Vísir - 13.03.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. mars 1976
3
Fagmenn, sem hægt er
að nota bæði til sjós og
lands
— Atvinnumöguleikar eru
mjög góðir fyrir vélstjóra i dag,
sagði Andrés. Vélstjórar eru
fagmenn, sem hægt er að nota
bæði til sjós og lands.
— Stórhluti fer reyndar enn i
að þjónusta flotann, sagði hann,
en fiskimiðin eru að verða upp-
urin og þá fara þessir menn i
smáiðnaðinn og höfum við þess
mörg dæmi um vélstjóra þar i
fremstu röð.
— Vélstjóra getur þú fundið
viða, hélt hann áfram. Nægir að
nefna orkuverin, frystihús og
bræðslur, vélaverkstæði og
smiðjur svo eitthvað sé nefnt.
Sem dæmi um hversu hagnýtt
þetta nám er má minna á þegar
vélskólanemar á 3. stigi fóru
upp á Akranes i fyrra og lag-
færðu kynditæki bæjarbúa.
Aætluðu þeir sparnað af þessu
nema um 450 milljónum króna
ef gerðar yrðu um allt land.
Einnig má nefpa að nú nýverið
gerðu þeir breytingar á Akra-
borginni, þannig að vélar skips-
ins brenna nú svartoliu i stað
gasoliu áður. Sparnaður af
þessu er um 50% af eldsneytis-
kostnaði.
—VS.
— Hún tekur sig fagmannlega út við smlðarnar, eini kvenvélstjór-
inn, sem við eigum. Guðný Petersen stundar nú nám á öðru stigi.
„Smáfiskadráp-
ið er of mikið"
— segir Ólafur K. Pálsson fiskifrœðing-
ur nýkominn úr rannsóknarleiðangri
„Smáfiskadrápið er of
mikíð. Við mældum afla
nokkurra togara sem ver-
ið var að landa úr. Kom í
Ijós að tæpur helmingur
afla þeirra sem veitt
höfðu út af norðurlandi
var smáfiskur. Ástandið
var hins vegar skárra í
afla togara sem veitt
hafði út af austurlandi."
Þetta sagði ólafur
Karvel Pálsson, fiski-
fræðingur, sem fyrir
nokkru kom úr leiðangri á
hafrannsóknaskipinu
Hafþóri þar sem athug-
anir voru gerðar á smá-
fiski út af norður-, norð-
austurlandi og allt að
Lónsdýpi.
Ólafur sagði, að Hafrann-
sóknastofnunin reiknaði út hluta
smáfisks með þvi að telja smá-
fiskinn i aflanum.
,,Ég held, að niðurstöður at-
hugananna sýni nokkurn veginn
ástandið eins og það er i lönduð-
um afla sem fenginn er úti fyrir
norðurlandi. Eitthvað úrkast er
óhjákvæmilegt þar sem smá-
fiskur er þarna þannig að á-
standið er heldur verra miðað
við veiddan afla.
óiafur Karvel Pálsson: „Þurf-
um að auka möskvastærð og
koma á kerfisbundnum rann-
sóknum og eftirliti með ástandi
smáfisksins.”
Smáfiskur er á þessu svæði og
þvi er ekki hægt að komast hjá
nokkru smáfiskadrápi þarna.”
AUKA MÖSKVASTÆRÐ
Hefur verið rætt um að friða
svæðið út af Norðurlandi?
„Það hefur ekki verið tekin
nein ákvörðun um það enn sem
komið er. En um það verður
rætt á næstunni.
Það yrði til mikilla bóta að
auka möskvastærðina i 155
millimetra a.m.k. En meðan
núverandi möskvastærð helst
verður um að ræða smáfiska-
dráp.
Ég tel æskilegt að komið verði
á kerfisbundnum rannsóknum á
þriggja mánaða fresti þar sem
athugað verði ástand smáfisks-
ins. Þess á milli þarf að koma
aukið eftirlit, ef koma á i veg
fyrir smáfiskadráp.
Núna er ekkert skipulag á
sliku eftirliti. Við komum úr
leiðangri okkar fyrir tveimur
vikum, en engin áætlun er um
að fara i sérstakar eftirlitsferð-
ir. Enda er ekki til neitt sérstakt
skip til þessa.
