Alþýðublaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ÖRSOQCI R Olafur Friðriksson var fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins, þeg- ar það hóf að koma út þann 29. október, 1919. Hann var Ólafur Friðriksson: Skrifaði blaðið heima hjá sér og hélt ritstjórnarfundi i' Rósenbergkjallaranum... gneistandi eldhugi, ávallt reiðubú- inn til að leggja allt í sölumar, og kanski mesti baráttumaður í póli- tík á öldinni ef frá er talinn Jónas Jónsson frá Hriflu. Ólafur var hinsvegar vanmetinn af flokksfor- ystunni, og var rekinn frá blaðinu árið 1921, þó hann ætti eftir að verða ritstjóri á nýjan leik síðar. Frumbýlingsárin var Ólafur Frið- riksson eini starfsmaður blaðsins, en hafði jafnan nokkra stúdenta með sér, sem öfluðu frétta. Hann hélt uppi sérkennilegum vísi að ritstjómarfundum, sem fólust i því að dag hvern fór hann og fékk sér kaffi í Rósenbergskjattaranum undir Nýja Bíói. Þar söfnuðust jafnan að honum aðrir kaffigestir, enda var Ólafur annálaður fyrir persónutöfra sem löðuðu einkum að sér ungt fólkt og hugsjónaríkt. í Rósenbergkjallaranum ræddu menn það sem var að gerast í þjóðmálunum, og þar fékk hann hugmyndimar að efni blaðsins næsta dag. Fréttaritarar hans voru semsagt flestir kaffigestimir undir Nýja Bíói... Meðal stúdentanna, sem lögðu Ólafi Friðrikssyni lið var haltur málasnillingur að nafni Hendrik Ottóson, sem var sonur Hendrik Ottóson: Lærði blaðamennsku hjá Ólafi Friðrikssyni og varð einn vinsælasti útvarpsmaður landsins... fyrsta forseta Alþýðusambands íslands, Ottós N. Þorlákssonar. Hann talaði fjölmörg tungumál og eignaðist snemma útvarp sem hann notaði til að afla erlendra fregna fyrir blaðið. Síðar varð Hendrik þekktur rithöfundur, skrif- aði meðal annars hinar svoköil- uðu Gvendarbækur (Gvendur Jóns og ég; Gvendur Jóns og við hinir). Hann giftist gyðingastúlku og þó hann væri trúlaus tók hann þátt í að stofna gyðingasöfnuð hér á stríðsárunum. Hendrik var í róttækasta armi Alþýðuflokksins, en hann var í hópi margra af- burða gáfumanna sem skildu við flokkinn og sameinuðust árið 1930 um að stofna Kommúnista- flokk íslands. Árin með Ólafi Frið- rikssyni kringum Alþýðublaðið sáðu hinsvegar fræjum frétta- mennskunnar í hrifnæma sál hins unga manns, og Hendrik Ottóson varð að lokum einn af þekktustu og vinsæiustu útvarpsmönnum (slands... Ofan á Spítalastíg 6 á þriðja áratugnum var óhrjáleg skúr- bygging, sem var kölluð Knallert- an. Hún gegndi veigamiklu hlut- verki í sögu Alþýðublaðsins og róttækra bókmennta á þeim tíma. í Knallertunni hittust stundum þrír mektarmenn, sem þá nutu mikill- ar og vaxandi virðingar meðal bókamanna og róttæks verka- fólks. Tveir þeirra voru þeir Hall- dór Kiljan Laxness, sem þá var að brjótast til frægðar sem rithöf- Halldór Láxness: Las Vef- arann mikla fyrir Hallbjörn Halldórsson ritstjóra í Knallertunni á Spítalastíg Þórbergur: Hitti Laxness með Bréf til Láru í Knallert- unni ásamt ritstjóra Al- þýðublaðsins... undur og Þórbergur Þórðarson sem um þær mundir var ekki bú- inn að ná þeim hæðum ritsnilldar- innar sem síðar varð. Þriðji mað- urinn í þessu kompaníi gegndi “stöðu ritstjóra ALþýðublaðsins. Það var göfugmennið Hallbjörn Halldórsson, prentari. Hallbjörn greip inn i blaðið á erfiðum tím- um, í kjölfar þess að flokksforyst- an lét eldhugann Ólaf Friðriks- son fara af blaðinu. Hann þótti einhver besti prentari samtíðar- innar, og auk þess að skrifa Al- þýðublaðið setti hann það stund- um líka. En stílnæmi Hallbjörns Halldórssonar var einnig