Alþýðublaðið - 01.08.1997, Qupperneq 22
22
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997
Steinn Steinarr 41 Jm
AO
fengtmm
skáídaíaunum
Svo oft hefég grátið og harmað mitt hlutskipti í leynum
og horft inn íframtíð, sem beið mín þögul og myrk.
Þettafallega kvœði er ort í þeim tilgangi einum
að óska mér sjálfum til lukku með skáldastyrk.
Hér áðurfyrr. Það er satt, ég var troðinn í svaðið.
Hvar sáuð þið mannkynið komast á lœgra stig?
/
Eg var soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaðið,
og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig.
/
Eg var úrkastsins táknræna mynd, ég var mannfélagssorinn,
og mér var hvarvetna synjandi vísað á braut,
en þrjózkan, sem lágvöxnum manni í blóðið er borin,
kom bágindum mínum til hjálpar, efallt um þraut.
íkulda og myrkri ég foað og ég baðst ekki vægðar,
og foæðið var gjöfmín til lífsins, sem vera ber.
/
Eg veit hún er lítil, og þó var hún aldrei til þægðar
þeim, sem með völdinfóru á landi hér.
Steinn Steinarr birti mörg kvæði í Alþýðublaðinu, ódauðlega minningargrein um Magnús Ásgeirsson, hvassa gagnrýni á Sovétvaldið, og
pistla um menningarmál sem eru löngu orðnir klassískir, og munu geymast sem dæmi um hátinda íslenskrar stílsnilldar. En í kvæðinu hér
að ofan eru línurnar, þar sem hið vestfirska skáld gerði Alþýðublaðið ódauðlegt.