Vísir - 10.04.1976, Side 8

Vísir - 10.04.1976, Side 8
______Laugardagur 10. april 1976. vism ( V«M ^ÍMtM “ Umsión: 'l I _______Guömundur Pétursson J Að fljóta vakandi... Segja má að það sé orðin föst venja i miðjum verkföllum að ræða um endurskoðun vinnulöggjaf- arinnar. í annan tima liggja umræður um þetta efni hins vegar að mestu niðri. Vinnulöggjöfin er skýrt dæmi um málefni, sem flestir eru á einu máli um að hreyfa þurfi við, en enginn þorir að taka á. Forystumenn launþegasam- taka, vinnuveitenda og rikisvalds hafa margsinnis á siðustu árum iýst áhuga og vilja til þess að koma fram breytingum i þessum efnum. En þrátt fyrir fögur orð gerist lítið sem ekkert. Flestum er ljóst, að með verkföllum er sjaldnast unnt að knýja fram raunhæfar lifskjarabætur, þó að launahækkanir fáistí krónum talið. Á sama tima og jafnvel forystumenn i röðum launþega viðurkenna þessa staðreynd er verið að rýmka verkfallsréttinn eins og samningarnir við opinbera starfsmenn bera með sér. Þegar stjórnvöld og hagsmunaaðilar hafa lýst á- huga á breytingum virðist það við fyrstu sýn vera heldur kynleg þverstæða, að ekkert skuli gerast. Ástæðan er sú, að enginn þorir að hreyfa sig. Aðilar vinnumarkaðarins óttast að völd þeirra geti raskast, ef hreyft yrði við kerfinu. Á það er einnig að lita að pólitisk staða f jölmargra manna er bundin þessum hagsmunasamtökum. Á hinn bóginn er rikisvaldið orðið of veikt. Hvorki Alþingi né rikis- stjórn geta haft frumkvæði i þessum efnum. Þessir aðilar hreyfa sig þvi ekki, nema hagsmunasamtök- in gefi grænt ljós. Formaður Vinnuveitendasambandsins tók þessi mál til meðferðar á aðalfundi vinnuveitenda nú i vikunni. Hann leggur til, að Alþingi taki af skarið og færi Alþýðusambandinu aukin völd með breyting- um á vinnulöggjöfinni, sem nú er að verða 40 ára gömul. Hér er verið að ýta við hugmyndum um heildar- kjarasamninga, sem margsinnis hefur verið fjallað um bæði i röðum vinnuveitenda og launþega. Vara- forseti Alþýðusambandsins telur hins vegar, að skörin sé farin að færast upp i bekkinn, þegar vinnuveitendur reyni með þessum hætti að hlutast til um innri málefni launþegasamtakanna. Þetta er skýrt dæmi um þá stöðnun, sem rikir á þessu sviði. Að sjálfsögðu er þess varla að vænta að striðandi hagsmunahópar eins og vinnuveitendur og launþegar verði á einu máli um breytingar á vinnulöggjöfinni. Engum vafa er þvi undirorpið að pólitisk forysta er óhjákvæmileg, ef menn á annað borð hafa áhuga á að sniða vinnulöggjöfina eftir aðstæðum nútíðar- innar. En hér erum við i úlfakreppu eins og viða annars staðar. Stjórnmálamennirnir þora ekki að ríða á vaðið. Þeir biða af ótta við hagsmunasamtök- in. Við höfum mörg dæmi um það meðal nágranna- þjóða okkar, hvernig farið hefur fyrir atvinnulifinu einmitt fyrir þær sakir, að ekki hefur verið unnt að láta aðila vinnumarkaðarins vinna eftir löggjöf, sem miðuð er við nútima aðstæður. Bæði launþegar og atvinnufyrirtæki verða fyrir barðinu á þessari þróun. Við sjáum hættuna, en samt heldur þessu fram. Þannig fljótum við að feigðarósi, vakandi að þvi er virðist. Nú verður Humprey að segja af eða á HUBERT H. HUMPREY Að loknum kvöldverðarfundi á Waldorf-Astoria i New York núna fyrir nokkrum dögum, sem sóttur var af ölium helstu borgarstjórum demókrata i Bandarikjunum, birtist skyndi- lega herskari Ijósmyndara og fréttamanna, sem umkringdu einn fundarmanna á lcið út. Coleman Young, borgarstjóri i Petroit, gaut auga til þessa uppþots og sagði svo þurriega : „Þctta hlýtur að vera Hump.” Ilann átti kollgátuna. Petta var Ilubert Iloratio Humprey, sem margir telja afar liklegan til þess að verða útnefndur framboðscfni flokksins i næstu forsetakosningum, — og hefur hann þó ekki tckið neinn þátt I forkosningakapphlaupinu, sem stendur yfir þessar vikurnar. Gefurðu kost á þér> Hump? Undir skærum ljósum mynda- tökumannanna maulaði Hump- rey samloku sina, meðan frétta- mennirnir létu rigna yfir hann spurningunum og þar á meðal þessa sigildu: „Býður þú þig fram til forsetakosninganna?” Hubert Humprey hefur sóst eftir forsetaembættinu allt frá þvi 1960, þegar hann tapaði i forkosningunum fyrir John Kennedy, og þurftu frétta- mennirnir þvi ekki að spyrja, vegna þess að þeir vissu ekki. — En Hurnprey fór allsstaðar und- an i fiæmingi. „Ég er ekki að sækjast eftir forsetaembættinu,” sagði hann, meðan borðfélagar hans, áhrifamenn i demókrataflokkn- um reyndu að láta, eins og ljósin og blaðamennirnir væru ekki þarna. Kvöldfundurinn var undan- fari fyrirspurnartima morgun- inn eftir, þar sem þrjú helstu framboðsefni flokksins sátu fyr- ir svörum. Þeir Henry Jackson frá Washington-riki, Jimmy Carter, fyrrum rikisstjóri Georgia og Morris Udall, þing- maður frá Arizona, — eðlilegt