Alþýðublaðið - 01.08.1997, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
GísCi J. Ástþórsson ritstýrði Aíþýðub(aðinu á sjötta ár. Á ritstjómartíð
fians varð uppíagið mest 14.000 eintökj sextán síður dagCega og komst
stundum upp í 24 síður. í spjolíi við KoCbrúnu Bergþórsdottur rifjar
Gisíi upp árin á ACþýðubCaoinu
Slegist
víð stórfcarla
tzux- ***
wiigtf&a spcx fctád *
irtwtttóitóbení
■**»«*4k* *
*♦**•* Í*****
•*»***»•
Þú varst ritstjóri á Alþýðublaðinu
í sjö ár, settirðu skilyrði fyrir ráðn-
ingu þinni?
„A þessum tímum var það venja
fremur en undantekning að ritstjór-
um væri fjarstýrt utan úr bæ af póli-
tíkusum. Ég var leiddur fyrir þáver-
andi formann flokksins og hann
reyndi að komast að því hvort ég
væri krati. Ég svaraði því til að með-
an ég væri ritstjóri Alþýðublaðsins
myndi ég að sjálfsögðu ekki skrifa á
móti því. Ég komst upp með það
svar. Ég setti það skilyrði fyrir ráðn-
ingu minni að það yrði að vera ljóst
að ég stjórnaði því hvað yrði birt í
blaðinu og hvað ekki. Ég sagði að
engin trygging væri fyrir því að ég
myndi leggja heilu síðumar undir
ræður helstu forkólfanna. Ennfremur
sagði ég að ekki yrði spurt í hvaða
flokki maður væri áður en sagt yrði
frá því hversu mikill skúrkur hann
væri. Það var gengið að þessum skil-
yrðum, en reyndi fljótt á.
Ég hef líldega ekki verið búinn að
sitja þama nema í tvær vikur þegar
formaðurinn hélt langa ræðu,
sem hefði lagt undir sig einar
tvær síður í Alþýðublaðinu. Ég
birti fimmtán lína útdrátt úr
henni og lét setja á forsíðu.
Daginn eftir hringdi síminn og
spurt var þungri og dimmri
röddu: „Em mínar ræður ekki
nógu góðar fyrir Alþýðublað-
ið?“
Það reyndi einnig á þegar
framámaður allmikill í flokkn-
um missteig sig hroðalega. Ég
sagði við samstarfsmenn mína:
„Ef við segjum ekki frá því að
þessi maður hafi þverbrotið lög,
hvað eigum við þá að segja við
litla skúrkinn þegar við birtum
fréttir af skammarstrikum hans?“
Ég man líka að á tímabili vom
afskaplega margar uppákomur í
sambandi við Keflavíkurvöllinn,
hálfgeggjaðir hershöfðingjar
gengu lausir, veifandi skamm-
byssum framan í sakiausa Islend-
inga, og fleira miður geðslegt var
aðhafst. Þessar fréttir vildu
ákveðnir menn innan flokksins alls
ekki láta birta, því það var talið
vatn á myllu rauðu bolsanna. Þess
vegna kom sú einkennilega staða
upp á tímabili að þótt stórkrati væri
utanríkisráðherra þá var ekki hægt
að slá á þráðinn til hans heldur varð
að gæta þess rækilega að hann hefði
ekki pata af fréttavinnslunni svo
hann færi ekki að reyna að stöðva
fréttina. Síðan tókum við bara við
aðfmnslunum daginn eftir."
Hvernig blað vildirðu gera Al-
þýðublaðið að?
„Fyrirmynd mín var Daily Mirror
sem var sprelllifandi blað. Við lögð-
„Eg var kvaddur niður i stjornarrað fyrir
hádegi einn laugardag. Ég fann hvað lá í
loftinu, menn voru að gefa eitt og annaö
í skyn án þess nokkurn tímann að koma
sér að efninu. Á dramatísku augnabliki
sagði ég: „Er verið að segja mer upp?“
Þá kom svarið: “Nei, það er ekki til um-
ræðu hér á þessum fundi." - Og síðan
létu þeir mig flakka."
SJá tósi&i
þCTTA tH OKKAR HtrD!
V
* i.:* n-M*
ZT, * n ** ** *
< ******''. : **<««*»
* t***#***' *** ““ ***** ■
ÍÍSWCS^ *****
,3 ** *****
******* **
■ »* *■* „ .,.♦>«♦♦ J **#*****>**
- —* » *********** ***** *** — ----—
Fyrsta forsíða Alþýðublaðsins undir
“u: stjórn Gísla bar upp á sama tima og
... Islendingar færðu landhelgina út í 12
mílur. 12 mílur klukkan 12 var hín
hressilega fyrirsögn.
um mikið upp úr fyrirsögnum, höfð-
um þær snarpar og stórar. Við lögð-
um einnig áherslu á að vera með fáar
en stórar myndir.
