Vísir - 06.01.1976, Page 1
Þriðjudagur 6. janúar
66. árg. 4. tbl. 1976.
S Krefjast 594 millj.
; króna lausnargjalds
— sjó erlendar fréttir bls. 6-7
v J
Margir urðu fyrir veru-
legum óþægindum vegna
ófærðarinnar í gærkvöld
og nótt. Við Breiðholts-
braut, eins og viðar i
borginni höfðu margir
bílar verið yfirgefnir
fastir í sköflum.
Vísir hitti þar að máli
mann, sem vann að því
að moka bil sinn lausan
um klukkan hálf-níu i
morgun. Hafði hann þá
verið þarna fastur i f jóra
tíma.
Á þessum stað hafði
myndast mjög stór skaf I i
skafrenningnum og hafði
honum verið fyrst rutt
burt um kl. hálf átta. Við
það varð umferð sæmi-
lega greið, enda ekki van-
þörf á, þar sem mikill
fjöldi Breiðholtsbúa ekur
þarna um á skömmum
tima um það leyti sem
vinna hefst á morgnana.
SJ Ljósm. Bragi
Tveir íslenskir sjómenn
bíða dóms á
Tveir ungir íslenskir sjó-
menn bíða nú dóms á
spænsku eynni Grand
Kanarí. Þeir lentu í handa-
lögmáli við lögregluþjón og
reyndu síðar að strjúka úr
gæsluvarðhaldi.
Atburður þessi gerðist
fyrir nokkrum dögum, en
islendingar höfðu komið
með íslenskum fiskibáti til
Las Palmas. Er þeir höfðu
verið í landi nokkurn tima
komust þeir í kast við lög-
regluna. Þeir munu hafa
barið lögregluþjón, sem er
mjög alvarlegt af brot þar í
landi.
Grand
Miklar tilraunir voru
gerðar til að fá mennina
léysta úr haldi, en þegar
lausn á þvi máli var í aug-
sýn, reyndu mennirnir að
strjúka. Þeir komust upp á
þak lögreglustöðvarinnar,
þar sem þeir voru geymd-
ir, og þar náðust þeir. Ekki
Kanarí
mun hafa skort nema
herslumun að lögreglan
beitti byssum gegn þeim.
Eftir að þetta gerðist var
loku fyrir það skotið að
mennirnir fengjust leystir
úr haldi, og bíða þeir nú
dóms.
Brennuvargurinn á Kefla-
víkurflugvelli er fundinn
Búið er að handtaka
mann þann sem kveikti
i tveim vöruskemm
um á Keflavikurflug-
velli i haust og olli þar
milljónatjóni. Það var
bandariskur sjóliði
sem nú hefur verið
sendur til geðrann-
sóknar á sjúkrahús i
Bandarikjunum.
t skemmunum tveim voru
geymd htlsgögn. Herinn á þa'r
báðar en islenskur l'lutnings-
aðili hafði aðra þeirra á leigu.
Þar urðu litlar skemmdir. t
hinni voru geynid húsgögn
varnarliðsmanna, sem biðu
flutnings eða voru að koma til
landsins. Þar varð milljóna-
tjón.
Sjóliðinn játaði við yfir-
heyrslur aðhafa kveikt i báðum
skemmunum. Hann hefur ekki
fyrr gerst sekur um slikt at-
hæfi, svo kunnugt sé. Ef hann.
við geðrannsókn, telst ■ sak-
hæfur. verður hann fluttur aftur
til tsiands og fer hér fyrir rétt.
-ÓT
Sverrir
Hermannsson:
Sagði setningu órsins
Sóluhjólp
í myrkri
og byl
Skáld Reykjavikur og
R e y k v i k i n g a , T ó m a s
Guðmundsson. er 75 ára i
dag. Enginn maður liefur lyst
eins mikilli ást á borginni
sinni. og um leið er hann þjóð-
skáld. — Nú þegar vetur
lierjar og myrkur skapraunar
lýð er gott að liafa i liuga orð
Tómasar: ,,Nú verður aftur
lilýtt og bjart um bæinn". Sjá
9. sfðu.