Vísir - 02.03.1976, Blaðsíða 9
vism Þriðjudagur 2. mars 1976.
9
sér i fylkingar. Sumir hermann-
anna voru nýkomnir úr bardög-
um i Vietnam. En yfirforinginn
sagði þeim ekki að þeir væru
staðgenglar hersveitarinnar
sem átti að fara að berjast á
norður-vietnömum.
Þaö runnu þvi á þá tvær grim-
ur þegar Johnson gekk á milli,
tók i hendur þeirra og hvatti þá
til að berjast ötullega við her-
sveitir Viet Cong. Þeir byrjuðu
að muldra sin á milli: „Guð
minn góður, við eigum að deyja.
Við eigum að fara aftur til Viet-
nam. Þetta er engin skrúðfylk-
ing, þetta er útför.”
Óttuðust uppreisn
Liðsforingjarnir sem vissu
um svindlið óttuðust fyrst upp-
reisn, þegar forsetinn krafðist
þess að fá að vera um kyrrt, þar
til þeir væru farnir af stað til
Vietnam með flutningaflugvél.
Hermönnunum var skipað að
marséra út á flugvöllinn, og
fara um borð i vélina, sem stóö
þar tilbúin. Aðstoðarmaður
yfirforingjans hljóp við fót á
undan forsetanum og föruneyti
hans, og kallaði til hermann-
anna: „Segið ekki neitt, alls
ekki neitt nema — þakka yður
fyrir herra forseti.”
Með stefnu
á Vietnam
Johnson fylgdist siðan með
mönnunum fara um borð i vél-
ina og sá dyrnar lokast. Hann
hallaði sér að hershöfðingja
herstöðvarinnar og sagði:,,Finir
strákar, hershöfðingi.” Siðan
horfði hann á flutningavélina
fara á loft og hverfa út viö sjón-
deildarhringinn , með stefnu á
Vietnam. Þá hélt hann sjálfur
heim á leið.
Hermennirnir um borð i vél-
inni vissu ekki dágóða stund að
þeir voru staðgenglar réttu her-
sveitarinnar og að þeir ættu
ekki að fara til Vietnam. En um
leið og einkaþota forsetans var
komin úr augsýn frá Fort Bragg
sneri flutningavélin við og lenti
aftur.
,,Ég held ég ætti
að segja þér
svolitið......"
Timaritið sem segir þessa
sögu skýrir frá þvi að málið
hafi verið þaggað niður, þar til
nú fyrir skömmu.
Aðstoðarmaöur yfirforingj-
ans, sá sem hljóp á undan og
sagði mönnunum að þegja, hitti
fyrrum hernaðarráðgjafa John-
sons á iiðsforingjaklúbbi, Hugh
Robinson aö nafni. Þeir rifjuðu
upp gamla daga, og Robinson
minntist á hversu hrifinn John-
son hafi verið af framkomu her-
sveitarinnar sem hann kvaddi i
Fort Bragg um árið. Robinson
sagði að Johnson hefði fundist
þessi hersveit allt öðruvisi en
aðrar sem hann hafði kvatt.
Sagt er að aðstoðarmaðurinn
fyrrverandi hafi þá sagt:
„Leyfðu mér að bjóða þér upp á
glas. Ég held ég ætti að segja
þér svolitið....”
Guðmundur J. Guðmundsson. Jdn H. Bergs
Davið Scheving
Björn Jónsson
„ÞAÐ ER SVO ERFITT
AÐ STANDA í STAÐ
( Páll Heiðar ^
V Jónsson skrifar: j
"" V'
„Þetta eru verðbólgu- og geng-
isfellingarsamningar — —” slik
var lýsing formanns Félags is-
lenzkra iðnrekenda, Daviðs
Schevings Thorsteinssonar, á
þeirri samningsgerð, sem menn
luku við á Loftleiðahótelinu s.l.
föstudag, og engan heyrði maður
beinlinis andmæla þessari skoðun
hans,— Það sem helst hann varast
vann, varð þó að koma yfir hann
----segir máltækið og sú óhjá-
kvæmilega spurning hlýtur að
vakna: Var þannig samningsgerð
virkilega nauðsynleg? Og svarið
— ja það hlýtur vist að verða að
vera jákvætt. Annars hefði þetta
ekki verið gert!
Það hefur mikið verið um það
rætt undanfarnar vikur, hvernig
á þvi standi, að engin alvara virð-
ist færast i samningaviðræður
aðila vinnumarkaðarins fyrr en
verkföll eru skollin á, hversvegna
menn fara ekki að „tala saman i
alvöru” fyrr en „hjól athafnalifs-
ins” eru stönsuð og menn sestir
við palisanderborðin á Hótel Loft-
leiðum; hversvegná menn virðast
ekki taka alvarlega til hendinni
fyrr en þeir eru búnir að vaka í
nokkra sólarhringa — drekka
marga litra af kaffi — og labba
um alla ganga þessa ágæta hótels
— og i framhaldi af þvi, hvort
mönnunum þyki svona gaman að
þvi aðhalda til þarna i Vatnsmýr-
inni?
