Vísir - 02.03.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 02.03.1976, Blaðsíða 14
14 Olga Guðrón Árnadóttir: „Eniga meniga" Olga Guörún sendi um jólin frá sér barnaplötuna' „Eniga meniga” á vegum A.Á. útgáfunnar, oghefur ekki veriö getiö um plötu þessa fyrr, en veröur sumsé gert nú. Barnaplata?,, hvernig á hún aö vera, og hvaö er hún i raun og veru? Nokkrar tilraunir hafa veriö geröar undanfarin ár meö út- gáfu á slikum plötum, en flest- allar held ég að hafi farið fyrir ofan garö og neöan, nema þá kannski einna helst platan hennar Hönnu Valdisar. Hvernig lög syngja börn svo, skiptir nokkru máli hvort þau eru á barnaplötu eöa einhvers- konar öðruvisi plötu? Syngja börn ekki bara það sem auðvelt er að tralla með, eins og t.d. lögin Manjana — Stina Stuð, og Heim i Búöardal? Voru þessi lög gefin út á barnaplötu? Þeir Change-limir gerðu athyglisverða tilraun með út- gáfu „allra meina bótar”, sum laganna hittu i mark, en önnur ekki, vegna mikilla tækni- bragða. Textarnir voru allir ösköp einfaldir og oft á tiðum fárán- legir I eyrum eldri kynslóöar- innar, og sumir töluðu um aö svona lagaö heföi slæm áhrif á uppeldi barnsins, þarna væri verið aö leiöa barnssálina burt frá köldum raunveruleika lifsins. Aö vissu leyti er einhver sann- leikur i þessu, þaö má benda bömum á ýmislegt sem illa fer hjá eldri kynslóðum sbr. i text anum Drullum-sullum (Olga Guðrún), en þar á lika aö setja takmörkin (sem Olga Guðrún reyndar gerir). Leyfum börnunum aö lifa i fyrirferðarlitlum draumheimi sinum meðan þau enn hafa vit á þvi sjálf, nógu andsk. ljótur getur raunveruleikinn verið þegar þar að kemur. Ég verö að segja einsoger,að hún Olga Guðrún kemur mér á óvart með „Enigu menigu”, ég hefS búist við öðru frá þvi mikla baráttukvendi. Að visu er efniö sjálft ekki eftir Olgu Guðrúnu, heldur eftir Ólaf Hauk Simonarson, Olga Guðrún sér aftur á móti um allan söng og pianóleik. Lögin hefur Gunnar Þórðar- son svo tekið til meðferöar og innspilaö af mikilli smekkvisi ásamt enskum hljóðfæraleik- urum (reyndar spilar Gunnar á allflest hljóðfæri, nema trommur, fiðlu og pianó). Framtak Gunnars við gerð „Enigu menigu” færir honum enn eina skrautfjöður i hattinn, þvi gera má ráð fyrir aö hann hafi tekið við lögunum algerlega „hráum”. „Eniga meniga” inniheldur mörg góð lög við hæfi barna, já ogeldri.þvi barnið kemur fram i okkur á öllum aldri, en ekki treysti ég mér tl þess að nefna eitt lag öörum fremur. „Eniga meniga” er góð plata fyrir börn. Ein sú heil- steyptasta af þeirri tegund sem ég hef heyrt um langt skeið. Örp Skemmti- og ferðaklúbb- ur unga fólksins Klúbbur 32 er tekinn til starfa að nýju, eftir nokkurra mánaða hlé. Klúbburinn hefur fengið nýja stjórn, en úr stjórn hans gengu þeir Sigurjón Sighvatsson, Magnús Kjartansson, Jónas R. Jónsson og örn Petersen, og i stað þeirra hafa verið skipaðir þeir Konráð Eyjólfsson, Rúnar Marvinsson, Sigurður Her- mannsson og Kristinn Haralds- son (Kiddi rótari). Fyrsta skemmtun klúbbsins undir hinni nýju stjórn var hald- in þann 19. febrúar sl. að Hótel Loftleiðum. Skemmtunin hófst með fram- komu islensk-ameriska gitar- leikarans Mike Pollack sem flutti m.a. nokkur frumsamin lög. Ekki þótti Tónhorninu mikið til Pollacks koma, minnti hann öllu helst á gutlara sem mest skemmtir sjálfur sér i góðu næði. Þó eyðilagði lélegur hljóm- burður það litla sem e.t.v. hefði mátt kallast frambærilegt hjá Pollaek. Eftir að Pollack hafði skemmt sjálíum sér i tæplega þrjú korter, kom hinn athyglisverði flokkur DIABOLUS 1N MUSICA (latneska, á islensku „tón- skratti”) fram. Diabolus á rót sina að rekja til Menntaskólans