Ég vildi gera Alþýðublaðið að
góðu og hörðu fréttablaði. Ég held að
það hafi tekist. Fréttir okkar skiptu
þjóðfélagslegu máli en snerust ekki
um það að maður hefði bitið hund.
Við slógumst við stórkarlana. Eitt
sinn unnum við frétt þess efnis að
embættismaður hefði hyglað útlend-
ingum, sem höfðu verið að aðstoða
embættið, með peningagjöfum.
Fréttin byggðist á heimildarmönnum
sem vildu ekki láta nafn síns getið,
og við höfðum í rauninni engin önn-
ur gögn í höndum. Embættismenn
neituðu því harðlega að fréttin ætti
við rök að styðjast, hún var sögð vera
haugalygi sem við hefðum spunnið
upp. Alþýðublaðinu var hótað mál-
sókn og við vorum óneitanlega orðn-
ir dálítið taugaveiklaðir því við höfð-
um engin gögn í höndunum. Þá
kviknaði sú hugmynd að senda út-
lendingunum, sem allt snerist um,
skeyti með spumingum um helstu
staðreyndir málsins. Og frá þeim
kom svar þar sem þeir ítrekuðu skrif-
lega það sem þeir höfðu áður sagt
okkur munnlega. Þar með höfðum
við gögn undir höndum. Það varð
aldrei af meiðyrðamáli."
Þetta hefur verið skemmtileg og
samhent ritstjórn?
„Þetta var afskaplega skemmtileg-
ur tími. Ritstjómin var snaggarlegur
hópur, sprækir menn og metnaðar-
gjamir. Og okkur fannst einfaldlega
svo gaman.“
Viltu ekki segja mér frá þessum
mönnum?
„Nei, því ég væri vís til að gleyma
einhvetjum þeirra. Einn mann vil ég
nefna sem var dálkahöfundur blaðs-
ins, það var Vilhjálmur Vilhjálmsson,
eða Hannes á Hominu. Hann skrifaði
skemmtilega og tónninn í greinum
hans var sá að verkalýðurinn hefði
rétt fyrir sér og kratar ennþá réttara
fyrir sér. Hann var afskaplega töff
maður að sumu leyti og viðkvæmur
að sumu leyti.“
Af hverju hœttir þú sem ritstjóri?
„Blaðstjómin réð mig og hét mér
stuðningi. Áki Jakobsson formaður
blaðstjómar stóð alla tíð með mér, en
honum var loks mjakað úr stólnum.
Þá nennti ég ekki lengur að búa við
það að sífellt væri verið að nudda í
manni.“
Og þú hefur sagt upp?
„Ég var kvaddur niður í stjómar-
ráð fyrir hádegi einn laugardag. Ég
fann hvað lá í loftinu, menn vom að
gefa eitt og annað í skyn án þess
nokkum tímann að koma sér að efn-
inu. Á dramatísku augnabliki sagði
ég: „Er verið að segja mér upp?“ Þá
kom svarið: „Nei, það er ekki til um-
ræðu hér á þessum fundi.“ - Og síð-
an létu þeir mig flakka.
Þegar ég kom út úr stjómarráðinu
eftir hinn afdrifaríka fund hitti ég
blaðamann, mikinn krata, og sagði
honum að ég væri að hætta sem rit-
stjóri Alþýðublaðsins. „Og hvað ætla
þeir að láta þig fá?“ spurði hann.
„Ætla þeir að gera þig að sendi-
herra?“. En það var nú reyndar eitt-
hvað annað, svo ég skellti mér bara í
sfld.“
Fylgdistu með Alþýðublaðinu
nœstu árin ?
„í ritstjómartíð minni hafði ég
alltaf fengið blaði sent heim og þeir
héldu áfram að senda mér það eftir
að ég var hættur. En ég var hundfúll
og vildi ekki sjá það. Svo ég hringdi
nokkrum sinnum og sagði þeim að
hætta að senda mér þennan helvítis
snepil. En það dugði ekki. Alltaf kom
blaðið. Þá datt mér það snjallræði í
hug að hringja og segjast óska eftir
þvf að gerast áskrifandi. Ég sá blaðið
ekki eftir það.“