Vísir - 16.03.1976, Side 24

Vísir - 16.03.1976, Side 24
VfSIR Þriðjudagur 16. mars 1976 "■l" 1 1 V 1 Loðnu- bátar í start- stððu „Það eru allir bátar i start- stöðu” sagöi Andrés Finn- bogason hjá Loðnunefnd i morgun. Suðaustan hvassviðri er nú á loðnumiöunum út af Jökli og ekkert veiðiveður. Að sögn Andrésar er töfin sem orðið hefur vegna veðurs orðin á þriðja sólarhring. Allir loðnubátarnir halda sig á miðunum fyrir vestan og biða þess i vari að veður lægi. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er spáin fyrir l'oðnumiðin slæm i dag. Storm- ur veröur af suð-austri en gæti farið að lægja i nótt og vindur snúist i suður. — EKG Blaða- menn sömdu Samningar hafa nú tckisti deilu blaðamanna og útgefenda. Náðist samkomulag i morgun um kl. átta og hafði þá fundur staðið i sextán tima. Samkomulagið felur i sér sömu kjarabætur og i almennu samn- ingunum milli ASÍ og vinnuveit- enda, nema að 2% fara i sér- kröfur. Þá var gerður samningur fyrir handritalesara en það er I fyrsta sinn sem gerður er samningur fyrir það fólk. Blaðamanna- félagið mun halda félagsfund seinni partinn á morgun þar sem samningarnir munu verða bornir undir atkvæði. VS „Stórfelld áhrif á efnahagslífið" ,,Um þær stærðir er að ræða að verði tillögur meirihlutans að veruleika hefur það stórfelld áhrif á efna- hagslifið”, sagði Jónas Haralz bankastjóri er Visir spurði hann hver áhrif það hefði á efna- hagslif islendinga ef tillögur meirihluta nefndar þeirrar sem fjallaði um skipan og stjórn á fiskveiðum okkar, yrðu fram- kvæmdar. „Ég tel það algjöra nauðsyn að um þessa skýrslu verði fjallað á efnahagslegum grund- velli”, sagði Jönas. „Hingað til hefur það ekki verið gert. Fyrr en það liggur fyrir er ekki hægt að leggja dóm á skýrsluna. Ræða þarf um hvaða efna- hagslegu afleiðingar það myndi hafa ef framkvæmt yrði það sem segir i skýrslunni og hvaða segir Jónas Haralz banka- stjóri um fisk- veiðiskýrslu efnahagslegu ráðstafanir þyrfti að gera, til þess að það yrði framkvæmanleet. Hingað til hefur aðeins verið um þessi mál fjallað frá fisk- veiðisjónarmiði. Hitt er ekki siður vandasamt. Hvað á til dæmis að gera við skipin sem ekki halda til veiða? Hvað verður um útgerðir slikra skipa?” -EKG Ágjöf á Ingólfsgarði Stórstreymi og suðaustan rok var niðri við höfn er Jim Ijósmyndari lagði leið sina þangað i morgun. Eins og lög gera ráð fyrir við slikar aðstæður lagði sælöðrið yfir Ingólfsgarð. Þeir sem ekki vildu verða gegndrepa og sæbarðir urðu þvi að vera vel á veröi þvi alltaf var hægt að búast við að gusa gengi yfir. Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson var i höfn enda nýlega kominn úr rannsóknarleiðangri. Allgóður bol- fiskafli ó suð- vesturhorninu Heiidarbolfiskafii bátanna sem landað hafa i Þorlákshöfn á þessari vertið er nú um þrjú þúsund fimm hundruð og niutiu tonn, samkvæmt upplýsingum þaðan i morgun. Þessi afli er talinn ekki lakari en i fyrra. Tuttugu og sjö til átta bátar stunda nú veiðarnar, en fleiri eru væntanlegir i hópinn eftir loðnuna. Aflahæstur Þor- lákshafnarbáta er Friðrik Sigurðsson, með um 400 tonn. i Grindavikeru komin á land á vertiöinni 2.945 tonn, en þar eru um fjörutiu bátar byrjaðir. Aflinn á sama tima i fyrra var rúm þrjú þúsund og fimm hundruð tonn. Þess ber hins vegar