Alþýðublaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 3
Oktober1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ Byltingarmaður og sameiningarsinni Nýr framkvœmdastjóri Alþýðuflokksins, Ingvar Sverrisson, í viðtali um- störfsín og sameiningu jafnaðarmanna. I lok sumars réði framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins nýjan framkvæmda- stjóra sem tók við starfmu af Karli Hjálmarssyni. Ingvar Sverrisson vara- borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans var ráðinn í starfið og hóf hann störf í lok ágúst. Ingvar hefur starfað innan flokksins síðan 1992 og gegnt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn og er nú varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkur- listann og varaformaður íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Ingvar er einnig þekktur fyrir vinnu sína að sam- einingu jafnaðarmanna og var til dæm- is einn af hvatamönnum að stofnun- Reykjavíkurlistans fyrir fjórum árum. Ingvar er í sambúð og á einn son. Áherslan lögð á innra starfið Alþýðublaðið rœddi við Ingvarfyrir skemmstu og spurði hann fyrst um- helstu áherslur hans ístarfi. „Ég hef mestan áhuga á því í augna- blikinu að byggja upp innra starf flokksins og reyna að vekja vitund flokksfólks á því starfi sem verið er að vinna og reyna að auka það. Eg er nú þegar byrjaður að fara út á landsbyggð- ina til þess að ræða við Alþýðuflokks- fólk og kanna hug fólks til aðgerða. Þetta er vitaskuld liður í því að hefj'a undibúninginn fyrir komandi sveita- stjórnarkosningar. Hlutverk mitt sem framkvæmdastjóra er síðan bæði að vinna með okkar fólki á þeim stöðum þar sem Alþýðuflokkurinn býður fram einn og aðstoða eftir megni þar sem við höfum sameinast öðrum flokkum í framboði. Enn fremur þarf að keyra af stað undirbúning fyrir komandi alþingis- kosningar. Eg lít nefhilega á það sem lykilatriði að breyta þeirri hugsun í Al- þýðuflokknum að hægt sé að byrja í baráttu nokkrum mánuðum áður en kosningarnar fara fram og hafa ekki undirbúið sig að neinu viti." Höfuðstöðvum Alþýðuflokksins umbylt Standa ekki yfir miklar breytingar á höfuðstöðvum Alþýðuflokksins við- Hverfisgötu íReykjavík? „Jú, það er verið að vinna mikið starf við að taka plássið sem Alþýðublaðið hafði hér á Hverfisgötunni í gegn og koma því í notkun fyrir flokkinn. Það verður öllum flokknum til góða að hafa mikið og rúmt pláss til að athafna sig í. Nú þegar hefur verið komið upp að- stöðu fyrir flokksfélögin þar sem allir hafa aðgang að skrifstofu með tölvu og síma. Þetta á að nýtast landsbyggðar- fólkinu sérstaklega vel sem vinnuað- staða hér í Reykjavík þegar fólk kemur í einhverjum erindagjörðum. Sem dæmi má nefha að sveitastjórn- armenn utan af landi ættu að geta nýtt sér þetta þegar þeir eiga í samskiptum við ráðuneytin og slfkt. Þær breytingar sem eiga sér stað fela líka í sér að nú verður hægt að halda litla fundi hér á hæðinni og einnig á að koma upp aðstöðu fyrir Alþýðublaðíð og aðrar þær útgáfur sem flokksmenn vilja fara í. Er dregur nær kosningum verður hægt að breyta hæðinni í öfluga kosn- ingamiðstöð með nánast engum til- kostnaði þannig að ekki þarf að fara útí dýrar aðgerðir til þess að koma upp slíku eins og venja hefur verið. Þar að auki erum við á skrifstofunni að vinna að því að auka þjónustu við félögin í flokknum þannig að hingað verði hægt að leita til þess að fá prent- aða gíróseðla eða uppsetningu á blöð- um og annað slikt. Partur af því verður að ná hagstæðum samningum varðandi prentun og annað sem nýtist öllum í flokksstarfinu." Merkilegir tímar í uppsiglingu Hafa viðrœður um sameiningu jafn- aðarmanna í einn stóra og öflugan flokk ekki áhrifá starfþitt? „í uppsiglingu eru mjög merkilegir tímar og starfið hjá okkur í Alþýðu- flokknum snýst auðvitað heilmikið um hvar, hvernig og hvenær menn sam- einist í framboði. Það skiptir höfuðmáli fyrir Alþýðuflokkinn að koma sterkur til samningaborðsins í þeim viðræðum og efling starfsins er hluti af þeim hugsunum. Eg held að ég mæli fyrir munn flestra flokksmanna þegar ég segi það einlæga ósk okkar að stór og sterkur jafnaðarmannaflokkur bjóði fram í næstu