Vísir - 25.06.1976, Blaðsíða 2
( í REYKJAVÍK J
N" "' ' y —......^
Finnst þér nógu vel
staðið að rannsókn Geir-
finnsmálsins?
Kristjin Agústsson, heildsali: —
Ég held ég vilji ekkert tjá mig um
þaö mál.
Magnus Magnússon, blaöasölu-
drengur: — Nei, ég tel þaö ekki.
Ragnar Bernbourg, verakinar-
maöur: — Ég tel þaö vafasamt,
án þeu þd aö ég geti nokkuö um
þaö fullyrt.
Guörún Guömundsdóttir, vinnur
hjá Heklu h.f.: — Æ, ég tel mig
ekki geta dæmt um þaö.
Kristfn Snæfells, umferöaflakk-
ari: — Nei, ég tel þaö ekki vera.
Auk þess hefur allt of margt veriö
faliö fyrir augum almennings, og
einnig hefur veriö of mikiö um
vlfilengjur hjá hinu opinbera.
Föstudagur 25. júní 1976
VÍSIH
14 islenskar konur, búsettar I
Flludelfíu I Pennsylvanlurfki,
tóku þátt I alþjóölegri sýningu
sem haldin var þar I borg I lok
aprll sl.
A sýningunni höföu þær sýn-
ingarbás meö norðmönnum og
sýndu þar m.a. islenskan leir,
hraun, hvaltennur, lopapeysur,
skinn, bækur og skartgripi.
1 bréfi, sem Visi barst frá
Astu Gunnars Lapergola, segir
aö islenska deildin hafi veriö
mjög vinsæl og heföu konurnar
varla haft undan aö svara
spurningum um Island. Mest
hafi veriö spurt um eldgosiö I
Heimaey og sumarveöráttuna á
tslandi. Sagöi Ásta, aö ef allir
þeir kæmu til íslands i sumar,
sem sögðust ætla að gera þa8,
mættum við eiga von á miklum
ferðamannastraumi.
Víkingaskipið vinsælt
Andspænis sýningarbásum
tslands, Noregs, Danmerkiir og
Sviþjóðar var komið fyrir vik-
ingaskipi sem norðmaðurinn
Ivar Johansen smiðaöi ásamt
tveimur vinum sinum. Vakti
skipið mikla athygli. Meðal
annars birtist mynd af þvi I
kvöldblaðinu The Evening
Bulletin.
t veitingasalnum höfðu Is-
lensku konurnar á boðstólum
kaffi með pönnukökum, klein-
um og smurðu brauði. Tvær
kvennanna sýndu gestunum
hvernig islenskar pönnukökur
væru bakaðar og runnu pönnu-
kökurnar út.
Konunum var boðið að taka
þátt i sýningu i Boston I haust og
einnig eru þær byrjaðar að und-
irbúa næstu sýningui Filadelfiu
sem verður haldin eftir tvö ár.
Sagði Asta, aö sendiráöiö I
Washington hafi verið þeim
mjög hjálplegt með upplýsingar
og bækur og það sama mætti
segja um Loftleiði I New York.
—SJ
Lára Guömundsdóttir Clarke og Ásta Gunnars Lapergola ásamt
ameriskum indiánum.
-
Þessi skemmtilegi sveitabær var meöal muna á sýningunni.
íslenskir munir á
sýningu f Fíladelfíu
Fleiri hallir yfir flatneskjuna
Menntamál og listir eru mikiö
á döfinni meö islendingum, og
fer þar margt meö ósköpum,
einsog f ööru.sem fast er sótt og
af þeim mun minni forsjá.
Listahátiö er um garö gengin,
þar sem aögangseyrir aö
skáldum var svo hár, aö þau
telja ósannaö hvort dræm aö-
sókn stafaöi af einum skitnum
átta hundruö kaili per mann,
eöa þvi, sem alvarlegra er, aö
skáldin séu farin aö yrkja sig
frá þjóöinni, nema f tilfellum
þegar viö veröur komiö binefn-
um meö frumleika fengnum hjá
Grimi Th. Eftir listahátiö tók
viö einskonar norræn músik-
hátfö, þar sem flutt voru sér-
samin verk, verk handa vin-
um og verölaunaverk
eftir verölaunatónskáld .
Allt var þaö meö ágætum,
utan þaö, aö á stöku staö
uröu höfundar svo framúr-
stefnulegir, aö einstökum
hljómlistarmönnum f sveitinni
lá viö sjokki. En norræn tón-
skáld samstæö, frjáls og sterk
varöar ekkert um einn eöa tvo
pfpara eöa fiölumeistara, sem
hafa variö þrjátiu árum eöa svo
i aö æfa list sina. Þaö hefur
aldrei heyrst aö sinfóniuhljóm-
sveit hafi þoraö i verkfall út af
tónfræöilegum misþyrmingum.
