Alþýðublaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Oktober 1997 MMUBLW HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 552 9244 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritnefnd:Sighvatur Björgvinsson, Magnús Norðdahl, Ingvar Sverrisson. Ábyrgðamaður: Ingvar Sverrisson Setning og umbrot: Dagsprent Prentun: Dagsprent. Alþýðublaðið liflr í samkomulagi því, sem Alþýðuflokkurinn gerði við Dagsprent h.f., út- gáfufélag DAGS, er gert ráð fyrir því, að Alþýðublaðið haldi áfram göngu sinni. Blaðið komi ekki út fjórum sinnum í viku, eins og var, heldur nokkrum sinnum á ári á meðan samkomulagið er í gildi. f stað þess, að blaðið berist til nokkur hundruð áskrifenda, eins og var, verði það gefíð út í stóru upplagi þannig, að það nái m.a. til allra þeirra, sem skráðir eru í flokksfélög Alþýðuflokksins víðs vegar um land. Alþýðu- blaðið, sem nú kemur út, er því gefið út í 5.000 eintökum og mun ná til miklu fleiri íslendinga en blaðið hefur gert um áraraðir. Alþýðublaðið í núverandi mynd er fyrst og fremst gefið út með þarfir Alþýðuflokksins í huga. Því er ætlað að segja frá starfi flokksins, flokksfélaga og flokksmanna og birta greinar, sem varða flokkinn og flokksstarfið. Margir hafa lagt hönd að því verki í þessu tölublaði og væntanlega verður gott fr amhald þar á. Alþýðublaðið hefur því hvorki verið lagt niður né selt heldur mun lifa áfram sem málsvari Alþýðuflokksins og jafnaðarstefnunnar. Af fjár- hagslegum orsökum var ekki hægt að halda áfram reglulegri útgáfu blaðsins með þeim hætti, sem áður var gert, en muni slíkar ástæður skapast í framtíðinni er ekkert í veginum fyrir því að hægt sé að hefja útgáfú Alþýðublaðsins á ný sem dagblaðs ef Alþýðuflokkurinn svo kýs. Þangað til mun Alþýðublaðið halda áfram að koma út nokkrum sinnum á ári sem málsvari Alþýðuflokks og jafnaðarstefnu. Alþýðu- blaðið er áfram til. Samstarf jafnaðarmanna í hartnær öllum þéttbýlissveitarfélögum landsins fara nú fram viðræður um sameiginleg framboð jafnaðarmanna. Nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um sameiginleg framboð með aðild jafnaðarmanna í þremur stómm sveitarfélögum: I Reykjavík, í Kópavogi og í Reykjamesbæ. Viðræður um sameiginleg framboð em vel á veg komin í mörgum öðr- um sveitarfélögum svo sem á Seltjamamesi, í Garðabæ, á Akranesi, í Borgarbyggð og á Akureyri, svo nokkur dæmi séu nefnd. Viðræður em að hefjast eða hafnar í öðrum sveitarfélögum svo sem í ísafjarðarbæ, í Bolungarvík, á Siglufirði, í Vestmannaeyjum og á Suðurlandsundirlend- inu og líkur em á að þær hefjist bráðlega í sveitarfélögum á Austurlandi og í Skagafirði. Of snemmt er að fullyrða um hverjar niðurstöður verða af viðræðum í öllum þessum sveitarfélögum. Þær em hins vegar til vitnis um, að þung- ir straumar em í stjómmálum á Islandi og mikill áhugi er á samstarfi jafn- aðarmanna og annars félagshyggjufólks og sameiginlegum framboðum þessara afla sem víðast um landið. Þessir þungu straumar em boðberar nýs tíma. Viðræðumar um samstarf svo og viðbrögð almennings í skoð- anakönnunum þar sem um eða yfir 40% kjósenda hafa lýst stuðningi við