að gæta að landanir núna eru um hundrað færri, mest vegna verkfallsins. Jóhannes Gunnar er aflahæstur með tvö hundruð og sautján tonn. í Sandgerði er Bergþór afla- hæstur með um þrjú hundruð og sjötiu tonn. Bolfiskaflinn þar er kominn i 2.930 tonn, en að undan- förnu hafa landað þar tuttugu og sex til þrjátiu og tveir bátar. Heildaraflinn á sama tima i fyrra i Sandgerði var um tvö- hundruð tonnum minni en nú, en sjóferðirnar núna eru lika orðnar um 110 fleiri á þessari vertið. EB Ríkið les minna af Þór er að verða fokheldur aftur Gólgahúmor varðskipsmanna ódrepandi Frá Óla Tynes um borð i varö- skipinu TÝ „Þór er nú að verða fokheldur aftur” sagði Þorvaldur Axelsson skip- herra þegar hann rabbaði við Ólaf Val Sigurðsson 1. stýrimann á Tý í nótt. Þegar breska freigátan AAermaid sigldi á varð- skipið fyrir helgi lagði hún aftur lunninguna frá bakka aftur að brú og lyfti jafnframt þakinu af klefa fyrsta stýrimanns. Bráðabirgðaviðgerð fór fram á Seyðisfirði um helgina. „Þetta er að verða fokhelt” sagði Þorvaldur. „Stýrimaður- inn er þó ekki fluttur inn ennþá, en þetta er smám saman að komast i gott lag aftur”. Auk fyrrtalinna skemmda vantar annan brúarvænginn á varðskipið og fjórðung af þyrlu- pallinum stjórnborðsmegin, eft- ir fyrri ásiglingar. Þessar ásiglingar eru vissulega alvar- legar en ekkert virðist geta drepið gálgahúmor varðskips- manna. Gálgahúmorinn ódrepandi Þorvaldur hefur fengið að heyra ýmsar glettnar athuga- semdir frá kollegum sinum. Sýnishorn: „Þú hlýtur að ná ofsahraða á dallinum núna, það er engin loftmótstaða af yfirbygging- unni”. — „Það er svo litið eftir ofansjávar á Þór að skipið myndi ekki reka þó það hefði 9 vindstig beint á hlið”. — „Þor- valdur má passa sig að frei- gáturnar haldi ekki að hann sé kafbátur og dúndri á hann djúp- sprengjum”. Það er frekar þungur sjór á miðunum núna, og herskip og varðskip sigla friðsamlega hlið við hlið i augnablikinu. Það er alltaf verið að biða færis og það getur dregið til tiðinda þegar minnst varir. dagblöðum — Við kaupum ekki nema 200 eintök af dagblöðunum á þessu ári — istað 450 áður. Héma er um mikinn niðurskurð að ræða, sem á sér þá skýringu, að fjárhæð sú sem varið er til þessara kaupa hefur ekki vaxið i réttu hlutfalii við verðbólguna. Þá hefur eitt dagblað bæst i hópinn, sem ér Dagblaðið. Ef við þvi ættum að kaupa óbreyttan fjölda dagblaða yrði ekkert eftir til styrktar landsmálablöðum. Þannig fórust Höskuldi Jóns- syni, ráðuneytisstjóra i fjármála- ráðuneytinu orð, þegar Visir innti hann eftir þvi hvaða f járhæð væri varið' til styrktar blaðaútgáfu og hvernig hún skiptist. — Fjárhæðin, sem verja á til kaupa á blöðum skv. fjárlögum nam 27.5 milljónum króna, sagði hann. — Þessi fjárhæð skiptist þannig, að 2.6 milljónir renna til NTB á Jelöy i Noregi. Um 7 milljónir fara til ráðstöfunar þingflokkanna i hlutfaili við þing- mannatöluþeirra. Þetta þýðir 116 þúsund á hvern þingmann. Þess- ari fjárhæð verja þeir til styrktar dagblöðunum og/eða landsmála- blöðum. Þá fara 4.5 milljónir til kjördæmamálgagna. — Þá eru eftir um 13.5 milljón- ir, sagði Höskuldur, sem fara eins og áður segir til kaupa á sex dag- blöðum og Nýjum Þjóðmálum — eftir þvf sem það blað kemur út. — VS

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.