En þaö færi aö veröa gaman aö
sjá slik viöbrögö svona hvaö úr
hverju, og færi óneitanlega
betur meö sáiartötriö.
En þaö sem listin hefur aliö af
sér átölulaust á undanfömum
áratugum hefur aldrei veriö
tekiö undir próf. Listin hefur
aftur á móti tekiö almenning I
pröf og haldiö honum þar án
teljandi hvilda. Almenningur
hefur staöist þetta próf listar-
innar cum laude, vegna þess aö
hann hefur ekki þoraö fyrir sitt
litla lif aö andmæla þvf, sem
honum fellur ekkir Allt er gott
og verölaunaö sem vert er, og
óttinn viö aö drepa einhvern
Sigurö Breiöf jörö úr hungri eöa
Sigurö málara, hefur veriö tek-
inn frá fólkinu. Þótt augu þess
séu skilningsvana eru þau full
aödáunar, enda gengur ekki svo
Iltiö á I fjölmiölunum.
A öörum vettvangi hafa veriö
tekin upp sömu vinnubrögö og
innan listarinnar, en þaö er i
menntakerfinu. Þar er búiö aö
leysasvo margar viöjar af nem-
endum, aö þeir eiga oröiö bágt
meö aö átta sig á þvi hvenær
þeir eru I skóla og hvenær ekki.
Þessi skinn byrja varla talandi
aö fara i skóla, sem fýrstu tvö til
þrjú árin eru ekki annaö en
föndurheimili. Siöan tekur viö
alvöruskóli fram aö lokum
skyldunámsstigs. Þá er yfirleitt
lært þaö sem mestu máli
skiptir. Menntaskólarnir hafa
veriö leystir upp I einhver tima-
bil, svo jafnvel stúdentar geta
oröiö svo snemmbornir, aö þeir
útskrifist á áramótum. í gegn-
um menntaskólana fara nem-
endur milli bekkja meö þriöja
flokks einkunnir og þykir fint
eins og háriö og fatnaöurinn.
Dúxar eru fyrirlitnir og taldir
skritnir. Enginn getur falliö
frekar en I listinni. Svo kemur
þetta fólk I háskólann, og þar
byrjar þaö allt I einu aö falla á
einföldustu prófum. Prófessor-
ar gefa skýringar I fjölmiölum
og námslánin renna út og enn
halda háskólanemendur aö falla
eins og ekkert hafi I skorist.
Námiö hefur gleymst einhvers-
staöar á leiöinni. Þrótturinn
hefur fariö i félagsmálavafstur,
kommúnulif og námslánastref.
Og yfir þessa flatneskju er stöö-
ugt veriö aö byggja veglegri
hallir. Ein listaklikan fær Kjar-
valsstaöi á silfurfati frá út-
svarsgreiöendum borgarinnar.
Og þaö eru komnar lögbergs-
hallir, hjónagaröar, matarhallir
og svefnhallir aö ógleymdum
lækna- og lyfjagöröum. Samt
hefúr falliö aldrei veriö meira.
Uppi i menntamálaráöuneyti
sitja svo nokkrir menn meö
sveittan skallann viö aö auö-
velda unglingum námiö meö
reglugeröum og samningu
frumvarpa, sem miöa aö þvi aö
gera kennsluna sem aga-
minnsta. Þeir munu eflaust
samkvæmt fyrri stehiu bæta
úr þeim ágalla, sem er á
menntakerfinu, aö hægt skuli
vera aö falla á prófum, enda
vita allir aö þaö heyrir ekki til
mannúöarstefnu samtimans,
hvorki I listum eöa námi aö and-
mæla þeim, sem hafa ákveöiö
um tiu ára aldurinn aö veröa
listamenn, eöa svekkja meö
prófum þá, sem hafa ákveöiö aö
læra hin æöstu fræöi. Ráöiö,
samkvæmt fyrri stefnu I
þessum málum veröur eflaust
aö veita hverjum nemanda I
háskóla sjálfdæmi um það,
hvenær hann hafi lokiö prófum.
Slikt mundi teljast til ýtrasta
lýðræöis i námi og tryggja þaö,
aö prófessorar gætu sinnt vis-
indastörfum meir en nú er, þar
sem sliku fylgdi auövitaö sjálf-
dæmi um nám hjá nemendum,
aö svo miklu leyti, sem þeir
hafa ekki þegar tekiö sér þaö.
Svarthöfði.