Alþýðublaðið - 01.08.1997, Side 9
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
9
þá ákvörðun Alþýðublaðsins að hafa
tilmæli Þjóðverja að engu, símaði
hann til stjórnar sinnar og óskaði
fyrirmæla. Þýska utanríkisráðuneyt-
ið skipaði honum að krefjast opin-
berrar málssóknar á hendur Alþýðu-
blaðinu. Asgeir Asgeirsson forsætis-
ráðherra vísaði kröfunni tafarlaust
til dómsmálaráðuneytisins „til
skjótra aðgerða".
Magnús Guðmundsson dóms-
málaráðherra beið heldur ekki boð-
anna og skrifaði lögreglustjóra bréf
samdægurs þar sem hann fyrirskip-
aði opinbera rannsókn og málshöfð-
un gegn Alþýðublaðinu og Þórbergi
Þórðarsyni.
Svívirða stjórnarinnar
í bréfi dómsmálaráðherra þar sem
rannsóknin er fyrirskipuð segir að
dómsmálaráðuneytið geri ráð fyrir
því, með tilvísun til tilskipunar 9.
maí 1855, að lögreglustjóri hindri
útkomu Alþýðublaðsins með fram-
haldi af grein Þórbergs. Um þetta
segir Alþýðublaðið meðal annars 24.
janúar:
“Framkoma dómsmálaráðherra í
þessu máli mun vera einsdæmi í sið-
uðum löndum.
Það er áreiðanlega mjög fátítt, að
erlent ríki krefjist málshöfðunar
gegn blaði í öðru landi fyrir meið-
yrði. Þó hefur Hitlerstjómin gert það
nokkrum sinnum á síðasta ári. En
óhætt er að fullyrða, að í flestum til-
fellum hafa stjómir í þingræðislönd-
um t.d. á Norðurlöndum og í
Englandi vísað slíkum kröfum og
kvörtunum sendimanna Hitlers al-
gjörlega á bug og látið þá herra
skilja að þær álíti sér ekki fært að
gera slíkar takmarkanir á málfrelsi
og prentfrelsi til þess að þóknast
þeim mönnum, sem svívirt hafa all-
ar siðferðishugsjónir siðaðra þjóða
og sagt sjálfa sig og þjóð sína úr
lögum við hinn menntaða heim.
Þessi og þvílík svör hefir Hitler
og sendimenn hans fengið hjá sið-
uðum rfkisstjórnum“.
Ennfremur segir Alþýðublaðið:
“En skipun Magnúsar Guðmunds-
sonar til lögreglustjóra um að hindra
útkomu Alþýðublaðsins, ef það ger-
ist svo djarft að birta framhald af
grein Þórbergs Þórðarsonar, AÐUR
EN VITAÐ ER HVORT í ÞVÍ ERU
NOKKUR MÓÐGANDI ORÐ
Undirréttur sýknar
Mánudaginn 9. aprfl 1934 skýrir
Alþýðublaðið frá því að klukkan
hálf tvö þann dag hafi verið kveðinn
upp dómur í landráðamálinu. Vom
þeir Þórbergur og Finnbogi Rútur
sýknaðir af ákæm réttvísinnar og
skyldi málskostnaður greiddur af al-
mannafé. í forsendum dómsins segir
meðal annars:
“Fyrir réttinum hefur höfundur
haldið því fram að með greinabálki
þessum hafi hann viljað uppfræða
lesendur blaðsins um stefnu og
starfshætti eins stjómmálaflokks í
Þýskalandi, nazistaflokksins. Hann
hefur neitað að grein sín haft átt að
beinast að hinni þýzku þjóð eða
stofnunum þýzka ríkisins, heldur
hafi hann með greininni aðeins vilj-
að deila á forystumenn nazista-
flokksins.