við Hamrahlið, eins og annar vel þekktur hópur sem spilar verk. Diabolus skipa annars þau Páll Torfi önundarson á gitar, Jón Sigurpálsson á bassa, Guð- mundur Thoroddsen á slagverk, og systurnar Aagot og Jóna Dóra Óskarsdætur söngur og fiðla. Þau eiga það sameiginlegt fyrir utan það að hafa hist i M.H. að vera öll nemendur i Tónlistarskóla tslands. Diabolus flutti fjögur frum- samin lög, sem öll féllu i góðan jarðveg viðstaddra, þó sérstak- lega hið eldfjöruga GAGGÓ- Þriðjudagur 2. mars 1976. vism „Gaggó-gæi” Diabouius in Musica vakti athygii. Morgt kom á óvart á fyrstu skemmtun KLUBBS 32 á þessu ári GÆI, en þar voru stúlkurnar ó- feimnar við að sýna fram á nokkur ný og frumleg dansspor. Lög Diabolus bera sum keim af Spilverkinu, þó að varasamt sé að tala um eftirlikingu, engu að siöur er hér nýtt og merkilegt efni á ferðinni. Til stóð að Þokkabót kæmi fram þetta kvöldið, en þar eð einn hluti Þokkabótar laskaðist illa i hálkunni fyrr i vikunni gat ekki úr þvi orðið. RANPVER úr Hafnarfirði var þvi næstur á dagskrá. Þeir r andvers-limir komu vart fram sem tónlistarhæfileikamenn, en liflegir voru þeir, og framkoma þeirra skapaði stemmningu á staðnum. Þeir fluttu nokkur lög af plötu sinni og fengu a.m.k. i einu til- viki viðstadda til þess að taka Randvcr kom smá „Kráar- stcmningu” i fólkiö. undir með söng og lófaklappi, sem nú oröið þykir fátitt á slik- um skemmtunum. Ekki bætti þá úr skák að um það leyti sem Randver tróð upp, var fjöldi manns að koma á staðinn úr hinum ýmsu skemmtistöðum borgarinnar sem þá hafði verið lokað, og var fólk þetta yfirleitt vel við skál. Eftir að Randver hafði lokið við sitt, komu fram tveir hressir náungar utan dagskrár, en ekki skal lagður dómur á frammi- stöðu þeirra né viðbrögð við- staddra. Þá var aðeins Kabarettinn eftir, og kom hljómsveitin fram með . órafmagnað prógram sem allflestir biðu eftir. En Kabarett með Finn Jó- hannsson söngvara i farar- broddi kom Tónhorninu litt á óvart, og frekar virtust á- heyrendur áhugalausir yfir efni þvi er þeir félagar buðu upp á. Má þar kannski um kenna miklum klið á staðnum, og meiri vinsældum barsins. Tónhornið bjóst við vönduðu tónlistarprógrammi, en i stað þess hefði mátt halda að Kabarett hefði verið að stæla eitthvað ,,one man show ’ hjá gæjum eins og Frank Sinatra eða Tom Jones. Kabarett varð semsé von- brigði kvöldsins og stóð vart undir nafngift þeirri sem hljómsveitinni áskotnaðist hjá sumum dagblaðanna, eða „bjartasta vonin ’76”. Þegaryfir heildina er litið var kvöld þetta hin ágætasta skemmtun, en betur má ef duga skal. Svona skemmtun á að geta farið mjög vel fram, þ.e. ef bætt verður úr eftirtöldum atriðum: 1. Hljómburður á að vera æfð- ur og vera i fullkomnu lagi, AÐURen skemmtunin hefst. 2. Lýsing á að vera meiri á sviðinu og minni út i salnum, þannig að góðri stemmningu sé náð. 3. Barinn má gjarnan vera lokaður fyrir sterkt vin, þannig má e.t.v. koma i veg fyrir „ó- æskilega” gesti. Klúbbur 32 mun starfa áfram likt og á fyrra ári, þ.e. með reglulegum tónleikum og dans- leikjum, jafnt fyrir bæjarbúa sém utanbæjar. Einnig mun Klúbburinnbjóða meðlimum sinum uppá gistingu á Hotel 33 Mallorca, sem byggt var með ungt fólk i huga, og munu ferðir þangað hefjast i byrjun júni. Sem fyrr stendur Guöni Þórð- arson i Sunnu á bak við Klúbb- inn, fjármagnar hann og velur stjórn hans. Þetta fyrirkomulag verður vonandi bætt innan skamms með lýðræðislegri kosningu i stjórn og sjálfstæðum rekstri hans, að sögn núverandi stjórn- armeðlima. ÖRP. fyrir þukkaiega franimistöðu. Myndir örp. iii ■ .....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.