sameiginleg framboð jafnaðarmanna í næstu Alþingiskosningum em til vitnis um vilja fólksins. Spumingin er fyrst og fremst um vilja stofnana og forystumanna flokkanna, sem hlut eiga að máli. Vilja flokksforingj- ar og stjómir flokkanna taka afstöðu í samræmi við vilja fylgismannanna eða ætla þeir og þær að tregðast við? Alþýðuflokkurinn hefur tekið afgerandi afstöðu. Það gerði síðasta flokksþing hans, sem fól stjóm flokksins að vinna að sameiginlegu fram- boði jafnaðarmanna. Stjóm Alþýðuflokksins hefur unnið samkvæmt þeirri leiðsögn ávallt síðan og tekið afgerandi fmmkvæði í máfunum. Meiri tregðu hefur gætt hjá stofnunum Alþýðubandalagsins. Þingmenn þess flokks hafa sumir lýst algerri andstöðu við sameiginlegt framboð jafnaðarmanna og aðrir slegið úr og í. Alþýðublaðið efast þó ekki um einlægan vilja formanns Alþýðubandalagsins í málinu. Því er hins vegar ekki að neita að sú samþykkt, sem framkvæmdastjóm Alþýðubandalagsins hyggst leggja fyrir landsfund flokksins innan nokkra daga, tekur ekki af tvímæli um, hvað flokkurinn hyggst fyrir. Rætt er um „samstarf, samvinnu eða sameiginlegt framboð" og ekki gert ráð fyrir því að fyrir geti legið hver vilji Alþýðubandalagsins er fyrr en í fyrsta lagið vorið 1998. Það gæti jafnvel dregist fram til hausts það ár þegar aðeins nokkrar vikur em til þess, að vinna við framboðsundirbún- ing á að hefjast. Verði sú niðurstaða á landsfundi Alþýðubandalagsins er Alþýðubanda- lagið einfaldlega að fresta öllum meiri háttar ákvörðunum í heilt ár. Leika biðleik. Hvemig á að nota þann tíma? Til þess að ræða „annað hvort eða“ ellegar „hvorki né“? Frestun á meiri háttar ákvörðunum í málefnum sameiginlegs framboðs jafnaðarmanna er ekki það, sem fólk- ið vill. Akvörðun um markmið í viðræðum jafnaðarmanna á að taka sem fyrst. Ekki fresta henni um heilt ár til viðbótar. Óumbreytanleiki helmingaskiptanna Óumbreytanleiki helmingaskipta núver- andi stjómarflokka birtist í ýmsum myndum. Síðasta myndbirting þessa valdaskiptakerfls birtist nú nýverið þegar viðskiptaráðherra sýndi loks útfærslu sína vegna breytinga sem gerðar voru á síðasta þingi um breytingar á rekstrar- formi ríkisbankanna. Eg verða að viðurkenna að ég var einn þeirra sem trúði því að breyting á rekstr- arformi Landsbanka, Búnaðarbanka og ýmissa opinberra sjóða myndi hafa í för með sér raunverulegar breytingar á ís- lenskum fjármagnsmarkaði. Eg var sá einfeldningur að trúa því að með form- breytingunni væri stigið fyrsta skrefð í þá átt að breyta frá því fyrirkomulagi sem lengi hefur ríkt í íslensku viðskiptalífi og kennt er við helmingaskipti núverandi stjómarflokka. Ég trúði því að formbreytingin væri forsenda þess að gera mætti íslenska bankastarfsemi samkeppnishæfa við það sem best gerist erlendis, sem m.a. lýtur að því að vaxtamunur innláns- og útláns- vaxta hér á landi er hærri en þekkist í öðr- um OECD ríkjum. Ég taldi að nauðsyn- leg hagræðing í bankakerfinu næðist ekki fram nema að ríkisbönkunum yrði breytt í hlutafélög. Mín niðurstaða var sú að sagan hefði kveðið upp sinn þunga dóm um ríkis- rekstur bankakerfisins og pólitísk af- skipti af skipulagi íslenska fjármagns- markaðarins; þar sem staðreyndir tala sínu máli. Undanfarin ár þurfti að afskrifa gríðarlega háar fjárhæðir; fjárhæðir sem DV hefur reiknað út að nemi u.