Alþýðublaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23 Aðdáunin á Alþýðublaðinu leynir sér ekki í svip þessara þripgja þingkvenna, sem allar stefna að þvi að hrinda í fram- kvæmd draumi Alþýðublaðsins um einn, stóran, sterkan og sameinaðan flokk jafnaðarmanna. Frá vinstri: Bryndís Hlöðversdóttir, rísandi stjarna innan Al- þýðubandalagsins, Ásta R. Jóhannes- dóttir, skelegg baráttukona fyrir bættum almannatryggingum, og Svanfríður Jó- hannesdóttir, varaformaður þingflokks jafnaðarmanna. Davíð Oddsson fullur at- hygli að lesa fréttaskýr- ingu um sjálfan sig, þar sem Alþýðublaðið upp- lýsti, að innan Sjálfstæð- isflokksins yrði - einsog segir á forsíðu blaðsins sem hann er að lesa - gríðarlegur óvinafagnað- ur ef hann blandaði sér í baráttuna um forseta- embættið. Skömmu síðar lýsti hann yfir að hann ætlaði ekki fram... r Guðmundur Arni Stefánsson alþingismaður jafnaðarmanna Afl nýrra hluta Það eru kaflaskipti í sögu fjölmiðlunnar á Is- landi þegar Alþýðublaðið er lagt í dvala. Við, vinir blaðsins til margra áratuga, horfum til þess að á þess- um tímamótum geti það orðið afl nýrra hluta og afl- vaki nýs öflugs blaðs jafn- aðarmanna. Alþýðublaðið hefur gefið okkur, vinum sínum, hina réttu línu á hveijum morgni. Nú virðist því hlutverki þess lokið. En allt er breytingum háð. Maður skyldi spyija að leikslokum og hver veit nema Alþýðublaðið rísi upp á nýjan leik öflugra en nokkru sinni fyrr. Því á aldrei að segja aldrei. Sæmundur Guðvinsson fyrrverandi ritstjóri Bragi Kristjónsson, fornbókasali og menningar- vörður úr Vesturbænum. „Eg er grenjandi blátt íhald,“ sagði Braai fyrir skömmu í viðtali við glans- rit í borginni, en a fyrsta degi síðustu ritstjórnar Al- þýðublaðsins hringdi hann til að bjóða fram krafta sina við hvers kyns öflun heimilda úr fornum text- um og nýjum. Hollvinur Alþýðublaðsins að lesa sitt raunverulega málgagn í sofanum, þar sem ráðherr- ar og rónar koma við til að fá í nefið hjá Braga... Steingrímur Hermannsson var góður sam- starfsmaður Alþýðuflokksins í ríkisstjórn 1987-1991, og kvaðst jafnan lesa Alþýðu- blaðið með athygii í þeirri von um að geta einhverju sinni náð svo langt að skilja hugs- un kratanna. Það tókst ekki, og hann fór í Seðlabankann... Jakinn, Guðmundur Jóhann Guðmundsson, sem kvað erfitt að umgangast Alþýðublaðið því það tæki svo langan tíma að lesa það... Silja Aðalsteinsdóttir menningarritstjóri Vitrænustu viðtölin Bitastæðasta slúðrið í bœnum. Frjálsustu pistlamir. Skemmtilegasta klippið. Menningarfréttin á forsíðunni. Vitrœnustu viðtölin. Morgunkajfið verður bragðdauft án Alþýðublaðsins. Helgi Hjörvar framkvæmdastjóri Mjólkurferna í stað Alþýðublaðsins Alþýðublaðið var lengst af litlaust og leiðinlegt blað og þess hefði eng- inn saknað fyrir nokkrum árum. Nú hin síðari misseri hafa gamlir Þjóð- viljamenn hins vegar veitt blaðinu forstöðu og fyrir vikið hefur það í senn verið ferskasta og flottasta blað- ið. Starfsfólk þess hefur enda jafnóð- um verið keypt á aðra fjölmiðla, vin- sæla útvarpsþætti, glanstímarit, sjón- varpsfréttastofur og nú hefur KEA loks keypt allan kontórinn. Og er þá nokkuð nema mjólkurfernan að lesa á morgnanna? Alþýðublaðið þykir nú eitt geta bj argað DT Leiðir mínar og Alþýðublaðsins hafa legið saman af og til í nær ald- arfjórðung. Síðast í byrjun þessa árs þegar ég ritstýrði blaðinu um skeið er það hafði enn einu sinni fengið snert af bráðkveddu. Sem betur fer kom ekki í minn hlut að kasta rek- unum því andlátið dróst á langinn meðan leitað var tilboða í útförina. Á langri göngu sinni var Alþýðublaðið oft stór- blað, burtséð frá upp- lagstölum og blaðsíðufjölda. Þökk sé fjölmörgum snillingum sem þar héldu á penna. Alþýðublaðið hafði jafnan sérstöðu á blaðamarkaðnum, en fékk sjaldan þá út- breiðslu sem það átti skilið. Engu að síður þykir nú það eitt geta bjargað rekstri DT að Alþýðublaðið leggi upp laupana. Ég þakka ánægjulega samfylgd og harma brotthvarfið. Eftir stendur hitt stór- blaðið á íslandi, Morg- unblaðið. Sem betur fer eru engar líkur á að Morgunblaðið missi sjálfræðið og verði keypt til að hætta útgáfu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.