Alþýðublaðið - 01.08.1997, Side 15
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
15
] (i r
Þó fyrsti ritstjóri blaðsins, Ólafur
Friðriksson, gæti haldið lang-
ar og ógleymanlegar ræður var
hann frægur fyrir að skrifa stundum
fréttir sem voru í raun örfréttir. Gott
dæmi um það mátti lesa á blaðsíðu
þrjú í fyrsta tölublaðinu þann 29.
október, 1919. Þargreindi frá ung-
um málara með svofelldum hætti:
Ásgrímur Jónsson málari liggur
rúmfastur að heimili sínu í Lækjar-
götu. Ólafur lét lesendur fylgjast
grannt með þróun þessa alvarlega
ástands uppáhaldsmálara síns, því
skömmu síðar gat að lesa á bak-
síðu blaðsins, þann 3. nóvember:
Ásgrímur Jónsson máiari er kom-
inn á fætur aftur...
Alþýðublaðið var stundum kallað
útungunarstöð (slenska fjöl-
miðlaheimsins. Stundum var sam-
an komið á ritstjóm blaðsins ótrú-
legt einvalalið. Það má taka dæmi
af ritstjóminni sem Árni Gunnars-
son stýrði um miðbik áttunda ára-
tugarins. Fyrir utan hann sjálfan,
sem þá var einn af bestu og þekkt-
ustu fréttamönnum landsins, voru í
hópnum Erna Indriðadóttir sem
nú er ein helsta fréttakona Sjón-
varpsins.Þar var einnig Gunnar
Kvaran sem lengi gerði garðinn
frægan á sama miðli. Við hlið hans
sat Atli Rúnar Halldórsson sem
líklega er besti fréttamaður RÚV á
seinni árum, og í sama herbergi
var að finna Einar Sigurðsson,
sem lengi var fréttamaður útvarps
en er nú einn af yfirmönnum Flug-
leiða. Óformlegur sumarritstjóri um
þetta leyti var heldur ekki af verri
endanum. Það var enginn annar
en Vilmundur Gylfason, sannköll-
uð fjörefnasprauta blaðsins...
Þó Vilmundur Gylfason hafi
nánast gjörbreytt frétta-
mennsku á íslandi með því að inn-
leiða frjálsa og óháða rannsóknar-
blaðamennsku, og hafi verið við-
Vilmundur Gylfason: Mark-
aði djúp spor sem afleys-
ingaritstjóri fimm sumra, en
varð aldrei formlegur rit-
stjóri...
loðandi Alþýðublaðið með einum
eða öðrum hætti árum saman, varð
hann aldrei formlegur ritstjóri blaðs-
ins. Bardagagleðin draup af hverju
orði Vilmundar og hann setti spum-
ingamerki allstaðar. Þó hann hafi
eytt fimm sumrum í það sem hann
kallaði sjálfur tilraun til að gera Al-
þýðublaðið að ellefta ráðuneytinu
þáði hann aldrei krónu að launum.
Hann var einmitt afleysingaritstjóri í
eina skiptið sem allt upplag blaðs-
ins var borið á bál. Atburðimir sem
tengdust því urðu upphafið að
mestri tragedíu í seinni tíma sögu
Alþýðuflokksins...
Týndi ritstjórinn var einn allra
merkasti ritstjóri Alþýðublaðs-
ins, Stefán Pjetursson, stundum
kallaður. Hann var upphaflega
kommúnisti, en gekk til liðs við Al-
Stefán Pjetursson: Týndi rit-
stjórinn, en samt einn sá
merkasti...
