Vísir - 26.04.1976, Síða 4
4
visra
Enskukennarar
Leo van Lier frá Longmans verður i bóka-
verslun okkar i Hafnarstræti 4, uppi á
morgun frá kl. 9.00-18.00. Hann mun kynna
nýjar bækur og veita upplýsingar um allar
enskukennslubækur, sem gefnar eru út af
Longmans.
Bókaverslun Snæbjarnar,
Hafnarstræti 4.
Fró barnaskólum
Reykjavíkur
Innritun 6 ára barna (þ.e. barna, sem
fædd eru á árinu 1970) fer fram i barna-
skólum borgarinnar mánudaginn 26. og
þriðjudaginn 27. april n.k., kl. 17—18 báða
dagana.
A sama tima þriðjudaginn 27. april fer
einnig fram i skólunum innritun þeirra
barna og unglinga, sem flytjast milli
skóla.
Fræðslustjóri.
Tannlœknastofa mín
er flutt að Ármúla 26.
Ríkarður Pálsson
tannlœknir — sími 32320
psfeindstæki
Suðurveri sími 31315
Húsbyggjentíur
Einangrunarplast
V \ Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikursvæðiö með stuttum- fyrirvara. Afhending á byggingarstað.
IIAGKVÆ.MT VERÐ. (jRElÐSI.USKI I.M AI.AK
Borgarplast hf.
Korgarnesi sinii: 93-7370 Kvöldsimi 93-7355.
Einnig getiö þér haft samband viö söluaöila okkar i Keykjavik:
IÐNVAL
Kolholti 4. Simar 83tr.5- -83354.
RániO viröist ætla aö takast vel en snuröa hleypur allti einu á þráöinn.
(------ÍE^hnrrifriYíyfo
' ... —MI.I' II ■
Jón Björgvinsson skrifar um myndina „Dog Day Afternoon"
MANNLEG
VANDAMÁL
GEGN
LÖGREGLU-
OFBELDI
— Nei, Sidney minn,
þetta gengur ekki i
mannskapinn. Þegar
kvikmyndaleikstjórinn
Sidney Lumet vann að
undirbúningi myndar-
innar ,,Dog Day After-
noon” fékk hann enn
einu sinni að heyra
þessi orð.
— Kvikmyndahúsa-
gestir hafa ekki eirð í
sér til að horfa á tvær
klukkustundir á kvik-
mynd, sem öll gerist i
sama herberginu.
En eins og áöur, þegar hann
vann aö gerð mynda eins og
„Twelve Angry Men”, sem öll
gerist i réttarherbergi og
„Murder on the Orient
Express”, sem nær öll er kvik-
mynduð i tilbúnum lestarklefa,
lét Sidney Lumet þessi að-
vörunarorð sem vind um eyru
þjóta.
Og nú þegar „Dog Day After-
noon” fer sigurför um jörðina
með einn Óskar i barminum
hafa raddir formúlumannanna
loks þagnað. Fyrir tilstuðlan
manna eins og Sidney Lumet
hafa kröfur biógesta nefnilega
breyst eins og Óskarsverð-
launaafhendingin I ár sannaði
best.
Umsátur og gislar hafa nú
komist i flokk erfiðustu vanda-
mála lögreglunnar i mörgum
löndum.
Ekki dregur það úr höfuðverk
lögreglunnar, þegar gislarnir
vingast við glæpamennina og
jafnvel taka afstöðu með þess-
um mönnum, sem þeir verða að
þola með súrt og sárt oft dögum
saman.
Slikt sanna dæmi eins og
frægt bankarán i Sviþjóð og um-
sátur um veitingahús eitt I
London á siðasta ári. Svipaða
sögu er að segja um mis-
heppnað bankarán i New York
fyrirnokkrum árum. „Dog Day
Afternoon” lýsir þvi bankaráni i
fréttamyndastil.
Fljótlega eftir að lögreglan
hefur umkringt bankann, þar
sem ræningjarnir tveir sitja
með gisla sina kemur i ljós, að
forsprakkinn Sonny (A1 Pacino
úr Guðfeðrunum) er atvinnu-
laus kynvillingur, sem vantar fé
til að gera kynbreytingu á vini
sinum.
Fjölmiðlarnir fá áhuga á
þessum félögum og jafnframt
gislarnir, sem þykir spennandi
að vera i brennipunkti frétt-
anna.
Sonny sjálfur gengst einnig
upp við alla athyglina, sem
hann vekur og fer að halda
þrumuræður yfir lögreglunni og
kynvillingum og öðrum áhorf-
endum, sem safnast saman
fyrir utan.
Samúð áhorfendanna beinist
allan timann að Sonny. Honum
með sin mannlegu vandamál er
stillt upp gegn ofbeldisfullri lög-
reglunni, sem greinilegt er að
biður aðeins eftir góðu færi til að
skjóta bankaræningjana.
Hlutverk Sonny er vissulega
eitt erfiðasta hlutverk A1 Pacino
til þessa, en þess verður ekki
vart að hann eigi I neinum erfið-
leikum með að skila þvi með
glæsileik.
Þótt sami maðurinn, Sonny,
sé á tjaldinu nær allan timann
og myndin öll gerist I bankanum
heldur leikstjórinn fullkominni
spennu i gegnum alla myndina.
Það er list, sem Sidney Lumet
lærði forðum, er hann starfaði
við gerð sjónvarpsmynda- og
fáum öðrum er lagið.
Leikararnir John Cazale og A1 Pacino (báöir þekktir úr Godfather)
leika tvo viövaninga i bankaránum, sem ákveöa þó aö ráöast I stór-
aðgeröir.