við- brugðið. Fáir ungir rithöfundar lögðu í það stórvirki að gefa út bækur nema bera þær áður undir Hallbjörn. Það sama gilti um þá Halldór og Þórberg. Á þessum tíma voru þeir að undirbúa stór- virki, Halldór að skrifa Vefarann mikla frá Kasmíren Þórbergur að skapa stórvirkið Bréf til Láru. Báð- ir þessir ungu rithöfundar leituðu á náðir ritstjóra Alþýðublaðsins til að bera undir hann textann jafn- óðum og þeir töldu hann hæfan til lestrar. Hallbjöm tók jafnan á móti þeim samtímis á Knallertunni, og þar sátu þremenningarnir mörg- um sinnum í hverri viku, supu kaffi, og snillingarnir báru saman bækur sínar í bókstaflegri merk- ingu undir hófstilltri leiðsögn rit- stjóra Alþýðublaðsins... Sá ritstjóri Alþýðublaðsins sem hóf það fyrst til vegs var Flnnbogi Rútur Valdemarsson, sem síðar varð ásamt konu sinni Finnbogi Rútur: Fyrstur þriggja ritstjóra úr sömu fjölskyldu... Huldu Jakobsdóttur frumkvöðull og faðir að sveitarfélaginu Kópa- vogi. Hann kom ungur að utan eftir að hafa menntað sig í í sex ár í helstu heimsborgum í Evrópu millistríðsáranna, og hafði ákveðnar hugmyndir um það hvemig átti að skrifa dagblað. Árið 1933 varð hann 26 ára gam- all ritstjóri fyrir tilstilli þeirra Jóns Baldvinssonar formanns Alþýðu- flokksins og Héðins Valdemars- sonar. Á dögum hans náði Al- þýðublaðið í fyrsta skipti meiri út- breiðslu en Morgunblaðið. Rútur, sem var bróðir Hannibals Valdi- marssonar (síðar ritstjóra) og þarmeð föðurbróðir Jóns Bald- vins Hannibalssonar (síðar rit- stjóra) var fágaður heimsmaður og vildi að Alþýðublaðið yrði mái- Héðinn: Fellibylurinn sem fékk Rút til starfa... gagn fátæks verkafólks en með sniði heimsblaðsins. Þessvegna gaf hann blaðið út í sama broti og stóru blöð heimsborganna, París- arblaðsins Le Monde og hið bandaríska New York Times. Aldrei fyrr eða síðar hefur koið út blað í jafn stóru broti og Alþýðu- blað Finnboga Rúts. Hann kom sér jafnframt upp neti fréttaritara í öllum stórborgum álfunnar, sem birtu tíðindi dagsins degi síðar á forsíðu málgagns Alþýðuflokksins á íslandi. Arfleifð Rúts til íslenskr- ar blaðamennsku var leiðbeining, sem blaðamenn öldina á enda hefðu betur tekið að hjarta sér: „Góður ritstjóri þarf aðeins tvennt, - beitt skæri og stóra rusla- körfu." Uppgangur Alþýðublaðsins undir stjóm Finnboga Rúts Valdemarssonar stafaði ekki sfst af því að hann skildi öðrum betur að stríðið um sálirnar varð best háð með því að blaðinu tækist að búa til stórskotalið úr helstu rit- snillingum og andans mönnum samtíðarinnar. Þeir voru ófáir sem svöruðu herhvöt Rúts með því að skipa sér undir merki Al- þýðublaðsins. Þeirra á meðal var hinn ástsæli Ijóðaþýðandi Magn- ús Ásgeirsson, sem skrifaði ófáa pistla í blaðið. Skáldbróðir hans Steinn Steinarr gerði blaðið ódauðlegt með kvæðinu sem hófst á orðunum: „Ég var sottinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaöið/og allur heim- urinn fyrírleit blaðið og mig.“ Vilmundur Jónsson: Hlýddi herkvaðningu Rúts og skrifaði klassík í Alþýðubiaðið... En Steinn birti að auki pistla í Al- þýðublaðinu, sem urðu að klass- ískum textum og eiga eftir að birt- ast ókomnum kynslóðum sem dæmi um tindana f íslenskum stíl. Annar orðsnillingur sem settist undir árar hjá Rúti var þýðandinn Karl ísfeld sem varð frægur fyrir þýðingar sínar, meðal annars á finnska söguljóðinu Kalevala. Annað klassískt stórvirki af hendi Karls var svo þýðingin á Góða dátanum Svejk... Enn ein kanónan sem Rútur fékk til liðs við blaðið var svo Vilmundur Jónsson landlæknir. Ættbogi