Vísir - 02.03.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 02.03.1976, Blaðsíða 24
Brennivínið hrakið úr Árbœnum með mót- mœlum nokkurra íbúa VÍSIR Þriðjudagur 2. mars 1976. «■111 lllimi MH¥ IIHIH .1111 TVEIR ÍSLENSKIR LISTAMENN HEIÐRAÐIR Geir Haligrimsson, forsætisráð- herra og kona hans óska Ólafi Jó- hanni Sigurðssyni til hamingju með þessa miklu viöurkenningu. Afengis- og tóbaks verslun rikisins hætti við aö kaupa hiuta húseignar að llraunbæ 102 A 'vegna andstöðu annarra ibúa hússins, sagði Páll Lindal, borgarlögmaður, i samtali við Visi i gær. Bréf þessa efnis barst lögreglu- stjóranum i Reykjavik i fyrra mánuði. Það var siðar á dagskrá fundar borgarráðs en hlaut ekki Undirbúa mótmœla- aðgerðir við bresku sendiróðin Pönsku sjálfboðaliðarnir sem hyggjast sigia á tslandsmið til þess að aðstoða islensku varð- skipin við að konia i veg fyrir veiðar breskra togara, hafa nú einnig á prjónunum mótmæla- aðgerðir við brcsku sendiráðin á Norðurlöndum. Hans Clausen, leiötogi hóps- ins, sagði á blaðamannafundi i gær að ætlunin væri að manna vöruflutningaskip sem þeir væru að reyna að fá leigt til að- gerðanna. Ef þörf krefði yrðu fleiri skip send á miðin og yrðu þau einungis vopnuð danska fánanum. Þá sagði Hans Clausen að fleiri áætlanir væru i undirbún- ingi hjá þeim, m.a. mótmælaað- gerðir við bresku sendiráðin i norrænu höfuðborgunum. -SJ afgreiðslu þar þvi áður hafði ATVR fallið frá kaupunum. Visir hafði samband við Jón KjartanssQn, forstjóra Afengis- og tóbaksverslunar rikisins, og Fjárnám var gert hjá flug- félaginu Air Viking i gær fyrir skuldum þess við Alþýðubankann og Oiiufélagið hf. Ekki er biaðinu kunnugt um skuldina við Alþýðu- bankann, en skuldin viö Oliu- félagið mun nema um áttatiu milljónuni króna. Þótt búið sé að gera fjárnám er ekki þar með sagt að félagið þurfi að hætta flugrekstri. Með þessari aðgerð tryggja lánadrottnarnir sér réttindi tii að ráðstafa eign- inni, ef þeim býður svo við að horfa, með þvi að selja hana á uppboði. Fyrst og fremst tryggja þeir sér þó að aðrir geti ekki siðar öðlast meiri rétt til eignarinnar. Þegar þeir hafa nú tryggt fé sitt eftir þvi sem hægt er með þessum hætti, er alls ekki útilokað að félaginu veröi leyft að starfa áfram og það fái þannig mögu- leika á að greiða skuldirnar með eðlilegum hætti. Guðni Þórðarson, forstjóri Air Viking, sagði Visi i morgun að hann hefði ekki verið boðaður til neinna funda um þetta inál. Ekki innti hann eftir þvi hvort opna ætti útsölu i Árbæ. — Ég vil aðeins segja það, að það verður ekki á þessu ári, sagði Jón. — VS/EKG. tókst að na sambandi við neinn þann aöila hjá lánadrottnum sem vildu segja hvert yrði framhald málsins. — óT. Fengu sér of mikið neðan í því eftir verkfallið Talsvert bar á ölvun í Vcst- mannaeyjum í nótt og gistu fjórir menn fangagcymslurn- ar. Að sögn lögreglunnar er það óvenjulegt á þessum tima vikunnar. Menn virðast hafa verið orðnir þyrstir eftir verkfallið og fengið sér einum of mikið neðan i þvi þegar vinið fékkst keypt aftur. Þeir fjórir sem gistu hjá lögreglunni i nótt höfðu ætlað i heimsókn i verbúðir Fiskiðj- unnar. Ekki