þ.b. 250 þús. kr. á hvert mannsbam í landinu. Ég taldi því sjálfgefið að styðja frum- vörp ríkisstjómarinnar um að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabankanna. Hinn ungi eldhugi, sem nú situr í stóli viðskiptaráðherra, dró heldur ekki úr væntingum undirritaðs þegar hann lýsti framtíðarsýn sinni í ræðum á þinginu; á ferðinni væm umfangsmestu breytingar sem gerðar hefðu verið á íslenskum fjár- magnsmarkaði frá upphafi; greina mátti óþol byltingarmannsins í ræðum unga mannsins; það var boðuð bylting. Byltingin Það var því ekki að ástæðulausu að menn biðu spenntir eftir fmmsýningunni þegar loks tjöldin vom dregin frá sviðinu á Hót- el Sögu; þá loks afsprengi byltingarinnar var kynnt nú á haustdögum í Bændahöll- inni. Niðurstöðuna þekkja allir. Öll stóm orðin um nauðsyn hlutafélagavæðingar, sem forsendu þess að gera skipulag og yf- irstjóm bankanna skýrara og skilvirkara reyndust innihaldslaus; hjóm eitt. Niður- staðan; óbreytt ástand um helmingaskipti núverandi stjómarflokka. Skipting í stjómir og ráð reyndist nokkum veginn jöfn; þegar allt kom til alls var raunvem- leikinn allt annar en eldhuginn ungi hafði haldið; hrgsmunir helmingaskiptanna vógu þyngra en svo að hinn ungi ráð- herrann fengi þar nokkm um ráðið. Niðurstaða alls þessa brölts hins unga ofurhuga í viðskiptaráðuneytnu virðist ekki hafa verið önnur en sú en að einstaka þingmenn sem hafa haft séstakan áhuga á launakjömm og fríðindum bankastjóra og bartkaráðsmanna geta ekki lengur stundað þá iðju, ef marka má nýlegt lög- fræðiálit forstætisráðherra, sem hann hef- ur lagt tfam vegna fyrirspumar á þinginu um möguleika þingmanna um að spyrjast fyrir um laun og fríðindi yfirmanna bank- anna eftir formbreytinguna.. Staðfesting helmingaskiptareglunnar Við hinir sömu sem trúðum hljótum að spyrja hvers vegna hæstvirtur viðskipta- ráðherra fór ekki að vilja meirihluta efha- hags- og viðskiptanefndar um að ráðinn yrði einungis einn bankastjóri starf í hvomm banka eftir formbreytinguna? Því skv. áliti meirihlutans væri dómur reynslunnar sá og í samræmi við nútíma- stjómunarhætti að best fari á því að einn framkvæmdastjóri stjómi rekstri hvers fyrirtækis og beri einn ábyrgð gagnvart stjóm og eigendum. Þannig taldi meihlutinn að skilvirkni og hagkvæmni yrði best tryggð. Hvers vegna virti hæst- virtur ráðherra vilja meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar að vettugi? Felst svarið kannski í því að ómögulegt er að skipta einni stöðu í tvennt þannig að helmingaskiptareglan; einn fyrir mig og einn fyrir þig, gangi upp? Hver veit? Eins hljótum við að spyrja hvað hvíli að baki því að banki, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lengi haft mikil ítök, Landsbankinn, skuli kaupa helming í stærsta tryggingafélagi landsins og í kjöl- farið skuli stjómarformaður bankaráðs Landsbankans til margra ára setjast í stól varaformanns sama ráðs en jafnframt taka að sér stjómarformennsku