Vilmundar hefur komið hinamggin Lesendur góðir, leiknum er lokið. mikið við sögu blaðsins, því tengdasonur hans Gylfi Þ. Gísla- son, formaður Alþýðuflokksins um árabil, hefur skrifað í það fram á sfðustu ár, sonarsonur Vilmund- ar og nafni, Vilmundur Gylfason setti mark sitt á það með órjúfan- legum hætti þó hann hafi aldrei orðið formlegur ritstjóri, og sonar- sonardóttir hans, Guðrún Vil- mundardóttir var síðustu sumur hamhleypa í afleysingum á blað- inu... Hrammur flokksforystunnar hvíldi gjaman þungt á ritstjór- um Alþýðublaðsins, enda deildu blað og flokkur gjaman borði og sæng. Sjaldan reis þó Alþýðu- Gísli J. Ástþórsson: Birti ekki ræður leiðtoganna... blaðið jafn hátt og undir ritstjóm Gísla J. Ástþórssonar sem var ekki einu sinni í Alþýðuflokknum, heldur sótti þáverandi formaður Alþýðuflokksins, Emil Jónsson hann yfir á ritstjóm Morgunblaðs- ins í upphafi Viðreisnaráranna til að ritstýra blaðinu. Gfsli tók að sér ritstjómina en sagðist ætla að skrifa frjálst og óháð blað. Það þýddi meðal annars að hann myndi ekki birta ræður forystu- manna flokksins, nema þær hefðu eitthvað fréttagildi. Skömmu síðar hélt Emil dúndr- andi ræðu á fundi f flokknum, og sertdi Gfsla eintak upp á blað. Ritstjórinn birti aðeins örlítinn bút úr ræðunni. Skömmu síðar hringdi formaður Alþýðuflokksins og mælti þungum rómi: „Eru þá ræður mínar ekki nógu góðar fyrir Alþýðublaðið?" “FarSide” eftir Gary Larson Hvaða blaðs vildir þú síst vera án? Hafdís Kristjánsdóttir: Víkurblaðsins. Sigmar Arnórsson: Víkurblaðsins. Gylfi Björnsson: Mér er alveg sama um öll blöð. Annars var Alþýðublað- ið orðið þstórfínt og synd að það skyldi leggjast niður. Bryndís Böðvarsdóttir: Ég kaupi engin blöð. Svandís Sigurjónsdóttir: Morgunblaðsins. v i t i m e n n Heiður, virðing, skylda, ábyrgð - þetta eru ekki bara orð. Ef einstaklingur vill lifa samkvæmt þessum gildum, ef honum finnst þau einhverju varða, þá verður hann að vera tilbúinn að kaupa þau dýru verði, með lífi sínu ef nauðsyn ber til. Friðarverðlaunahafi Nóbels, Jose Ramos- Horta í viðtali við Alþýðublaðið. Á sínum tíma þóttist ég hafa fundið fyrirheitna landið. En ég kaus að týna því aftur. Dr. Benjamín H. J. Eirfksson um ár sín sem kommúnisti. Ef manni þykir ekki vænt um leiðtoga eins og Jón Baldvin þá þykir manni ekki vænt um neitt. Alþýðuflokkshetjan Guðný Þóra Ámadóttir orðaði þarna mjög nákvæmlega eina meg- inhugsun Alþýðublaðsins. Meðan tungan er til þá er ástæða til að nota hana. Eitt er að vera kjaftfor, annað að vera illgjarn. Ég hef ekki verið illgjarn um dagana, en ég hef nefnt hlutina sínu réttu nöfn- um. Hinn eitursnjalli fyrrverandi biaðamaður Al- þýðublaðsins Indriði G. Þorsteinsson. Þegar ég hóf störf í stjórn Dagsbrúnar og þótti gera eitt- hvað gott var mér líkt við Héð- in og þegar mér mistókst var sagt. „Ekki er nú kominn þarna nýr Héðinn". Verkalýðshetjan Guðmundur J. Guðmundsson. Þetta er allt öðruvísi í Sjálf- stæðisflokknum. Þar berst enginn fyrir neinu nema því að styðja peningavaldið. Þess vegna er allt svo rólegt hjá þeim. 84 ára gamli jafnaðarmaðurinn Ingibjörg Vilhjálmsdóttir ræddi f viðtali um innanflokksátök tilfinningarfkra og hugsjónamikilla krata og komst í framhaldinu að þessari snjöllu niðurstöðu um Sjálfstæðisflokkinn. Kannski rís ég upp úr þjdningu lífsins eins og hvítur marmari undan meitli hins eilífa meistara. Alþýðublaðið kveður lesendur sfna meö þessum spámannlegu orðum Steins Steinarrs. Hittumst heii.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.