Við lestur greinarinnar í samhengi
verður að telja að þessi meining
höfundarins komi skýrt í ljós... Ekk-
ert kemur fram í greininni, sem gefi
ástæðu til að ætla að greinarhöfund-
ur sé óvinveittur þýzku þjóðinni í
heild, né að ásetningur hans hafi
verið að deila á hana sjálfa. Ádeilan
beinist öll að annarri og takmarkaðri
félagsheild þ.e. þýzka þjóðemisjafn-
aðarmannaflokknum... Meiðandi eða
móðgandi ummæli um erlenda
stjómmálaflokka, stefnu þeirra, starf
eða forystumenn verður hins vegar
ekki talin móðgun við hina erlendu
þjóð eða á annan hátt refsiverð sam-
kvæmt íslenskum lögum“.
Finnbogi Rútur var sýknaður þeg-
ar af þeirri ástæðu að greinin
“Kvalaþorsti nazista“ var rituð undir
fullu nafni höfundar, Þórbergs Þórð-
arsonar.
Æra Hitlers metin
Miðvikudaginn 31. október 1934
var kveðinn upp í Hæstarétti dómur
í „landráðamálinu" eins og Alþýðu-
blaðið kallaði það, og var Þórbergur
Þórðarson dæmdur til að greiða 200
króna sekt fyrir meiðandi ummæli
um Adolf Hitler. Auk þess skyldi
hann greiða málskostnað allan.
Finnbogi Rútur Valdimarsson rit-
stjóri var hins vegar sýknaður. Sækj-
andi málsins í Hæstarétti var Jón
Ásbjörnsson en verjandi Stefán Jó-
hann Stefánsson.
EÐA MEIÐANDI, kórónar þó þá
svívirðu, sem íslenska stjómin gerir
sig seka um í þessu máli. Hann er
reiðubúinn til þess að banna útkomu
íslensks blaðs, ef farið er
fram á það af erlendum
mönnum".
Málshöfðun fyrir
landráð
Réttarrannsókn hófst í
málinu þann 23. janúar 1934
og var hún í höndum Ragn-
ars Jónssonar fulltrúa lög-
reglustjóra. Það kvöld vom
þeir Þórbergur Þórðarson
og Finnbogi Rútur Valdi-
marsson ritstjóri kallaðir
fyrir rétt og einkum spurðir
um hvor þeirra bæri laga-
lega ábyrgð á greinum Þór-
bergs. Ennfremur var Þór-
bergur spurður sér-
staklega um það
hvaða heimildir
hann hefði fyrir
skrifum sínum um
nasista. Nefndi hann
þær og kvaðst
mundu birta þær í lok
greinar sinnar og
leggja þær fyrir rann-
sóknardómarann. Hins
vegar virðist rann-
sóknardómarinn ekki
hafa séð ástæðu til að
fara að þeim tilmælum
dómsmálaráðherra að
banna útkomu blaðsins.
Mánudaginn 12. febr-
úar skýrir Alþýðublaðið
frá því, að rannsókn í
máli þessu sé lokið og
hafi verið höfðað opinbert
mál á hendur Þórbergi Þórð-
arsyni og ritstjóra Alþýðu-
blaðsins fyrir brot á 83. grein
hinna almennu hegningar-
laga. Sú grein er í IX. kafla
laganna, sem ber yfirskriftina
„Urn landráð" og hljóðar síð-
asta málsgrein svo:
“En meiði maður útlendar
þjóðir, sem eru í vinfengi við
konung, með orðum, bend-
ingum eða mynduppdráttum
einkum á þann hátt að lasta
og smána þá, sem ríkjum
ráða, í prentuðum ritum, eða
drótta að þeim ranglátum og
skammarlegum athöfnum, án þess
að tilgreina heimildarmann sinn, þá
varðar það fangelsi, eða þegar máls-
bætur eru, 20 til 200 rfldsdala sekt-
Mörður Árnason íslenskufræðingur
Veröldin aldrei aftur lesin eins
Það er sagt þegar tungumál deyr út
að með því hverfi ekki aðeins sér-
stakt merkingarkerfi í samskiptum
manna heldur einnig hin sérlega
menning sem af tungunni
spratt, og þó er allra lakast að
með hveiju dauðu tungumáli
slokknar einstæð sýn á mann-
lega tilvist, mörkuð þeim að-
stæðum og sögu sem talend-
urnir bjuggu við og bjuggu til.