í um- ræddu tryggingafélagi. Þetta á sér stað á sama tíma og bankaeftirlitið úrskurðar að Landsbankinn eigi 6% í Vátryggingafé- lagi Islands. Þessi sex prósent duga samt sem áður til þess að Landsbankinn fær tvo stjómarmenn auk stjómarformennsku í kaupbæti. A sama tíma tekur starfs- maður VIS við stjómarformennsku í Landsbankanum, þrátt fyrir að VIS eigi 0% í Landsbankanum. Þessi núllprósent vega því ansi þungt. Hvemig getur hæstvirtur viðskiptaráð- herra útskýrt þessar hrókeringar öðmvísi en að um hafi verið að ræða hefðbundin hrossakaup innan helmingaskiptakerfis- ins? Enn fremur má spyrja er eðlilegt að framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjómmálaflokks landsins, sitji sem varaformaður bankaráðs stærsta banka landsins, auk þess að sitja sem stjómarformaður stærsta tryggingarfé- lags landsmanna, er engin hætta á hags- munaárekstrum eða ber slíkt fyrirkomu- lag aðeins vott fagmennsku hins íslenska fjármálaheims? Svari hver fyrir sig. Óbreytt ástand. Fyrsta skref hæstvirts viðskiptaráðherra við útfærslu formbreytingar banka- og sjóða hér á landi hefur ekki verið skref fram á við; einungis fest í sessi það valdajafnvægi sem hér hefur ríkt í skjóli helminga- skipta- reglu nú- verandi stjómar- flokka. Það er því ekki að ástæðu- lausu að orð ráð- herrans í þinginu í fyrra minni um margt á sölumennsku Góða dátans Svejk. En eins og kunnugt er stundaði Góði dátinn Svejk um tíma sölu á hundum, að- allega sérhæfði hann sig í rottuhundum. I samtali við Otto Katz herprest lýsti Svejk söluaðferðum sfnum eitthvað á þessa lund: „Eins og yður er kunnugt þá em rottuhundar forljótar skepnur, því er ákaflega mikilvægt að sýna viðskiptavin- um hundinn aldrei, Ijúga upp á skepnuna kostum sem hún býr alls ekki yfir, hirða svo peningana áður en kúnninn sér dýrið, neita öllum tilbúningi og flýja svo inn á næstu krá.“ Nú fyrir nokkrum dögum leitaði undir- ritaður eftir því hjá viðskiptaráherra í um- ræðu á alþingi, hvað hefði orðið um bylt- inguna? Hvar hún væri niður komin nú? Svör ráðherrans vom harla léttvæg, að því undanskildu að hann spurði í fomndr- an vegna málaleita undiritaðs hvað menn ættu eiginlega við þegar auglýst væri eft- ir byltingunni, en svaraði spumingunni svo sjálfur með mikilli vandlætingu þeg- ar hann sagðii, þið viljið bara reka alla bankastjórana. Það var allt sem hann hafði til málanna að leggja. Reyndar hef- ur enginn stjómarandstæðingur, svo ég viti, lagt til að bankastjóramir verði rekn- ir, en á hinn bóginn er það kannski ekki svo fjarlæg hugmynd þegar á það er litið að á undanfömum átta ámm hafa opin- berir fjárfestingalánasjóðir og viðskipta- bankamir lagt á afskriftareikninga 62,2 milljarða skv. upplýsingum DV, eða sem jafngildir því að hvert mannsbam í land- inu hafi tapað í viðskiptum u.