styrjöldin sé háð með allt
öðm móti en þá. Til síðasta dags hefur Alþýðublaðið kostað kapps um að
verja þá, sem eiga undir högg að sækja fyrir ásælni þeirra sem eiga nóg,
en vilja þó sífellt meira. Alþýðublaðið tók ótæpilega á með foreldri sínu,
Alþýðuflokknum, við að umbylta íslensku þjóðfélagi í þágu hinna snauðu.
Oft og tíðum var blaðið vinnuborðið, þar sem arkitektar hreyfingarinnar
drógu upp teikningar sínar að nýju þjóðfélagi. í dag er árangurinn í formi
best heppnaða velferðarsamfélags veraldar tekinn einsog sjálfsagður hlut-
ur, en hann kostaði fómir og stríð á sínum tíma. Alþýðublaðið er hreykið
af því að hafa í þeim átökum verið vopn og verja hins nafnlausa fjölda.
Krafturinn, sem gegnum öldina hefur með reglulegu millibili brotist fram
á síðum blaðsins einsog jökulhlaup var ekki síst sóttur í þann styrk, sem
bestu pennar þjóðarinnar færðu með sér á síður blaðsins. Hikandi
ungskáld átti fyrsta ljóðið sem birtist í blaði alþýðunnar, tæpum mánuði
eftir að blaðið kom fyrst út 29. október, 1919. Það var upphafið að löngu
samstarfi Alþýðublaðsins og Þórbergs Þórðarsonar. Svo náin var sú sam-
vinna, að skáldið fágaði Bréf til Láru með tilstyrk eins stílnæmasta rit-
stjóra aldarinnar, Hallbjöms Halldórssonar. Við sömu kné Ias Halldór Kilj-
an Laxness Vefarann jafnóðum og hann varð til.
Næstum allir helstu listamenn þjóðarinnar vom máivinir Alþýðublaðsins.
Ásgrímur Jónsson málari var hluti af óformlegu fréttaneti Olafs Friðriks-
sonar, Snorri Arinbjamar birti dúkristur sínar á forsíðu Helgarblaða Rúts,
Steinn Steinarr samdi ljóð og ódauðlegar greinar á síðum þess, Magnús
Ásgeirsson sendi því ljóðaþýðingar sínar, Karl ísfeld skrifaði klassíska
texta í blaðið meðan hann þýddi Góða dátann Svejk, risanna Þórbergs og
Halldórs er þegar getið og svo mætti áfram telja.
Auðlegð blaðsins felst ekki síst í því, að þessi nánu tengsl við helstu rit-
snillinga landsins hafa haldist fram á síðasta dag. Á síðum okkar stigu
ungskáldin Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason fram á
sviðið. Báðir em að verða ástsælustu höfundar sinnar kynslóðar. Alþýðu-
blaðið er líka stolt af því að geta í dag kvatt lesendur sína með þeirri tæm
snilld, sem sitrar úr pistlum hins orðhaga Svarfdælings, Þórarins Eldjáms.
Það er hollt að sakna, en söknuðurinn gerir hvorutveggja að hreinsa og
græða sálina. Við, sem höfum skrifað Alþýðublaðið, söknum þess vissu-
lega. Lesendur þess og lausapennar sköpuðu samfélag, sem var einfald-
lega svo mikils virði að það er óhjákvæmilegt að sjá innilega eftir þessu
litla blaði, sem einsog manneskja hefur orðið því brothættara sem aldur-
inn færðist yfir. Kannski veit enginn hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.
I dag blasir við að eigendur blaðsins, fólkið í Alþýðuflokknum, hefur að
yfirveguðu ráði kosið að finna þeirri arfleifð sem blaðið ber í sér, sama-
stað í nýrri tilveru. Flokkar hafa ekki lengur þörf fyrir dagblöð, og þau enn
síður fyrir flokka. Blöð em ekkert annað en fólkið sem skrifar þau og les
þau, og þess er sannarlega að vænta að í nýju samstarfi um ferskan og
frjálslyndan miðil vakni menn einsog æsir í Valhöll og gangi gunnreifir
saman til nýs bardaga. Það er að minnsta kosti ósk okkar, sem skipum síð-
ustu ritstjóm Alþýðublaðsins.
