Vísir


Vísir - 26.04.1976, Qupperneq 9

Vísir - 26.04.1976, Qupperneq 9
VISIR Sunnudagur 25. apríl 1976 9 Þetta gœti verið gott að vita Þarftu aö kaupa barnávagn, kerru eða rúm? Eða þarftu á Hér eru ýmsar góðar ráðleggingar i sambandi við kaup á barnastól að halda? Þú ætlar kannski lika að kaupa bangsa þessum liiutum. Það er nefnilega alls ekki sama hvað keypt eða jafnvel úr? Ef svo er, þá ættirðu að lita yfir þetta áður. er. —EA Bangsi verður að þola þvott Kaupiö bangsa sem þolir þvott og er úr end- ingargóðu efni. Saumað nef og saumuð augu eða gleraugu sem saumuð eru með sterkum þræði í gegnum höf uðið eru best. Höfuð, fætur og hendur sem saumuð eru föst end- ast lengst. Ekki sama hvernig kerran er Setan á ekki að vera i meiri hæð en um 40-50 cm frá jörðu. Lifleg börn þurfa á beisli að halda sem heldur þeim i kerr- unni. Breiddin á ekki að vera meiri en 57 cm. Handfangið á að vera i 95 cm fjarlægð frá jöröu. Þvermál hjóla ætti að vera minnst 28 cm á þungum kerrum, en 23 á þeim léttari. Helst á að vera hægt að taka áklæðið af og auðvelt verður að vera að hreinsa það. Hankar á handfanginu fyrir töskur eiga að snúa inn og vera staðsettir neðarlega. Innkaupagrind eykur jafn- vægiö. Er auðvelt að koma kerrunni fyrir i bil? Reynið bremsuna og gætið þess að hún virki á að minnsta kosti tvö hjólanna. Hengið endurskinsmerki á kerruna. Kaupið kerru með tilliti til þess á hvernig vegum hún verö- ur notuð og hversu mikið. Á barnið að fá úr? Waterproof eða water- resistent merkir að úrið er vatnsþétt en ekki að það megi baða sig með það. Kringlótt úr er þéttara en kantað. Börn eiga að vera með úr sem eru höggþétt. Visarnir og stafirnir eiga að vera greinilegir og gjarnan má vera sekúnduvisir i greinilegum lit. Það er skemmtilegra fyrir barnið að eiga úr sem það trekkir upp sjálft. Það er langt frá þvi nauðsyn- legt að úrið sé sjálflýsandi. Gætið þess að ábyrgð sé á úrinu og lesið ábyrgðarseðilinn. Þegar keyptur er vagn.. Hvar á að nota vagninn? Verður hann mikið notaður á holóttum slæmum vegum eða malbikuðum sléttum vegum á milli húsa? Gættu fyllsta öryggis! Eru hvassar brúnir á vagninum? Heldur hann góðu jafnvægi? Er hægt að setja vagninn inn i bila? Er hægt að koma grindinni fyrir i farangursgeymslu bils- ins? Vagninn sjálfur á að vera minnst 75 cm langur, ca. 35 cm breiöur og um 23 cm djúpúr. Getur ein manneskja komið vagninum fyrir á grindinni á meðan barnið er i honum? Er bremsan góð og þægileg i notkun? Hjól með slöngu eru mýkri. Mælt er með að þvermál hjól- anna sé 28,5 cm. Handfangið ætti að vera 95 cm hátt og 2 cm þykkt. Varðandi hæðina er miðað við manneskju sem er 165 cm á hæð. Það getur verið ódýrara að kaupa vagn sem siðar má breyta i kerru. Innkaupagrind er hentug og gerir vagninn stöðugri. Bamastóllinn bestur svona Hvernig er barna- Auðvelt verður að stóllinn bestur? vera að hreinsa stólinn. Við flest matarborð passar stóll með 52-57 cm setuhæð. Fjarlægð á milli setu og þreps fyrir fætur (sé eitthvert) á að vera 16- 19 cm. Stóllinn verður að vera mjög stöðugur. Gætið þess að barnið geti ekki fengið flisar úr stólnum eða meitt sig á honum. Horn og kantar eiga að vera „rúnnuð”. Best að vera Það borgar sig að vera gagn- rýninn þegar keypt er rúm eða ef rúm er fengið lánað: Rúm með óhreyfanlegum hliðum er stöðugra en rúm með hliöum sem eru hreyfanlegar. Rúm sem lakkað er með glæru lakki er betra en þaö sem lakkað er i lit. Þá sést t.d. hvort viöurinn er án kvista. Gætið þess að engir'kvistir séu i rimlunum á rúminu, og að þeir séu fastir og sterkir. Heill botn er betri en fjalir. Rúmkanturinn á að vera minnst 60 cm frá botni. Gætið oft að skrúfum og fest- ingum. Gætið þess að rúmið sé stööugt. Rúmpláss á að vera minnst 110x55 cm. Bil á milli rimla mest 8,5 cm, minnst 6,5 cm. Kaupiö ekki rúm með lausum botni eða þar sem of langt bil er á milli rimla.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.