Alþingiskosningum. Menn telja það vonandi ekki hroka þótt ég lýsi þeirri skoðun minni að án öflugs Al- þýðuflokks verður ekkert af slfkri sam- einingu. Þar fyrir utan vitum við ekki hvort af sameiningu verður og því heillavænlegast að styrkja undirstöður flokksins." Hvernig er hægt að sameina jafnaðarmenn? En hvað telur þú að þurfi að gerast svo að hér verði til stór jafnaðar- mannaflokkur eins og í nágrannalönd- unum? „Ég væri ekki í Alþýðuflokknum ef mér fyndist hann ekki hafa gegnum tíð- ina verið með sterkasta málefnagrunn- in af öllum íslenskum flokkum. Nú er kominn túni til að flokksmenn standi saman og reyni að byggja upp flokkinn þannig að hann geti staðið sterkur gegn þeim sérhagsmunaöflum sem ráða í þessu þjóðfélagi. Hvort sem við stönd- um í þessari baráltu á eigin spýtur eða í samfloti með öðrum jafnaðarmönnum gildir eúiu. Baráttan er sú sama. Hug- myndafræðin sömuleiðis. Alþýðu- flokkurinn er framfarasinnaður um- bótaflokkur, svo ég vimi í Jón Baldvin, og það kemur ekki til greina að fylkja jafnaðarmönnum saman í framboð undir öðrum formerkjum. En ég held að það sé virkilega gott lag núna til að sameina krafta allra ís- lenskra jafnaðarmanna í einum flokki og byggja hann upp sterkann með straustum innviðum þar sem fólk beyg- ir sig undir vilja meirihluta flokks- manna og vinnur saman og af heilind- um að stefnu flokksins. Sú staðreynd að jafnaðarmenn eru dreifðir í alla flokka landsins gerir það að verkum, að hugsjónir okkar um framfarir, umbætur og raunsætt réttlæti ná ekki fram. Ef við náum að jafna per- sónulegar deilur millum jafnaðar- manna og fylkja fólkinu saman undir einu merki þá munum við ná árangri og sigra sérhagsmuna- og afturhalds- skrýmslið sem alltof lengi hefur farið hér með völd. Á því leikur ekki nokkur vafí. Málið er auðvitað þannig vaxið að jafnaðarmenn úr öllum flokkum hafa verið á kafi í að vinna sterka málefna- skrá, þannig að grunnurinn er fyrir hendi. En við náum sem sagt ekki að byggja traust hús á honum nema deilur verði leystar og settar niður." Sameining fyrir næstu alþingiskosningar Þannig að það eru ennþá afar sterk öfl innan flokkana á móti sameiningu? , Já, og við höfum ekki farið í laun- kofa með það. Andspyrnumenn leynast víða. En það er verið að vinna í þessum málum og ég hef trú á því að þetta fólk átti sig á því sem máli skiptir. Án sam- einingar jafnaðarmanna munum við sigla inn í nýja öld undir gunnfána sér- hagsmuna og afturhalds. Og hver vill slíka framtíð? Annars tel ég það ekki á valdi nokk- urs manns að stöðva sameiningarferlið úr þessu. Menn geta tafið fyrir með Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins: „Byltingarmenn á borð við okkur sameiningarsinnana hafa á öllum tímum þurft að glíma við hindranir og við munum hafa yfirhöndina í slagnum við úrtölufólkið á endanum. Ég hef sjulfur fulla trú á því að það verði vel í tíma fyrir næstu alþingiskosningar." blindum persónulegum metnaði sem þeir taka framyfir hag heildarinnar. Hag fólksins. En þeir geta ekki stöðvað bylgjuna. Þetta mun gerast. Spurningin er: Hvenær? Verður það í næstu kosn- ingum eða síðar? Um það er erfitt að spá á þessum tímapunkti. En byltingar- menn á borð við okkur sameiningar- sinnana hafa á öllum tímum þurft að glíma við hindranir og við munum hafa yfirhöndina í slagnum við úrtölufólkið á endanum. Eg hef sjálfur fulla trú á því að það verði vel í tfma fyrir næstu al- þingiskosningar." Útvarpið oklcar allra eklci bara þeirra Sjálfstœðisflokkurinn vill halda í pólitísk afskipti af ríkisútvarpinu, jafnvel þó það stangist bœði á við ''-'- þróun ífjölmiðlun á Islandi og í starfsmannamálum ríkisins. I útvarpslögum er kveðið á um afskipti útvarpsráðs þegar starfsfólk dagskrár er ráðið. Menntamálaráðherra skipar hinsvegar bæði útvarpsstjóra og framkvæmdastjóra stofn- unarinnar. Menntamálaráðherra, Bjöm Bjarnason, hefur afsakað þau pólitísku hrossakaup sem hafa verið um stöður á ríkis- útvarpinu, og önnur afskipti stjórnmálamanna af ráðning- um starfsfólks útvarps, með því að lögum verði menn að fara eftir og „að í útvarpslögum er beinlínis mælt fyrir um afskipti útvarpsráðs af því þegar ráðnir