Veröldin verður aldrei aftur
lesin eins, og mannheimur er
fátækari.
Eitthvað svipað finnst manni
þegar fjölmiðill gefur upp önd-
ina. Blað hættir að berst, og um
leið þagnar sjálfstæð rödd,
hljómsvið kórsins minnkar, tjáning-
arþrótturinn dvín.
Mér standa næst síðustu árgang-
arnir af hinu áttræða Alþýðublaði,
þau litríku ár sem Hrafn Jökulsson
stjómaði blaðinu einsog pólitískum
tundurspilli og tókst um leið - meðal
annars með þrotlausri hjálp Kolbrún-
ar Bergþórsdóttur - að gera það
ómissandi fyrir áhugamenn um
menningarlíf og tíðaranda, og fyrir
njótendur þess sem vel er gert í stfl.
Auðvitað ollu fjörkippimir því að
skeytin hæfðu stundum önnur skot-
mörk en skyldi, lentu sum í hafsauga
en sum snem við á miðri leið og
spmngu við stefnið, einsog alltaf
hlýtur að verða á góðum fjölmiðli.
Alþýðublaðið sannaði það samt á
lokaskeiðinu að
það þarf ekki stór
segl til að sigla
mikinn.
En upp í vindinn,
skakkt á tímann,
hvort sem okkur
líkar betur eða
vetT. Skeið
flokksblaðsins er
mnnið á enda,
einsog við Össur
reyndum með
góðu og illu á síð-
asta áratug, og miklu fleiri. Þótt mað-
ur sjái eftir Alþýðublaðinu eru engin
rök til að gráta það. Stjómmálabar-
áttan fer ekki lengur fram með burt-
reiðum dagblaða, og vilji flokkar og
stjórnmálamenn hafa áhrif þarf að
læra nýjar aðferðir. Vinstramegin við
miðju á íslandi er reyndar hvað brýn-
ast að átta sig á því hvort menn vilja
yfirleitt hafa áhrif - - og þess er raun-
ar nokkur von að þegar málgögn A-
flokkanna leggjast nú saman til
hinstu hvflu kenni neyðin naktri
konu að spinna.
Þegar tungumál er dautt þá er það
dautt. Engin tunga önnur getur tengt
talendur á sama hátt við verðandina
eða flutt þeim sömu skilaboð úr dýpi
sögunnar. Blöð eiga sér hinsvegar
framhaldslíf hvað sem líður lög-
Mér finnst að Alþýðublaðið eigi
skilið að fá að lifa í friði fyrir alls-
konar nöglum sem em að reyna að
gera eitthvað á vinstri
vængnum af því það er
vitað mál að vinstri
hreyfmguna vantar
málgagn. Þótt blaðið sé
ekki með stóm lífi er
það hluti af blaðaflór-
unni í landinu og búið
að vera í óratíma. Þess-
ir drengir eru fæddir
löngu eftir að Alþýðu-
blaðið gerði sína stóm
hluti og þeir eiga að
hafa vit á því að bera
tæknilegu dánarvottorði, af því þau
eru fyrst og fremst búin til úr fólki,
fólkinu sem skrifar og fólkinu sem
les. Áfram veginn: nýtt tungl, nýtt
glas af víni, novissima verba.
virðingu fyrir því sem vel er gert.
Þeir vom enn með bleyjumar á sér
þegar að Alþýðublaðið barðist eins
og ljón fyrir réttind-
um fátækra manna
á Islandi. Þar vom
þá Héðinn Valdi-
marsson, Jón Bald-
vinsson, Stefán Jó-
hann, Vilmundur
landlæknir, og
þessir kallar, og
bleyjustrákunum
verður ekki rótt í
gröfinni fyrir að
hafa drepið þetta
góða málgagn.
Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur
Bleyj ustrákunum
ekki rótt í gröfinni
Það var líka á tíma Indriða sem fræg
prentvilla tók sér bólfestu í skrifum
blaðsins. Þá var vinsæll ráðherra Alþýðu-
flokksins Eggert G. Þorsteinsson, síðar
forstjóri Trygingastofnunarinnar. í frétt af
honum var hann ranglega nefndur Ekk-
ertG. Þorsteinsson. Þetta var að sjálf-
sögðu leiðrétt í snatri daginn eftir. Prent-
villupúkinn lét hinsvegar ekki að sér
hæða og ráðherrann var aftur nefndur
Ekkert. „Við svo búið var hætt að leið-
rétta,“ sagði Indriði löngu siðar...
Formaður Alþýðuflokksins, Sighvatur
Björgvinsson er í dag ráðsettur og
virðulegur stjómmálamaður en sem rit-
Sighvatur Björgvinsson: Fet-
aði í fótspor leiðtoga bresku
námuverkamannanna...
stjóri blaðsins á sinni tíð vílaði hann ekki
fyrir sér að fara ótroðnar slóðir. Þannig
var það á ritstjóraskeiði hans sem Al-
þýðublaðið braut í blað með því að birta
svokallaðar síðu-þrjú stúlkur. Það voru
léttklæddar yndismeyjar, sem þó voru
ekki á evuklæðum einum. Ekkert blað
hefur fyrr né síðar lagt í slíka dirfsku á ís-
lenska markaðnum. Framtakið mæltist
þó misjafnlega fyrir, en ein af málsvöm-
um ritstjómarinnar var að vísa til þess að
sjálfur leiðtogi herskáustu og róttækustu
námumanna í Bretlandi, Arthur Scargill
birti myndir af allsberum stelpum í mál-
gagni sínu, The Yorkshire Miner...
Um miðjan áttunda áratuginn tók Árni
Gunnarsson að sér að blása iífi í Al-
þýðublaðið sem þá hafði um skeið átt
erfitt uppdráttar. Árni var kátur og hress
ungur maður og safnaði að sér ótrúleg-
um hópi ungra manna og kvenna sem
lengi á eftir settu mörk sín með eftir-
minnilegum hætti á fjölmiðlaheiminn. Þar
á meðal var Einar Sigurðsson sem nú
er aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða og
einnig Atli Rúnar Halidórsson sem allir
þekkja. Atli var á þessum árum róttækur
maóisti og mjög andsnúinn Sovétríkjun-
um. I tilefni af tíu ára afmæli innrásar
Atli Rúnar: Ætiaði að éta tékk-
neskan sendifulltrúa...
Sovétrikjanna í Tékkó skrifaði hann bein-
skeytta grein í blaðið. Einar gerði honum
þá þann grikk að senda honum gamla
áróðursbæklinga frá tékkneska sendiráð-
inu með nafnspjaldi sendiráðsritarans,
sem lá á glámbekk blaðsins, og skrifaði
síðan í nafni sendiráðsritarans harðort
bréf. Þar var Atli spottaður á alla lund fyr-
ir þekkingarleysi á högum Tékka, og því
lýst yfir að innrásin væri í raun „vináttu-
heimsókn" Sovétmanna. Atli varð óður af
bræði, rauk á afleysingaritstjórann, sem
þá var Vilmundur Gylfason og þeir fé-
lagar töluðu sig upp í slíkan ham að Ein-
ar taldi að þeir ætluðu sér að éta ves-
aligs sendiráðsritarann. Þegar þeir tóku
síðan til við að elta vesalings manninn
blásaklausan uppi í símanum til að hella
sér yfir hann sá Einar sitt óvænna, og
kippti símakerfi Alþýðublaðsins úr sam-
bandi...