Alþýðublaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
F Ö S TU D AGU R 2 . OKTÓBKR 1998 - S
Flokksþing Alþýðuflokksins fyrst til að heimsækja Háskóla íslands
Meiri samskipti stjórnmálamanna
og háskólamanna eru æskileg
Góður rómur var gerður að umræðum og svörum háskólamanna í heim-
sókn flokksþingsins í Hátíðasal Háskólans, frá v. Ásdís Magnúsdóttir for-
maður Stúdentaráðs, Þórólfur Þórlindsson prófessor. Ágúst Einarsson
alþm., sem stjórnaði pallborðsumræðum, Páll Skúlason rektor, Oddur
Benediktsson prófessor og Margrét Oddsdóttir skurðlæknir og dósent í
læknadeild.
Páll Skúlason háskólarektor ávarpar fulltrúa á flokksþingi Alþýðuflokks-
ins sem heimsóttu HÍ
„Þetta mun vera í fyrsta sinn
sem fulltrúar á flokksþingi stjórn-
málaflokks sækja Háskóla íslands
heim“, sagði Páll Skúlason há-
skólarektor sl. laugardag þegar
flokksþingsfulltrúar fjölmenntu í
Hátíðarsal HÍ.
Þar flutti rektor stutt inngangs-
erindi en síðan fóru fram pall-
borðsumræður undir stjórn Agúst-
ar Einarssonar alþingismanns og
prófessors. Yfirskrift þeirra var
Háskólinn og þjóðlífið - gildi vís-
inda og fyrir þróun þjóðfélaga.
Þátttakendur voru auk Páls og
Ágústar þau Ásdís Magnúsdóttir
formaður Stúdentaráðs HI,
Þórólfur Þórlindsson prófessor,
Oddur Benediktsson prófessor og
Margrét Oddsdóttir skurðlæknir
og dósent í læknadeild. Flokks-
þingsfulltrúar áttu þess einnig
kost að beina spurningum til há-
skólafólksins.
Allar leiðir liggja í gegnum
menntun
I umræðunum kom skýrt fram
að stjórnmálin geta ekki verið án
háskólasamfélagsins fremur held-
ur en atvinnulífið. Allar framþró-
unarleiðir í atvinnumálum liggja
nú í gegnum menntunina og þess-
vegna hljóta stjórnmálamenn að
ráðgast við háskólamenn um bestu
leiðirnar í þessum efnum. Háskól-
inn er nú rekinn nánast sem stór
fyrirtækjasamsteypa með 6 þús-
und nemendum og á annað þús-
und starfsmönnum. Hann hefur
þá skyldu sem er sprottin upp úr
hlutverki hans í sjálfstæðisstjórn-
málunum að veita skipulegri þekk-
ingu inn í samfélagið fyrir utan
það að vera lýðræðissamfélag
fræðimanna sem leggja stund á
vísindalega umræðu samkvæmt
ákveðnum reglum. Háskólarektor
sagði m.a. að nú væri brýnast að
sinna vanræktum sviðum eins og
umhverfis- og skipulagsmálum og
nýjum atvinnugreinum eins og
hugbúnaðar- og upplýsingatækni
og erfðafræðum. Eins væri brýn
þörf á að efla almenn félagsmáía-
fræði og vinna skipulega að rann-
sóknum og varðveislu á sviði
menningar- og þjóðfélagsþróunar.
Þá voru allir pallborðsmenn sam-
mála um að fjarkennsla og við-
leytni til þess að gera fjölbreyttari
menntun sem aðgengilegasta fyrir
alla allsstaðar á landinu væri verk-
efni næstu missera fremur heldur
en að byggja upp fleiri sjálfstæðar
og veikburða menntastofnanir.
Gjörbreyting á Háskólanum
Minnt var á að HÍ hefði á 20
árum breyst úr embættismanna-
skóla í menntastofnun þar sem
fram færu vísinda- og fræðastörf á
sem flestum sviðum. Minni mun-
ur væri nú en áður á grunnrann-
sóknum og hagnýtum rannsókn-
um og þessvegna hefðu allir gagn
af því að vera þátttakendur í há-
skólasamfélaginu.
Háskólamenn þyrftu einnig að
koma fyrr inn f margvíslega þjóðfé-
Iagsumræðu og ráðgjöf til þeirra
sem taka ákvarðanir. Rætt var um
það að gefa þyrfti hámenntuðu
fólki jafnt sem fólki með reynslu í
atvinnulífinu fleiri tækifæri til þátt-
töku í háskólasamfélaginu m.a.
með hlutastörfum og öðrum hætti.
Sérstaka athygli vakti umræða
um Finnland og Irland en löndin
bæði hafa únnið sig upp úr alvar-
legri efnahagslægð með því að
eyða í menntun og rannsóknir, svo
og aðstoð við þróunarstarf í smá-
fyrirtækjum. Einnig var varað við
því að íslendingum hætti til að
vera nýjungagjarnir en einnig út-
haldslitlir. Þessvegna gæti góð
staða okkar t.d. í tölvueign, eins og
hún var fyrir þremur til fjórum
árum, verið að breytast nú þannig
að í samanburði værum við að
dragast aftur úr öðrum þjóðum.
