Vísir - 26.04.1976, Side 10

Vísir - 26.04.1976, Side 10
10 c visir 3 Skoski titilinn fór til Rangers! „Eiulaspretturinn hefur veriö al'ar slakur hjá okkur og á laugar- daginn glötuöum viöölluin mögu- leikum okkar þegar viö töpuöum l'yrir Ayr”, sagði Jóhannes Kövaldsson, þegar við spjölluöum viö hann i Glasgow i morgun. En á laugardaginn varö Glasgow Kangers skoskur meistari i knatt- spyrnu annað áriö i röö.þó aö lið- iö eigi enn eftir að leika tvo leiki. Rangers sigraði Dundee United með einu marki gegn engu og skoraði Derek Johnstone markið eftir 22 sekúndur. Ekkert mark var skorað i' fyrri hálfleik i leik Celtic og Ayr, en lljótlega i' siöari hálfleik var dæmd vitaspyrna á Celtic sem Malcolm Robertson skoraði tir — og stuttu si'ðar skoraði sami mað- ur annað mark. Dixie Deans minnkaöi muninn fyrir Celtic með marki úr vitaspyrnu, en það dugði ekki ti]. Úrslit leika i úrvalsdeUdinni urðu annars þessi: Aberdeen — Hibernian 3:0 Celtic —Ayr 1:2 DundeeUtd, —Rangers 0:1 Hearts — St. Johnstone 1:0 Motherwell — Dundee 1:1 Celtic á að leika við Rangers á Parkhead i kvöld, en úrslitin i leiknum skipta engu máli. —BB Staðan er nú þessi: Rangers 34 23 C'eltic 33 20 Hibemian 35 18 Motherwell 34 16 Aberdeen 36 11 Hearts 34 12 Ayr 34 13 Dundee 35 10 Dundee Utd. 34 11 St.Johnston 35 3 6 5 60:24 52 5 8 66:38 45 7 10_55:41 43 8 10 56:46 40 10 15 49:50 32 8 14 38:45 32 5 16 41:53 31 10 15 48:62 30 7 16 44:48 29 4 28 29:79 10 St. Johnstone er þegar fallið i 1. deild, en baráttan um hitt fallsæt- ii verður á milli Dundee, Dundee l'td., Ayr og Hearts. SIÐASTUR I MARK • • MEÐ BROS A VOR! Halldór Skúlason heitir hann þessi hlaupagarpur nr. 100, sem viö sjáum hér á myndinni. Hann mætti eins og venja hans hefur ver- iö sl. þrjú ár I drengjahlaup Ármanns á gúmmlskónum sinum. Hann kom lika brosandi 1 mark eins og venjulega og á slnum venjulega staö — slðastur. Það skiptir hann engu máli hvort hann vinnur eöa tapar, öllu tekur hann meö brosi á vör, enda uppáhald allra sem við mótiö starfa. Nánar verður sagt frá drengjahlaupinu I blaöinu á morgun. — VS/Ljósmynd Einar. Uniroyal golfkeppnin: Júlíus hafði það með einu höggi! Vrnsar merkilegar tölur voru skráöar upp á vegg i golfskál- anum á Hvaleyrarholti á laugar- daginn, en þá fór þar fram fyrsta opna golfmótið á Stór-Reykja- víkursvæðinu á þessu ári. Var þaö „Uniroyal” keppnin, sem háö var á vegum hafnfiröinga, meö góöri aöstoö tsIensk-amerIska verslunarfélagsins — umboðs- aöila „Uniroyal” hér á landi, sem gaf öll verðlaunin i keppnina. Nær niutiu kylfingar mættu i mótiö — og gekk mörgum þeirra erfiðlega að „skora” á Hval- eyrarvellinum i þetta sinn. Ekki var þar hægt að kenna veðrinu um — það var eins gott og hægt er að fá það, og völlurinn var i ágætu ástandi, miðað við árstima. Leiknar voru 18 holur og veitt verðlaun með og án forgjafar. Július R. Júliusson GK varð sigurvegari án forgjafar — lék 18 holurnar á 77 höggum — fimm höggumyfirparivallarinseins og Július R. Júliusson — til vinstri á myndinni og Henning Bjarna- son til hægri — hlutu fyrstu verölaun meö og án forgjafar I Uniroyal golfkeppninni á laugardaginn. A milli þeirra er Bert