Seinasta skýringin held ég nú
að fái ekki staðist, en þeirri
spumingu, sem hér var borin
fram áður, hefur ennþá ekki verið
svaraö á fullnægjandi hátt — og
verður það ekki heldur hér, enda
þött maður reyni að benda á
hugsanlegar skýringar á þessu
fyrirbæri.
Timi kraftaverkanna
er EKKI liðinn!
„Það er svo erfitt að standa i
stað — ” sagði þjóðskáldið forð-
um og hann geröi þvi skóna, að
mönnunum hlyti aö miða annað-
hvort áfram ellegar aftur á bak. t
fjótu bragði virðist þessi skoðun
ástmagar þjóðarinnar hljóta að
vera rétt, en þá veröur að hafa i
huga að á hans timum voru svo-
kallaðir „aðilar vinnumarkaöar-
ins” ekki til, né heldur kjara-
samningar og önnur þeim tengd
fyrirbæri eins og visitala fram-
færslukostnaðar, viðskiptakjör,
gengislækkun og gjaldeyrishalli.
Þaðan af siður fyrirbæri eins og
sagði skáldið — en okkur tókst það nú samt!!!
„baknefnd” Alþýðusambandsins
eða Vinnuveitendasamband Is-
lands, Sáttasemjari rikisins,
þjóðartekjur, „rauð strik”
o.s.frv. En með þvi að setja allt
þetta maskiniri i gang og hræra
svo i súpunni með aðstoð hag-
fræðinga, þá hefurokkur nú samt
tekist að hrekja þetta spakmæli
skáldsins, okkur hefur nefnilega
tekist að „standa i stað” að
þessu leytinu til. Aðferðirnar em
alltaf þær sömu — kröfugerð,
verkfallsboðun, árangurslausir
samningafundir, verkföll, lengri
samningafundur, lengri verkföll,
samningar. Útkoman einnig ætið
sú hin sama: Verðbólga ofan á
fyrri verðbólgu, gengislækkun
ofan á fyrri lækkun!
„Fastir liðir eins og
venjulega — ”
Hver kannast ekki við þessa
ágætu dagskrárkynningu Rikis-
útvarpsins, sem hefur hljómað
,,á öldum ljósvakans” eins lengi
og elstu menn muna, og hún átti
vissulega eúinig við meðan á
verkföllunum stóð og menn uppi-
héldu sig á Hótel Loftleiðum. I
hverjum einasta fréttatima var
ýmist vitnað til eða rætt við
höfuðpersónur verkfallsdramans,
Björn Jónsson forseta ASl og Jón
H. Bergs formann Vinnuveit-
endasambandsins. Einstaka
sinnum fengum við ýmist að sjá
og/eða heyra minni spámenn eins
og Guðmund J. Guðmundsson
>—sem að öðrum leikendum ólöst-
uðum notaði fleiri „fin” útlend
orð en nokkur annar — „þetta er
allt aö stabilisérast, i svona pró-
sess”), ólaf Jónsson fram-
kværridastjóra Vinnuveitenda-
sambandsins, og fleiri.
Og hvað sögðu þessir ágætu
menn okkur? Sjaldnast var mikið
á þvi að græða að undanskildum
stærstu áföngum samningastriðs-
ins, þeir vildu engu spá, ekki var
gott að segja hver framvindan
mundi verða o.s.frv. Og það sem
marga hefði eflaust langað til að
vita — hvað raunverulega var að
ske á sjálfum samningafundun-
um, það var vitanlega algjört
leyndarmál!
Það var einnig eftirtektarvert,
hversu sammála þeir Bjöm og
Jón virtust yfirleitt vera I um-
mælum sinum — þar bar yfirleitt
aldrei neitt á milli — og eina eftir-
minnilega rifrildið, sem ég man
að fram hafi komið opinberlega,
var það, þegar þeir skiptust á
skoðunum, Guðmundur J. Guð-
mundsson og Barði Friðriksson
um rétt verkfallsvarða til þess að
stöðva vinnu eigenda og aðstand-
enda þeirra.
Þegar eitt prósent gerði
kraftaverk!
En það var vissulega spennandi
að fylgjast með framgangi mála
þótt frásagnirnar væru nú raunar
margar i „véfréttastil”, einkum
þegar allar „sérkröfurnar” voru
leystar með eina prósentinu með
þvi sem helst virtist vera, yfir-
náttúrlegum hætti. Hver hefði nú
trúað þvi að „aðeins eittprósent”
gæti leyst málið? Og ekki varð
undrun manns minni, þegar út-
koman varð lýðum ljós: 25-30%
kauphækkun, sem dreifð skyldi á
rúmtár— en tillaga sáttanefndar
hafði jú hljóðað upp á 13-16%. Við
höfum ekki fengið neinar skýr-
ingar á þvi ennþá, hvernig vinnu-
veitendur gátu fallist á þá niður-
stöðu, þegar fyrir lágu yfirlýsing-
ar þeirra um það, að atvinnuveg-
irnir gætu einfaldlega ekki borið
neinar kauphækkanir!