Hjá fulltrúa stúdenta í pall-
borðsumræðunum kom fram sú
afdráttarlausa skoðun að Lána-
sjóður íslenskra námsmanna
gegndi ekki því lögboðna hlutverki
sínu að tryggja jafnrétti til náms á
Islandi.
Framsýn ályktun um mennta og menningarmál á flokksþinginu
Samfélag um menntir
„Alþýðuflokkurinn telur að
menntun og menning séu ekki
einungis forsendur fyrir betri
lífskjörum framtíðarinnar held-
ur séu þau Iífsgæði í sjálfu sér,
gefi Iífinu innihald, takmark og
fullnægju.'1 Þetta segir í upphafi
samþykktar sem gerð var á 49.
flokksþinginu um mennta- og
menningarmál. Ályktunin var
gerð í kjölfar heimsóknar
flokksþingsfulltrúar í Háskóla
Islands þar sem framtíðarþróun
menntamála var til umræðu.
Ágúst Einarsson alþingismaður
hafði veg og vanda að undirbún-
ingi samþykktarinnar og fylgdi
henni úr hlaði á flokksþinginu.
Fram kom mikil ánægja með
þau viðhorf sem reifuð eru í
ályktuninn.
„Alþýðuflokkurinn lítur á það
sem hlutverk sitt að móta
stefnu á sviði menningar og
menntunar sem svarar til
breyttra aðstæðna í heiminum.
Grunnatriði nútímalegrar jafn-
aðarstefnu er að jafnræði skuli
gilda og sanngirni og réttlæti
móti samfélagið. Það er hlut-
verk jafnaðarmannaflokks að
leysa úr læðingi samheldni og
samstöðu þar sem alltaf sé gætt
að hagsmunum allra en ekki
hagsmunum hinna fáu“, segir
einnig f samþykktinni.
I kafla um endurmenntun
koma fram athyglisverð sjónar-
mið sem varpa Ijósi á mikilvægi
menntunarinnar:
„Menntun lýkur aldrei. End-
urmenntun og símenntun skifta
miklu meira máli nú en fyrir
nokkrum árum og eiga að vera
hluti skólaskyldu. Helmingur
tækniþekkingar úreldist á hverj-
um tíu árum og helmingur
tölvuþekkingar á hverjum
tveimur árum. Sextíu af hun-
draði tækniþekkingar ársins
2005 eru enn ófundin en átta-
tíu af hundraði þeirra sem eiga
að nýta þá tækni eru þegar á
vinnumarkaði. Á starfsferli sér-
hvers einstaklings eru fundin
upp 80-90% af þeirri vísinda og
tækniþekkingu sem hann notar.
Þessar staðreyndir kreQast þess
að samfélagið allt sé skipulagt
sem ein menntastofnun.“
ioíoio .i.o o o o n o 01 ö i ö 01 o i o o o o
p L:1-00 o 0 1 1 1 0 0 0-l-i
f w fy bi fl 89ff<9ll88ftó'28fo9<!>9dl fefy
OIOOII
) í o -i,ó".
koiooonooo
i m G o o i oTq
V °o:i (í1 í’
'tfoKií&Mfi.
O J OOOOOO 1111
L_...
viðskiptatölvur
lllliniOIIIOIOIOIOlOOOOOCfOIIIOOOÍöOOIOÖOOIIIIOIOIllOljlOOOOOIIIIOOO
Dell OptiPlex™ 6X1
InteÞPentium® II 350/100 MHz örgjörvi
32 MB minni • 3,2 GB diskur •
15" VL skjár • 2xAGP 4MB skjákort • Hljóðkort
3Com FastEtherlinkXL 10/100 netkort
Verð kr. 153.900,-
stgr. m. vsk *
Dell OptiPlex™ G1
IntePPentium® II 350/100 MHz örgjörvi
32 MB minni • 2,1 GB diskur •
15" VL skjár • AGP 2MB skjákort
Verð kr. 142.900,-
stgr. m. vsk *
pentiunrj
Grensásvegur 10
OptiPlex™
með Intel® Pentium®ll örgjbrvum
Dell, Dell merkið og OptiPlex™ eru skrásett
vörumerki Dell Computer Corporation.
Intel® inside merkið og Intel® Pentium® eru skrásett
vörumerki og MMX er vörumerki Intel® Corporation.
Dell OptiPlex™ E1
InteÞCeleron* 333 MHz örgjörvi
128 KB skyndiminni • 32 MB minni • 2,1 GB diskur
15" VL skjár • AGP 2MB skjákort
3Com FastEtherlinkXL 10/100 netkort
Verð kr. 115.900,- stBr.m.v.k*
*Verð fyrir aðila að rammasamningi Ríkiskaupa RK-302