þýðuflokkinn eftir sögulega dvöl (
Ráðstjómarríkjunum. Meðan á
henni stóð gengu hrikalegustu
hreinsanir Jósefs Stalíns yfir, og
erlendir kommúnistar sem þar
Jósef Staiín: Setti hann
Stefán Pjetursson á dauða-
listann..?
dvöldu á vegum Komintern urðu
jafn illa fyrir barðinu á þeim og sov-
ésku kommúnistamir, sem féllu í
ónáð. Stefán var löngum talinn
hafa verið hallur undir alþjóða-
hyggju Leóns Trotskýs á þessum
tíma, en þá var Stalín einmitt að
setja fram fráleitar kenningar sínar
um Sósíalisma í einu landi. Al-
þjóðasinnum á borð við Stefán og
Trotský þóttu þær fráleitar. Fylgis-
menn Trotskýs voru hundeltir, og
hann sjálfur féll að lokum í Mexíkó
fyrir ísexi útsendara Stalíns. Stefán
talaði sjaldan um Moskvudvölina
en vitað er að hann var settur á
lista yfir grunsamlega menn.
Skandínavar komust á snoðir um
það og gerðu honum viðvart, og
með aðstoð danska sendiráðsins
komst hann nauðuglega að nætur-
lagi yfir landamærin. Flóttinn var
sögulegur, því hluta leiðarinnar fór
hann í hestvagni, falinn undir hey-
hlassi. Sagt er að á einum stað hafi
verðir sovétsins leitað í vagninum,
og einn vörðurinn hafi gegnum
heyið komið auga á skó Stefáns,
potað í þá með riffli sínu, hikað, og
látið vagninn óáreittann halda
áfram...
Enginn jafnaðarmaður þekkti
Sovétríki Jósefs Stalíns og
vinnubrögð hans af eigin raun
nema Stefán Pjetursson. Hann
gleymdi reynslu sinni aldrei og leið-
arar hans í Alþýðublaðinu báru
þess merki. Þar varaði hann
stöðugt við hinu rétta eðli kommún-
ismans, og jafnvel á meðan Sovét-
ríkin voru bandamenn Vesturveld-
anna í striðinu við nasista Adolfs
Hitlers spáði hann rétt fyrir um af-
drif Evrópu í kjölfar sigurs Banda-
manna. Einn frægasti leiðari Al-
þýðublaðsins, sem Stefán kallaði
Gleymum því aldrei fjallaði einmitt
um eðli kommúnista, og þar spáði
Stefán af óhugnanlegri nákvæmni
fyrir hvemig herir Stalíns myndu
hertaka stóra fláka Evrópu í kjölfar
sigurs Bandamanna. Sagan leiddi í
Ijós hversu sorglega rétt hann hafði
fyrir sér. Stöðug barátta Stefáns
gegn kommúnistum og Sovétríkj-
unum leiddi til þess að árásir
kommúnista hér innanlands gengu
úr öllu hófi. Fyrir vikið sætti enginn
annar ritstjóri Alþýðublaðsins jafn
linnulausum árásum og persónu-
legum svívirðingum og Stefán Pjet-
urson...
Því var gjaman haldið fram, að
Stefán Pjetursson ritstjóri hafi
verið eini íslendingurinn sem komst
á dauðalista Jósefs Stalíns. Tveir
ungir íslendingar, þeir Árni Snæv-
arr og Valur Ingimundarson
könnuðu heimildir um hreinsanir
Stalíns þegar skjalasöfn í Moskvu
opnuðust í kjölfar þess að Sovét-
kommúnisminn hrundi. í kjölfarið
skrifuðu þeir bókina Liðsmenn
Moskvu sem kom út fyrir nokkrum
árum. Árni tjáði Alþýðublaðinu að
gögn sem þeir hefðu séð, bentu til
þess að líklega hefði Stefán ekki
verið dæmdur til dauða af leyn-
isveitum Stalíns. Sumir villutrúar-
manna vom nefnilega ekki taldir
það hættulegir að nauðsynlegt
þætti að taka þá af lífi, heldur voru
þeir látnir vinna nauðungarvinnu
víðs vegar um Sovétríkin og sættu
iilri aðbúð. Árni telur að Stefán hafi
verið settur undir sama hátt og
ýmsir norrænir kommúnistar sem
samtímis voru í Moskvu. Meðal
þeirra var formaður danska komm-
únistaflokksins, Aksel Larsen,
sem slapp við dauðadóm. Hann
var hinsvegar tekinn höndum, flutt-
ur til Nimský- Novgorod og látinn
púla þar myrkanna á milli (verk-
smiðju við iilan kost. Ámi telur að
hefðu flugumenn Stalíns náð Stef-
áni Pjeturssyni hefðu svipuð örlög
beðið hans...
r
Utlaginn að vestan var heitið
sem stundum var notað yfir
Jón Baldvin Hannibalsson þegar
hann varð ritstjóri Alþýðublaðsins
eftir pólitískan skóggang á ísafirði.
