Vísir - 03.05.1976, Side 1
VÖRUGJALDIÐ ÚR 10 í 18%
1000 milljón króno tekjuöflun til landhelgisgœslu kemur ekki inn í vísitölu
Fjármálaráðherra
mun væntanlega i dag
leggja fram á Alþingi
frumvarp til laga um
hækkun vörugjalds úr
10% i 18%. Þetta er liður
i fjármálaráðstöfunum
rikisstjórnarinnar tii
þess að koma i veg fyrir
halla á rikissjóði á þessu
ári.
Auk hækkunar á vörugjaldi hef-
ur verið ákveðin hækkun á bens-
ini og á innflutningsgjaldi á
jeppabifreiðum. Samkvæmt þeim
upplýsingum, sem Vlsir hefur afl-
að sér er áætlað að tekjur rikis-
sjóðs aukist um 1800 til 2000 mill-
jónir króna með þessum ráðstöf-
unum.
Um það bil 1000 milljónir króna
af þessari nýju tekjuöflun munu
fara til þess að standa undir
auknum kostnaði við landhelgis-
gæsluna. Sú upphæð kemur ekki
til hækkunar á visitölu og hefur
þvi ekki áhrif á kaupgjald. Hækk-
un vörugjaldsins á einnig að
standa undir verulega auknum
útgjöldum til hafrannsókna.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Vlsir hefur aflað sér mun
láta nærri að kjarasamningarnir
við opinbera starfsmenn hafi leitt
til 4000 milljóna króna útgjalda-
aukningar á þessu ári, þegar með
eru taldar hækkanir almanna-
trygginga.
Þegar tekjuáætlun rikissjóðs
hafði verið endurskoðuð mun
hafa komið i ljós, að nálægt 2000
milljónir króna skorti til þess að
ná endum saman. Hinár nýju
fjármálaráðstafanir eiga að
mæta þessum mismun.
Búast má við að umræður um
þessar fjármálaráðstafanir hefj-
ist á Alþingi I dag eða á morgun.
—ÞP
LEITUÐU
AÐ LÍKI!
Mikill fjöldi manna leitaði I Hafnarfjarðarhrauni á laugardag
samkvæmt ábendingum frá bllstjóranum sem ók banamönnum
Guðmundar Einarssonar þangað. Leitin stóð allan daginn en bar
ekki árangur. Þar fundust aðeins kindabein. Ljósm.: Loftur
Bresku togaraskipstjórarnir ræða það nú sín á milli að
fái þeir ekki aukna vernd við veiðarnar, fari þeir heim á
morgun. Samkvæmt upplýsingum landhelgisgæslunnar í
morgun, hefur ekkert frést um þetta að utan, en að
hennar sögn er nú mikill óróleiki í bretunum á miðunum.
Sjá nánar í f rétt f rá Óla Tynes á baksíðu.
Nú minnka
forréftindi
jeppanna
Ákveðið hefur verið að
hækka innf lutningsgjöld
á jeppum og vélsleðum til
meira samræmis við
venjulegar fólksbifreiðar
og bifhjól.
A þessum tegundum ökutækja
er 90% tollur og 50%
innflutningsgjald. A jeppum og
véh.leðum verður 40% tollur og
75% innflutningsgjald fram til 1.
júli, en eftir þann tima verður
innflutningsgjaldið 90%.
Þessi hækkun á innflutnings-
gjöldum rennur beint i rikissjóð,
en gert er ráð fyrir að
innflutningsgjaldið komi vega-
gerðinni að einhverju leyti til
góða I ár.
— SJ
SCHMIDT TELUR
AÐILD KOMMÚN-
ISTA AÐ RÍKIS-
STJÓRN ÍSLANDS
EKKI NEITT TIL
AÐ OTTAST - $ja u$. 7