Tapfiskurinn mikli
Þegar þessar linur eru ritaðar,
er ekki útséð um hvort sjómenn
og útgerðarmenn fallast á sina
samninga og þar með, hvort
menn hefja loðnuveiðar aftur, eða
láta þennan fisk bara sigla sinn
sjó — sem kannski er nú best úr
þvi sem komið er. Ástæðan til
þess að þannig er hér til orða
tekið, er einfaldlega sú, að mér
skilst að allir tapiá þvi að veiða,
bræða og frysta þennan fisk, ef
fisk skyldi kalla! Þannig minnir
mig að útgerðarmenn hafi talið
nær vonlaustað ætla að gera út á
slikar veiðar, eigendur bræðsl-
anna lýsa með óvenju sterku
orðalagi þvi tapi, sem vinnsla
þessara ólukku kvikinda muni
hafa i för með sér og ekki litur
frystingin betur út: „ — hráefnis-
verð er ákveðið þaö hátt af selj-
endum með fulltingi oddamanns
Þjóðhagsstofnunar, að frystihús,
sem byrjuð voru að frysta loðnu,
hættu vinnslu og önnur, sem voru
að byrja þann dag, sem verö var
ákveðið, hættu við að hefja
vinnslu þegar þeir fréttu um
verðið”. Svo sagði Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson forstjóri Sölumið-
stöðvar Hraðfrystihúsanna i
grein i Morgunblaðinu 18. febr.
s.l.
Væntanlega er sú hætta senn
liðin hjá, að frystihúsin þurfi að
tapa á loðnufrystingunni, þar sem
nú fer að styttast i hrygningar-
timann.
Já, það hefur vist sannast hér
hið fo rnkveðna, að fátt er svo með
öllu illt — o.s.frv. — með þvi að
vera i verkfalli þessar tvær vikur,
höfum viö sennilega sparað okkur
stórtap á þessum loðnubisness —
og þessi „sparnaður” ætti þá að
geta gengið á móti þvi, sem verk-
falliö hefur annars kostað!
Litið fjör!
Þetta hefur verið heldur við-
burðalitið verkfall miðað við það
sem áður var og eflaust munu
margir hraustir drengir sakna
þeirra góðu, gömlu verkfalls-
daga, þegar úlpuklæddir menn
byggðu vegatálmanir hér fyrir
ofan Elliðaár, létu alla vegfar-
endur nema staðar og hófu siðan
leit i bifreiðum þeirra — hvort
heldur var með illu eða góðu. Og
að hverju voru mennirnir að
leita? Jú, þeim hroðalega drykk
— mjólkinni og þvi sem henni
fylgir, skyri og rjóma! Ójá, þá
voru verkföll sko tekin alvarlega
og þegar svona bannvara fannst
þá var henni einfaldlega hellt
niður —! Og þá kom það jafnvel
fyrir, að menn létu hendur skipta
og margur góður drengur fékk
blóðnasir iþágu málstaðarins. En
nú? Ekkert! Einna helstað tann-
læknar séu dálitið fúlir yfir þvi að
fá ekki benzin á Range Roverana
sina! og neiti að gegna neyðar-
vakt fyrir tannpinuþolandi borg-
arbúa fyrir vikið!
Við fengum það sem við
vildum!
En hvað sem öllu þessu liður,
þá höfum við nú fengið þá kjara-
samninga, sem við vildum eða
annað er dcki að merkja af þeim
undirtektum, sem þeir hafa
fengið i félögunum. Yfirleitt sam-
þykktir einróma og gott ef ekki
klappað lika! Við getum sem sagt
haldið áfram að una glaðir við
okkar 30-40% verðbólgu eins og
vant er, hinar „gamalreyndu" og
„haldgóðu” efnahagsráðstafanir
eins og gengislækkanir og nýja
skatta — sem ef að vanda lætur
verða sklröir einhverju tilkomu-
miklu nafni - (aldrei skortir
þau!),ogeftir rúmt ár getum við
byrjað á nýjan leik eins og vant
er!
1 tilefni af þessu, er setning vik-
unnar valin: Höfundurinn er
Davið Scheving Thorsteinsson og
heimildin er Þjóðviljinn frá 25.
febrúar s.l.: „Allt þetta mál og
hvernig að þvi hefur verið staðiö
finnst mér fyrir neðan allar heliur
og verulegt þjóðarböl”.
Ég sé ekki betur en ég hljóti að
vera henni Bibi Kristinu, þeirri
ágætu „nektardansmær” ósam-
mála, en gæðakonan sú, sagði við
Dagblaðið i janúarlok:
held að ísíendingari
séu bara alveg eins
annað fólk"