Tíð hans á blaðinu dró langan
slóða og mótar enn stjómmál sam-
tímans. Hann notaði leiðara blaðs-
tímum vaxandi samdráttar
með A-flokkunum má rifja upp
að hvorki meira né minna en þrfr af
ritstjórum seinni tíma hlutu eldskím
sína sem blaðamenn á Þjóðvilan-
um sáluga. Síðasti ritstjóri Alþýðu-
blaðsins, Össur Skarphéðinsson
var þar ritstjóri um þriggja ára skeið
Jón Baldvin: Útlaginn að
vestan gerði leiðarana að
hugmyndafræðilegum til-
raunareit...
ins sem tilraunareit fyrir nýjar póli-
tískar hugmyndir, sem hann prófaði
aftur og aftur í ritstjómargreinum,
og fullmótaði að lokum í heild-
stæðri stefnu. Þetta var grunnurinn
að því sem stundum er kölluð nú-
tímaleg jafnaðarstefna. Hún var
grundvöllurinn að áhlaupi hans að
leiðtogasæti flokksins árið 1984, og
stökkpallur Alþýðuflokksins inn í
ríkisstjóm árið 1987. Enn í dag má
rekja alla höfuðdrætti stefnunnar
sem er uppistaðan í helstu hug-
myndum flokksins aftur í ritstjómar-
greinar Alþýðublaðsins í tíð Jóns
Baldvins...
á niunda áratugnum. Bæði þeir
Ingólfur Margelrsson og Hrafn
Jökulsson störfuðu einnig á Þjóð-
viljanum sem umsjónarmenn marg-
rómaðs Helgarblaðs hans. Ingólfur
haslaði sér þar völl sem einstakur
sniliingur á sviði samtala, og gæddi
frábær helgarviðtöl sérstöku lífi
með því að teikna sjálfur andlits-
mynd af viðfangsefninu. Síðar hef-
ur hann skrifað rómaðar samtals-
bækur. Það var hinsvegar Össur
sem gerði Hrafn aðeins nítján ára
að umsjónarmanni Helgarblaðsins,
og undir stjóm Hrafns gekk það í
gegnum síðustu gullöld sína...
að var Ingólfur Margeirsson
sem fékk það hlutverk að gera
síðustu tiiraun flokksins til að gera
Alþýðublaðið að útbreiddu blaði.
Stundum var skeið Ingólfs kallað
októberbyltingin. Hann umbylti
blaðinu, fékk til liðs við sig rómaða
skríbenta á borð við Þórarinn Eld-
járn, og beitti sér fyrir margvísleg-
um tækninýjungu. Þar á meðal
varð hann fyrsti ritstjórinn hér á
Össur: Einn þriggja ritstjóra
Alþýðublaðsins sem tók út
eldskírn sína á Þjóðviljan-
um sáluga...
Ingólfur: Leiddi síðustu til-
raunina til að gera Alþýðu-
blaðið að stórblaði...
landi til að fá grafíkmyndir af ýmsu
tagi um Reuter...
Brottför hans fylgdu heitar tilfinning-
ar. Kvöldið áður en Rútur fór skildi
hann eftir bréf i skrifborðskúffunni,
stílað á Stefán Jóhann. í því stóð
efnislega: Þegar ég tók við Alþýðu-
btaðinu hafði það þrjú þúsund
áskrifendur. Þegar ég hætti voru
áskrifendurnir tólfþúsund. Það er
orðið stærra í útbreiðsiu en Morg-
unblaðið. Ég vona, en treysti því
ekki, að blaðið sígi nú aftur í sitt
gamla far. Virðingarfyllst, F.R.V....
