Vísir - 16.03.1976, Side 3
vism Þriðjudagur 16. mars 1976
vr '
Smáfiskur var
3% landaðs afla
— segir starfsmaður Framleiðslueftirlits sjávarafurða
,,Að segja að hér sé um stór-
kostlegt smáfiskadráp að ræða
eru miklar ýkjur”, sagði Jón Páll
Iialldórsson, framkvæmdastjóri
á isafirði i samtali viðVisi.
Frá þvi var sagt i Vísi og haft
eftir Helga liallvarðssyni skip-
herra að verulegt magn smáfisks
hefði veiöst seint i siðuslu viku i
Keykjafjarðarál.
Keyndar hefur slikt mál komið
upp áður en skipstjórar og út-
gerðarmenn neitað þvi að um
smáfiskadráp væri að ræða.
Vilja fremur
leigja bátana
en kaupa þá
Tilboð þau sem komið hafa
um báta til Landhelgisgæslunn-
ar eru nú i athugun hjá forstjóra
gæslunnar. Að sögn Baldurs
Möller, ráðuney tisstjóra I
dómsmálaráðuneytinu, stendur
nd yfir athugun á hugsanlegri
leigu á einhverjum þessara
báta.
Baldur sagði að á þessum
hraðbátum væru ákveðnir
ágallar, sem gerðu kaup á þeim
ef til vill ekki freistandi. Þeir
væru miður heppilegir á Is-
landsmið að efni og gerð. Hins
vegar gæti vel komið til greina
að leigja þessa báta, enda hraö-
inn það atriði sem mest er sóst
eftir.
—SJ
Iðnaðurinn er horn-
reka í þjóðfélaginu
Káðstefna um þróun iðnaðar
var haldin á vegum Rannsókna-
ráðs rikisins s.l. föstudag. Ráð-
stefnustjóri var Davið Scheving
Thorsteinsson og tjáði hann Visi,
að menn hefðu verið mjög sam-
mála um að taka þyrfti til við það
af alvöru að byggja upp iðnað i
Skúdu hvoldi
með 2 mönn-
um innanborðs
Skdtu hvolfdi við Akureyri i
fyrradag. Tveir'menn voru á
skdtunni. Annar þeirra gat
komið henniá réttan kjöl attur
og komst um borð. Hinn varð
viðskila við skdtuna og varð
að sækja hann á trillu.
Hvassviðri olli þvi að skút-
unni hvolfdi. Atvikið gerðist
um klukkan hálf sjö
Skútan er fremur litil og voru
mennirnir á skemmtisiglingu.
Báðir voru i björgunarbelt-
um. Sá sem viðskila varð við
skútuna þurfti ekki að biða
lengur i sjónum en i 10-15
mfnútur áður en honum var
bjargað um borð i trUluna.
— EA
Jón Pállsagði að sjómenn vissu
hvar helst væri hætta á að smá-
fiskur veiddist og þeir reyndu að
forðast að veiða hann enda væri
þeim enginn greiði gerður með
veiðum á honum.
3% aflans var
smáfiskur
t afla togarans Guðbjartar IS
sem varm.a.aðveiðum i Reykja-
fjarðarál og landaði 9. mars sfð-
astliðinn reyndust aðeins um 3%
vera smáfiskur, að sögn Magnús-
ar Jónssonar sem starfar hjá
Framleiðslueftirliti sjávaraf-
urða, á Isafirði.
Til viðmiðunar gat hann þess að
10% aflans mætti vera það sem
kallast smáfiskur eða af stærð-
inni 43 til 50 sentimetrar. Ef hann
færi yfir það magn teldist það ó-
vlöglegt.
Magnús gat þess að misjafnt
væri hvernig skipting afla vest-
firsku togaranna væri. Færi þaö
eftir þvi hvar aflinn veiddist og
vanalega væri það svo að afli sem
fengist vestarlega væri betri en
sá sem veiddist austar.
Magnús var spurður hvort
smáfiskur væri yfirleitt innan við
10% af afla vestfirskra togara og
kvað hann svo vera. Raunar væri
hlutur smáfisks i aflanum langt
fyrir innan 10% mörkin. En mest
væri af millifiski.
—EKG
Heildarloðnuaf linn var í gær kominn í 285 þúsund tonn. Á
sama tíma í f yrra voru komin á land 405 þúsund tonn af
loðnu.
landinu og búa honum það um-
hverfi, sein hann gæti dafnað I.
Voru ráðstefnugestir á einu
máli um að taka þyrfti upp gjör-
breytta stefnu i atvinnumálum, ef
ekki ætti illa að fara og koma til
fólksflótta úr landi innan fárra
ára. Var bent á að iðnaður væri
hægfara þróun, en ekki bylting —
og tæki langan tima að byggja
hann upp sem atvinnuveg. Eins
og málum væri nú háttað væri
það umhverfi sem stjórnvöld
sköpuðu iðnaðinum, hvað snerti
fjármál, tollamál, skattamál og
menntunarmál, á þann veg að
hægt væri að segja að iðnaðurinn
væri homreka i þjóðfélaginu.
