Alþýðublaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 18
18
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997
Jón Baldvin Hannibalsson: Utlaginn að vestan sem notaði leiðara
Alþýðublaðsins sem tilraunastofu undir nútímalega jafnaðarstefnu, og að
lokum stökkbretti til að verða áhrifamesti hugmyndafræðingur seinni
tíma í íslenskum stjórnmálum.
und er mest var undir hans stjóm og
var þá stækkað í sextán síður dag-
lega. Uppsetning blaðsins undir
stjóm Gísla var bylting rétt eins og
hjá Finnboga Rúti aldarfjórðung
áður. Annað glæsitímabil var að hefj-
ast.
Líklega hefur ein helsta fyrirmynd
Gísla J. Ástþórssonar verið enska
blaðið Daily Mirror og skandinavísk
blöð í svipuðum stíl. Lögð var
áhersla á stórar og djarfar fyrirsagnir
og stærri myndir en áður höfðu
tíðkast. I stað þess að hrúga öllu inn
á forsfðuna voru aðeins ein eða tvær
fréttir á henni en vísað á aðrar fréttir
inn í blaðinu. Myndir á forsíðu vom
oft úr hversdagslífinu en ekki bein-
línis harðar fréttamyndir og var það
líka nýjung. Aðaltakmark Gísla var
að skjóta djarft og stórt og segja
fréttir óháðar flokkspólitík. Þá var
reynt að forðast langhunda í blaðinu.
Opnan var til dæmis lögð undir fjöl-
breytt skemmtiefni. Meðal annarra
nýjunga var þátturinn Hlerað sem
vom eins konar óstaðfestar smáfrétt-
ir sem nú kallast í daglegu máli slúð-
ur og er í flestum blöðum. Þá byrjaði
Gísli sjálfur að teikna skopmyndir
sem stundum var slegið upp á for-
síðu. Varð þá meðal annars til per-
sónan Sigga Vigga en hún birtist
fyrst á síðum Alþýðublaðsins 10.
nóvember 1959. Erlendum teikni-
myndasögum fjölgaði líka að mun og
vom stundum heil síða en það var
nýjung í íslenskri blaðamennsku.
Meðal teiknimyndasagna sem bytj-
uðu á þessum tíma og lengi vom í
blaðinu vom Krulli og Nágrannamir.
Alþýðublaðið kom sannarlega
með nýjan tón í íslenska blaða-
mennsku undir stjóm Gísla J. Ást-
þórssonar og fór hann fljótlega að
hafa áhrif á önnur blöð en þau höfðu
þá verið í stöðnun ámm saman.
Morgunblaðið breytti til dæmis all-
mikið um svip og efnistök árið 1959
og hafði Matthías Johannessen for-
göngu um það. Tímanum var breytt
mikið á ámnum 1960 til 1962 og árið
1961 varð gjörbylting á Vísi. Allt
þetta kom í kjölfar Alþýðublaðs
Gísla J. Ástþórssonar.
Gísli J. Ástþórsson varð ekki lang-
lífur á Alþýðublaðinu enda ekki allir
forystumenn Alþýðuflokksins í takt
við hugmyndir hans. Hann hætti árið
1963 en árið 1959 hafði Benedikt
Gröndal orðið meðritstjóri ásamt
Helga Sæmundssyni.
Alþýðublaðið tekur
kollnnísa
Það var Gylfi Gröndal sem tók við
af Gísla J. Ástþórssyni og var blaðið
áfram býsna líflegt undir stjóm
þeirra bræðra. Meðal nýjunga sem þá
komu var baksíða í hálfkæringi og
birtust þar ýmsar persónur sem
sögðu álit sitt á líðandi stundu.
Einnig var þar vísan sem þeir skipt-
ust á að yrkja Kankvís (Axel Bene-
diktsson), Lómur (Gestur Guðfinns-
son) og Skúmur (Kristján Bersi
Ólafsson). Teiknari blaðsins var
Ragnar Lár og settu teikningar hans
mikinn svip á blaðið um hríð. Valur
víkingur var meðal annars persóna
sem var um hríð daglega á síðum
blaðsins. Þetta setti léttan svip á
blaðið og andstæðingar þess töldu
það orðið óttalegt léttmeti, ekki síst
ef myndir af fáklæddu kvenfólki birt-
ust á forsíðu en það vildi brenna við.