þ.b. 250.000 kr. Ég verð að segja það, að mönnum hefur áður verið sagt upp af minna tilefni. Lokaorð Aðalatriði þessa máls er hins vegar að mínu viti það að í framtíðinni takist að tryggja dreifða eignaraðild að þessum bönkum, svo tryggja megi eðlilegt aðhald á stjómendum og gera íslenska banka- starfsemi samkeppnishæfa við það sem best gerist erlendis. Þar verður núverandi stjómarandstaða að vera vel á verði þegar kemur að nauðsynlegri sölu hlutabréfa ríkisins í bönkunum vegna hættunnar á einkavinavæðingu. Því hvað sem öðm líður hefur sagan kveðið upp sinn dóm urn pólitísk afskipti og ríkisrekstur á bankastofnunum. Þeim dómi verður ekki áfrýjað. LúSvík Bergvinsson, alþingismaður. Lúðvík Bergvinsson. Pólitískir punktar * Talið er næsta víst, að Hjörleifur Guttormsson verði ekki framar í framboði í Austurlandskjördæmi á vegum Alþýðubandalagsins - hvort heldur sem það verður með fram- boð á eigin vegum eða aðili að sam- eiginlegu framboði jafnaðarmanna. Hjörleifur íhugar því stofnun nýs flokks græningja og umhverfissinna með Kristínu Éinarsdóttur, kvenna- listakonu, og fleiri fjölskylduvinum. * Ólafur Haraldsson og félagar úr Grænlandsgöngunni miklu undir- búa nú leiðangur á Suðurskauts- landið. Ólafur lítur á þetta sem lið í kosningaundirbúningi fyrir fram- boð Framsóknarflokksins í Reykja- vík. Hanneraðþjálfasigíaðganga um algera auðn og hafa engan til þess að messa yfir nema örfáar mör- gæsir. * Ollum á óvænt tók Össur Skarphéð- insson við varaformennsku Utan- ríkismálanefndar Alþingis af Mar- gréti Frímannsdóttur, formanni Al- þýðubandalagsins. Margréti mun hafa láðst að segja þingmönnum Al- þýðubandalagsins frá þessu sam- komulagi. Hjörleifur, Svavar og Steingrímur urðu ævareiðir. Þótti illilega fram hjá sér gengið. * Ný sókn er að hefjast í ferðamálum Islendinga. Eftir að Davíð Oddsson gerðist ferðamálafrömuður með því að bjóða ferðahópi frá Taiwan til hádegisverðar á Þingvöllum vonast ferðamálayfirvöld til þess að slíkur hádegisverður verði fastur liður í ferðamálaátaki landsmanna. Japan- ar hafa komið tugum og hundruðum saman til íslands um áramót til þess að skoða álfa og tröll. Meðal þess, sem austænum verður boðið upp á í næstu áramótaheimsókn, ætti þá að geta orðið „Dinner with Dabbi“. * Gaukurinn er eins og allir vita fugl, sem verpir í hreiður annara fugla og lætur þá unga út fyrir sig eggjunum. Ami Sigfússon hafði tileinkað sér aðferðir gauksins í prófkjöri íhalds- ins. I stað þess að opna eigin kosn- ingaskrifstofu lét Ámi sér nægja að mæta reglulega á kosningaskrifstof- ur annara frambjóðenda og verpti þar eggjum sínum til útungunar. Eini prólkjörsfuglinn, sem hafði einurð í sér til þess að verja hreiður sitt fyrir Áma gauki, var Inga Jóna Þórðardóttir. Hún á ein öll eggin í sínu hreiðri. * Inga Jóna Þórðardóttir var eini frambjóðandinn í prófkjöri íhalds- ins í Reykjavík, sem keppti við Áma Sigfússon um efsta sætið. Ámi og Vilhjálmur Vilhjálmsson höfðu svarist í fóstbræðralag gegn henni. Vilhjálmur studdi Áma í fyrsta sæti og Ámi studdi Vilhjálm í annað. Þannig útilokuðu þeir Ingu Jónu frá efstu sætum. * Inga Jóna var sögð ævareið og hvatti stuðningsmenn sína til þess að kjósa hvorugan. Minnug slag- orða eiginmanns síns Geirs Haarde f prófkjöri íhaldsins fyrir síðustu Al- þingiskosningar, sem var „Einn, tveir og Geir“, var slagorð Ingu Jónu „Einn, tveir - og ekki þeir“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.