Vísir - 03.05.1976, Síða 10
„Unnum á meiri
keppnisreynslu"
— sagði Lawrie McMenemy framkvœmdastjóri Southamton
eftir að lið hans hafði i fyrsta skipti í sögunni unnið ensku
bikarkeppnina með óvœntum sigri gegn Manchester United
„Viö sigruöum fyrst og fremst
á meiri keppnisreynslu” sagði
Lawrie McMenemy, fram-
kvæmdarstjóri 2. deildarliðsins
Southampton, eftir að lið hans
hafði sigrað Manchester United
1:0 i úrslitaleiknum i ensku bikar-
keppninni sem leikinn var á
Wembiey-ieikvanginum i London
á laugardaginn að viðstöddum 100
þúsund áhorfendum.
Hinir ungu leikmenn i liði
Manchester United byrjuðu mjög
vel og hefðu hæglega getað
skorað tvö mörk á fyrstu
minútunum þegar markverði
Southampton, Ian Turner mis-
tókst að halda tveim skotum, en
varnarmönnum tókst að hreinsa
frá á siðustu stundu. Til marks
um yfirburði United, þá var það
ekki fyrr en 15 minútur voru liön-
ar af leiknum, að fyrsta markskot
Southampton varö staðreynd.
Steve Coppel var frábær lék vörn
,,Dýrlinganna’’ oft mjög grátt og
Stuart Persson var einnig mjög
virkur.
En eftir þvi sem á leikinn leið
fór meiri reynsla leikmanna
Southampton að segja til sin.
Fyrirliðinn Peter Rodrigues sem
fékk að fara frá Sheffield Wed-
nesday án skuldbindingar „free
transfer”, Peter Osgood, Jim
McCalliog höfðu allir leikiö á
Wembley i úrslitaleik áður — og
Mick Channon hafði leikiö þar
nokkrum sinnum áður með enska
landsliðinu.
Sammy Mcllroy átti að visu
skalla I þverslá á 60. minútu eftir
hornspyrnu frá Gordon Hill, en
aðeins sex minútum siðar var Hill
tekinn útaf og David McCreery
settur inná. Greinilega merki
þess aö Tommy Docherty væri
búinn að missa trúna á leikmönn-
um sinum.
Breytingin hafði hins vegar
ekki tilætluð áhrif, Cannon átti
þrumuskot á mark United
skömmu siðar og Bobby Stokes
átti annað þrumuskot sem einnig
fór rétt framhjá. Þá var Alex
Stepney i markinu hjá United að
hafa sig allan við að verja skot frá
Peter Osgood á 75. minútu.
Sigurmarkið kom ekki fyrr en
sjö minútur voru til leiksloka og
flestir farnir að búast við fram-
lengingu. Cannon og McCalli-
og áttu allan heiðurinn af mark-
inu sem Bobby Stokes skoraði
með föstu vinstrifótarskoti af 15
m færi. Hinir fjölmörgu áhang-
endur United trúðu ekki sinum
eigin augum og sátu hljóðir þær
fáu minútur sem eftir voru af
leiknum, enda haföi lið þeirra
valdið sárum vonbrigðum.
„Ég hafði það á tilfinningunni
aö það lið sem skoraði fyrst færi
með sigur af hólmi” sagði
Tommy Docherty eftir leikinn.
„Ef Sammy Mcllroy heföi skorað
þegar hann skallaði i þverslánna
hefði það breytt öllu. Auðvitaö
eru strákarnir sárir yfir að tapa,
en við kvörtum ekki — svona er
knattspyrnan.”
Þetta er I annað skipti á þremur
árum sem lið úr 2. deild sigrar i
bikarkeppninni — Sunderland lék
þennan leik 1973, þegar liðið
sigraði Leeds i eftirminnilegum
leik við svipaöar aöstæður og nú
þar sem möguleikar Sunderland
voru ekki taldir miklir.
—BB
Er búinn að
leika 56 leiki
Leikreynslan var drjúg i mctunum I úrslitaleiknum i ensku bikar-
keppninni á laugardaginn, sem lauk með svo óvæntum sigri
Southampton. Mick Channon var einn af leikmönnum „Dýrling-
anna” sem haföi áður leikið á Wembley og þá meö enska landsliö-
inu.
með Celtic
„Ég lék ekki með Celtic gegn
Ayr á laugardaginn” sagði
Jóhannes Eðvaidsson i viðtali við
tapaði
óvœnt!
Austur-þjóðverjar sigruðu
breta og júgóslava I tveggja
daga landskeppni I frjálsum
iþróttum, sem fram fór I
Split i Júgóslaviu um helg-
ina. Hlutu þeir 188 stig, bret-
ar 128 stig en Júgósiavar 106.
Sama röö var I kvenna-
keppninni.
Það sem kom mest á óvart
var að Renata Stecher tapaði
fyrir 20 ára breskri stúlku,
Sonju Lannaman I 100 metra
hlaupi. Stecher, sem er tvö-
faldur ólympiumeistari hljóp
á sama tima en varð
sjónarmun á eftir. Hún var
ekki ánægð með þetta og
kom stormandi inn á völlinn
daginn eftir og sigraði
Lannamann i 200 metra
hlaupinu. Lannaman dró
verulega á Stecher á siðustu
metrunum en tókst ekki að
endurtaka leikinn frá degin-
um áöur.