Það hafði samt fasta menningarlega
kjölfestu og sá Ólafur Jónsson gagn-
rýnandi um þá hlið mála.
Gylfi hætti sem ritstjóri árið 1967
en ári síðar varð Kristján Bersi
Ólafsson ritstjóri ásamt Benedikt
Gröndal. Árið 1968 hætti Alþýðu-
flokkurinn formlega að reka Alþýðu-
blaðið en við tók Nýja útgáfufélagið.
Var nú margt gert til að reyna að auka
veg blaðsins en þó seig jafnt og bít-
andi á ógæfuhliðina. Árið 1969 var
gripið til þess ráðs að gera blaðið að
síðdegisblaði en sú tilraun misheppn-
aðist. Það varð svo aftur morgunblað
er það fór í offsett 1972. Árið 1969
varð Sighvatur Björgvinsson ritstjóri
ásamt Kristjáni Bersa Ólafssyni en
Benedikt Gröndal hætti. Sighvatur
sagði eitt sinn í viðtali að tvisvar á
ferli sínum sem ritstjóri hafi hann
staðið uppi með aðeins tvo blaða-
menn og þurft að gefa út tólf síðna
blað; það hefði ekki verið skemmti-
legt. Á þessum tíma fór blaðið ýmsa
kollhnísa enda var það í rauninni í
samfelldri kreppu.
Vistin hjá Vísi
Árið 1973 fór svo að dagblaðið
Vísir tók við rekstri Alþýðublaðsins
vegna fjárhagsörðugleika þess síðar-
nefnda og Freysteinn Jóhannsson var
ráðinn ritstjóri við hlið Sighvats
Björgvinssonar. Nýjung sem vakti at-
hygli í blaðinu á þessum tíma var
(H)rós í hnappagatið á forsíðu en
kaktusorðan á baksíðu. Sumarið
1975 var svo komið að Alþýðublaðið
kom ekki út í heilan mánuð vegna
fjárskorts en væringamar á Vísi, er
Dagblaðið var stofnað, hristu Frey-
stein þá úr ritstjórastóli. Stofnað var
Blað hf. til að gefa Alþýðublaðið út
og ritstjómarskrifstofur fluttar úr Al-
þýðuhúsinu í Síðumúla 11. Blaðið
kom út fimm daga vikunnar og var
tólf síður. Báðir ritstjóramir hættu en
Ámi Gunnarsson tók við ritstjóm.
Reykjaprent, útgáfufélag Vísis, gaf
blaðið út frá áramótum 1976. Árið
1978 á sama tíma og Alþýðuflokkur-
inn vann sinn glæstasta sigur í al-
þingiskosningunum, var Alþýðu-
blaðið enn að veslast upp. Talað var
um það í alvöru að leggja það niður
en þrautalendingin var að minnka
það niður í fjórar síður. Tók Alþýðu-
flokkurinn þá við rekstri þess af
Reykjaprenti.
Pólitísk sendibréf Jóns
Baldvins
Á ámnum 1978 til 1979 var mikil
Kolbrún Bergþórsdóttir blaðakona kveður litla blaðið sitt
Hinn frjálsi andi Alþýðublaðsins
í tvö ár hefur Alþýðublaðið verið
stærsti þáttur tilveru minnar. Eg hef
hvergi annars staðar viljað vera, og ég
hefði ekki trúað því að þaðan ætti ég
eftir að fara glöð í hjarta. En nú er
verk að vinna við að skapa nýtt ftjáls-
lynt dagblað og að þeim starfa þarf að
ganga með kjarkmiklum huga og ein-
beitni hins baráttuglaða jafnaðar-
manns.
