Alþýðublaðið - 01.08.1997, Síða 17

Alþýðublaðið - 01.08.1997, Síða 17
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 ingu í íslenskum blaðaheimi. Ungur og róttækur maður kom þá til lands- ins eftir áralangt nám í helstu stór- borgum álfunnar, svo sem Berlín, París og Róm. Hann tók að sér rit- stjóm Alþýðublaðsins fyrir milli- göngu Héðins Valdimarssonar og Jóns Baldvinssonar og sagði í ávarpi til lesenda er hann tók við: “Mönnum kemur saman um að ís- lenskum blöðum hafi hingað til verið mjög ábótavant, einkum dagblöðun- um þremur í Reykjavík. Ég skal fús- lega játa að það er langt frá því að Al- þýðublaðið hafi verið nokkur undan- tekning í því efni. Allir sem hafa haft tækifæri til að bera saman erlend blöð og íslensk em sammála um það að þau standist engan samanburð." Finnbogi Rútur lét því hendur standa fram úr ermum. Eitt af því sem hann gerði strax var að sópa auglýsingum af forsíðu blaðsins og hafa þar í staðinn fréttaflutning í líf- legum stíl. Hann vildi hafa stórt letur á fyrirsögnum, sem hafði verið sjald- gæft til þessa, ásamt undirfyrirsögn- um og inngangi að fréttum. Fréttim- ar áttu að byrja á aðalatriði málsins. Einnig lagði hann mikið upp úr myndum. Hann kunni þá kúnst að haga fyrirsögninni þannig að lesand- inn tók blaðið hvort sem hann var sammála henni eða ekki. Fyrsta setn- ingin átti að valda því að hann vildi lesa næstu setningu og svo koll af kolli. Stíllinn átti að vera einfaldur og hnitmiðaður. Mottó hans var að nauðsynlegustu vinnutæki góðs rit- stjóra væm skæri og stór mslafata. Með þessari stefnu ásamt ná- kvæmni, áræðni og vinnusemi olli Finnbogi Rútur þáttaskilum í ís- lenskri blaðamennsku. Hann var maður hins nýja tíma meðan flestir aðrir blaðamenn vom enn nokkuð fastir í aldamótastíl íslenskra blaða þar sem allt var sett fram í belg og biðu. Er talið að fyrirmyndir sínar hafi Rútur einkum haft úr frönskum blöðum. Oft setti hann líka fréttir fram í æsifréttastíl og með nokkmm galsa og vísaði þar með veginn fram á við. Stríð við Moggann Finnbogi Rútur gerði samning við þekkta blaðamenn við Daily Herald í London, Politiken og Social- Demokraten í Kaupmannahöfn og Arbeiderbladet í Kaupmannahöfn og Arbeiderbladet í Osló um að þeir sendu einkaskeyti með fréttum til blaðsins. Slíkt fréttaritarakerfi var þá nýjung á Islandi. Hin blöðin vökn- uðu upp við vondan draum. Svar Morgunblaðsins var að koma sér upp fréttaritara í Kaupmannahöfn og einnig var það stækkað upp í átta síð- ur daglega með fjölbreyttari efnis- þáttum en áður meðan Alþýðublaðið var aðeins fjórar síður. Alþýðublaðið svaraði aftur með því að stækka blaðið í broti upp í sex dálka í októ- ber 1934, hefja útgáfu sérstaks sunnudagsblaðs með forsíðum eftir íslenska listamenn og hefja mánu- dagsútgáfu þannig að blaðið kom út alla daga vikunnar og gekk svo í tvö ár. Þá var efnt til smásagnasam- keppni og einnig gekkst blaðið fyrir skemmtunum í Iðnó. Þetta var blaða- stríð. Eitt gerði Morgunblaðið þó ekki, það hélt áfram að leggja forsíðu sína undir auglýsingar. En auglýsing- amar voru einmitt Akkilesarhæll Al- þýðublaðsins. Þeim fjölgaði lítið þó að blaðið ykist mjög að útbreiðslu. Breytingamar á Alþýðublaðinu ollu keðjuverkunum í íslenskum blaðaheimi. Blaðið seldist stundum í allt að tíu þúsund eintökum á dag en upplagið var þó að jafnaði 6000 ein- tök. Þá var Morgunblaðið prentað í svipuðu upplagi og stóðu blöðin jafnfætis um hríð. Athyglin sem hin nýja samkeppni olli var líka til þess að framsóknarmenn hugsuðu sér til hreyfings. Þeir byrjuðu 1934 að gefa út Nýja dagblaðið og kom það út sem dagb^ð^peykjavík ^ánjnum ^9?34 101 Finnbogi Rútur: Vitsmunaveran, sem laðaði að sér helstu andans menn samtíðarinnar. Þórbergur sá um helgarútgáfu hjá Rúti, og helstu frétta- menn