GERÐUM RÁÐ FYRIR
MEIRI SMÁFISKI
Komu niðurstööur rannsókn-
anna ykkur á óvart?
„Það má segja að við höfum
gert ráð fyrir meiri smáfiski.
Uppistaðan i smáfiskinum eru
þorskárgangar frá 1973 og 1972.
1973 árgangurinn hefur alltaf
verið álitinn afar sterkur. En i
rannsóknunum kom hann ekki
eins sterkur út og við bjuggumst
viö. 1972 árgangurinn var hins
vegar sterkari en við bjuggumst
við.
Mjög litið fékkst úr árgöngun-
um frá 1974 og 1975 eins og
reyndar kemur heim og saman
við niðurstöður seiðarannsókna.
—EKG
Aðdragandi árekstranna á miðunum í gœr:
Júnó sigldi út í
bláinn, en Týr
stefndi á togarana
Frá óla Tynes, blaða-
manni Vísis, um borð «
varðskipinu Tý á miðun-
um fyrir austan land:
Freigátan Júnó sigldi i dag
(föstudag) tvisvar sinnum á Tý,
og varð fyrri áreksturinn sá
harðasti sem Týr hefur orðið
fyrir i þorskastriðinu. Enda cr
varðskipið mikið beyglað, frá
stefni og tiu tii fimmtán metra
aftur með bóg.
Guðmundur Kjærnested,
skipherra, segir þó að
skemmdirnar séu svo ofarlega
að sjóhæfni skipsins sé söm og
áður.
Júnó tók á móti okkur þegar
við komum á miðin á fimmtu-
dag. Nokkru áður hafði Nimrod
þota flogið yfir varðskipið og til-
kynnt um stöðu^þess. Júnó hefur
fylgt Tý eins og skuggi siðan.
Lónuðu samsíða
Frá þvi snemma i morgun
hafði Guðmundur Kjjprnested
lónað fram og aftur i grennd við
niu breska togara sem voru að
veiðum. Freigátan gætti þess að
halda sig alltaf á milli togar-
anna og varðskipsins, þannig að
ekki var hægt að komast að
þeim. Freigátan og varðskipið
sigldu þvi bara samsiða á litilli
ferö, og menn tóku myndir hver
af öðrum á milli skipanna.
Gildran lokast
Ég var satt að segja orðinn
dálitið óþolinmóður. Hverskon-
ar sjóorrusta var þetta eigin-
lega, að lóna þarna fram og aft-
ur? Guðmundur sat sallaróleg-
ur i skipherrastólnum, og brá
kikinum öðru hvoru fyrir augun.
Allt i einu jók freigátan ferð-
ina.
„Jæja,” sagði Guðmundur og
steig út stólnum. Gildran sem
hann hafði egnt með þolinmæði
sinni var að lokast. Ég sá hana
nú ekki. En mér er kannski
nokkur vorkunn. Skipherrann á
freigátunni sá hana nefnilega
heldur ekki.
„Fulla ferö,
mann á stýriö"!
Beint fyrir framan okkur i
tveggja milna fjarlægð var
togarinn Arctic Vandal. Frei-
gátan ætlaði að nota þá gömlu
taktik að fara fram fyrir varð-
skipið og sigla þar sikk sakk á
hægri ferö, til að Týr kæmist
ekki aö togaranum i tima.
Gallinn var bara sá að Guð-
mundur hafði engan áhuga á
þessum togara, enda var hann
að hifa. En nú voru engin
hægindastólarólegheit á skip-
herranum.
„Fulla ferð áfram, mann á
stýrið, hringið út skipshöfn-
ina!”
Sirenurnar vældu um Tý, og
mannskapurinn fór á harða
hlaupum á sinar vigstöðvar.
Jafnframt skalf varðskipið og
titraði þegar 8600 hestöflum var
„sleppt lausum” i vélarrúminu.
Sjálfstýringin var tekin af, og
Ólafur Þór Ragnarsson, báts-
maöur, tók sér stöðu við stýrið.
„A bakborða,” skipaði Guð-
mundur, og Ólafur snarsneri
stýrinu.