Eg treysti mér til að taka þátt í því
verkefni að skapa nýtt blað, en ég er
sannfærð um að það blað mun aldrei
verða gott nema hinn frjálsi og skap-
andi andi Alþýðublaðsins svífi þar
yfir vötnum. Það er einfaldlega svo að
þetta minnsta dagblað á íslandi var
einnig það besta. Líklega vegna þess
að það var skrifað af hugsjón. Þar ríkti
engin kyrrstaða. Hver dagur fól í sér
spennu, óvæntar niðurstöður og ný
kynni. Við leyfðum okkur allt, enda
má líklega flokka okkur sem tilfinn-
ingaríkt stemmningsfólk. Við höfðum
ekki alltaf á réttu að standa og stund-
um skjátlaðist okkur illa, en við vor-
um þó alltaf með rækilegu lífsmarki,
síspyrjandi spuminga sem okkur
fannst að hlytu að skipta máli.
Líf okkar snerist um þetta litla blað
og við gáfum því fjörugan, áræðinn
og dyntóttan anda. Við munum taka
hann með okkur á nýtt blað þar sem
við ætlumst til að hann fái að dafha
sem aldrei fyrr. Fari á annan veg þá er
sjálfhætt. Og vitaskuld verður aldrei
lagt upp í för komi í ljós að fyrirheitin
hafi verið blekking ein.
Ég átti ævintýrarík ár á Alþýðu-
blaðinu með samstarfsmönnum mín-
um og vinum blaðsins. Þau eru efni í
mikla grein sem ég veit að ég á eftir
að skrifa um tímabil sem ég get með
sanni sagt að hafi verið það ánægju-
legasta á ævi minni.
Vinum Alþýðublaðsins þakka ég
samfylgdina. Nú er stefnt á aðra braut.
Ég vona að við göngum hana saman,
og að hún verði ekki síður ánægjuleg
en sú sem við gengum undir merkjum
þessa litla, hugrakka blaðs.
Við eigum mikið verkefni fyrir
óvissa um framtíð Alþýðublaðsins.
Vilmundur Gylfason velti fyrir sér
leiðum um framtíð blaðsins og í
framhaldi af umleitunum hans varð
Helgarpósturinn til sem er þannig
skilgetið afkvæmi Alþýðublaðsins.
Hann var kallaður óháð vikuútgáfa
Alþýðublaðsins en í rekstrarlegum
tengslum við það. Eftir að Helgar-
pósturinn leit dagsins ljós sáu blaða-
menn hans um útgáfu Alþýðublaðs-
ins um hrið.
Erfiðu millibilsástandi í lífi Al-
þýðublaðsins lauk í byrjun septem-
ber 1979 er Jón Baldvin Hannibals-
son var ráðinn ritstjóri og kallaði
hann blaðið „eins konar pólitískt
sendibréf til safnaðarins". Sumarið
1981 varð hin magnaða Alþýðublað-
skrísa milli Vilmundar Gylfasonar, er
þá var afleysingaritstjóri blaðsins, og
ýmissa annarra forystumanna í Al-
þýðuflokknum. Verður hún ekki rak-
in hér. En hún sýndi svo að ekki varð
um villst að Alþýðublaðið gat enn
vakið miklar geðshræringar þó að lít-
ið væri.
Síðla árs 1983 var Guðmundur
Ámi Stefánsson ráðinn ritstjóri og
fluttu þá ritstjómarskrifstofur í Ár-
múla 38. Var blaðið enn í miklum
fjárhagskröggum. Hinn 1. mars 1984
var nýtt útgáfúfélag stofnað um blað-
ið er nefndist Blað hf. eins og áður,
og var Alþýðuflokkurinn aðalhlut-
hafinn. Áskriftir vora þá taldar um
3500. Guðmundur Ámi Stefánsson
hætti sem ritstjóri 1985 en Ámi
Gunnarsson tók á ný við. Var hann
ritstjóri einn eða með öðram til 1987.
Þá hóf störf sem ritstjóri Ingólfur
Margeirsson og fór þá fram svoköll-
uð októberbylting á blaðinu. Næsta
ár gaf Helgarpósturinn upp öndina
og tók þá Alþýðublaðið að gefa út
Pressuna sem tók við hlutverki Helg-
arpóstsins að veralegu leyti enda
sögð hálfsystir hans.