N ú bíður það eitt, að smíða nýja kesju og nýjan skjöld. Andstæðingurinn
er þegar fyrir hendi.
skoðanir
Alþýðuflokkurinn
rekur Alþýöublaðiö
Alþýðuflokkurinn er smáflokkur
með stefnu sem þjóðin almennt að-
hyllist. Þjóðin treystir andstæðingum
þeirrar stefnu betur til að framfylgja
henni. Skrýtið? Já og skrýtinn þessi
æsingur og hamagangur kringum Al-
þýðuflokkinn alla tíð miðað við þá
hófsömu og skynsamlegu stefnu sem
jafnaðarstefnan hefur alltaf verið alls
staðar í Evrópu. Er hægt að vera
öfgafullur hófsemdarmaður? Hóf-
samur öfgasinni? Skrýtin þessi læti,
og þeir flæmdu alltaf burt þá sem lík-
legir voru til fjöldafylgis; bitu alltaf
af sér sína bestu menn: þeir stóðu
ekki með Olafi Friðrikssyni þegar
vondir menn ætluðu að taka af hon-
um drenginn hans; þeir flæmdu hann
burt, ritstjórann sem sópað hafði
fylginu til þeirra. Þeir ráku Héðin
sem hefði getað einangrað Moskvu-
kommana; þeir gátu ekki unnt
Hannibal þess að vera formaður; þeir
gátu ekki unnt Vilmundi einu sinni
þess að vera varaformaður; og þegar
loksins kom leiðtogi sem gat hrifið
fólk, Jón Baldvin, var eins og þjóðin
tryði því ekki almennilega og grun-
sídqsti mqdurinn |
Guðmundur
Andri
Thorsson
skrifar
aði hann um græsku, vegna þess að
vinsæll krataleiðtogi var eitthvað
sem virtist í sjálfu sér órjúfanleg
þversögn.
Og nú hafa þeir rekið Alþýðublað-
ið úr Alþýðuflokknum.
Sósíalisminn tapaði í Austur-Evr-
ópu en sigraði í Vestur-Evrópu. Við
óðan markaðshyggjumann á borð við
Hannes Hólmstein er nú bara eitt að
segja: ef þú ert svona hrifinn af
óheftum kapítalisma skaltu bara fara
til Rússlands... Þetta er raunasaga.
Fáir njóta eldanna: Sjálfstæðismenn
uppskera nú af skynsamlegum og
umfram allt mjög kratískt hugsuðum
efnahagsúrræðum sem kratar börðu í
gegn í sinni stjómartíð við litlar vin-
sældir, hvort heldur um er að ræða
EES-samninginn eða aðhald í ríkis-
fjármálum. Meira að segja sfldin er
gengin í Sjálfstæðisflokkinn, allt
endar sína daga í Sjálfstæðisflokkn-
skrifuð af ámóta miklum eldmóði og
innra lífi og Víkverji Morgunblaðs-
ins. Eg sakna Þjóðviljans, ég sakna
Alþýðublaðsins, þessi blöð voru því
miður feig. Því að þeir sem kaupa
um, meira að segja Alþýðublaðið,
því nú hyggjast Sjálfstæðismennimir
sem eiga það stofna öflugt vinstra
mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn...
Blessuð sé minning Alþýðublaðs-
ins. Á bestu dögum þess var einhver
óútskýranleg ókyrrð í kringum það,
einhver titringur; á þessum sárafáu
síðum geisuðu hugmyndimar: hún
Kolla þurfti ekki annað en að spretta
fingri í pistli og samfélagið nötraði.
Ég er bara strákur og þekki ekki sögu
blaðsins nema síðustu áratugina, og
auk þess er ég Þjóðviljanit eins og
Össur og Hrafn og Hallgrímur
Helgason, og las því alltaf Alþýðu-
blaðið með tortryggni og hálfnauð-
ugur. Hvað innrætti blaðið mér?
Jafnaðarstefnu. Pragmatíska mann-
úð, raunsæja mannúð - hjálp til
handa þeim sem á hjálp þurfa að
halda. Skilning á því að efnahags-
kerfið þarf að virka og virkja til þess
að hægt sé að dreifa gæðunum; þetta
síaðist inn í mann sámauðugan.
Tími flokksblaðanna er liðinn.
Flokksblað er samfélag, það er skrif-
að af öfundsverðum eldmóði; fólk
skrifar í það vegna þess að því liggur
eitthvað á hjarta. Hér eftir verða blöð
Hvað innrætti blaðið
mér? Jafnaðarstefnu.
Pragmatíska mannúð,
raunsæja mannúð -
hjálp til handa þeim
sem á hjálp þurfa að
halda. Skilning á því
að efnahagskerfið þarf
að virka og virkja til
þess að hægt sé að
dreifa gæðunum; þetta
síaðist inn í mann sár-
nauðugan.
blaðið gera það til að lesa eitthvað
sem þeir em sammála, þeir vilja lesa
greinar sem orða vel handa þeim
hugsanir, þeir em að kaupa Blaðið
Okkar, og sé nokkur veigur í blaðinu
hljóta þeir á endanum að segja því
upp því að tími samfélags sammála
félaga er liðinn. Ég fór að skrifa í
þetta málgagn á stórveldistíma
Hrafns. Mér leið stundum skringi-
lega að vera með dálk í Blaðinu
Þeirra, en mest var þó um vert hversu
gaman var að reka nefið inn í þetta
samfélag öfgasinnaðra hófsemdar-
manna eða hófsamra öfgasinna sem á
endanum hlutu að klofna í hófsama
hófsemdarmenn og öfgasinnaða
öfgasinna.
Pragmatísk mannúð.