Vísir - 10.04.1976, Side 3
vism Laugardagur 10. april 1976.
3
Gítarleikur
í Norrœna-
húsinu
Tónlistarskólinn i Görðum.
Garðabæ, efnir til gitartón-
leika i Norræna liúsinu i dag
kl. 14.00.
Gitarleikarinn er Pctur
Jónasson. og eru tónleikarnir
þáttur i burti'araprófi hans frá
skólanum, en hann er fyrsti
nemandinn sem útskrifast
þaðan. Pétur hefur stundað
nám við skólann frá 1969,
kennari hans er Eyþór Þor-
láksson.
A efnisskránni eru verk sem
eru litt kunn hérlendis, en að-
gangur er ókeypis.
Elliheimili menntskœlinga
Menntskælingar á
Akureyri sýna Elli-
heimilið eftir Kent
Andersen og Bengt
Bratt i Samkomuhúsinu
á Akureyri i kvöld og
annaðkvöld.
Leikendur eru tólf, en leikstjórn
annast Þórhildur Þorleifsdóttir
og Kristin ólafsdóttir. Fjórir tón-
listarmenn aðstoða við flutning-
inn.
Elliheimilið var frumflult um
siðuslu helgi við góða aðsókn og
frábærar undirtektir. Sýningarn-
ar hefjast kl. 8.30.
Þeir sem ætla með Ferða-
félaginu stilla sér upp við
Umferðamiðstöðina að austan-
verðu, en þeir sem kjósa Oti-
vistarferðirnar, að vestan-
verðu.
Ferðafélagsmenn leggja leið
sina m.a. i Undirhliðar og
Kaldársel, Skálafell og Hellis-
heiði og Gróttu.
Otivist fer m.a. i Æsustaða-
fjall og Helgafell i Mosfellssveit,
og upp i Hvalfjörð þar sem
gengið verður á steinafjöru og
kræklingafjöru og verða
kræklingar matreiddir og
snæddir á staðnum.
Auk þess bjóða báðir aðilar
upp á gönguferð i Búrfellsgjá og
Búrfell, en sinn hvorn daginn.
Skíðaferðir
ó Akureyri
og Húsavík
Þá eru ótaldar skiðaferðir
norður i land bæði á Húsavik og
Akureyri, og er á hvorugan
staðinn upppantað ennþá.
Ljósmyndaraðir
ó Listasafninu
Það er Otsýn sem selur Húsa-
vikurferðirnar i samvinnu við
Flugfélagið og verður flogið
norður miðvikudaginn fyrir
skirdag. A Húsavik, og reyndár
lika á Akureyri, hefur verið
fremur litill snjór i vetur, en úr
þvi kann þó enn að rætast. Ot-
sýn hefur þvi ákveðið ferðir frá
Húsavik, austur i Kelduhverfi
og einnig út i Flatey fyrir þá
sem þessóska. Verðið á þessari
ferð er frá 15.200 upp i 17.200.
Úrval selur ferðirnar til Akur-
eyrar, en þar verður Skiða-
landsmótið haldið um páskana
og þvi mikið um að vera þar.
Flogið verður norður 14. april og
kostar ferðin frá 15.500 upp i
21.000 eftir þvi hvort gist er i
Skiðahótelinu eða á Hótel Varð-
borg.
Þá munu upptaldar þær
skipulögðu ferðir sem á boðstól-
um eru þessa páska, en mögu-
leikarnir fyrir einstaklings-
framtakið eru jú ótæmandi.
— EB
Sýning á Ijósmyndaröö-
um eftir Flemming Koe-
foed, var opnuð hjá Lista-
safni A.S.i. í gær og stend-
ur í tvær vikur.
Flemming Koefoed hefur hald-
ið átta einkasyningar i Danmörku
og Sviþjóð og auk þesstekið þátt i
nokkrum samsýningum.
Myndaraðirnár sem sýndar eru
lieita. Bæjargluggar. I framandi
borg. Grafreitirnir og Hin
oþekktu. Sýningin er opin alla
daga. nema laugardaga frá kl 14-
18.
I r in> ndarööinni Ilinir óþekktu
Merkileg nýjung í með-
ferð ófengissjúklinga
Nokkrir isienskir áfengis-
sjúklingar liafa fengið
árangursríka meðferð i Banda-
rikjunum og hyggjast þeir nú
miðla öðrum áfengissjúklingum
af reynslu sinni.