Verður þessi saga ekki rakin
lengra.
höndum. Sameinuð munum við leiða
það til sigurs.
Sigurjón M. Egilsson varð undrandi þegar hann hóf störf á
Alþýðublaðinu
Magn eða gæði?
Ég hafði starfað á nokkram af
„stóra“ fjölmiðlum landsins, svo sem
DV og fréttastofu Ríkisútvarpsins,
líka á Pressunni þegar hún gekk hvað
best. Ég var vanur að lesendur og
hlustendur hefðu samband og lýstu
yfir ánægju með það sem ég gerði,
þó var ég öllu vanari því að fólk
hringdi til að kvarta undan því sem
ég hafði skrifað. Mér hefur meira að
segja verið stefnt fyrir dómstóla og
verið dæmdur.
Þegar Össur bauð mér starf á Al-
þýðublaðinu hafði ég ekki skrifað
fréttir í nokkum tíma. Meðal annars
vegna þess að áreiti fólks pirraði
mig, eða það minnir mig að minnsta
kosti. En Alþýðublaðið, svo lítið
blað, hlaut að vera í friði frá lesend-
um, svo ég tók boðinu. Ekki síst þeg-
ar mér var hugsað til þess sem Bjöm
Hafberg, sem var blaðamaður á Al-
þýðublaðinu, þegar ég var á Press-
unni og blöðin deildu með sér kaffi-
stofu, sagði eitt sinn þegar ég hafði
sætt allskyns athugasemdum í
nokkum tíma: „Hvað era lesendur
alltaf að hafa samband við þig. Eng-
inn hringir í mig.“
En það var nú nokkuð annað. Ég
varð undrandi strax á fyrstu dögum
mínum hjá Alþýðublaðinu vegna
þess hversu sterk viðbrögð lesenda
blaðsins eru. Ég hef komist að þeirri
niðurstöðu að það var ekki bara
vegna þess sem ég hafði skrifað að
fólk hringdi. Alþýðublaðið á marga
vini. Granur minn er sá að oft hafi
skrifin verið notuð sem ástæða til að
hafa samband við blaðið. í smæð
sinni hefur Alþýðublaðinu tekist að
eiga trausta og góða vini sem greini-
lega hafa sterkar taugar til þessa litla
blaðs. Ég komst að því að lesendur
pirra mig ekki, ég kann vel við þá.
Það sannast á Alþýðublaðinu að
ekki fer alltaf saman magn og gæði.
Það er sárt að kveðja Alþýðublað-
ið. Ég hafði verið skotinn í því áður
en ég réðst til starfa á blaðinu, en nú
er ég ástfanginn og þá er allt búið.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir kveður
skemmtilegasta vinnustaðinn
Skemmtilegt
frelsi
Alþýðublaðið er skemmti-
legur vinnustaður. Þar er gam-
an í vinnunni. Meira gaman
en á öðram vinnustöðum. Ég
fullyrði það þótt viðvera mín
á ritstjóm blaðsins telji ekki
nema tvo mánuði, sitt hvort
sumarið, þau þrjú ár sem ég
hef skrifað skrykkjótt í blaðið,
og það oftast að utan.
Fyrir blaðamann sem eitt sinn fór
af Morgunblaðinu á Pressuna og
uppgötvaði um leið að hann er fyrst
og fremst sá fjölmiðill sem hann
vinnur fyrir í hugum viðmælenda
sinna en ekki hann sjálfur, gerðu
kunnugleg viðbrögð vart við sig þeg-
ar ég kynnti mig í fyrsta skipti sem
blaðamaður frá
Alþýðublaðinu;
virðing og velvild
fór ekkert á milli
mála. Mogginn
var þá ekki eina
blaðið í bænum
sem einhverrar
virðingar naut!
En Alþýðublaðið
var örugglega eitt um að njóta ósvik-
innar velvildar sem þó eflaust væri
nær að kalla aðdáun. Hvorki velvild
né virðing hafa þó ráðið því hve gott
var að vinna á Alþýðublaðinu, miklu
heldur má þakka það samstilltum
öndum frelsis sem jafnan svifu yfir
ritstjóminni.