Engin stórafrek voru unn-
in og öll-heimsmet stóðu eftir
keppnina. —VS
Visi i morgun. „Það var ákveöiö
að lofa nokkrum ungum strákum
að reyna sig, þvi að leikurinn
skipti engu máli fyrir okkur. Það
ieit ekki vei út I fyrstu, þvi aö Ayr
komst 1 3:1, en Celtic tókst að
lokum að tryggja sér sigur i
ieiknum sem endaði 3:5.
Siöasti leikur okkar i deildar-
keppninni veröur i kvöld við
Hearts og þá kem ég inn aftur en
Danny McGrain hvilir sig.
McGrain og ég erum leikjahæstu
leikmennirnir i liði Celtic i vetur
— báðir með 56.
Baráttan á botninum er ansi
spennandi, St. Johnstone er þegar
fallið, en Dundee Utd„ Ayer og
Dundee berjast um hitt fallsætið
og getur svo farið að markatala
ráði um það hvaða lið fellur”.
Úrslit leikja i úrvalsdeildinni
urðu þessi:
Ayr—Celtic 3:5
Dundee—Motherwell 1:0
Staðan er nú þessi:
Rangers 35 23 7 5 60: :24 53
Celtic 35 21 6 8 71: :41 48
Hibernian 36 18 7 11 55: :43 43
Motherwell 35 16 8 11 56 47 40
Aberdeen 36 11 10 15 49: :50 32
Hearts 34 12 8 14 38: :45 32
Dundee 36 11 10 15 49 :62 32
Dundee Utd. 35 12 7 16 46: 48 31
Ayr 35 12 7 16 44: :58 31
St.Johnst. 35. 3 4 28 29: :79 10
-BB
Ferencvaros varð ungverskur
bikarmeistari i knattspyrnu á
laugardaginn. Ferencvaros lék til
úrslita við MTK og sigraöi 1:0.
Fcrencvaros hefur leikið hér á
landi 1965, við Keflavik I Evrópu-
keppni deildarmeistara. —BB
RANGíRS VANN
„ALSLtMMUNA"
— sigraði í öllum knaftspyrnumótum í Skotlandi í ár
Rangers vann „alslemmunna” bjargaði John Greig fyrirliöi Ahorfendur á Hampden Park
I Skotlandi, eða öll verölaunin I Rangers á marklinu. voru 85.254. _BB
knattspyrnu i ár. Rangers sigraði
I deildarbikarkcppninni. deildar-
keppninni og á laugardaginn
sigraði liðið i skosku bikarkeppn-
inni með þvi að vinna Hearts 3:1 á
Hampden Park i Glasgow. Glæsi-
legur árangur hjá Rangers sem
er greinilega besta knattspyrnu-
liðið á Skotlandi I dag.
Leikmenn Rangers gáfu engan
grið i leiknum á laugardaginn —
og eftir aðeins 41 sekúndu
skoraði Derek Johnstone með
skalla eftir aukaspyrnu frá
Tommy McLean. Rétt i þann
mund sem dómarinn ætlaði að
fara að flauta til leikhlés skoraði
Rangers aftur — Alex Macdonald
með þrumuskotisem markvörður
Hearts, Cruickshank, átti enga
möguleika á að verja.
Johnstone skoraði siðan annað
mark sitt i leiknum þegar niu
minútur voru til leiksloka — og
tveim minútum siðar skoraði
Graham Shaw eina mark Hearts
þegar hann komst inni slæma
sendingu Forsyth.
Rangers var alltaf betra liðið i
leiknum og sigur þess varla i
hættu, en leikmenn Hearts fengu
lika sin tækifæri og i eitt skiptið
Ekki öll nótt
##
úti hjó okkur
##
„Við erum nú i þriðja neðsta
sætinu eftir tapið fyrir RWD
Molenbeek” sagði Guðgeir
Leifsson þegar Visir haföi sam-
band við hann i morgun. „Það
er samt ekki öll nótt úti ennþá
hjá okkur i Charleroi, þvi að við
erum aðeins einu stigi á eftir
Beringen sem náði jafntefli á
útivelli gegn Lokeren.
Það verður ekki sagt að
heppnin hafi verið með okkur i
þessum leik, við fengum klaufa-
mark á okkur i upphafi leiksins
— og þrátt fyrir aö við ættum
mun meira i leiknum það sem
eftir var, tókst okkur ekki að
jafna metin. A siðustu minútun-
um kom fyrir umdeilt atvik.
Einum af sóknarmönnum Char-
leroi var brugöiö rétt viö vita-
teiginn eða innan hans — og allir
bjuggust við að dómarinn
dæmdi vitaspyrnu. En hann lét
sem ekkert væri og lét leikinn
halda áfram. Urðu mikil ólæti
eftir leikinn og varð dómarinn
að fá sérstaka lögreglufylgd
þegar hann yfirgaf völlinn,
Asgeir Sigurvinsson og
félagar hans i Standard Liege
sigruðu Berschot á heimavelli
1:0 og skoraði van Mooer mark
Standard.
Við eigum þrjá leiki eftir og
verður síðasti leikur okkar I
deildarkeppninni 16. mai.”
BB