Vísir - 10.04.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 10.04.1976, Blaðsíða 14
vtsrn Raftæki — Gjafavörur Lampar — Kaffikönnur — Brauðristar KARTOFLURNAR" slá öll fyrri met... Hárþurrkur — Ryksugur — Hrærivélar — Borðkveikjarar — Krullujárn — Straujárn — Grilltæki — Rakvélar — Ferðaútvörp — Rafmagnsvekjaraklukkur — Viðgerðir á lömpum Raftœkjaverzlunin Kastljós Laugavegi 118 — Sími 16625 NEYTENDAÞJÓNUSTAN Kvörtunarþjónusta starfar í yðar þágu Tökum við kvörtunum vegna gallaðrar vöru og þjónustu frá kl. 17—18. Neytendaþjónustan, Langholtsvegi 176. Sírni 37460 Anna Bencdiktsdóttir hringdi Ég hef samband við ykkur til þess að kvarta yfir afspyrnu lélegum kartöflum sem okkur er boðið upp á. Fyrst liðum við kartöfluskort i langan tima og þegar kartöflurnar loks koma eru þær slik hryggðarmynd sem raun ber vitni. Þessar kartöflur slá öll fyrri met hvað snertir léleg gæði. Ég keypti kartöflur fyrir nokkru og hugðisthafa franskar kartöflur. bess vegna skrallaði ég þær hráar. En það var ógeðslegt sem við blasti, Feitir ormar skriðu sprelllifandi á þeim. Venjulega kaupi ég fimm kilóa poka. Hann hefur hingað til dugað vikuna. Nú eru kartöflurnar hins vegar svo slæmar að það er varla nema þriðjungurinn sem er nothæfur af þeim kartöflum sem keyptar eru. Nýju kartöflurnar eru af- spyrnu lélegar. Fimmta herdelldin? Kolbrún Sölvadóttir skrifar: Eru bretar búnir að koma sér upp fimmtu herdeild i þorská- striðinu hér á miðunum? Ef svo er ekki, hvers vegna láta þá áhafnir f jölmargra neta- og togbáta, sem ekki eru þó undir heraga, gera sig að veiði- þjófum og samherjum breta, sem eru að reyna að eyðileggja fiskimið okkar? Bretar voru búnir að hagnýta sér Islensk fiskimið, eftir þvi sem þeir sjálfir segja, i 6 hundr- uð ár, eða frá þvi fiskgengd var hér svo mikil, að þeir gátu óá- reittir stundað veiðar upp undir landsteinum. En þegar svo var komið, eftir þessi 6 hundruð ár, að fiskimiðin voru að verða upp- urin, vegna sivaxandi ásóknar þeirra og annarra útlendingaog ekki varð hjá því komist að setja skorður við gegndarlausri ofveiði, fylltust breskir Ut- gerðarmenn heift, og fengu ráð- andi stjórnmálamenn og hern- aðaryfirvöld til þess að taka þátt I svo lúalegum hefndarráð- stöfunum, að slikt þekkist varla nú orðið nema meðal róna eöa bófaflokka. Sem sé, að eyði- leggja þau verðmæti, sem þeir komast ekki lengur yfir að nýta sjálfir eða fá ekki að nýta. Núhefur sá sorglegi atburður gerst, að islenskir veiðiþjófar, sem eiga þó einskis að hefna, en hafa þvert á móti notið aðstoðar þjóðar sinnar við að koma sér upp veiðitækjum sinum, hafa gerst samherjar breta við að eyða fiskstöfnunum á þeim svæðum sem nauðsynlegast hefur þótt að friða. Þeirra til- gangurer að sækja, i skjóli nátt- myrkurs, auðfenginn stórgróða á mið langt innan islenskrar landhelgi og á alfriðuð svæði. Með þessu eru þeir, af heimsku eða græðgi, að slá vopnin úr höndum okkar i landhelgisdeil- unni. Þvi að nú geta andstæð- ingar okkar sagt, að engin þörf sé á friðun fiskimiðanna, þar sem islendingar stundi sjálfir smáfiskadráp i stórum stil á svæðum sem þeir þykist vera að friða. Gegn athæfi þessara óláns- sömu veiðiþjófa duga engar smávegis fésektir, sem þeir geta borgað með broti af ágóða einnar veiðiferðar. Það þarf að margfalda sektarupphæðirnar, gera afla og veiðarfæri upptæk og birta i' fjölmiðlum myndir af bátunum sem verið hafa við þessar veiðar, skipstjórnar- mönnum þeirra og útgerðar- mönnum. Það myndi sennilega verða til þess að fleiri slægjust ekki i hóp þessara veiðimanna, ef hætta væri á að alþjóð fengi að sjá, svo ekki yrði um villst, hverjirhafaátthér hlut að máli. tslenskir veiðiþjófar hafa gerst samherjar breta viöaöeyða fiskistofnunum á friðunarsvæöum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.