Helgi Sæmundsson varð rit-
stjóri í formannstíð Hannibals
Valdemarssonar. Hann var ötull
skríbent, og varð frægur í þjóðlífinu
sem hagyrðingur, krítíker og sjóð-
fróður sigurvegari spuminga-
keppna. Helgi skrollaði. Fræg er
eftirfarandi saga af því. Síðdegis
gekk hann jafnan niður á Hótel
Það varð snöggur endir á ferli
Finnboga Rúts Valdemars-
sonar á stóli ritstjóra, en lítil saga
við lyktir hans hefur ekki áður verið
skráð. Tildrögin voru þau, að eftir
þá öriagaríku atburði sem fylgdu
Héðinn: Fellibylurinn sem
fór, og f kjölfarið hætti Rút-
ur...
fellibylnum Héðni Valdemarssyni,
og síðan ótímabæru láti Jóns
Baldvinssonar, formanns Alþýðu-
flokksins, tók við ný forysta í gen/i
Stefáns Jóhanns Stefánssonar.
Rútur fann þá fljótt að hann og hinn
nýi formaður áttu ekki skap saman.
Eftir fjögurra ára setu á ritstjóra-
stólnum kvaddi hann því blaðið.
Heigi Sæm: Hélt hirð á Hót-
el Borg...
Borg þar sem hann drakk síðdegis-
kaffi með bókmenntamönnum á
borð við Stein Steinarr og fleiri
slíka sem stundum gátu verið
skrautlegri en gerðist og gekk með-
al góðborgaranna á Borginni. Einu
sinni sem oftar var hann staddur
þar, og fínum dömum á næsta
borði varð starsýnt á Helga og hirð-
ina við borð hans. Helgi stóð þá
snöfurmannlega upp, gekk að borði
þeirra og sagði með sinni skrollandi
röddu: „Viljiö þér ekki heyra röddina
líka?...
Samkvæmt ákvörðun stjórnar Venzlunapmannafélags Reykjavíkup tiefup Fjölskyldu- og húsdýpagapðupinn í Laug-
ardal veriö tekinn á leigu á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 4. ágúst, og verða garöarnir opnir endur-
gjaldslaust öllum félagsmönnum VR, svo og Reykvíkingum og öðrum gestum, á frídaginn trá kl. 10:00 til 18:00.
Fjötskyldugarðurinn
Dagskrá Fjölskyldugarðsins:
13:00 Bé tveir (Furðuleikhúsið)
14:00 Furðufjölskyldan (götuleikhús)
14:30 Hljómsveitin Geirfuglarnir
15:00 Brúðuleikhúsið
16:00 Mjallhvít og dvergarnir sjö
(Furðuleikhúsið)
16:30 Hljómsveitin Geirfuglarnir
RiYSTflfiLEG LEIKT/EKI
UERÐAí FJÖLSKYLDUGARÐ-
1UM EFTIR HÁDEGI
Húsdýrsgarðurinn
Dagskrá Húsdýragarðsins:
10:45 Hreindýrum gefið
11:00 Selum gefið
11:30 Hestar teymdir um garðinn
12:00 Refum og minkum gefið
13:00 Fuglagarðurinn opinn (1 klst.)
13:30 Klapphorn hjá kanínum
14:00 Svínum hleypt út ef veður leyfir
15:00 Hestar teymdir um garðinn
15:30 Fuglagarðurinn opinn (1 klst.)
16:00 Selum gefið
16:15 Dýrum í smádýrahúsi gefið
16:30 Hestar, kindur og geitur sett í hús
17:00 Svínum gefið
17:15 Mjaltir í fjósi
17:45 Refum og minkum gefið
VERIÐ VELK0MIN í FJÖLSKYLDU- OG HUSDYRAGARÐINN
Á FRÍDEGI VERSLUNARIVIANNA, MANUDAGINN 4. ÁGÚST!
VERZLUNARMANNAFELAG
REYKJAVÍKUR