Davið sagði, að ný fyrirtæki
sem útlendingar ættu aðild að
nytu allt annarra kjara af opin-
berri hálfu en þau fyrirtæki, sem
rekin væru af islendingum ein-
göngu, enda myndu útlendingar
aldrei koma til íslands með at-
vinnufyrirtæki, ef þeir ættu að
sitja við sama borð og islending-
ar.
Sagði hann að meginniðurstaða
ráðstefnunnar hefði verið að
iðnaðurinn þyrfti að fá jafnan rétt
og aðrar atvinnugreinar og jafn-
rétti við útlenda samkeppnisaðila
og útlendinga á Islandi.
—SJ
Býður aðstöðu ú Seyð-
isfirði fyrir varðskipin
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar
hefur boðið Landhelgisgæslunni
alla þá aðstöðu og fyrirgreiðslu
á Seyðisfirði sem verða megi til
þess að auðvelda störf varð-
skipsmanna við landhelgis-
gæslu á Austfjarðamiðum.
Vill bæjarstjórnin vekja sér-
staka athygli yfirvalda á þeim
möguleikum sem bjóðast á
Seyðisfiröi til aukinnar þjónustu
við Landhelgisgæsluna. T.d. er
bent á hagkvæmni þess að hafa
áhafnaskipti á varðskipunum
þar eystra. Myndi það létta af
hinni löngu siglingu til
Reykjavlkur — og þar af
leiðandi verða til aukins sparn-
aðar i rekstri varðskipanna.
Mætti fljúga með áhafnir skip-
anna til og frá Egilsstöðum, en
þaðan eru aðeins um 25 km til
Seyðisfjarðar.
Einnig býður bæjarstjórnin
hvers konar viðgerða- og
viðhaldsþjónustu og bendir á að
engin þörf sé á að fara til
Reykjavikur til sjóprófa, þar
sem sýslumaður N-Múlasýslu
sitji á Seyðisfirði. —SJ
Pólýfónkórnum hafnað — Vilja
eingöngu ferskt efni ó listahótíð
Tilboði frá Pólýfónkórnum um
að flytja H-moll messu Bachs án
endurgjalds á listahátið hefur
verið hafnað.
Pólýfónkórinn miðar við það að
flytja þetta verk um páskana.
Var kórinn reiðubúinn til að taka
það upp aftur tii flutnings á lista-
hátíð I sumar, og gat þá fengið
heimsþekkta sólóista til að syngja
með kórnum.
Þetta er i fyrsta skipti sem
H-moll messan er flutt i heilu
lagi, en kórinn flutti verkið áriö
1968 og var þaö þá stytt.
Listahátiðarnefnd hafnaði
þessutilboði á þeirri forsendu, að
hún vildi hafa ferskt efni á
listhátiö, og þar sem Pólýfón-
kórinn flytur verkið fyrst um
páskana, uppfyllir það ekki þetta
skilyrði.
— SJ
Hemanált" í Hólabrekkuskóla
##
Nemendur úr 9. bekk Hóla-
brekkuskóla i Breiðholti héldu i
sl. viku kynningu á verkum Jón-
asar Arnasonar með leik og söng.
Þrjár sýningar voru haldnar við
góða aðsókn nemenda og foreldra
þcirra — og voru menn ánægðir
með „Herranótt” Hólabrekku-
skóla. Myndin með textanum er
úr einu atriði kynningarinnar,
Delerium búbónis, en einnig var
sýnt úr Allra nteina bót og Þið
munið hann Jörund.
Smábótahöfn við Elliðaárhólma
Nú fer að hiUa undir það að
smábátaeigendur i Reykjavfk
fái sómasamlega aðstöðu fyrir
báta sina. Áætlun um smábáta-
höfn við Elliðaárhólmann hefur
verið kynnt i hafnarstjórn og
umhverfisráði og mun nú verða
lögð fyrir skipulagsnefnd.
Borgarverkfræðingur hefur
unnið að undirbúningi þessa
máls í samvinnu við félag smá-
bátaeigenda. Snarfara. Verður i
1. áfanga aðstaða fyrir 2-300
báta fremst i Elliðaárhólma úti
við Gelgjutanga. Verður byggð
þarna skemma fyrir bátana og
flotbryggja til að binda þá við.
Að sögn Þórðar Þorbjarnar-
sonar, borgarverkfræðings, er
mjög hagkvæmt að nota landið
sem þarna er fyrir hendi sem
útivistarsvæði. Gerð smábáta
hafnar er eins ódýr og verið
getur. Þórður kvað ekki vera
hættu á náttúruspjöllum af
völdum hafnarinnar. Hún verði
þannig staðsett að hún trufli
ekki laxagöngur i Elliðaárnar
og valdi ekki spjöllum á háu
bökkunum sem eru friðaðir
vegna jarðlaga, sem sýna sögu
Reykjavikur frá jarðfræðilegu
sjónarhomi.
— SJ