Vísir - 27.03.1976, Side 11
vism Laugardagur 27. mars 1976
11
Páll Bergsson breyt-
ir tilraunaliði sínu
Tilraunalið Páls Bergssonar,
einvalds unglingalandsliðsins,
hefur nú spilað þrjá leiki. Hinn
fyrsta gegn Reykjavikurmeist-
urunum, sem það vann naum-
iega, annan gegn strákum frá
Laugarvatni, sem þaö vann með
miklum yfirburðum og hinn
þriðja, sem það tapaði með 8
IMPUMi Andstöðuliðið var þá
skipað Jóni Baldurssyni, Guð-
mundi Arnarsyni, Helga Jó-
hannssyni og Loga Þormóðs-
syni.
Páll hyggst nú breyta
tilraunaliði sinu áður en frekari
einvigi hefjast. Tilraunaliðið
var eins og kunnugt er skipað
Helga Jónssyni, Helga Sigurðs-
syni, Þorgeiri Eyjólfssyni og
Guðmundi Sveinssyni.
Hér er skemmtilegt spil frá
fyrsta einvigisleiknum.
Staðan var n-s a hættu og
norður gaf.
Tilraunalið Páls Bergssonar á æfingu. Talið frá vinstri: Helgi Sig-
urðsson, Þorgeir Eyjólfsson, Helgi Jónsson. Guðmundur Sveinsson
snýr baki i Ijósmyndarann.
íþenginn
\K-G-10
'9-8-6-5-3
♦G-8-7-3-2
♦ A-D-10-7-5 4 K-G-8-6-4-3-2
9-8-2 A-6-3
enginn ?A-K-10
♦K-D-10-9-4 *Ekkert
49
D-7-5-4
D-G-7-4-2
4A-6-5
1 opna salnum sátu n-s Helgi
Jónsson og Helgi Sigurðsson, en
a-v Sigurður Sverrisson og
Sverrir Armannsson. Þar gengu
sagnir á þessa leið:
Norður Austur Suður Vestur
P 14
P 2*
P 5 G
P P
P 2*
P 4 *
P 7 4
P
Vel sagt á spilin hjá Sigurði og
Sverri.
1 lokaða salnum var málið
töluvert flóknara. Þar sátu n-s
Guðmundur Arnarson og Jón
Baldursson, en a-v Guðmundur
Sveinsson og Þorgeir Eyjólfs-
son. Sagnir gengu þannig:
Norður Austur Suður Vestur
p 14 Dx) 1 4
2 G 9 4 P 44 '
P 4 * P 44
P 4 G P 5
P 5 V P 5 4
P 6 4 P P
P
x) Sýnir þrilita hendi.
Baldur Kristjáns-
son íslandsmeistari
Baldur Kristjánsson
frá Bridgefélagi
Reykjavikur sigraði i
íslandsmótinu i ein-
menningskeppni, sem
lauk fyrir stuttu.
Baldur hafði forystu
allt mótið og sigraði
örugglega.
Röð og stig efstu manna var
þessi:
1. Baldur Kristjánss. BR 322
2. Jón Arason BR 313
3. Sfmon Simonarson BR 306
4. örn Arnþórsson BR 305
5. Karl Sigurhjartars. BR ‘304
6. Halla Bergþórsd. BK 303
7. Benedikt Jóhannss. BR 302
8. Sigfús Arnason BR 295
9. Einar Þorfinnss. BR 294
10. Stefán Guðjohnsen BR 293
Þetta er i fjórða sinn, sem
keppt er um islandsmeistaratit-
il i einmenning, áður hafa sigr-^.
að Þórarinn Sigþórsson, Stefán
Guðjohnsen, og Páll Hjaltason.
tslandsmeistarinn i einmenning 1976, Baldur Kristjánsson, ásamt
syni sinum Kristjáni.
t dag hefst i Hreyfilshúsinu tslandsmót i tvímenningskeppni og
eru þátttakendur frá öllum landsfjórðungum. Keppt er eftir baro-
meterformi og hefst keppni kl. 13. A morgun heldur mótið áfram kl.
13. og lýkur á sunnudagskvöld.
Núverandi islandsmeistarar i tvimenning eru Guðmundur Pét-
ursson og Karl Sigurhjartarson frá Bridgefélagi Reykjavikur.
