Vísir


Vísir - 25.06.1976, Qupperneq 9

Vísir - 25.06.1976, Qupperneq 9
VISIR Föstudagur 25. júni 1976 9 />Við höfum brýnt það fyrir yngstu börnunum að nota frekar gangstéttirn- ar en göturnar til að æfa sig á hjólunum sínum> þótt það sé í rauninni bannað", sagði Baldvin Ottóson hjá umferðar- deild Reykjavikurlög- reglunnar. „Hér i Reykjavik eru ekki góðar aðstæður fyrir reiðhjóla- akstur. Þaðeru hvergi sérstakir hjólreiðastigar og á gangstigum og gangstéttum eru hjólreiðar bannaðar. Þó hafa hjólreiðar ekki ennþá verið bannaðar á gangstigum i Breiðholti”. Þurfa að læra að hjóla í umferðinni. Baldvin sagði að mjög algengt væri að krakkar ættu reiðhjól. Til dæmsi er reiknað með að milli 60 og 70% 6-7 ára barna eigi reiðhjól. „Það er mjög mikilvægt að börnin fari ekki að hjóla i um- ferðinni of snemma. Yfirleitt er gert ráð fyrir að 7-8 ára börn megi hjóla hvar sem er, en ég held að þau hafi ekkert að gera inni er all góö viöast hvar i borginni, en komið hefur i ljós að ástand hjólanna er betra I grónari borgarhverfunum, hvernig sem má skýra það. Fleiri óhöpp á skellinöðr- um en reiðhjólum. „Það er furðulega litið um reiðhjólaóhöpp, miðað við að- stæður”, sagði Baldvin. „Hins vegar er ástandið mjög slæmt með skellinöðrurnar. A siðustu 12 mánuðum hafa 15 börn, 14 ára og yngri, lent i ó- höppum á reiðhjólum. Þar af slösuðust fjögur mikið, án þess að um dauðaslys væri að ræða, tvö slösuðust litillega og 9 reyndust ekki hafa meiðst. Af fullorðnum slasaðist einn mikið á reiðhjóli og þrir sluppu ó- meiddir eftir reiðhjólaóhöpp. A sama tima lentu 34 i ó- höppum á skellinöðrum. 11 þeirra slösuðust mikið (ekkert dauðaslys), 7 slösuðust litið og 16 ekkert. Langflestir ökumenn skellinaðra, eða um 90%, eru á aldrinum 15-17 ára. A stærri mótorhjólum lentu 18 i óhöppum. Fjórir þeirra slösuð- ust mikið, þar af var eitt dauða- slys. Fjórir hlutu litil meiðsli og 10 meiddust ekki. ■ '■ " Mí-Síf. c#- mBte Of mikill hraði og of lítil notkun öryggishjáima veldur bæöi mörgum og alvarlegum skellinöðruslysum. Ljósm. Loftur. Slœm aðstaða fyrir akstur reið- hjóla og mótorhjóla í Reykjavík 1 umferðarfræðslu lögreglunnar fyrir 6-7 ára börn er komið inn á hjóireiðar i umferðinni. Hér er Baldvin Ottósson að útskýra götuvit- ana fyrir börnunum. út i umferðina fyrr en i fyrsta lagi 10 ára. Það er ekkert á móti þvi að börnin eigi hjól. Þvert á móti getur verið betra fyrir foreldra að gefa börnunum hjól og kenna þeim á það og þjálfa þau i um- ferðarreglunum, fremur en að eiga það á hættu að þau fái lán- að hjól hjá öðrum og fari óund- irbúin út i umferðina. Annars er allt of mikið um það að foreldrar kaupi hjól handa börnum sinum og geri siðan ekkert til þess að æfa þau á þeim. Það myndi draga mikið úr slysahættunni ef foreldrar gæfu sér meiri tima til að leið- beina börnunum i umferðinni. Það besta væri ef foreldrarnir fengju sér sjálfir hjól og færu af stað með börnunum. Almenn námskeið i hjól- reiðum eru ekki haldin, en i um- ferðarfræðslu skólanna og lög- reglunnar er komið inn á þessi atriði. 1 barnaskólunum eru not- aðar ágætar handbækur sem Rikisútgáfa námsbóka gefur út. Þær heita Vegfarandinn og A förnum vegi”. Reiðhjólaskoðun. Mikilvægt atriði i sambandi við hjólreiðar er að hjólin séu i góðu lagi. Baldvin sagði að reið- hjólaskoðun færi fram á hverju vori á vegum lögreglunnar. Venjulega eru aðeins eitt til tvö atriði athugaverð við hjólin, en auðvitað er hugsanlegt að þau börn sem koma meö hjólin sin i skoðun hugsi sérstaklega vel um þau. Aðsókn að reiöhjólaskoðun- Miðað við það hve miklu fleiri reiöhjól eru i umferð en skelli- nöörur, er munurinn á óhöppum á þessum tveimur tegundum farartækja verulegur”. ógætilegur akstur — frekir bflstjórar. „Auðvitað geta veriö ýmsar skýringar á þessu. Ein þeirra er sú, að reiðhjól eru minna á miklum umferðargötum en skellinöðrur. Aðalástæðan held ég þó að liggi i hraðamismunijnum. Skellinöðrurnar eru miklu öfl- ugri tæki. Þær eiga að visu ekki að ná meiri hraða en 50 km. á klst., en þvi miður er aðeins nokkurra minútna verk að breyta þeim þannig, að hægt sé að koma þeim á 100 km. hraða á klst. Þessa breytingu gera margir unglingar á hjólunum sinum. Fyrir utan hraðann, sýna þeir lika oft ógætilegan akstur. Það, að slysin verða svo oft alvarleg, orsakast mest af þvi að hjálmar eru ekki notaðir. Einnig ber mikið á þvi að sumri bilstjórar séu frekir við þessi tæki. Þetta er sú tilhneig- ing hins stóra að taka réttinn af þeim minni. Við sjáum þetta lika á framkomu bilstjóra stórra biia gagnvart litlum bil- um. En auðvitað er miklu meiri hætta á að ökumönnum sjáist yfir hjól en bila, svo það er ekki endilega af ásettu ráði sem þeir niðast á hjólunum I umferð- inni”, sagði Baldvin Ottóson. Það þarf ekki aö kvarta yfir áhugaleysi hjá þessum nemendum á umferöarnámskeiöinu I Feliaskóla Reynslan viröist sýna, að börnin hætta sér ekki mikið út I umferðina á reiðhjólunum sinum svona flnn Iþróttavöllur er fyrir hendi, er heldur engin ástæða til aðleita langt yfir skammt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.