Vísir - 12.05.1976, Side 7
vism
Miðvikudagur 12. mal 1976.
Aftur allsterkur
skiálfti á ftalíu
Skelfingu lostið þaut
fólk út úr húsum á norð-
austur italíu í nótt, þegar
snarpur jarðsk já Ifta-
kippur kom, svo að nokk-
ur hús
hrundu.
til viðbótar
Kippurinn i nótt er sá snarp-
asti siðan stóri kippurinn kom
fyrir tæpri viku. Sá var 6,5 stig á
Richterkvarða, en þessi i nótt
var 5,4 stig.
Margir höfðu nýverið snúið
aftur til heillegra húsa sinna i
nágrenni borgarinnar Udine og i
borginni sjálfri. Eftir fimm
daga dvöl i tjöldum úti á ber-
angri taldi fólk að skjálftum ætti
að vera farið að linna.
Ekki varvitaðum mannskaða
af völdum kippsins i nótt. Aur-
skriður féllu niður hliðar fjalla
við kippinn, og lokuðu gjörsam-
lega vegum að tveimur þorpum.
En enginn á að hafa verið i
þorpunum, þar sem allir voru
fluttir frá þeim.
Verkalýðsleiðtogar á ítalíu
hafa hvatt launþega til að gefa
laun tveggja tima vinnu til að-
stoðar á jarðskjálftasvæðinu. Ef
allir gera það, gæti fjárhæðin
orðið um 28 milljarðar króna.
Björgunar menn koma lik-
kistum fyrir i fjöldagröf i þorp-
inu Gemona. Opinber tala lát-
inna er nú 900.
Morðbyssan notuð áður
Franska lögregian sagði i gær-
kvöldi að byssan sem bóiiviski
ambassadorinn var drepinn með i
gær, væri sú sama og skotið var
úr á spánskan diplómat i Paris i
desember siðastliðnum.
Sérfræðingar lögreglunnar
komust að þessu með þvi að bera
saman rákir á byssukúlunum.
Skeggjaði maðurinn sem drap
Joaquim Zentano Anaya sendi-
herra, hefur ekki fundist. Hann
skaut Anaya á gangstétt skammt
frá sendiráði Bóliviu.
Samtök sem nefna sig ,,Che
Guevara herdeildina” lýstu
ábyrgð á hendur sér fyrir morðið
i fréttatilkynningu sem send var
Frjálslyndir
sárbœna
Jo Grimond
að koma
aftur
blöðum nokkrum timum eftir
morðið.
Anaya var foringi bóliviskrar
herdeildar sem elti útlagann
Guevara og drap hann.
Yfirmaður herafla Bóliviu,
Raul Alvares Peneranda, sagði i
gær, að þessi atburður væri fyrr-
verandi yfirmanni heraflans fyrst
og fremst að kenna. Hann hefði
birt leyniskjöl um aðförina að
Che, nokkru eftir að honum var
bolað frá herstjórninni i byltingu
árið 1971.
Fjórir menn sem stóðu að út-
rýmingu Che hafa farist, m.a.
fyrrum forseti Bóliviu.
Vegna þessa hefur öryggis-
vörður verið hertur um þá sem
tóku þátt i aðförinni.
Ungfró Cvrópa
Þetta er nýkjörin Ungfrú Evrópa, Teresa
Maldonado, 19 ára gömul. Hún var kjörin i
smárikinu Andorra (milli Spánar og Frakk-
lands) á sunnudag. Ekki fylgir fréttinni hverr-
ar þjóðar Teresa er. Island átti fulltrúa i þess-
ari keppni, en fréttir tafa ekki borist af
frammistöðu hans.
Innköllun
Hvatningarorð streyma nú að
úr öllum áttum til hins 62 ára
gamla Jo Grimond, sem eitt
sinn var hetja Frjálslynda
flokksins i Bretlandi, og átti
mestan þátt i að reisa hann ,,við
úr niðurlægingu. Frjálslyndir
vilja gera Grimond að leiðtoga
flokks sins, eftir að Jeremy
Thorpe sagði af sér. Hann
mun tilkynna hinum 13 þing-
mönnum Frjálslynda flokksins
um ákvörðun sina i dag.
Jo Grimond er Oxford
menntaður, og eini maðurinn i
Frjálslynda flokknum auk
Thorpe sem er nægilega vel
þekktur um allt Bretland.
Forsetaefni
fá pening
Ford forseti undirritaði i gær kbmnir i fjárhagsleg vandræði
ný lög um fjárframlög til fram-1 vegna tafarinnar á opinbera
bjóðenda til forsetakosninga. 1 framlaginu.
Nýju lögin leysa af hólmi gild- : Hinnýju lög leysa frá störfum
andi reglur um framlög, en þær alrikisnefnd sem sett var á
höfðu valdið þvi að frambjóð- laggirnar til að koma i veg fyrir
endur voru enn ekki farnir að fá misnotkun sem einkenndu
hinn opinbera styrk. baráttu Nixons til endurkjörs
Margir frambjóðendur eru við forsetakosningarnar 1972.
■ ■ h ■§ nr mm *r ■■■■i mm mw am am
llllilClHrHrlCI H h HIHHhH CHdMH
íslands 09
Loftleióum
Afhending hlutabréfa í Flugleiðum hf. hefst föstudag-
inn 14. mai n.k. Hluthafar fá afhent hlutabréf í Flug-
leiðum gegn framsali á hlutabréfum í Flugfélagi
íslands og Loftleiðum. Hlutabréfaskipti fara fram í
aðalskrifstofu Flugleiða, Reykjavíkurflugvelli alla virka
daga á venjulegum skrifstofutima og einnig laugar-
daginn 15. maí kl. 13-17.
FLUGLEIÐIR HF