A nokkrum augnablikum var
staðan gerbreytt. Júnó sigldi út
i bláinn, en Týr stefndi á fullri
ferö beint á togarahópinn, sem
hafði verið bakborðsmegin við
freigátuna.
öskur og
formælingar
Bresku togaraskipstjórarnir
sáu nú hættuna sem þeir voru i,
og mikil öskur og óhljóö hófust i
talstööinni. Þeim var þó ekki
beint gegn Tý, heldur Júnó, fyr-
ir að láta fara svona herfilega
með sig. Breski freigátuskip-
stjórinn kallaði hins vegar og
bað togarana að hifa hið bráð-
asta.
öslandi á 30 milum
Liklega hefur honum runniö i
skap við að láta leika svona á
sig. Allar vélar voru settar á
fulla ferð, og reykjarstrókarnir
stóðu hátt upp úr skorsteininum
um leið og freigátan snerist eins
og skopparakringla.
Þá átti heldur ekki að verða
neitt hálfkák. Hún tók stefnu
þvert á varðskipið. Það var
hrópað i talstöðina að togararn-
ir væru á alþjóöa veiðisvæði, en
varðskipsmenn brostu bara.
Svo kom vigdrekinn öslandi á
30 milna hraða.
„Hart í bak,
fulla ferö afturá".
Hárbeittu stefni freigátunnar
var beint þvert á Tý framantil.
Þegar Guðmundur sá að ekki
varð komist hjá árekstri, setti
hann á fulla ferð afturábak,
setti bógskrúfur á fullt og skip-
aði að beygja hart i bak. En það
dugöi ekki til.
Ég hékk hálfur út um brúar-
gluggann og þar sem ég hafði
ekki handfestu á öðru, hélt ég
krampakenndu taki i mynda-
vélina mina, og skaut i ákafa.
Svo skullu skipin saman meö
ógurlegu braki. Týr snarhallaði
á bakborða, og ég hrundi úr
glugganum -- inn þó.
Atlögunni 1
haldið áfram
„Fulla ferð áfram,” skipaði
Guðmundur, og gaf Ólafi Þór
nýja stefnu.
— Guð minn góður, hugsaði
ég, mannandskotinn ætlar að
halda áfram!
Ég fékk þetta staðfest þegar
ég heyrði rólega rödd Óla Vals,
fyrsta stýrimanns, sem lýsti at-
burðinum inn á segulband:
„Varðskipið heldur nú aðförinni
áfram.”
Aftur siglt á
Týr var nú aftur kominn á
skrið og stefndi á togarahópinn.
Það rauk úr spilunum þegar
þeir hifðu veiðarfærin i ofboði.
En Júnó var ekki hætt leikn-
um. Hún kom aftur öslandi á
fullri ferð. Aftur setti Guðmund-
ur á fullt afturábak, og snar-
beygði. En skipin skullu aftur
saman, þótt höggið væri ekki
eins mikið i þetta skipti.
Tafirnar^nægðu þó
Aftur var sett á fulla ferð. og
Týr óð að togurunum. En það
var um seinan. Guðmundur
hafði orðið að stöðva tvisvar við
árekstrana, og togararnir voru
að taka inn hlerana, þegar viö
komum að þeim. Þeir öskruðu
óskaplega þegar Týr renndi
framhjá þeim.
Árangur samt
Ekki var þetta þó árangurs-
laus för. Togurunum var nóg
boðið við þrjóskuna i Tý. Þeir
hættu veiðum og tilkynntu að
þeir ætluðu að sameinast öörum
hóp. Þar verða þá fleiri freigát-
ur til varnar en veiðisvæðið
jafnframt minna, þvi nú er búið
að þjappa þeim saman.
Skömmu eftir ásiglinguna
kom freigátan Galathea á öllu
útopnuðu. Freigáturnar tvær
halda sig nú báðar við Tý. Júnó
er skemmd að aftanverðu, þvi
þótt Týr keyrði á fullu afturá-
bak, skall freigátan i varöskipið
með skutinn.
En svona gengur þetta til. cg
þetta er á bak við sakleysislegar
fréttir um að „varðskip ta'föi
togarana frá veiðum". — óT.'^H