Símon og Stefán
efstir hjá BR
Að fjórum umferðum loknum i butlerkeppni Bridgefélags
Reykjavikur hafa Simon og Stefán tekiö forystu. Röö og stig efstu
manna er þessi:
1. Simon Simonarson — Stefán Guðjohnsen 266
2. Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson 256
3. Bragi Erlendsson — Rikarður Steinbergsson 253
4. Einar Þorfinnsson — Páll Bergsson 251
5. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 242
6. Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 235
■7. Guðmundur Arnarson — Jón Baldursson 232
8. Jón Hilmarsson — Jón Páll Sigurjónsson 225
9. Sigurður Sverrisson — Sverrir Armannsson 225
10. Ásmundur Pálsson — Hjalti Eliasson 224
Bronsstig i siðustu umferð fengu þessir: Simon-Stefán 56, Guð-
mundur-Þorgeir 38, Björn-Ólafur 26, Jón-Jón 18, Sigfús-Vilhjálmur
12, Asmundur-Hjalti 9, Hörður-Hallur, 6, Einar-Páll 6, Jakob-Páll 4.
Spilaðer i Domus Medica á miðvikudögum kl. 20.
Vilhjálmur og
Sigfús efstir
á Selfossi
Hjá Bridgefélagi Selfoss er nú veriö að spila þriggja kvölda tvi-
menningskeppni og er tveimur umferðum lokið.
Staða efstu manna er nú þessi:
1. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þ. Pálsson 400
2. Kristmann Guðmundsson — Jónas Magnússon 383
3. Kristján Jónsson — örn Vigfússon 373
4. Skafti Jónsson — Skúli Einarsson 363
5. Pétur Jónsson — Guðriður Ölafsdóttir 360
6. Haukur Baldvinsson — Oddur Einarsson 359
Meðalskor eftir tvö kvöld er 330 stig.
EFTIRMÁLI
UM KVENNAFRÍDAG
— á Hótel Sögu á sunnudaginn
PÓST- OG SÍMAMENN
vilja fullan samningsrétt
Framkvæmdanefnd og starfs-
hópar um kvennafri eru nú að
ljúka störfum og af þvi tilefni
verður efnt til fundar I Atthagasal
Hótel Sögu á sunnudaginn kl. 15.
Þar verða Kvennasögusafni ís-
lands afhent gögn varðandi fram-
kvæmd kvennafrisins, svo sem
fundargerðir, vinnuskýrslur, bréf
og bækur með blaðaúrklippum.
Ennfremur verður forráðamönn-
um safnsins afhentur tekjuaf-
gangur frá 24. október, sem er 800
þúsund krónur.
Þarna verða ýmis skemmti-
atriði og fróðleiksmolar. Guðrún
A. Simonar syngur og Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir skýrir frá Dan-
merkurferð, i hverja hún var boð-
in til að segja frá kvennafridegin-
um á tslandi.
Valborg Bengtsdóttir mætir og
með breyttan texta á baráttu-
sönginn „Hvers vegna kvenna-
fri”. t nýju útgáfunni syngja kon-
ur ,,Við. kusum kvennafri”.
— ÓT.
Tæknistarfsmenn simamanna
á Stór-Reykjavikursvæðinu hafa
sent frá sér ályktun þar sem þeir
krefjast þess að nú þegar verði
gengið til samninga um
samningsrétt opinberra starfs-
manna.
Telja þeir að ekki verði lengur
við það unað að opinberir starfs-
menn hafi ekki jafnan samnings-
rétt um kjaramál sin og aðrir
launþegar i landinu.
Skora þeir á forystu heildar-
samtaka B.S.R.B. að gangast fyr-
ir vinnustöðvun um allt land ef
ekki náist samkomulag, sem ekki
ljúki fyrr en viðunandi lausn hef-
ur fengist i samningsréttar-
málunum.
Þá hefur almennur fundur
Póstmannafélagsins samþykkt
að skora á rikisstjórnina að koma
nú þegar til móts við kröfur opin-
berra starfsmanna um fullan
samningsrétt. Lýsa þeir fullum
stuðningi við tillögur B.S.R.B. og
skora á félagsmenn sina aö láta
einskis ófreistað til að ná fram
þessum grundvallarrétti.