þóttu þeir æski- legir gestir, enda höfðu þeir skemmt tvær hurðir þar. — EA. Afhcnding bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fór fram i ráöhúsi Kaupinannahafnar I gærkvöidi. Myndin var tekin að lokinni verölaunaafhendingunni af verðlaunahöfunum Atla Heimi Sveinssyni, tónskáldi, og Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, rithöfundi, ásamt eiginkonum þeirra, Sigriði Hönnu Sigurbjörnsdóttur og önnu Jónsdótt- ur. Knud Engaard, nýkjörinn for- seti Norður- landaráðs, af- hendir Atla Iieimi Sveins- syni tónlistar- verðlaun ráðs- ins. SJ/Ljósm. Loft- ur. Fjárnám hjá Air Viking ,,Þetta var ekki nógu góö skiðaferð” sagði Sigmundur llelgason. Hann var i óöaönn aö reyna að koma biinum sinum i gang á Skálafeilsveginum er Visismenn bar þar að I gær. „Annars var það konan sem var á skiöum, en ekki ég og hún varð að skilja bilinn eftir.” Ofar við veginn ókum við fram á hvern bilinn á fætur öðr- um, meira og minna á kafi I snjó. Þeir voru hálf eyðilegir greyin og biöu þess svipdaprir að eigendurnir iegðu i að vitja þeirra. — EB/myndir Jim Um hólfan sólarhring á leið heim úr Skálafelli — Hundruð fólks í hrakningum á sunnudaginn „Ég var komin með krakkana í bílinn laust fyrir eitt á sunnudaginn og lagði af stað i bæinn. Þá þegar voru um átján bílar fastir. Við sátum þarna fram til klukkan tiu um kvöld- ið, þá fórum við að mjak- astaf stað. Heim komum við ekki fyrr en undir miðnætti," sagði Elísa Jónsdóttir í viðtali við Visi. Elisa, ásamt þremur börnum sinum, var meðal þeirra er notuðu góða veðrið á sunnudaginn til að fara á skiði i Skálafeil. Upp úr hálfeitt skall yfir hávaðarenningur þar efra og vegurinn varð ófær á tæpum hálftima. ,,Ég var mjög heppin, þvi ég var með nóg bensin og billinn gekk allan timann svo það var heitt hjá okkur, en ég veit um annan bil þarna sem var allur orðinn hélaður innan og fólki gegnkalt. Þaö ergilegasta var aö brekkurnar voru allar upp- ljómaðar i sól þótt renningurinn væri svo mikill á veginum að varla sá út úr augum,” sagöi Elisa Jónsdóttir Á blankskóm í byl á fjöllum „Ég er búinn að vera þarna uppfrá meira og minna i sautján ár og ástandið hefur aldrei oröiö svona slæmt fyrr,” sagði Jó- hann Reynisson i skiðadeild KR. „Það er talið aö milli 70 og 80 bilar hafi setiö þarna fastir og auk þess biðu yfir hundrað manns uppi i skála eftir rútun- um. Fyrstu bilarnir losnuðu um fjögurleytið, en þeir siðustu ekki fyrr en um ellefu um kvöldið. Við vorum með ýtu uppfrá og fengum auk þess fljótlega hefil frá borginni. En það renndi bara i göngin jafnóðum og ýtt var. Auk þess þurfti að hreinsa frá nær hverjum bil og jafnvel lyfta þeim upp þvi þeir frusu niður. Fimm eða átta bila varð að skilja eftir uppfrá ganglausa. Það var fjórtán stiga frost svo það var fljótt að kólna i bilunum sem fóru úr gangi. Það er ástæða til að minnast á það að fólk er oft mjög illa búið til þess að fara upp á fjöll á skiði. Það er ekki lengi að breyt- ast veörið, en sumir voru þarna meira að segja á einum saman blankskónum,” sagði Jóhann Reynisson. EB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.