Ilanson, umboösmaöur Uniroyal hér á landi, sem gaf verðlaunin i keppnina. hann var leikinn i þessari keppni. Einar Guðnason GR og Björg- vin Þorsteinsson GA, voru einu höggi á eftir — eða á 78 höggum. Þeir háðu aukakeppni um annað sætið.oghafði Einar betur i þeirri viðureign. Július ogEinar voru einnig með lægstu tölur þegar forgjöf þeirra hafði veriðdregin fra, en þar sem þeir fengu verölaun án forgjafar, féllu verðlaunin með forgjöf öðrum I skaut. Þannig fengu sex menn verölaun I keppninni, en að örðum kosti hefðu fjórir skipt þeim öllum á milli sin. Fyrstu verðlaun með forgjöf hlaut Henning Bjarnason GK — lék á 85höggum, hafði 10 f forgjöf og kom þvi inn á 75 höggumnettó. Annar varð Hilmar Björgvinsson GS — 89 m inus 13 eða á 76 höggum nettö og þriðji óskar Sæmunds- son GR á 82 minus 5 eða 77 höggum nettó. Sú nýbreytni var tekin upp i sambandi við þetta mót, að sýndar voru kvikmyndir frá erlendum stórmótum. Mæltist það vel fyrir, — höfðu menn að þvi góða skemmtun og sáu hvem- ig „þeir stóru” fara að þvi að leika golf. —klp— Göppingen hélt sér í 1. deild! Sigraði Bad Schwartau 26: 11, þar sem Einarsson brœðurnir skoruðu 10 mörk - Dankersen sigraði Dietzenbach 23:11 í keppninni um þýska meistaratitilinn ,,Það var allt á öðrum endanum hér i Göpping- en um helgina, eftir sig- ur okkar gegn Bad Schwartau — um fallið i 2. deild” sagði Gunnar Einarsson er við höfðum samband við hann i Göppingen i morgun. „Það var dansaö og sungið hér um allan bæ og mikiö svolgrað af bjór. Hér búa um 60 þúsund mannsoggleði fólksins var mikil, enda hefði það verið mikið áfall fyrir bæinn ef við hefðum fallið. Við eigum -eftir að mæta Bad Schwartau i siðari leiknum á þeirra heimavelii, en við megum tapa þeim leik með sextán mörk- um til þess að falla, og á þvi tel ég vera litla möguleika. Þetta var hálfgert strögl til að byrja með — staðan var 4:4 er við fórum loks i gang og komumst i 7:4. Af þessum sjö mörkum skoraði ég og Ólafur bróðir fimm mörk, en hann lék þarna sinn fyrsta leik með Göppingen. Okkur gekk báðum vel i þessum leik — ég skoraði sex mörk og hann fjögur, en við sigruðum i leiknum með 26 mörkum gegn 11. Ég tel alveg af og frá að Bad Schwartau nái að vinnaþann mun upp i síðari leiknum, og er þvi Göppingen áfram i 1. deildinni.” Um helgina hófsteinnig úrslita- keppni I þýsku deildarkeppninni i handknattleik karla. Þar var Dankersen sem þeir Axel Axels- son og Ólafur H. Jónsson leika með, i sviðsljósinu og tryggði sér svo gott sem rétt til að leika um þýska meistaratitilinn. Þá lek Dankérsen við SG Diet- zenbach og sigraði með 23 mörk- um gegn 11. Axel Axelsson lék ekki með Dankersen i þeim leik vegna meiðsla, en aftur á móti var ólafur með og lék vel. Skoraði hann 5 af mörkum Dankersen i leiknum. Gummersbach sigraði Hofwei- er 19:15 og á að vera nokkuð öruggt með að komast i úrslit. Þessi lið eiga eftir að mætast aft- ur, og þaö sem hefur betur út úr þeim leik leikur til úrslita um þýska meistaratitilinn. Eins og málin standa nú, er allt útlit fyrir að það verði Gummersbach og Dankersen, sem mætast þar eins og i' fyrra. — klp —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.