Vísir - 02.03.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 02.03.1976, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 2. mars 1976. vism ENGIR rimlar fyrir gluggunum Kristján Sigurðsson er forstöðumaður upptökuheim- ilisins og sagði hann< að mikil áhersla væri lögð á að hafa unglingana sem mest með í ráðum. i baksýn er Drífa Kristjánsdóttir/ kennari. „Þetta er eins og hvert annað venjulegt heimili. Hér eru engir rimlar fyrir gluggunum, eins og margir viröast halda,” sögöu krakkarnir á Upptökuheimilinu i Kópavogi, þegar Vlsir heimsótti þau I verkfaliinu. Þau voru öll sammála um aö þeim llkaöi vel dvölin á heimilinu. Þau sögöust vera ánægö meö skipulagiö I meginatriöum, enda hafa þau tekiö þátt I aö móta þaö. Starfiö byggist á samvinnu unglinganna og starfsfólks bæöi viö heimilisstörf og nám og verkaskipting er ógreinileg. Þetta samstarfsform var haft I huga, þegar heimiliö var tekiö I notkun fyrir fjórum árum, en hef- ur þróast töluvert og breytst I meöförum. Hugmyndin þótti mjög róttæk I byrjun, en starfs- fólkiö segist telja fyrirkomulagiö hafa gefist mjög vel. Deginum skipt milli náms, starfs og leiks Venjulegur dagur á upptöku- heimilinu hefst meö fundi við morgunveröarboröiö. Þá er framkoma hvers einstaklings, bæöi heimilismanna og starfs- fólks, gagnrýnd. Hildur hafði helst orö fyrir krökkunum, þegar okkur var sagt frá þessum A þessari mynd sést hluti af þvi, sem Kalli hefur út- búið til þess að gera her- bergið sitt vistlegt. morgunfundum og sagöi hún, aö sér fyndist þeir leiöinlegir. „Þaö er svo mikið rifrildi á þessum fundum,” sagöi hún. Hinir krakkarnir vildu nú ekki taka undir þetta, heldur sögöust þau ekki vilja sleppa morgun- fundunum. Þeir væru mjög gagn- legir og þar gætu allir viöraö óánægju sína og sagt sitt álit. Eftir fund hefst námiö og er unniö aö því til hádegis, en þá er drifiö i húsverkunum, þar til maturinn er á borö borinn. Eftir hádegiö tekur svo námiö viö aftur fram til kl. 3 eöa hálf 4. Þegar búiö er aö drekka eftir- miödagskaffi eru krakkarnir frjálsir aö þvl hvað þau gera. Smíðastofan er óspart notuð t fritimanum er alltaf nóg aö gera. 1 húsinu er smíöastofa, þar sem hægt er að búa til bæöi stóra og litla hluti. Viö sáum þaö á her- bergjum krakkanna, að þessi aö- staöa er mikið notuö. t her- bergjunum voru bæöi borö, stólar og hillur, sem Ibúarnir höföu smiöaö sjálfir, auk ýmissa smá- hluta. i þessu herbergi hefur verið komið fyrir basthengi til að stúka af forstofuna, þar sem vaskurinn er og klæðaskáp- urinn. Eigandinn er auðsjáanlega listfengur, því að f jöl- margar teikningar eftir hann prýða veggi herbergisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.