eru menn til dag- skrárgerðar". Við Mörður Arnason höfum á tveimur undanförnum þingum flutt um það tillögu á Alþingi að lögum yrði breytt þannig að þessari kvöð yrði létt af ráðinu. Sú tillaga hefur í bæði skiptin verið látin daga uppi í nefnd og sýnir það best áhuga Sjálfstæðisflokksins á að létta hinum pólitísku afskiptum af ráðnigum sumra starfsmanna ríkisútvarpsins. Og þrátt fyrir þau ákvæði laganna sem ráðherra vitnar til hefur það verið svo að útvarpsráð hefur ekki alltaf fjallað um ráðningar allra starfsmanna dagskrár. Það hefur aukist nú sfðustu ár. Miklar breytingar í fjölmiðlum Það er ekki langt síðan ríkisútvarpið var eini ljósvaka- miðillinn hér á landi. Ákvæðið um sérstakar tillógur út- varpsráðs þegar ráðið er starfsfólk dagskrár er í raun arfur frá þeim tíma þegar hlutleysisreglur ríkisútvarpsins voru túlkaðar mun þrengra m.a. vegna þess að öll öllur fjöl- miðlun í landinu var fyrst og frems í höndum stjómmála- flokkanna. Þessar breytingar lætur Sjálfstæðisflokkurinn sem vind um eyru þjóta. Ráðherra þeirra segist líka hafa sagt starfs- mönnum RÚV „að stjórnmálamenn muni með einum eða öðrum hætti koma að stofnuninni, á meðan hún sé ríkisfyr- irtæki. Vilji þeir starfa við aðrar aðstæður verði þeir að leita eftir störfum há öðrum". I ljósi athafha Sjálfstæðis- flokksins og vilja ráðherra þýðir þetta að ef menn vilja fá að njóta reynslu sinnar og menntunar við stöðuveitingar skuli þeir leita annað. I þessu virðist ráðuherrann staðráð- inn jafhvel þó það stangist bæði á við þróun í fjölmiðlun á Islandi og í starfsmannamálum ríkisins. Hver er tilgangur- inn? Hvað með önnur ríkisútvörp? I umræðu um ríkisútvarpið og framtíð þess er gjarnan vísað til BBC sem fyrirmyndarútvarps. En hvernig skyldu þeir haga þessum málum? Ætli Tony Blair og David Blunket sitji sveittir við að koma sínum mönnum að? Nei hreint ekki, enda enginn kostur gefinn á shku. BBC var komið á með konungsskipun því lög frá þinginu sjálfu þóttu tengja stofnunina um of við þingið. Og frá stofhun þess árið 1927 hefur BBC ekki sætt mikfum afskiptum af hálfu ríkisvaldsins eða þingsins, enda er Bretum fullljóst að til að útvarpið sé trúverðugt, ekki síst fréttaflutningur þess, þá verður að vera algerlega skilið á milli stjómmál- anna og stofnunarinnar. Hlutverk útvarpsráðs þar er að líta eftir hagsmunum almennings en ekki að stjórna dag- legum rekstri, hvað þá að kássast í starfsmannamálum. Já, ólíkt höfumst vér að. Áfram afskipti stjórnmálamanna? Á síðasta þingi var gerði breyting á löunum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Breytingin átti að vera í anda hinnar nýju starfsmannastefhu sem m.a. gerir ráð fyr- ir því að forstöðumenn stofnana ríkisins ráði starfsmenn viðkomandi stofhunar. Ákvæðum sem fela ráðherra eða stjórn viðkomandi stofnunar (sem er stundum skipuð full- trúum stjómmálaflokkanna, jafnvel alþingismönnum) að ráða annað starfslið er breytt og forstöðumönnum falin ráðning þess og þar með aukin ábyrgð. Þegar röðin kom hinsvegar að ríkisútvarpinu var annað uppi á teningnum. í tilfelli þess nægði ráðherra ekki að skipa útvarpsstjóra heldur var því haldið áfram inni í lög- unum að ráðherra skipaði einnig hans næstu undirmenn, framkvæmdastjórana. Það virðist augljóst að vilji Sjálfstæðisflokksins stendur til þess að afskipti stjómmálamanna af málefnum ríkisút- varpsins séu meiri en minni. Annars væri þeim í lófa lag- ið að leita samkomulags um breytingar á lógunum í þá veru að stjórnendur á RUV hefðu sambærilegar skyldur og ábyrgð og stjórnendur í öðrum fjölmiðlum og hjá öðrum ríkisfyrirtækjum. Þar gætum við litið til Breta og fleiri sem virða sérstöðu sinna ríkisfjöimiðla og vanda sig við stjórnun til að þeir séu trúverðugir og njóti virðingar. Það að fyrirtæki er ríkisfyrirtæki réttlætir nefhilega ekki afskipti stjómmálamanna af stjómun þeirra í þá veru sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist aðhyllast og skírast kemur fram í þeim lagaákvæðum sem ráðherra vill láta gilda um þessa stofnun ríkisins. Svanfríður Jónasdóttir Þingmaður í þingflokki jafnaðarmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.