stórblaða í fjórum heimsborgum sendu honum fréttaskeyti af vett- vangi alþjóðamála. Heimsborgari, sem á hjara veraldar bjó til dagblað sem stóðst sérhverju blaði Norðurlandanna snúning. til 1938. Var það fjórða dagblaðið á landinu en Þjóðviljinn kom svo hið fimmta árið 1936. Hannes á horninu mætir til leiks Á dögum Finnboga Rúts sem rit- stjóra Alþýðublaðsins var hafin bygging Alþýðuhússins á homi Ing- ólfsstrætis og Hverfisgötu og var húsið vígt 1. maí 1936. Er það enn eitt dæmið um stórhug hans og hreyfingarinnar um það leyti. Þess skal getið að tuminn á húsinu var ætlaður fyrir fréttir sem rynnu þar á ljósaskiltum eins og gerðist í erlend- Vilmundur Gylfason: Hinn ástríðufujli eldhugi sem var besti ritstjórinn sem Alþýðublaðið eignaðist aldrei. í fimm sumur stýrði hann blaðinu í af- leysingum, ævinlega launalaust og ævinlega með slíkum brag, að for- ystumenn flokksins urðu skelfdir. Undir hans stjórn var eina útgáfa blaðsins prentuð, sem var borin á bál í heilu lagi. Það var upphafið að sögulegri tragediu i lífi Alþýðuflokksins. um stórborgum. Aldrei varð þó úr þeim áformum. Alþýðublaðið var í mikilli efnis- legri mótun á þessum ámm. Varan- legasta nýjungin sem blaðið inn- leiddi var fastur dálkur sem Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson hóf að skrifa árið 1936 undir heitinu Hannes á horninu. I þessum dálkum var vett- vangur fyrir almenning til að koma skoðunum sínum á framfæri, um- kvörtunum, lofi og lasti og jafnframt vettvangur fyrir Vilhjálm sjálfan að beijast fyrir sínum eigin áhugamál- um. Hann varð þannig eins konar sál og samviska Alþýðublaðsins. Hug- myndina mun hann hafa fengið frá breska blaðamanninum Hannan Swaffer sem lengi skrifaði fasta rabbdálka í Daily Herald í London. Vilhjálmur hélt þessum þáttum úti í Alþýðublaðinu til dauðadags 1996 og voru þeir fyrirmynd af samsvar- andi dálkum í öðrum blöðum. Farsæl ritstjórn Stef- áns Pjeturssonar Miklar deilur innan Alþýðuflokks- ins urðu árið 1938 og lauk þeim með því að hann klofnaði. Við þessar deil- ur virðist Finnbogi Rútur hafa misst áhugann á blaði sínu eða skort úthald til að halda áfram ritstjóm þess. Hann hætti einfaldlega að mæta á rit- stjómarskrifstofunum en var þó áfram titlaður ritstjóri. Stefán Pjet- ursson gegndi ritstjórastörfum í for- föllum Rúts en tók formlega við blaðinu 1. júlí 1940. Þá var upplag þess komið niður í 3000 eintök og var það skömmu síðar minnkað í broti vegna rekstrarörðugleika. Svo illa höfðu innanflokksdeilumar farið með það. Þó leið ekki á löngu þar til enn var blásið' til sóknar. Það tæki- færi gafst er stríðsgróðinn tók að þyngja pyngju landsmanna. í febrúar 1942 var blaðinu gjörbreytt. Það var stækkað í átta síður, gert að morgun- blaði í stað síðdegisblaðs sem það hafði verið frá upphafi og teknir upp fjölmargir nýir efnisþættir. Byrjað var til dæmis með teiknimyndasög- una Öm eldingu sem var í mörg ár í blaðinu og naut mikilla vinsælda. Hún var samt ekki fyrsta teikni- myndasagan því að 1939 hafði um skeið verið teiknimyndasaga f blað- inu, byggð á ævintýmm H.C. Ander- sen. Hins vegar var við þessar breyt- ingar allar farið að leggja forsíðuna undir auglýsingar á ný og þótti mörg- um það afturför. Var svo allt fram í ágúst 1946. Baksíðan var aftur á móti lögð undir gamanmál, sem Loftur Guðmundsson sá um, og var það nýj- ung. Stefán Pjetursson var farsæll rit- stjóri og þótti blaðið ljölbreytt og ágætt fréttablað undir hans stjóm. Jókst upplag þess smám saman á nýj- an leik og var komið upp í 6-7000 eintök er Stefán lét af ritstörfum í árslok 1952. Gísli endurreisir Al- þýðublaðið Og enn skall á nýtt gjömingaveður sem fór illa með blaðið. Hannibal Valdimarsson varð ritstjóri Alþýðu- blaðsins í byrjun árs 1953 en Al- þýðuflokkurinn, bakhjarl