Félagsniálaráð Keykjavikur-
borgar hefur lagt til við borgar-
stjórn að komið verði upp tveim
eftirmeðferðarlicimilum fyrir
áfengissjúklinga á vegum
borgarinnar. Annað þessara
heimila er lagt til að verði rekið
i samræmi við tillögur
Amerikufaranna, en þeir eru
allir félagar i AA-samtökunum.
Verða að hafa
sýnt vilja til
að standa sig
Starfsemin yrði byggð þannig
upp, að Reykjavikurborg ætti
húsnæðið og greiddi húsverði
iaun, en hann yrði eini starfs-
maður heimilisins. öll önnur
störf á heimilinu yrðu unnin af
vistmönnum sjálfum. Þeir
greiði lága húsaleigu, en greiði
auk þess sjálfir allan kostnað af
húsnæðinu, s.s. ljós og hita.
Gert er ráð íyrir að hver vist-
maður verði á heimilinu i 2-5
mánuði. Skilyrði er að hann hafi
áður fen-gið einhvers konar
meðferð á hæli eða stofnun.
Þetta skilyrði er sett bæði vegna
þess að læknisskoðun er nauð-
synleg áður en vistmaður er
tekinn á heimilið til þess að
öruggt sé að hann eigi ekki
fremur heima á sjúkrahúsi og
eins svo ljóst sé að mönnum sé
alvara i að standa sig.
Útvega vinnu
og húsnæði
Hver vistmaður á svona
heimili hefur sinn forsvars-
mann (sponsor). Hans fyrsta
verk er að hjálpa skjólstæðingi
sinum að fá vinnu. Siðan er
hann til taks og getur skjól-
stæðingurinn leitað til hans á
nóttu sem degi.
Þetta er það hlutverk sem
þessi hópur AA-manna ætlar
sér. Þeir eru búnir að læra af
eigin mistökum og geta sagt frá
þeim og leiðbeint öðrum. Auk
þess hafa þeir séð hvað hægt er
að gera mikið með þeim aðferð-
um sem þeir kynntust vestra.
Ekki er skilyrði að vistmenn
séu AA-menn eða gangi i sam-
tökin. Mönnum er ráðlagt að
sækja fundi samtakanna, en
■ þeim er i sjálfsvald sett hvort
þeir gera það.
Þegar vistmaður ætti að vera
búinn að öðlast það mikinn
kjark, að hann geti staðið á eig-
in fótum, er honum útvegaö
húsnæði annars staðar, en for-
svarsmaðurinn hefur eftir sem
áður eftirlit með honum i nokk-
urn tima.
Hlekkur sem
hefur vautað
Að sögn manna sem hafa
kynnst baráttunni við áfengis-
sjúkdóminn er svona heimili sá
hlekkur sem lengi hefur vantað i
sambandi við lækningu áfengis-
sjúkra.
Menn sem hafa brotið allar
brýr að baki sér eiga oft i mikl-
um erfiðleikum með að komast
á nýjan leik út i lifið, jafnvel
þótt þeir hafi fengið meðhöndl-
un á hæli. Heimili eins og þau
sem nú eru fyrirhuguð brúa bil-
ið milli hælisdvalar og eðlilegs
lifs. — SJ
Óeðlileg útgáfa
ríkisskuldabréfa
— segja vinnuveitendur
,,Rikisvaldið hefur
aukið ú fjármagns-
örðugleika atvinnufyrir-
tækja með óeðlilegri út-
gáfu verðtryggðra rikis-
skuldabréfa og happ-
drættislána”, segir i
ályklun aðaifundar
vinnuveitendasambands
islands.
Lýsti fundurinn yfir áhyggjum
sinum yfirþeim lélegu skilyrðum
sem frjálsum atvinnurekstri eru
sett.
Þá segir i ályktun lundarins að
verðbólgan hafi ruglað verðmæta
og arðsemisviðmiðanir i fjár-
lestingu. Og að úreltar afskrifta
og skattareglur gerðu atvinnu-
reksúúnum stöðugt erfiðara fvrir.
— ÉKG
Merkjasala vegna líknarmúla
Ljósmæðrafélagiö efnir
til árlegs merkjasöludags
sins á morgun. Eins og að
undanförnu veröur ágóða
varið til liknarmála.
Merkin verða afhent i eftir-
töldum skólum klukkan 10 ár-
degis. Alftamýrarskóla, Ar-
ba'ja rskóla. Breiðholtsskóla.
Fellaskóla, Langholtsskóla.
Melaskóla og Vogaskóla.