Vísir - 10.04.1976, Síða 24
VISIR
______á
Laugardagur 10. april 1976.
Leist
illa
á
stein-
bítinn
Bresku freigáturnar
fylgjast vel með varð-
skipunum islensku. Þvi
fengu þeir að kynnast
skipverjarnir á Guðnýju
frá ísafirði nú i fyrra-
dag.
Guðný er grár stálbátur 75 lest-'
irog hefur freigátuskipherranum
virst þegar hann leit bátinn i
fjarska að þarna væri komið eitt
islensku varðskipanna.
Freigátan kom þvi öslandi að til
þess að athuga þennan óboðna
gest nokkru nánar. Hún sneri hins
vegar fljótt við þegar skipherra
freigátunnar uppgötvaði hvers
kyns var, — að hér væri bara á
ferð bátur á linuveiðum.
Það er hins vegar mál manna
vestra að sjóliðunum hafi litist
heldur illa á gráan steinbitinn og
þvi séð sitt óvænna og snúið frá.
Nú munu vera 16 breskir togar-
ar á miðunum út af Vestfjörðum.
1 fylgd með þeim eru þrjár
freigátur tvö dráttarskip og eitt
aðstoðarskip.
Ekki hefur komið til neinna
árekstra milli þessara skipa og
islenskra. Linubátarnir halda sig
mun grynnra en bretarnir.
Togararnir islensku eru allir fyrir
sunnan út af Jökli og Reykjanesi.
Furða flestir sig á i hvað bret-
inn sé að sækja þarna vestur fyrir
þvi islensku togararnir héldu af
þessum miðum vegna þeirrar al-
gjöru ördeyðu sem þar rikti.
— EKG.
Ekkert
ákveðið
um leigu
skuttog-
arans
Hrannar
Eigendur skuttogarans
Hrannar RE 10 ræddu i gær
við sjávarútvegsráðuneytið
um hugsanlega leiguá skipinu
til Hafrannsóknastofnunar-
innar. Að sögn Þórhalls
Helgasonar framkvæmda-
stjóra var ekki tekin nein
ákvörðun á fundinum.
„Við ræddum við þá”, sagði
Þórhallur, ,,en það voru engir
samningar gerðir. Hins vegar
erbúistviðaðhittastaftur eft-
ir helgina.”
Þórhallur sagði aö ekkert
væri heldur að frétta um
hugsanlega leigu á Engey. En
eins og fram kom i Visi fyrir
nokkru hefur verið rætt við
norska aðila um hugsanlega
leigu á skipinu.
— EKG.
Gífurlegur skortur á húsrými
þjálfunar- og kennslustöðu
fyrir vangefna hér á landi!
„Fjöldi vistmanna á stofnun-
um fyrir vangefna er langt
umfram það, sem eölilegt getur
talist,” sagði Bjarni Kristjáns-
son, forstöðumaður vist-
heimilisins Sólborgar a' Akur-
eyri, er Visir ræddi við hann um
málefni vangefinna. Sem dæmi
nefndi hann, að á Kópavogshæl-
inu eru yfir 200 vistmenn, en
hæfilegur fjöldi er talinn vera
165. A Sölborg á Akureyri eru 60
vistmenn, þar af eru 55 i
húsnæði, sem upphaflega var
ætlað fyrir 32.
Þá gat Bjarni þess, að auk
þrengslanna ylli það erfiðleik-
um, hve vistmenn væru á mis-
munandi aldri og geta þeirra
væri misjöfn og væri þvi með-
ferð og þjálfun, þessa fólks
vandkvæðum bundin. 1 yfirfullu
og óhentugu húsnæði væri mjög
erfitt að fullnægja sérþörfum
hvers einstaklings, og i reynd
væru öll fræðileg lögmál um
uppeldi og þjálfun þessa ör-
yrkjahóps fótum troðin við slik-
ar aðstæður.
Samtals em nú tæplega 500
mahns á heimilum fyrir van-
gefna hér á landi og taldi Bjarni
Kristjánsson, að sameiginlegt
vandamál þessara stofnana
væri mikiU skortur á kennslu-og
þjálfunaraðstöðu, og öðru
húsrýmitil þess að hægt væri að
vista þar vangefið fólk.
Er þvi auðsýnilega um mikið
vandamál, að ræða, sem krefst
úrlausnar sem fyrst. — ÓR.
City-
bank
vekur
CITIBANiO
othygli
á lán-
ve’rting-
um til
íslands
„Þeir eru ekki að stæra sig af
ncinu sem ósatt er”, sagði Helgi
Bergs Landsbankastjóri er
Vísir haföi samband við hann
vegna auglýsingar sem birtist i
nýjasta tölublaði bandariska
timaritsins Time.
1 auglýsingunni segir banda-
riskur banki, Citybank frá þvi
að hann hafi staðið að fjár-
mögnun hitaveituframkvæmda
á íslandi. Segir meðal annars
að nýting náttúruauðlinda sé að
verða æ nauðsynlegri. Það sé
atriði sem Citybank styðji á
virkan hátt.
Sagði Helgi Bergs að City-
bank hefði séð um útboð skulda-
bréfa erlendis til þess að fjár-
magna hitaveituframkvæmdir
hitaveitu Reykjavikur. Þar
fyrir utan hefði bankinn veitt
margs konar bráðabirgðalán.
Fulltrúar Citybanka ásamt
þeim Helga Bergs og Jónasi
Haralz bankastjóra áttu við-
ræður við bæjarráð Akureyrar
og formann hitaveitunefndar
þar. Sagði Helgi að fulltrúar
Citybank hefðu látið i Ijós áhuga
á að fylgjast með undirbúningi
nitaveituframkvæmda á Akur-
eyri. —EKG
Vinnuslys í Asparfelli
Vinnuslys varð i Breiðholti i eftir hádegið i gærdag. Piltur-
gær. Piltur varð undir inn var fluttur á slysadeild
steyptum stiga sem notaður var Borgarspitalans.
við byggingavinnu i Asparfelli —EA
M ■ • ■■ •X
Andri Heið-
berg kaupir
„þotuþyrlu'
Þyrla af gerðinni Jet Kanger, eins og
Andri Ileiðberg fær.
Andri Heiðberg sem
rekið hefur þyrluþjón-
ustu um langt árabil er
að festa kaup á nýrri
þyrlu af gerðinni Jet
Ranger. Vélin verður
fengin á kaupleigu-
samningi i gegnum Aut
Air i Bretiandi.
Andri hefur rekið tvær
Brantley þyrlur, ásamt Jóni,
syni sinum, sem er hans aðal-
flugmaður. Siðastliðið sumar
skemmdist önnur þyrlan, en hin
verður i gangi i sumar ásamt
nýju Jet Ragner þyrlunni.
Jet Ranger eru geysilega
vinsælar og hafa reynst vel um
allan heim. Þær eru margfalt
afkastameiri en Brantleyinn
sem Andri á fyrir, enda eru þær
með túrbinu mótor en hinar
bulluhreyfli.
Þær geta þvi borið mun
þyngra hlass lengri vegalegnd
og auk þess er viðhaldið miklu
minna. Siðastliðið sumar var
Jón að vinna á Austurlandi og
flutti þá 576 tonn á fjórum mán-
uðum. Það var allskonar
byggingaefni, steypa, timbur og
þesshdttar. Þetta var borið í vir
sem er neðan á þyrlunni. Jet
Rangerinn er sem fyrr segir
mun afkastameiri og eru þeir
feðgar þvi bjartsýnir i rigning-
unni sem nú hrjáir okkur.
— ÓT.