þess, var þá í rauninni klofinn í tvennt. Miklir fjárhagsörðugleikar herjuðu á blaðið og smám saman rýmaði það í roðinu og áskrifendatalan hrapaði niður úr öllu valdi. Teiknimyndasögur hættu þá til dæmis með öllu að birtast í því og hefur vafalaust valdið því fjár- skortur. Árið 1954 tók Helgi Sæmundsson við ritstjóm Alþýðublaðsins og var þá reynt að efla það á nýjan leik þó að þungt væri undir fæti. Blaðið varð tólf síður 1. desember 1957 og fékk nýtt útlit sem Ásgeir Júlíusson teikn- aði. Meðal nýjunga var íþróttasíða daglega. Endurreisn blaðsins hófst þó fyrir alvöru er Gísli J. Ástþórsson var ráð- inn meðritstjóri Helga 1. september 1958. Hann segir að áskrifendatalan hafi verið á þriðja þúsund er hann tók við en verið komin upp í fjórtán þús- Það er sérhverjum ritstjóra erfitt verk að halda sér ferskum við sífelld leið- araskrif. Enginn hefur orðað þennan vanda ritstjórans jafn snilldariega og Benedikt Gröndal sem einsog bróðir hans Gylfi Gröndal var ritstjóri Alþýðu- blaðsins um skeið. Þegar Sighvatur Benedikt Gröndal: Orðaði vanda sérhvers ritstjóra með brilljant hætti... Björgvinsson tók við ritstjórn blaðsins sagði Benedikt að hann skyldi ekki ör- vænta þó það væri erfitt að koma sér upp skoðunum á hverjum degi. Það vendist með tímanum og væri rétt einsog að pissa þegar manni væri ekki mál:.. Margoft á ferli sínum hefur Alþýðu- blaðið og greinahöfundar þess lent í málaferlum vegna hvassra skrifa sinna. Frægasta málið er þegar Þórbergur Þórðarson var dæmdur fyrir skrif sín um Adolf Hitler. Enn stendur gamalt met Al- þýðublaðsins í þessum efnum. Árið 1922 gerði þáverandi ritstjóri Ólafur Friðriks- son harðar atlögur að íslandsbanka og ásakaði hann um að eiga ekki fyrir inn- lögnum sparisjóðseigendanna í bankan- um. íslandsbankinn kærði Ólaf umsvifa- laust. Lyktir urðu þær að Ólafur var dæmdur í himinháar skaðabætur, og miðað við samtímaverðlag hefur enginn íslendingur hlotið jafn háar sektir fyrir meiðyrði og Ólafur árið 1922... Þekktasta meiðyrðamál sem Alþýðu- blaðið tengist á seinni árum er meið- yrðamálið sem Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari höfðaði fyrir hönd Har- aldar Johannessen sem þá var yfir- maður fangelsismálastofnunar ríkisins. Tildrögin voru þau að Hrafn Jökulsson skrifaði innblásna vandlætingargrein undir því litríka heiti Ástir í hrútastíu. Greinin fjallaði um aðbúnað fanga á Litla-Hrauni, ömurlegar aðstæur sem þeim voru búnar við heimsóknir ástvina sinna, og að lokum klykkti Hrafn út með því að kalla fangelsismálastjóra glæpa- Hallvarður Einvarðsson: mannaframleiðanda ríkisins. Lögmaður Hrafns var Jón Magnússon og einsog frægt er orðið lögðu þeir félagar tvímenn- ingana Harald og Hallvarð fyrir héraðs- dómi. Dómurinn var sögulegur fyrir þróun málfrelsis í pólitískri umræðu á Islandi, en ekki síst fyrir þá að Hrafn er fyrsti maðurinn sem sigrar ríkissaksóknara í meiðyrðamáli... Ungur og glæsilegur maður úr Hafnar- firði varð ritstjóri á miklum erfiðleika- tímum í sögu blaðsins og stóð sig vel. Hann átti síðar eftir að gera garðinn frægan í bæjarmáiapólitík í Hafnarfirði og er í dag einn af forystumönnum Alþýðu- flokksins. Þetta var Guðmundur Arni Stefánsson. Á tíma hans var blaðið smækkað niður í fjórar síður, og Þor- grímur Gestsson blaðamaður sann- reyndi að því var hægt að koma í eld- spýtustokk. í frægum sjónvarpsþætti greip andstæðingur í vanda til þess bragðs að núa Guðmundi þessu um nasir. Hafnfirðingurinn ungi horfði fyrirlit- lega á andstæðing sinn, og eftir langa kúnstpásu afgreiddi hann mótherjann með eftirfarandi svari: Þið íhaldsmenn hafið aldrei skilið, að það er ekki magnið sem skiptirmáli, heldurgæðin.... LUilUjJíl‘JUL,h: liilio fliOcCkiUK. lUliKtQlil

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.