hefði verið, að allra augu beind- ust aö þessum þrem oddvitum flokksins. En enginn þeirra hafði það aðdráttarafl á fréttaljós- myndarana sem Humprey. Allra augu beindust að honum. — Segir það nokkra sögu um óvissuna, sem rikir i undirbún- ingnum íyrir flokksþingið i sumar, þar sem velja skal, hver skuli settur i framboð á móti frambjóöanda repúblikana- flokksins, sem fyrirsjáanlega verður Gerald Ford forseti. Þrefaldur sigur Hubert Humprey er maður rúmlega sextugur að aidri. Eftir ósigurinn i forkosningunum fyr- ir John F. Kennedy, fékk hann annað tækifæri til að spreyta sig og það i forsetakosningunum sjálfum. Þetta var 1968 og þá tapaði hann fyrir Richard Nixon. — Enda var flokkur hans klofinn vegna Vietnamsstriðs- ins, sjálfur fylgdi hann stefnu Johnsons, en hún var ekki að skapi dúfunum, i frjálslyndari armi flokksins. t þriðja sinn reyndi hann við forkosningar flokksins fjórum árum siðar, og i þriðja sinn beið hann ósigur — en það var fyrir George McGovern. Það er þvi engin furða, þótt Hump, eins og vinir hans kalla hann, hafi fengið sig saddan af forkosningum. Hvað sem á dyndi, mundi hann ekki láta hafa sig út i það kapphlaup eina ferðina enn. Tvíeggjuð herkœnska Sú ákvörðun hans virtist lika vera hið besta herbragð. Þvi áhugaminni sem hann sýndist, þeim mun fleiri virtust vilja halda nafni hans á lofti sem framboðsefni. Þegar ljóst varð, hve margir stefna að þvi að reyna að hljóta útnefningu flokksins, og að tveir eða þrir þeirra mundu standa nokkuð jafnir, virtust vaxa möguleikar Humpreys til að hljóta útnefn- ingu án sigra i forkosningum sem einskonar málamiðlun flokksþingsins. Hugsanlega eini maðurinn, sem eining gæti fengist um. Kennedy ekki í sviðsljósinu Annar framámaður i demó- krataflokknum, sem eins og Humprey stendur utan við for- kosningarnar, en hefur oft verið orðaður við hugsanlegt framboð til forsetakosninganna, er Ed- ward Kennedy. Hann segir jafn- an, þegar hann er inntur eftir fyrirætlunum i þessu efni, að hann gefi ekki kost á sér. — Þetta árið leggja menn loks trúnað á þá yfirlýsingu, og hann er þvi ekki i sviðsljósi kosninga- undirbúningsins. Þegar Humprey er spurður, svarar hann aldrei „Ég mun ekki bjöða mig fram” eða „ég mun ekki gefá kost á mér”. — Hann segir loðið: „Ég er ekki að sækjast eítir forsetaembætt- inu.” — Það lætur allt ósagt um, hvaða ákvörðun hann tæki, ef honum stæði það til boða. Vígstaðan breytt Á meðan þessi loðna afstaða varð i fyrstu til að ýta nafni hans ofar á dagskrá, þá hefur þróunin og úrslit forkosning- anna. eftir þvi sem þær verða fleiri að baki, orðið til þess að rýra möguleika Humpreys. — Veldur þar mestu um árangur Carters. Möguleikar Humpreys lágu fyrst og fremst i þvi, að tvö eða fleiri framboðsefni stæðu svo jöfn, að flokksþingið gæti ekki gert upp á milli þeirra. Sigrar Carters og sú forysta, sem hann hefur tekið i forkosningunum — flestum að óvörum — horfa til þess, að þessi möguléiki Humpreys verði að engu. Komi Carter sem óvéfengjan- legur sigurvegari á flokksþing- ið, þarf ekki að ræða það fram og til baka, hver verði fram- bjóðandi flokksins. Það brást, að Udall fengi stöðvað sigurgöngu Carters, þegar kom til forkosninganna i Wisconsin, en við það höfðu stuðningsmenn Humpreys bundið nokkrar vonir. Hann sjálfur hafði tekið sér ferð á hendur þangað og talið sina menn á að greiða Udall atkvæði. — Enda hafði Carter áður á opinberum fundi höggvið að Humprey og sagt framboðs- möguleika hans enga, manns sem þrivegis hefur beðið ósigur á þessum vettvangi. Ferð Humpreys til Wisconsin voru fyrstu sjáanlegu merki þess, að hann væri ekki hlutlaus i forkosningunum, eins og hann i upphafi lýsti yfir, að hann mundi verða. Hún er sannindi þess, að honum er að verða Ijóst, að honum mun naumast tjóa að halda að sér höndum og standa álengdar. Þvi er liklegt, að næstu vikurnar eða dagana megi vænta frekari hreyfingar i her- búðum Humpreymanna, og Humprey sjái sig neyddan til þess að stiga að fullu fram fyrir tjöldin, Annað hvort með þátt- töku i forkosningum einhvers rikisins, eða með yfirlýsingum, ef honum sýnist vigstaðan von- laus, um að hann gefi alls ekki kost á sér. 8 VÍSIR Útgefandi: Iteykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Fálsson, ábm. Ólafur liagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurðsson, Þrúður G. Haraldsdóttir. tþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Ásgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhanuesson Auglýsingar: Ilverfisgötu 44. Simar 11GG0 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi Htíól 1 Kitstjórn: Siðumúla 14. Simi HGGl 1.7 linur Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaðaprent hf.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.