Vísir - 26.04.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 26.04.1976, Blaðsíða 1
Takmörkuð not af efni Evrópusambands sjónvarpsstöðva vegna ófullkominna fjarskipta við útlönd Getum t.d. ekki tekið þátt í söngva- keppninni fyrr en komin er jarðstöð „Það er allt útlit tyrir að við getum ekki tekið þátt I söngva- keppni sjónvarpsstöðva Evrópu fyrr en árið 1985, eða með öðr- um orðum þegar við höfum fengið hér jarðstöð til móttöku á sjónvarpssendingum um gervi- hnetti”, sagði Pétur Guðfinns- son, framkvæmdastjóri sjón- varpsins i samtali við Visi. Hann sagði að það væri skil- yrði fyrir þátttöku, að viðkom- andi land væri i beinu sambandi viö kerfi sjónvarpsstööva Evrópu, þannig að dómarar gætu fylgst með keppninni þar og það land, sem bæri sigur úr býtum annaðist þá framkvæmd keppninnar næsta ár á eftir. Sýnt hér þrem vikum seinna en annars staðar Söngvakeppnin var á dagskrá islenska sjónvarpsins i gær- kvöldi, 25. april, en hún fór fram i Haag i Hollandi 3. april siðast- liðinn. bann dag var bein sjónvarpsútsending á þessu vinsæla efni til nær allra Evrópulanda og viðar út um heim, og munu nær fimm hundruð milljónir manna hafa fylgst meö þeirri útsendingu. fslendingar eru ein þejrra fáu þjóða, sem ekki eru f beinum fjarskiptatengslum við um- heiminn, að þvi er varðar mót- töku á sjónvarpsefni, og uröu þvi að biða þar til myndsegul- bandsupptaka frá keppninni hafði borist hingað til lands, og hægt var að sýna hana. Þetta er aðeins eitt dæmi um það, á hvern hátt það kemur sér illa fyrir okkur að hafa ekki jarðstöð hér á landi, en með slikri stöð gjörbreytist frétta- þjónusta sjónvarpsins, þar sem hægt er að fá kvikmyndir af at- burðum dagsins úti i heimi sendar um gervihnött i stað þess, að þurfa að senda þær flugleiðis til landsins. Þá gæfust um leið tækifæri til þess að fylgjast með atburðum úti i heimi á islenskum heimil- um á sama tima og þeir gerast, meö beinum útsendingum. Þetta gildir ekki einungis um atburði hér á jörðinni okkar, heldur einnig það, sem gerist til dæmis úti i geimnum eða á tunglinu. Þannig gátu til dæmis hundruð milljóna manna um alian heim fylgst með beinni út- sendingu frá tunglinu á sinum tima, þegar menn stigu þar fyrstu sporin. Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarps- ins, er i dag á förum á aðalfund Evrópubandalags útvarps- og sjónvarpsstöðva, en þar er rætt um samskipti Evrópulanda varðandi útvarps- og sjónvarps- efni, en hingað til hefur tsland haft mjög takmörkuð not af þvi efni, sem þar er á boðstólum vegna takmörkunar fjarskipta- sambands okkar við umheim- ínn. Á annarri siðu Visis i dag er fjallað nánar um þessi fjar- skiptamál og útlitið varðandi þau um þessar mundir. — óR. Þessi mynd er tekin I aðalstjórnstöð Eurovision, Evrópusam- bands sjónvarpsstöðva, en þar er stjórnað útsendingum og miðl- un sjónvarpsefnis til aðildarlanda sambandsins. ' ' i " >■ / 9 Samtök sveitarfé- iaga i Suðurlandskjör- dæmi og Reykjanes- kjördæmi hafa sett fram óskir um aðild að Landsvirkjun. Sveitar- félög i þessum kjör- dæmum hafa fram til þessa keypt raforku frá Rafmagnsveitum rik- isins. Talið er að þau kaupi raforku á 15 til 20% hærra verði nú en ef þau ættu kost á að kaupa hana frá Lands- virkjun. Iðnaðarráðherra hefur i hyggju aö skipa nefnd til þess að gera athugun á máli þessu. A fundi borgarráðs 20. april var lagt fram bréf frá iðnaöarráöu- neytinu um fyrirhugaða nefndarskipan i þessu skyni. Eignaraðilar að Landsvirkjun eru rfkið og Reykjavikurborg. Reyknesingar hafa um nokk- urn tima haft áhuga á aðild að Landsvirkjun, en um það bil tvö ár eru siðan sunnlendingar se ttu fram óskir um þetta efni. I bréfi sinu til Reykjavikur- borgar óskar iðnaðarráðherra eftirtilnefningu af hálfu borgar- innar i nefnd þá.erhann hyggst skipa. Reykjavikurborg, sem er helmingseignaraðili að Lands- virkjun, var ekki höfö með I ráð- um, þegar ákveðiö var að skipa þessa nefnd. VIsi er hins vegar kunnugt um, að Albert Guðmundsson, sem gegnt hefur formannsstörfum i borgarráði I fjarveru borgarstjóra hefur lýst fylgi við nefndarskipun þessa, en borgarstjóra hefur verið fal- in meöferð málsins. Kári Þórðarson rafveitustjóri i Keflavik upplýsti á miösvetr- arfundi Sambands islenskra rafveitna fyrir skömmu, aö það hefði kostað Rafmagnsveitu Reykjavikur rúmar 100 milljón- ir kr. árið 1975 i aukaútgjöldum, ef hún heföi þurft aö kaupa raf- orkuna frá Rafmagnsveitum rikisins eins og sveitarfélögin á Suöurlandi og Reykjanesi gera. Ef þessi kjördæmasamtök sveitarféiaga fá aðild að Lands- virkjun er talið liklegast að þaö verði með þeim hættiað stofnað verði sérstakt fyrirtæki, Suður- landsveita, sem siðan yrði eign- araðiU að Landsvirkjun. —ÞP FRETTABANN LOFTSKEYTA- jr MANNA STENDUR ENN! Árekslur, klippingar og eftirför Engar nýjar fréttir höföu borist til Landhelgisgæslunnar af togaramiðunum f morgun, en um helgina sigldi freigátan Naiad á varðskipið Tý og skemmdi hann mikið. Ægir og Týr klipptu þrisvar á togvfra breskra togara og Baldur eyðilagði vörpu eins til viðbótar. Þá var togara, sem sést hafði sjö mflur frá landi veitt eftirför út fyrir 200 mllna mörkin, en ákveöið að beita ekki byssum tii þess að stöðva hann. Það leynir sér ekki spenningurinn i andliti Þórunnar K. Guðmunds- dóttur þegar hún býr sig undir að stínga sér i laugina I unglingasund- móti Ægis I Sundhöilinni i gær. Þórunn er ekki nema sex ára gömul og er þarna að taka þátt i sinu fyrsta sundmóti og eftirvæntingin er þvi mikil. Sjá nánar um mótið i opnu blaðsins svo og um fþróttaviðburði helgarinnar á bls. 10,11 og 14. Ljósmynd Einar.... Mánudagur 26. april 1976 90. tbl 66. árg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.